Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 3
^simuK. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 3 Guðni Agústsson landbúnaöarráðherra og Magrnís B Jónsson rektor undirrita samkomu- lagið. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Samningur um árangursstj ómun Síðastliðinn þriðjudag undirrit- uðu landbúnaðarráðherra og rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri tímamótasamning um árangursstjómun við skól- ann. Samningurinn fjallar um gagn- kvæmar skyldur Landbúnaðarráðu- neytisins og Landbúnaðarháskól- an^ sem mennta- og rannsóknar- stoþuinar í ■ landbúnaði. I sam- nipgnum segir að fagleg áhersluat- 'riði skólans skuli vera efling bú- rekstrar og stjórnunar með áherslu á auðlindahagfræði og vistbókhald 'jafnhliða hefðbundnum búrekstrar- ■fræðnm op- einnip' nmsión OP' rækt- un landsins sem og skipuleg nýting lands til margvíslegra þarfa. Efla skal og auka námsframboð skólans með nýjum námsbrautum bæði til diplomagráðu og til BS gráðu og stefnt verði að uppbygg- ingu mastersnáms sem geti hafist eigi síðar en árið 2003. Þá er ætlun- in að styrkja endurmenntun og fjarnám á vegum skólans og vinna sérstaklega að því að nýta upplýs- ingatækni við nám í skólanum, í fjarnámi og á endurmenntunar- námskeíðum. Einnig er reiknað með að efla rannsóknarstarfsemi skólans. GE Frá og með 19. febrúar verður Þjónustumiðstöð Landssímans á Akranesi lokuð á laugardögum. Opnunartími virka daga verður óbreyttur frá kl. 09:00 til kl. 18:00. r I gjaldfrjálsu númeri Þjónustuvers Símans 800 7000 svara þjónustufulltrúar allan sólarhringinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.