Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 Ifjpjf Jf -.jmjgjgf y* jflf I i rfi 1 w (& ■1 — JsM : Æ Wt*1 9 *** ím....... t m l ' jp Hópur vaskra víkinga á víkingadögum í Búðardal. Myndir: GE Bitið í skjaldarrendur Víkingar í gmnnskólum í Dölum sóttir heim Þótt meira en þúsund ár séu lið- in frá því vígamaðurinn Eiríkur rauði og hinn heppni sonur hans fluttu úr Dölunum og þvældust um heimsins höf eru enn víkingar, hetj- ur og kappar á þessum slóðum. Krakkarnir í Grunnskólanum í Búðardal og Lauga- skóla feta ótrauð í fót- spor Eiríks og Leifs, Kjartans og Bolla, Guðrúnar Osvífurs- dóttur og Auðar Djúpúðgu og halda uppi minningu þeirra fjölmörgu kappa ís- lendingasagnanna sem áttu heimkynni sín í Dölunum. Þegar blaðamaður Skessuhorns fregnaði að í Dölunum gengju börnin um með al- væpni og í víkinga- klæðum var ekki um annað að ræða en að brjótast með harðfylgi yfir ófæra Bröttu- brekku og setja stefnuna á vopna- glamrið. Þegar komið var að Grunnskólanum í Búðardal hljóm- uðu að innan heróp og hrossahlátur úr sönnum víkingabörkum. A göngum skólans voru sveinar og meyjar klæddar í vaðmál og báru sverð, axir og atgeira. I öllum stof- um voru nemendur að fást við ým- iskonar handverk að hætti forn- manna eða að fletta í gömlum skræðum í leit að upplýsingum um víkingasiði. Sumir voru í smíðastof- unni að smíða sverð, skildi og axir. Aðrir voru gera skartgripi eins og víkingar báru en þeir voru skart- menni hin mestu. Þá voru sauma- vélarnar píndár tii hins ýtrasta yfir hör og vaðmáli en ekki geta víking- ar gengið um í Levi’s gallabuxum eða skopparapeysum. Yfir þessu öllu vakti síðan alvöru víkingur í fullri stærð íklæddur hringabrynju og með alvæpni. Þúsund ár aftur í trniann I fljótu bragði hefði mátt halda að Dalirnir hefðu orðið fyrir barð- inu á 2000 vandanum og færst eins og þúsund ár aftur í tímann en svo var þó ekki. I síðustu viku var nefhi- lega árleg þemavika skólanna í Döl- unum og yfirskriftin þetta árið var Víkingadagar. Kveikjan að víkinga- dögunum var áð sjálfsögðu fyrir- huguð hátíðahöld í Dölum í sumar til að minnast landafunda Leifs heppna. I vetur hefur sam- vinna milli Grunnskól- ans í Búðardal og Laugaskóla. verið aukin og hafa þeir verið rekn- ir undir stjórn eins skólastjóra. Einn liður í þessari samvinnu er að í þemavikunni voru allir nemendur saman á ein- um stað í Búðardal. Að sögn Þrúðar Kristjáns- dóttur skólastjóra var ákveðið að fara þá leið þar sem stærstur hluti verkefnanna var verk- legur og því þægilegra að hafa alla nemendur og kennara á einum stað. Lífgar upp á skólahaldið “Þetta hefur gengið ágætlega og nemendur haft mjög gaman af þessu. Við fengum alvöru Víking úr Hafnarfirði hingað á staðinn, Ulfar Daníelsson og það hefur vakið mikla lukku. Það hafa allir lagst á lil'Uti þeirra muna sem unnirvoru á víkingadögum, í Dölunum. eitt að gera þetta verkefni sem best úr garði og ég held að það skili sér vel til nemenda. Starfsfólk skólanna beggja hefur lagt á sig gífurlega vinnu við undirbúning þessara vík- ingadaga og hér hefur verið unnið frafn á rauða nótt síðustu daga. Þessi þemavinna brýtur skólastarfið upp á skemmtilegan hátt og lífgar mikið upp á skólastarfið. Vð erum líka að vona að þessi vinna verði góður undirbúningur fýrir hátíða- höld sumarsins á Eiríksstöðum og í Búðardal og við hvetjum krakkana tfl að nota áfraksturinn af vikínga- dögunum þegar þar að_ kemprj” sagði Þrúður. . . , ..,v j GE Frábærir krakkar í Dölunum / Segir Ulfar Daníelsson víkingur Blaðamaður Skessuhorns fékk víkinginn Ulfar Daníelsson til að leggja niður vopn í stutta stund og segja sitt álit á félögum sínum í Dölunum. “Þetta hefur verið al- veg frábært og virkilega garnan að vinna með þessum víkingum hér í grunnskólunum,” sagði Ulfar. “Þá hefur afraksturinn verið með ólík- indum því allir nemendur fá að minnsta kosti eina flík í víkingastíl út úr þessari vinnu, einn skartgrip og lágmark eitt vopn. Það ætti að vera gríðarlega mikilvægt fýrir hátíðir sumarsins. Ahuginn hjá þessum krökkum er einstakur og þótt ég hafi sjálfur verið kennari í mörg ár hef ég varla kynnst áður eins góðum krökkum,” sagði Ulf- ar. Ulfar víkingur er félagi í Rimmugýgi sem er hópur manna sem hafa valið sér þann lífsstíl að vera víkingar. “Við erum um tutt- ugu og fimm í hópnum og hitt- umst vikulega og æfum vopnfimi og leggjum stund á handverk að hætti fornmanna. Síðan tökum við þátt í víkingahátíðum víðsveg- ar um heiminn og einnig höfum við verið fengnir til að leika í kvikmyndum frá þessum tíma. Okkar markmið er að kynna sem víðast þessa fornu siði. Við leggj- um mikla áherslu á að hafa allan Úlfar Daníelsson okkar búnað sem líkastan því sem var á víkingaöld og hleypum eng- um að með einhverja vitleysu þar sem fyrirmyndin er sótt í tölvu- leiki eða einhverjar fantasíur.” Að sögn Ulfars er mikið framundan hjá félögum í Rimmu- gígi en í sumar hefur þeim verið boðið ti Frakklands, Noregs, Pól- lands, Grænlands og Kanada til að taka þátt í ýmsum hátíðahöld- um. Þá ætla þeir að taka þátt í or- ustunni við Hastings og einnig eru þeir í viðræðum við Smith- sonian um að halda uppi víkinga- sýningu í 1 - 2 vikur. Þá kvaðst Ulfar vonast til að samningar næðust um að þeir yrðu með at- riði á hátíðinni á Eiríksstöðum í Haukadal í ágúst. GE Sögukort um landafundina sem bönií grunnskólunum í Dölunum hafa útbúið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.