Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Side 2

Skessuhorn - 04.05.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 cuktSSUtlU^. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65,2. hæð Sírtli: (Borgarnss og Akranes) 430 2200 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Fromkv.stjóri: Mognús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 852 4098 Internetþjónusto: Bjorki Mór Korlsson 899 2298 Blaðamenn: Petríno Ottesen, Akronesi 899 7358 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 íþróttofréttoritari: Jónos Freysson (Jomes Fryer) Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Siljo Allonsdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 431 4222 Prófarkarlestur: Ásthildur Mognúsdóttir og Mognús Mognússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: isofoldorprentsmiðjo hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidjo@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is ouglysingar@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is hokhald@skessuhorn.is 430 2200 Vant við látinn Gísli Einarsson, ritstjóri. Fyrir nokkrum árum blöskraði dóttur minni barnungri fjarvcra mín af heimilinu. Henni þótti það reyndar með ólíkindum að ég gætti slitdð mig frá barbídúkkuleikjum og lestri litla svarta sambó. Hún lagði því ffam á fjölskyldufundi formlega tillögu þess efnis að bætt yrði öðrum pabba við heimilið. Annar gæti unnið í tíma og ó- tíma og þyrfti þess vegna ekkert að koma heim en hinn gæti verið heima við í föndri og dúkkuleikjum. Eg lagði mikið á mig til að fá þessari tillögu vísað frá og tókst það sem betur fer. Ég þorði nefnilega ekki að láta á það reyna í hvoru hlutverkinu ég myndi lenda. Samt sem áður þótti mér hugmyndin í eðli sínu góð enda á höfundur hennar ekki langt að sækja að fá snilldarhugmyndir! Því nefni ég þetta hér að þessi ágæta hugmynd rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég hafði ítrekað reynt að ná sambandi við nokkra opinbera embættismenn sem hafa það að aðalstarfi að vera ekki við. Það hvarflaði sumsé að mér hvort ekki væri hægt að ráða viðbótarembættismann í hvert stöðugildi. Annar þeirra gæti þá ver- ið, í kaffi, á fundum, í líkamsrækt eða erlendis en hinn gæti verið við. Þetta væri að vísu viðbótarkostnaður en á móti myndu sparast laun símastúlkunnar sem er í fullu starfi við að segja að viðkomandi embættismaður sé vant við látinn þessa stundina. Það skýtur kannski skökku við að segja að þeir sem mest ógna geðheilsu minni þessa dagana eru embættismenn sem ég hef hvorki heyrt né séð. Ég hef hinsvegar gert ítrekaðar tilraunir til þess og það reynir mjög á þolinmæði mína sem yfirleitt er á þrotum strax í upphafi. Eg hef rætt meira við símsvara ýmissa stofhana en mína nánustu og jafnvel látið þá hafa mig að algjöru fífli. Eitt skiptið beið ég í korter og var alltaf haldið volgum með vélrænni rödd sem sagði að því miður kæmist enginn í símann í augnablikinu en símtöl væru af- greidd í þeirri röð sem þau bærust. Að endingu þakkaði símsvarinn mér fyrir að hringja og skellti á. Samskipti mín við vélrænar og líffænar símadömur opinberra stofhana hafa meira að segja endað með því að loksins þegar sá sem ég var að reyna að ná sambandi við var ekki lengur vant við látinn var hann látinn og ég næ aldrei í hann, ekki í gegnum venjulegt skiptiborð að minnsta kosti. Þótt mér gremjist það iðulega að enginn skuli vilja tala við mig þá fæ ég stundum samviskubit yfir því að ónáða símsvarana eða raska ró símadömunnar á viðkomandi stofnun. Ég á náttúrulega að vita það að viðkomandi embættismaður tekur ekki símann fyrr en eftir klukkan tvö. Ég á líka að vita að hann tekur aldrei símann eft- ir klukkan eitt. Það á ekki að koma mér á óvart að bróðir hans sé að ferma þennan dag eða að hann sé á fundi í Nepal. Ég tek það skýrt ffam að ég er ekki að halda því fram að vant við látnir menn, önugar símadömur og þurrkuntulegir símsvarar fyrir- finnist eingöngu í opinberum stofnunum. Menn geta líka verið ekki við í einkafyrirtækjum og ólundin hef- ur einnig verið einkavædd eins og allt annað. Gísli Einarsson, við og við. Stórkoli Þeir voru kampakátir á Sóleynni SH 124 þegar blaðamaður Skessu- horns hitti þá á bryggjunni í Grundarfirði nýlega. Innan um 15 tonn af blönduðum afla úr Flákan- um leyndist koli einn, 71 cm að stærð. Frekar sjaldgæft er að fá kola af þessarri stærð þar sem algengasta stærð kola er 30-50 cm. Þegar haft var samband við Hafrannsóknar- stofhun í Olafsvík, þangað sem kolinn var sendur, þá töldu menn að þessi tiltekni koli væri líklegast um 20 ára gamall. Hér er um að ræða hrygnu sem nýbúin er að ljúka hrygningu. Að jafnaði eru hrygnumar stærri en hængarnir. Aðalhrygningarstöðvar kolans eru Sunnan- og Vestan- lands , en yfirleitt fer kolinn norð- ur í Breiðafjörð og síðan vestur á firði um sumarið. EE Rúnar Magnússon háseti á Sóleynni kampakátur með stórkolann. Ferðaþjónusta og handverk Ferðaþjó?iustuaðilar og handverksfólk víða af landinu fjölmenntu í Laugardalshóllina um síðustu helgi og kynntu framleiðslu sína ogþjónustu. Meðal sýnenda voni fulltrúar frá Ferðamálasamtökum Vesturlands sem kynntu hvað landshlutinn hefur upp á að bjóða. Fulltrúar afVesturlandi voru m.a. starfsmenn UKV og Marteinn Njálsson í Suður Bár sem tók þessa mynd á sýningunni fyrir Skessuhom. Mjög góð afkoma Búnaðarbankans Hagnaður af rekstri Búnaðar- bankans í Borgarnesi var 35 milljónir króna á síðasta ári, eff- ir skatta, sem er fjórða besta af- koma útibúa bankans á árinu. Framlegð frá rekstri, svonefht Cad hlutfall var 48% en Seðla- bankinn gerir kröfu um að hlut- fallið sé að lágmarki 8%. Efna- hagur útibúsins jókst um 89% á árinu. Að sögn Kristjáns Björns Snorrasonar útibússtjóra Búnaðar- bankans í Borgarnesi er þetta besta afkoma útibúsins til þessa og flyst það úr 11. sæti í það fjórða milli ára. “Þennan árangur má fyrst og fremst þakka góðu starfsfólki og traustum viðskiptavinum. Þá ligg- ur það einnig fyrir að stærð úti- búsins er hagkvæm og auk þess var ávöxtun sjóða bankans framúr- skarandi á síðasta ári.” Að sögn Kristjáns var húsnæði bankans orðið of lítið vegna auk- inna umsvifa og því var farið út í stækkun sem nú er nýlokið. “Þessi stækkun veldur í byltingu í að- stöðu starfsfólks enda eru þessar breytingar afar vel heppnaðar.” GE Nýr markaðs- stjóri Skessu- homs ehf. Björn Garðarsson BS rekstrarfræðingur hefur verið ráðinn markaðsstjóri Skessu- horns ehf. Hann hóf störf þriðjudaginn 2, maí. Starfssvið Björns verður umsjón með sölumálum, samningagerð við viðskiptamenji og fleira. Björn er boðinn velkominn tíl starfa. MM Kemur Siggi? .Nokkrar líkur eru á að Sig- urður Jónsson knattspyrnu- maður frá Akranesí snúi aftur heim fyrir komandi keppnis- tímabil. Sigurður sem er einn þekktasti knattspyrnuntaður sem Akranes hefur alið hyggst leika knattspyrnu á Islandi í sumar en hann hefur undan- farin ár leikið með I. deildar- liðinu Dundee Utd. í Skotlandi. Hann lék síðast með Skagamönnum árið 1995. Að sögn forráðamanna IA mun það skýrast á næstu dög- um hvort Sigurður kemur heim en hann hefur einnig verið orðaður við KR. GE Búnaðarsamtök- in lögð niður? Aðalfundur Búnaðarsam- taka Vesturlands verður hald- inn á Hvanneyri föstudaginn 5. maí og hefst kl. 14.00. Á fundintiih verður meðal ann- ars rætt um hugsanlega sam- einingu Búnaðarsambandanna á Vesturlandi en ef af henni verður má búast við að Búnað- arsamtök Vesturlands verði lögð niður. Góðar viðtökur Ekki ér hægt að segja annað en Skagamenn taki vel í þá nýjung að jarðgera sorp. Tank- arnir grænu sem kynntir voru síðastliðinn laugardag hrein- lega ruku út, því að á þremur klukkustundum kláruðust þeir 100 tankar sem í boði voru þetta árið. F.intiig hefur mynd- ast langur biðlisti, sem sýnir að afar jákvæður hugur er í fólki til þessa verkefnis. BG Fáir á Þingvelli Spurning síðustu viku á Skessuhornsveftxum var þessi: Ætlar þú að fara á Kristnihá- tjðina á Þíngyöllum í sumar? Niðurstaðan var afgerandi: 7% þeirra sem kusu ætla á há- tíðina en 93% að sitja heima. Ef þessi könnun er vísbending um það sem koma skal er ljóst að aðsókn verður langt undir væntingum skipuleggjenda, en þeir fáu sem þó mæta ættu að vera guðsblessunarlega lausir við umferðartafir. Þessa viku eru lesendur spurðir álits á því hverjir þeir telji að verði Klandstncisur.tr í knattspyrnu karla í sumar, Allir geta tekið þátt í kosningunni, slóðin er wwwskessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.