Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.02.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 2000 SSeSSíiIÍííSM jóðfegt 6orn Vemdum vatnselginn Heilir og sælir, lesendur góðir, til sjávar og sveita! Á síðustu árum hefur verndarstefna af ýmsum toga átt æ rík- ari sess í huga okkar íslendinga enda þykir hún ákaflega þjóðleg. Hér er reyndar um nýtt hljóð í þjóðarstrokknum að ræða, því fyrir aðeins örfáum árum voru samtök útlendra umhverfisvina talin til hættulegustu óvina þjóðarinnar. Sendu þau hingað reglulega allskonar og hryðjuverkamenn til að sökkva skipum og hleypa minkum úr búrum. Nú er öldin önnur. Nú vilja menn friða allt sem friðað verður og telst það nú til þjóðlegra dáða fremur en landráða. Menn hafa nefnilega uppgötvað að þegar sorp nær vissum aldri þá fær það nýtt og göfugra hlutverk og nefnist mannvistarleif- ar. Slíku sorpi er kolólöglegt að farga. Til að auðvelda fornleifa- fræðingum framtíðarinnar greiningu mannsvistarleifa hafa nokkur sveitarfélög gefið út tilskipanir um að flokka beri sorp, þegar á æskudögum þess - sem sorp. Þannig er þessu farið þar sem ég bý og reynir það mjög á takmarkaða greind mína. í skóla var ég ávallt meðal duglausustu skussa í líffræði, enda greinin í senn óskiljanleg og afskaplega leiðinleg. Ég var reyndar búinn að grafa minningar um líffræðitíma í dýp- stu afkima sálarinnar þegar tilskipunin um flokkun sorps brast á af fullum þunga. Nú má ég engu farga án þess að hafa gengið tryggilega úr skugga um það hvort viðkomandi ullabjakk muni halda áfram að vera ullabjakk, hvort það hyggist breytast í mold á næstu árum nú eða hvort það feli í sér leysi- eða spilliefni yfir við- miðunarmörkum alþjóðlegra staðlaráða. Þar sem ég er afar iðinn við ræstingar og frágang í eldhúsi á mínu heimili veldur þetta mér ómældum vandræðum. Tímunum saman get ég staðið yfir rusla- stömpum heimilisins (þeir eru fjórir) og velt fyrir mér í hvern þeir- ra götóttir táfýlusokkar eigi að fara. Nú hefur mér lærst að vænt- anlegt rotnunarferli veltur helst á því hversu römm táfýlan er í það og það skiptið. Nú mega lesendur ekki skilja þetta sem svo að ég telji vernd- un náttúrunnar eiga sér upphaf og endi í rusladöllunum heima hjá mér. Því fer fjarri. Perlur náttúrunnar er mun víðar að finna. Nú þykir bæði fínt og þjóðlegt að vernda þær eins og kostur er. Tryg- gja verður að eftir 1000 ár verði ásýnd landsins nákvæmlega eins og hún er núna. í því skyni þykir mikilvægt að banna með lögum að rífa hús séu þau orðin afar gömul og illa farin, haldi hvorki vatni né vind- um og séu eigendum sem vegfarendum til einskis nema ama. Þetta er gert til að bjarga menningarverðmætum. Svo þykir okk- ur alveg frábært þegar fólk yfirgefur heilu byggðarlögin, eins og á Hornströndum. Þá getum við friðlýst svæðið, gert það að þjóð- garði og bannað búsetu þar um aldur og ævi. Stefna okkar er að 1 friða með þeim hætti alla landsbyggðina og helst líka óbyggðar lóðir í höfuðborginni a.m.k. í Laugardal. Dýravernd er snar þáttur í lífsgildum okkar umhverfisvina. Við styðjum af heilum hug verndun hvala, sela, refa, minka og hverra þeirra kvikinda sem hingað til hafa talist til meindýra hér- lendis. Jafnvel hrafna og veiðibjöllur viljum við friða. Aftur á móti er okkur heldur í nöp við búpening enda leggst sá syndum spillti fénaður á gróður landsins sem eitt sinn var viði vaxið frá fjöru til fjalla, a.m.k. að kalla. Við höfum nefnilega sett markið hærra en fyrr. Við látum ekki nægja að landið verði eftir þúsund ár eins og það er nú. Við vilj- um að það verði eins og það var við landnám. Þess vegna leggj- um við nú mikla rækt við skógrækt en þó með fyrirvara um þjóð- erni trjánna. Grenitré og lúpínu rífum við upp með rótum eða brennum til ösku enda aðhyllumst við bæði kynþáttafordóma og aðskilnaðarstefnu í gróðurfarslegum málefnum. Við viljum endurheimta votlendi og hleypum engri framkvæmd í gegnum umhverfismat nema að því tilskyldu að svo og svo margir hektarar túna verði lagðir undir vatn. Við leggjumst eindregið gegn þeirri nauðgun fjallkonunnar að gera breytingar á landslagi af mannavöldum. Seint munum við fyrirgefa landnámsmönnum að breyta farvegi Öxarár og búa til falskan foss í Almannagjá. Mestar áhyggjur höfum við þó af framtíð hinna margumtöluðu Eyjabakka. Eftir þúsund ár er hætt við að frostskemmdir og rof hafi eyðilagt bæði bakkana og gljúfrin með öllu. Þess vegna krefjumst við þess að svæðið verði verndað með því að sökkva því á kaf í vatn. Það er þekkt aðferð að vernda viðkvæm líffæri með því að geyma þau í vökva. Náttúra landsins er einmitt eitt af viðkvæmum líffærum móður jarðar. Auk þess að vernda svæðið fyrir eyðingaröflum dregur þetta fyrirkomulag stórlega úr átroðslu ferðamanna. í miðlunarlóninu mætti svo búa til nokkra hólma, einkum til yndisauka, en einnig mætti afhenda þá fremstu lista- mönnum þjóðarinnar tii búsetu, ef þá skyldi langa til að búa á eyju. Eftir þúsund ár geta menn svo tæmt úr lóninu til að skoða ósnortin gljúfrin ef það verður þá hægt fyrir mótmælum umhverf- isvina framtíðarinnar sem vafalaust munu líkja slíkri aðgerð við það að tæma úr Þingvallavatni. Góðir íslendingar, verndum vatns- elginn! Verið kært kvödd á fjórða Þórsdegi í Þorra árið 3 e.Skh. Bjctrki Már Karlssrm jdlfikipaSur þjóöháttafrædingur {Æ S Ur heita pottinum fyrir vestan Samstarf byggða Nú eru í gerjun miklar félagsleg- ar l)reytingar á Islandi. I fyrsta lagi skal landinu skipt í færri og stærri kjördæmi til Alþingiskosninga. I öðru lagi er framundan að flytja enn fleiri málaflokka til sveitarfé- laganna frá ríkinu. I þriðja lagi bæt- ist við vandi byggðaröskunar sem nú er meiri en nokkru sinni fyrr. Sveitarstjórnarmenn í fámennum byggðalögum, sérstaklega í jaðar- byggðum, hafa þá þegar hafið til vegs umræðu um hvers er að vænta við þessar nýju aðstæður. Og þeir spyrja, hvað er til ráða og hvaða breytingar þarf að gera heima fyr- ir? Hugarflugið er virkjað svo draumar megi rætast um að gera fagrar og góðar byggðir betri fyrir íbúana. Fyrst er spurt, hvernig er hægt að standa styrkan vörð um þau atvinnufyrirtæki sem eru starf- andi í sveitarfélaginu og huga að nýjum hugmyndum og nýjum at- vinnutækifærum? Svörin eru mörg, sem betur fer, þrátt fyrir öll kvóta- kerfi. En í öllum svörum kemur fram að löggjafann þarf að virkja til samstarfs. Sveitarstjórnarmennirn- ir í jaðarbyggðum segja; við viljum leggja okkar krafta fram til að gera okkar sveitafélög sterkari, vinsam- legri og stærri í samfélagi sveitarfé- laga á Islandi, en til þess þurfa leik- reglur löggjafans að vera á þann veg að þær auðveldi andóf gegn byggðaröskun en framkalli ekki byggðaröskun. Framkvæmdavaldið þarf að auðvelda jaðarbyggðum að setja heildstæða skólastefnu. Frá leikskóla til framhaldskóla. Við vilj- um varanlegan framhaldsskóla í jaðarbyggðirnar, segja sveitar- stjórnarmenn, því við viljum vinna að því félagslega réttlæti að unga fólkið okkar njóti allrar grunn- menntunar sem næst heimabyggð. Þeir segja; aðgangur að menntun er öflugasta leiðin til að efla byggð og skapa andóf gegn byggðaröskun. Þeir segja líka; umfrarn allt verðum við að gera það sem unnt er til að vanda til menningarstarfs, skóla- og íþróttarmála, því við vitum að sveitarfélögin hafa ekki efni á að spara í umgjörð um leik og starf unga fólksins. Þeir segja; með því að gera umhverfið öruggara og vinalegra fyrir börnin og ungling- ana í sveitarfélaginu, efla sjálfsvit- und barnanna og gera unglingana sterkari til að mæta til leiks í sam- keppnisþjóðfélaginu með öllu sínu áreiti, gerir fjölskyldumar sterkar og sveitarfélagið sterkara til að takast á við önnur í búsetusam- Erling Gardar Jónasson keppninni. Þeir vilja hafa málefhi æskunnar og fjölskyldunnar í fyrir- rúmi. Og þeir vilja berjast fyrir því að landsbyggðarfólk hafi sama að- gang að samfélagsþjónustu og aðrir þegnar þessa lands, þeir segjast aldrei líða viðbótarkostnað á lands- byggðarfólk í heilbrigðis- eða menntamálum. Þeir vilja vera fjár síns ráðandi, óháðir skömmtunar- stjórn framkvæmdavaldsins um tekjustofha til að sinna lögbundn- um verkefnum sínum, og yfirfrökk- um í stjórnarráðinu við að sinna sínum skyldum. Þeir vilja fá aukinn atvinnuágóða af störfum ríkisstofn- ana og ríkisfyrirtækja heim í sín byggðarlög, þeir vilja að hamlað sé á móti fjölgun ríkisstarfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitar- stjórnirnar vita að með því styrkja samstarf milli nágrannasveitarfé- laga í öllum málaflokkum jafnt lög- bundnum sem ólögbundnum verða þau sterkari til að mæta kröfum tímans í þjónustu við grunneiningu samfélagsins, fjölskylduna, og ef það kemur í ljós að enn meiri styrk- leiki fáist með sameiningu sveitar- félaga hafa sveitarstjórnir sýnt að þær eru alls óhræddar að fást við slíkt. Hugarflugið færir sveitar- stjórnarmenn auðvitað út í enn meiri víddir því af nógu er að taka í þeirri viðleitni að hefja sókn til bættrar aðstöðu fyrir fjölskylduna í fábýlinu. Allt þjóðfélagið þarfnast þess að fram fari markviss umræða um nauðsynlegt viðnám gegn óg- urlegri og ógnar kostnaðarsamri búseturöskun sem á sér stað um þessar mundir. Sveitarstjórnirnar gegna veigamiklu hlutverki í þeirri umræðu og ég held að ekki standi á þeim að sinna þeirri kvöð. En þær hvetja sennilega ríkisvaldið og Al- þingi til að vera alvöru þátttakend- ur í umræðunni svo áratuga öfugri byggðstefnu verði snúið til raun- verulegrar byggðastefhu. Hugmyndir eru gulli betri, en vilji, atorka og samkennd eru verk- færin sem þarf til framkvæmda. Byggjum barnvænar byggðir. Erling Garðar Jónasson. Ljóshærðir menn Til tilbreytingar og til að koma til móts við háværar kröfur helm- ings þjóðarinnar er hér einn af karlkynsk Ijóskum. Þrír ljóshærðir menn voru stopp á bakkanum á straumhörðu fljóti og vissu ekki hvernig þeir ættu að komast yfir. Sá fyrsti biður tii guðs að hann verði nógu greindur til að finna leið til að komast yfir. Guð gerir hann skolhærðan og hann syndir yfir. Sá næsti biður til guðs að hann verði ennþá greindari en sá fyrsti. Guð gerir hann umsvifalaust dökkhærðan og hann smíðar sér bát í hvelli og siglir yfir ána. Sá þriðji biður guð að gera sig enn greindari en hina tvo. Guð breytir honum í konu og hún Iabbar yfir brúna! T S . . I rigningu Kona nokkur hélt fram hjá manni sínum á daginn meðan hann var í vinnu. Einn dag er kon- an í rúminu með elskhuganum þegar húsbóndinn á heimilinu kemur óvænt akandi heim að hús- inu. Konunni brá að sjálfsögðu í brún og hún sldpar kærastanum að grípa fötin sín og hoppa út um gluggann. Elskhuginn lítur út um gluggann og segist ekki geta farið út því það sé grenjandi rigning. “Ef maðurinn minn sér okkur hérna drepur hann okkur bæði,” sagði konan. Elskhuginn hefur því engin önnur ráð en að stökkva út um gluggann og hraða sér á brott frá húsinu. Þegar hann kemur út á göm lendir hann í flasinu á hópi af skokkurum. Hann ákveður að slást í hópinn með þeim þótt hann sé nakinn því hann vill kömast óséður frá húsinu. Hinum hlaupurunum var að sjálfeögðu starsýnt á nakta mann- inn og einn þeirra spurði hann hvort hann hlypi aOtaf nakinn. “Já,” sagði hinn. “Það er svo npta- legt að Iáta ferskt útiloftið leika um líkamann á meðan maðu'r er að hlaupa”. “En hleypurðu alltaf með fötin undir hendinni,” spurði skokkar- inn. “Já svo ég geti klætt mig þeg- ar ég er búinn að hlaupa áður en ég tek strætó heim,” sagði sá nakti. En hleypurðu alltaf með smokk?, spurði hlauparinn. “Bara þegar rignirl” Ekki neitt Einn góðan veðurdag kom eig- inmaðurinn heim ff á vinnu og brá heldur við, því allt var í rúst. Börnin þrjú vom að leika sér úti- við í leðjunni, í náttfötunum ein- um fata, með allskonar umbúðir utan af mat og innihald í kringum sig. Dyrnar á bíl eiginkonunnar vom opnar og eins útidymar á húsinu. Hann fór inn og þar var enn meiri óreiða. Lampi lá á hlið- inni, sjónvarpið var stillt hátt á teiknimyndastöð og í dagstofuni vom hrúgur af leikföngum og barnafatnaði. I eldhúsinu var vaskurinn fullur af óhreinu leir- taui, morgunverðinum hafði verið dreift um borðið og gólfið, hundamatur um allt gólf, brotið glas var undir borðinu og sand- hrúga var rétt fyrir innan bak- dyrnar. Eiginmaðurinn var nú orðinn verulega áhyggjufullur, hljóp upp stigann þar sem hann klofaði yfir leikföng og fatnað og leitaði að eiginkonu sinni. Hann taldi víst að hún væri veik eða slösuð en þess í stað lá hún í rúminu og las bók í góðu yfirlæti. Hún leit upp þegar hann kom inn, brosti til ítans og spurði hann hvernig dagurinn hefði gengið hjá honum? Hann horfði á hana steini lostinn og spurði hvað hefði eíginlega komið fyrír. Hún brosti fallega og svar- aði: „Sko, þú spyrð mig alltaf að því á hverjum degi hvað í ósköp- unum ég hafi að gera allan daginn. I dag gerði ég ekíd neitt!”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.