Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 5
gSESSIíHÖBM FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 5 myndi gilda í öllum löndum - til dæmis í Jap- an - en er ekkert sér íslenskt dæmi um mál- farsfasisma. Reyndar er ég alls ekki viss um aö þetta heföi gilt um þennan ágæta prest, því hann virðist tala prýöilega íslensku. Vonandi veröur grein prestsins ekki lóð á þær vogarskálar aö viö förum aö skammast okkar fyrir þá viðleitni aö hér sé talað al- mennilegt mál - í nafni einhvers misskilins frjálslyndis og pólitískrar rétthugsunar sem í sumum löndum er komin út á þær villigötur aö menning minnihlutahópa og innflytjenda sé óhjákvæmilega rétthærri og merkilegri en menning meirihlutans. En ekki þarf aö eyða frekari orðum aö því aö viö eigum samt auö- vitaö aö sýna sérhverjum útlendingi vin- semd, virðingu og umburöarlyndi, hvernig sem þeim gengur aö læra íslensku. Og þó sumum gangi þaö ekki vel stafar íslenskunni auðvitað engin hætta af því. Meiri hætta stafar af öörum anga pólitísku rétthugsunarinnar sem birtist í fullyrðingum ungrar fræöikonu - Hallfríðar Þórarinsdóttur - sem nokkuö var gert úr í fjölmiðlum fyrir fá- einum vikum. Hún hélt því sem sé fram að á íslandi væri í uppsiglingu stéttaskipting í tungumálinu og var á henni aö skilja aö ein- hver óskilgreind „yfirstétt", sem talaði hreint og gamaldags dauðhreinsað mál, væri farin aö kúga alþýðuna sem ekki talaði jafn vand- að mál og leyfði sér til dæmis erlendar slett- ur. Þetta var tómur heilaspuni, enda var Hall- fríður greinilega aö reyna aö heimfæra upp á ísland einhverjar kenningar og áhyggjur sem menn hafa í útlöndum - ekki síst Bandaríkj- unum - af þess háttar málum. En þótt ein- hver blæbrigðamunur sé vafalaust á tungu- taki mismunandi þjóöfélagshópa á íslandi er sem betur fer fráleitt aö hægt sé meö nokkru móti aö skilgreina þann mun þannig að „yfir- stéttin" tali „fínna“ mál en alþýða fólks. Ég er smeykur um aö fræöimennska Hallfríðar hafi beðið nokkurn hnekki viö þennan þvætting. Enda kom hún upp um sig í útvarpsvið- tali. Hún var aö fjalla um aö þeir sem töluðu ekki nógu gott mál hér á landi væru „brenni- merktir". Þetta er aö vísu alrangt, en þó mjög auöskiljanleg fullyrðing allri alþýðu manna. En þá greip hún fram í fyrir sjálfri sér og leiö- rétti sig, eins og hún heföi farið meö málvillu: „Nei, sko, ég meina, stigmatíseraöir." Taldi Hallfríður aö sú íslenska alþýöa, sem hún þóttist vera málsvari fyrir, skildi frekar oröiö „stigmatíseraöir" en „brennimerktir"? Auövitað ekki. Enda var hún ekkert aö tala við alþýðuna. Hún var bara aö tala við aöra lata menntamenn og stöku fjölmiðlunga sem vilja fá aö sletta sem allra mest. „Lata“ er kannski ekki rétta orðið úr því hún lagði á sig að leiðrétta þessa fyrirtaks og auöskiljan- legu íslensku - „brennimerktir" - meö út- lensku slettunni „stigmatíseraöir". Þaö er því miður svo aö ein mesta hættan sem steðjar nú að íslenskri tungu kemur frá þessum þjóöfélagshópum sem halda aö þaö sé nauösynlegt og fínt aö sletta til aö sýna hvaö maður er frjálslegur, að nota alþjóöaorö til aö sýna hvaö maður er frjálslegur og alþjóða- sinnaöur... En alþýðan hefur þaö fínt, takk fyrir. Illugi Jökulsson Japanskur prestur innflytjenda á íslandi skrifaöi um daginn firna vonda grein í Morg- unblaðið, þar sem hann hélt því fram aö landsmenn sýndu útlendingum sem töluöu bjagaða íslensku afar takmarkað umburöar- lyndi og fór nærri því aö saka íslendinga al- mennt um málfarsfasisma og jafnvel ras- isma. Viö þurfum ekki aö láta þá sjálfsögöu kurteisi sem viö eigum aö sýna aðkomu- mönnum í landinu villa okkur sýn; grein séra Tóma var næstum áreiðanlega röng og tölu- vert dónaleg. Enda held ég aö hún hafi komið flestum á óvart. Þaö er rétt sem Guðmundur Andri sagöi í DV aö flestir íslendingar veröa þvert á móti afar hrifnir þegar útlendingar leggja á sig aö læra skikkanlega íslensku og væntan- lega megi finna ýmis dæmi um pirring og stríöni íslendinga í garö útlendinga sem ekki hafa náö góöu valdi á málinu, þá er slíkt svo sannarlega ekkert sér íslenskt fyrirbrigði sem þarf aö vara vora þjóð sérstaklega viö. Og grein séra Tóma viröist líka fyrst og fremst hafa verið skrifuð af því honum sjálf- um var neitað um þátttöku í einum tilteknum útvarpsþiætti sem talið var aö hann ætti er- indi í. Utvarpskonan Anna Kristine hefur þó aö sjálfsögöu fullt leyfi til aö velja sjálf þátt- takendur í sinn þátt og það er rétt hjá henni aö þaö er stundum erfitt aö hlýða á langt mál útlendings sem talar slæma íslensku, ein- faldlega af því maður hefur þá svo mikið að gera viö að reyna að skilja hvaö viökomandi er aö segja að maöur má ekki almennilega vera aö því aö hlusta á hvaö hann meinar - þó maöur sé allur af vilja geröur. Og þetta Bjóðum upp á alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga Skattframtöl Bókhald Uppgjör Launakeyrslur Virðisaukaskattsvinnslur VIÐ5KIPTAÞJÓNUSTA AkRANIFtt Sími431 3099 Fax 431 2282 Skúli B. Garðarsson viðskiptafræðingur Guðrún Elsa Gunnarsdóttir iðnrekstrarfræðingur rikisins ráðunautur Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skógræktarráðunaut á Vesturlandi. Skógræktarráðunautur á Vesturlandi hefur aðsetur á Hvanneyri. Starfið fellst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti, og fræðslu til þeirra aðila sem stunda skógrækt á Vesturlandi. Óskað er eftir einstaklingi með háskólagráðu í skógfræði eða tilsvarandi menntun og reynslu. 1 Umsóknafrestur er til 25. febrúar 2000. Nánari upplýsingar veita Jón Loftsson s skógræktarstjóri, eða þröstur Eysteinsson Egilsstöðum sími 471-2100 SpumÍHQaííeppHin í JtÖgt 1999-2000 Spurningakeppni verður haldin í Félagsheimilinu Röst d Hellissandi laugardaginn 19.februar nk. Liðin sem keppa á laugardaginn eru: 1. umferð: 2. umferð: 3. umferð: Lionsklúbbur KennararíOlafsvík Lionsklúbburinn Nesþinga og Þernur og Bæjarstjórn og Ahaldahús Snæfellsbæjar Fiskmarkaður Snæfellsbæjar Breiðafjarðar Stjórnandi keppninnar er Þorkell Cýrusson. Húsið opnar kl. 21:15 Fríttinn Keppnin hefst. kl. 22:00 Aldurstakmark 18 ár - 16 ár í fylgd með foreldrum. Verðlaun íhappdrættinu gefur Bókabúðin Gimli, Hellissandi. Veitt verða verðlaun fyrir öflugasta og frumlegasta stuðningsmannaliðið eins og í fyrra. Verðlaunin verða veitt á síðasta kvöldi keppninnar í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.