Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 jkúaiiiiuij Kristnihátíð í Borgarfj arðarprófastsdæmi Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju sunnudaginn 20. febrúar. Borgameskirkja Þá er runnið upp hátíðarárið þegar við minnumst þess að þúsund ár eru liðin frá kristnitökunni á Þingvöllum. Þessi atburður varð sannarlega afdrifaríkur fyrir íslens- ka þjóð. Allar götur síðan hafa kristin áhrif verið sterk í þjóðar- vitund okkar og menning okkar merkt kristnum áhrifum. Þessara tímamóta er nú minnst með margvíslegum hætti. I sumar, dagana 1. og 2. júlí verður mikil hátíð haldin á Þingvöllum og er þar búist við miklum fjölda fólks - sameiginleg hátíð þjóðar og kirkju. I hverju prófastsdæmi landsins, en þau eru sextán talsins, eru nú haldnar héraðshátíðir. I Borgar- Ijarðarprófastsdæmi hófst hátíðin með messu í Saurbæ á Hvalf- jarðarströnd í mars á síðasta ári. Næst á dagskránni er hátíðar- guðsþjónusta í Borgar- neskirkju næstkomandi sunnudag, 20. febrúar kl. 14. Þar predikar séra Olafur Skúlason, fyrrum biskup Islands. Söngfólk úr kirkjukórum norðan Skarðsheiðar syngur. Söngstjórar og organistar eru Bjarni Guðráðsson, Jón Þ. Björnsson, Sigurður Guðmundsson og Steinunn Arnadóttir. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson þjónar fyrir altari ásamt sók- narpresti. Sóknarnefndar- menn lesa ritningarlestra og fermingarbörn leiða bænir. Að messu lokinni býður sóknarneíhd til kaffidrykkju á Hótel Borgarnesi. Allir eru velkomnir til messunnar, hvar í sókn sem þeir búa. Varðandi framhaldið, þá verða hátíðarguðsþjónustur í öðrum prestaköllum pró- fastsdæmisins; í Reykholti í maí, í Stafholti í ágúst og á Akranesi í nóvember. Þar predikar biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson. Með þeirri guðsþjónustu lýkur hátíðardagskrá í pró- fastsdæminu. Hátíðarguðsþjónusta Hvanneyrarprestakalli heíúr ekki verið tímasett. Tónlistarflutningur verður áberandi í þessari dagskrá. Organ- istar og kirkjukórar í prófasts- dæminu munu standa fyrir fernum tónleikum. Tónleikarnir verða í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Saf- naðarheimili Akranesskirkju, Bor- garneskirkju og í Reykholts- kirkju. Þá verða haldnir tveir fræðslufundir um kristna trú og samfélag, í Bor- garnesi í mars og á Akranesi í október. I júlímánuði er áformuð guðsþjónusta við Krosslaug í Lundarreykjadal. Sá staður ber merkilega sögu er tengist sjálfri kristnitökunni árið 1000. I Krosslaug voru Vestlendingar og Vestfirðin- gar, er setið höfðu Alþingi, skírðir, á leið sinni heim af þingi. Þeim mun hafa litist það betri kostur en að skírast í jökulköldu vatni á Þingvöl- lum. Krosslaug er á skrá yfir friðlýstar fornleifar. Afor- mað er að merkja laugina og leggja að henni göngustíga. I lok maí er dagur til- einkaður séra Hallgrími Péturssyni. Guðsþiónusta verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ og að henni lokinni dagskrá um séra 1 lallgrím ofi verk hans í fétagsheiinilinu að Hlöðum. I lok ágúst verður haldið málþing í Snorrastofu í Reykholti, um kristin trúaráhrif í miðaldakveðskap, í samvinnu prófastsdæmisins og Snorrastofu. Þorbjöm Hlynur Amason, prófastm: ■ ij i u, .. : reunu Atburði kristnihátíðar í Borgarfjarðarprófastsdæmi. HátíðarguSsþjómista í Borgameskirkju 20. febniar Tónleikar kirkjukóra og organista. Hallgrímskirkja í Saitrbæ 12. mars FrœSslufundur um kristna trú. og samfélag. Borgames 15. tnars Tótileikar kirkjukóra og organista. Borgameskirkja 30. apríl HátíðarguSsþjótmsta í Reykholtskirkju 14. maí Hallgrímshátíð í Saurbæ 28. maí HátíðarguSsþjónusta við Krosslaug í Lundarreykjadal 16. júlí ReykboltshátíS 28,- 30.jiílí Málþing íReykholti mn tniarbóbnemitir miðalda ísamvimm við Snorrastofii 26. ágúst. Hátíðarguðsþjónusta í Stafholtskirkju 21. ágúst Frœðslufimdur um kristna trú og samfélag. Safiiaðarheimili Akranesskirkju 13. október Tónleikar kirkjukóra og organista. Reykholtskirkja 29. október Tónleikar kirkjukóra og organista. Safnaðarheimili Akranesskirkju 5. nóvember Hátíðarguðsþjómista í Akranesskirkju 19. nóvember. Hátíðarguðsþjónusta í Hvanneyrarprestakalli ákveðin síðar. Svo sem sjá má af þessu kennir margra grasa í því sem framundan er. Það er von okkar sem höfum undirbúið þessa dagskrá að þar finni flestir eitthvað við sitt hæfi og að þátttaka verði góð. Vonandi verður þetta minningarár til þess að efla kirkju- og trúarlíf í héraði og með landsmönnum öllum. Guðlaugur Bergmann í hlutverki Gullu firænku og Ólína Gunnlaugsdóttir í hluwérki Finnboga Lárussonar. Þorrablót í Staðarsveit Myndir: Hauknr Þórðarson Fyrir neðan: Stó?ieikarar úr söngleiknum Snæfellsmannabær Starfsmenn KaupfeÍags Borgfirðinga héldu árshátíð sína um síðustu helgi á Hótel Borgamesi. Margt var um manninn og skemmti fólk sér konunglega eins og sést á þessaii mynd. Mynd: GE Krakkamir á leikskólanum Klettaborg í Borgamesihéldu sitt eigið þorrablót í síðustu viku og var glatt á hjalla ekki síður en á þorrablótum hinna fullorðnu. Mynd: GHP / s: 431 3333 STILLHOLT 18 AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.