Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 jiitaatnw..- WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgnrnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Frnmkv.stjóri: Mognús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gisli Einorsson 852 4098 Vefdeild: Bjorki Mór Korlsson 854 6930 Blaðamenn: Bryndís Gylfodóttir 892 4098 Soffio Bæringsdóttir 862 8904 Iþróttofréttoritori: Jónos Freysson (Jomes Fryer) Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Siljo Allonsdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 431 4222 Próforkorlestur: Ásthildur Mognúsdóttir og Magnús Mognússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun:__________Isafoldnrprentsmiðja hf__________________ Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is auglysingor@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Ég hef alla tíð verið sérstaklega viðkvæmur fyrir kjaftasög- um. Mér stendur hreint og beint smggur af hvers konar slúðri í þeim tilfellum sem það beinist að mér. Oðru máli gegnir að vísu um óábyrgt blaður sem snýr að öðrum en það er önnur saga. Astæðan er einfaldlega sú að ég er ákaflega hörundsár að upplagi og viðkvæm sál svo af ber. Mér er því ákaflega illa við að fólk úti í bæ sé að kjamsa á því sem ég geri eða geri ekki, hvernig ég lít út, hvernig ég er innréttaður og velta sér upp úr mínum einkamálum og tilfinningalífi. Það hefði því ekki átt að vera erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég ætti að segja mig úr miðlægum gagnagrunni eða fjarlægum viskubrunni eða hvað sem þetta nú heitir. Það hefði náttúru- lega átt að liggja beint við að viðkvæm sál á borð við mig kærði sig ekki um að persónulegar upplýsingar lægju fyrir hunda og manna fótum. Samt sem áður lét ég það farast fyrir að segja mig úr um- ræddum grunni. Kannski vegna þess að ég var hræddur um að það kynni að fféttast og einhverjir færu að japla á því af hver- ju ég vildi ekki vera í þessum grunni og hvort þar lægi eitthvað misjafnt á bak við. Hugsanlega var það líka vegna þess að ég hafi tekið á mig rögg, bitið á jaxlinn og hleypt í mig kjarki í þeirri trú að kanns- ki hefði einhver gagn af grunninum. Líklega var það líka nið- urstaðan að ég ákvað að láta mig hafa það að upplýsingar um mínar inngrónu táneglur, krumpuðu skorpuiiffina, hroðalegu hryggskekkjuna og takið í mjöðminni væru til staðar í ein- hverri bókahillu. Ég hugga mig líka við það að ef verið er að hnýsast í mína einkahagi sé þó betra að það sé gert skipulega og á vandaðan hátt heldur en kann að tíðkast hjá Gróu á Leit- inu og hennar félögum. Ég Iét mér semsagt í léttu rúmi liggja viðvaranir lækna sem ráðlögðu mér að engum nema þeim sjálfum væri treystandi fyrir upplýsingum um mína krankleika. I fávisku minni hélt ég nefnilega að það skipti mig meira máli að læknast af sjúkdóm- um heldur en hvort einhver vissi um þá. Ég var því tilbúinn að ljóstra upp öllum mínum leyndardómsfullu meinum ef það kynni að koma einhverjum öðrum sjúkum manni að notum. Auðvitað velti ég því líka fyrir mér fyrst að ég var á annað borð að stíga þetta skref hvort ég ætti þá ekki að hafa eitthvað upp úr krafsinu og reyna að græða aðeins á öllum mínum hnjöskum, skrámum og bágindum hvers konar og selja sjúrnalinn minn á uppboði. Þá varð mér hugsað til þess, svona upp úr þurru, hvað það væri sem aðskildi mellur frá öðrum kynsystrum þeirra. Niðurstaðan var sú að mellurnar taka gjald fyrir hvílubrögð en hinar gera það ffítt ef þær gera það á ann- að borð. Eftír nokkra umhugsun var ég ennffemur á því að það væri ekki svo mikill munur á þeim sem selja blíðu sína og þeim sem selja upplýsingar sem þeim þykir svo persónulegar og viðkvæmar að ekki komi til greina að láta þær í té - nema að fá borgað fyrir. Það breytir mig engu þótt nú á dögunum hafi komið firam á sjónarsviðið Iöglærður melludólgur sem er tilbúinn, gegn vægu gjaldi að sjálfsögðu, að aðstoða fólk við að selja sig. Hvar sem einhversstaðar er blóðlykt að finna eru hýenur og hælbítar fljótir á staðinn. Gísli Einarsson sjúklingur Islensk erfða- greining á Akranes? Kári Stefánsson forstöðumaður Islenskrar erfðagreiningar hefur komið á Akranes og sýnt því áhuga að flytja hluta af starfseminni á Akranes. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að hann hafi fundað með Kára og bent á Landsbankahúsið við Suðurgötu enda sé það húsnæði til leigu eða jafnvel sölu. “í þessu efni er ekkert ákveðið og ljóst að ef af þessu verður að einhverju leyti þá verður engin ákvörðun tekin um það af hálfu Islenskrar erfðagrein- ingar næstu misseri. Það er því verkefni okkar að halda áfram að róa.” segir Gísli. SB Sjúkrahús Akraness: Verulegur halli á rekstri Rekstrarhalli Sjúkrahúss Akra- ness fyrstu 10 mánuði síðasta árs nam 77,9 milljónum króna, sem nam 13,7% af samanlögðum tekj- um og rekstrarframlagi ríkisins og að ffádregnu 15 milljóna króna framlagi vegna framkvæmda við skurðdeild. Asgeir Asgeirsson skrif- stofustjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ástæður fyrir þess- um aukna halla séu meðal annars nýir kjarasamningar starfsmanna, fleiri aðgerðir og fjölgun sjúklinga. Asgeir segir þenslu vera innan stofhunarinnar og að draga þurfi verulega úr rekstrarkostnaði á ýms- um sviðum á þessu ári. I greinargerð skrifstofustjórans vegna 10 fyrstu mánaða undan- gengins árs kemur fram að árið hafi verið sérlega erfitt í rekstrarlegu tdlliti, bæði þegar litið er til fjárhags og starfsemi stofnunarinnar. Segir Asgeir að árið hafi skorið sig úr öðrum árum hvað þetta snertir og hafi afkoman ekki verið svona slæm mörg undangengin ár en bendir á að starfsemin sem slík hafi verið í miklum blóma. I samanburði ár- anna 1997 og 1999 í rekstri Sjúkra- hússins og Heilsugæslustöðvarinn- ar kemur fram að fjöldi sjúklinga hafi aukist um 9%, aðgerðum fjöl- gað um fó% og fæðingum um 27%. Legudögum hefur hinsvegar fækkað um 581 milli samanburðar- áranna. MM Hrakningar á Fróðárheiði Tíu manns lentu í hrakn- ingum í illviðri og ófærð á Fróðárheiði aðfararnótt mánudags. Björgunarsveitim- ar á Hellissandi og í Olafsvík stóðu í björgunaraðgerðum á heiðinni alla nóttina og síðasta ferðalangnum var bjargað til byggða klukkan sex um morg- uninn. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík höfðu ferðalangarnir hunsað allar aðvaranir varð- andi ófærð. Lögregluþjónn sem Skessuhorn ræddi við sagði að alltof algengt væri að fólk tæki ekki mark á veður- spám og veðurútliti. Að sögn lögreglu náðust allir heilir á húfi til byggða en sá sem síðast fannst var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn enda illa búinn. GE Vín í Grundar- fjörð á næsta ári Eins og fram hefur kornið verður ekki opnuð áfengisút- sala í Gmndarfirði í ár eins og vonir heimamanna stóðu til. Að sögn Bjargar Agústsdóttur sveitarstjóra í Grundarfirði hefur nú fengist vilyrði fyrit því frá ÁTVR að Gmndfift1L> v ingar fái vínbúð á næsta ári.' Stjórn ÁTVR hefur lagt það til við fjármálaráðherra að áfengisútsala verði opnuð í Gmndarfirði árið 2001. GE 1 -1-2 Fjarvinnslaf Grundarfjörð Hreppsnefnd Eyrarsveitat samþykkti á fundi sínum þatm 10. febrúar síðastliðinn að stofna í félagi við íslenska miðlun fyrirtæki til að annást fjarvinnslu í Gmndarfirði. Björg Ágústsdóttir sagði í samtali við Skessuhom að ekki væri ástæða til að vekja óþarfa væntingar um tiltekinn fjölda starfa en hún kvaðst sannfærð um að þessi starfsemi myndi komast á laggirnar. Heima- menn em nú þegar farnir að leita að verkefnum fyrir vænt- anlega fjarvinnslustöð. : GE' Keilubrautir á Akranes Keilufélag Akraness hefur fengið vilyrði fyrir því að gera keilurennur í kjallara Iþrótta- húsins að Vesturgötu. Guð- mundur Sigurðsson formaður Keilufélagsins segir að nú bíði þeir eftir formlegu samþykki. Um sé að ræða þrjár brautir og öllum verði gefinn kostur á að koma og spila. Ekki sé komið á hreint hvenær braut- irnar verði tilbúnar og það fari í raun efdr velvilja fyrirtækja um fjármögnun. Eins og stendur em keilufélagar 30 talsins og telur Guðmundur að félögum komi til með að fjölga þegar brautirnar eru komnar. SB • • kaupir húsnæði Húsnæðið Einigmnd 29 á Akra- nesi hefur verið selt Oryrkjabanda- lagi Islands. Söluhalli er um 200 þúsund krónur miðað við áhvílandi lán. Ætlunin er að húsið fari í út- leigu til fatlaðra einstaklinga og áætlað er að þrír einstaklingar komi til með að flytja þangað en óvíst er hvenær það verður. Magnús Þor- grímsson framkvæmdastjóri á Svæðisskrifstofu um málefhi fatl- aðra á Vesmrlandi segir að endur- bætur verði gerðar á húsnæðinu áður en Iengra verður haldið. “Eg fagna því að Oryrkjabándalá'gið hafi fjárfest í húsnæði hér sem ger- ir einstaklingum með fötlun kleift að standa á eigin fótum. Því fer fjarri að búið sé að uppfylla hús- næðisþörfina. Það er vonandi að bærinn komi til með að leggja til húsnæði fyrir þá sem era enn í heimahúsum.” SB Samningur um brunavamir sunnan heiðar Wja stórbæta tækjakost Föstudaginn 11. febrúar var und- irritaður samstarfssamningur um brunavarnir fyrir Akranes og hreppana sunnan Skarðsheiðar. Með þessum samningi skal koma á sem fullkomnustum bmnavörnum á svæðinu. Því skulu sveitarfélögin reka slökkvilið sameiginlega og búa það nauðsynlegum tækjakosti. Samningurinn er í raun útfærsla á gildandi samningi en við bætist að auka á við tækjakost slökkviliðs. Einnig er Hvalfjarðarstrandar- hreppur kominn inn í samninginn að nýju en sveitarfélagið sagði sig ffá samningnum áriðl985. Samningsaðilar skuldbinda sig til að leggja fram allt að 30 milljónir króna til kaupa á slökkvibifreiðum og öðrum nauðsynlegum tækjum á árunum 2000-2001. Akraneskaup- staður kemur til með að greiða helming kostnaðar og hrepparnir helming. Samningurinn gildir ótímabundið en uppsögn skal til- kynnt með þriggja mánaða fyrir- vara, þó ekki fyrr en eftir árið 2005. Samningurinn kemur til með að auka öryggi sveitarfélaganna þar sem slökkviliðið verður mun betur búið en áður. Þrír fulltrúar verða í innkaupa- nefnd um tækjakaup, Akranes til- nefnir tvo en hrepparnir einn. Samþykkt var að skipa bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra í nefndina fyrir hönd Akraness á síðasta bæjarráðs- fundi. SB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.