Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 15 Fyrsta maí síðastliðinn hélt hesta- mannafélagið Dreyri hina árlegu firmakeppni félagsins. Er þessi keppni haldin í tilefni af afmælisdegi félagsins. Var þátttaka þónokkuð góð og allt fór fram eins og best var á kosið. Ahorfendur streymdu að til að fylgjast með, enda voru knapar og hestar hver öðrum glæsilegri. Ekki var hægt að kvarta undan veðri þó menn blotnuðu aðeins til að byrja með. Eftir keppnina var svo boðið uppá kaffi og kökur um leið og verð- launaafhending fór ffam. BG Urslit í bamaflokki Elis Veigar Ingibergsson Fríður Kristjánsdóttir Ema Björk Kristinsdóttir Urslit í unglingaflokki Karen Líndal Marteinsdóttir Sigríður Helga Sigurðardóttir Sigurður Olafsson Úrslit í kvennaflokki Sigurveig Stefánsdóttir Margre't Jakobsdóttir Ann Jörgensen Úrslit í karlaflokki Ólafur Guðmundsson Jón Amason Björgvin Eyþórsson Félagsmenn ásamt boðsgestum t svartfuglsveislu í Krákunni t Grundarfirði. A matseðl- inum var m.a. hnísa. Mynd: EE KarlaHúbburinn Fengur fengsæll Gott veður spillti ekki fyrir veiðiáhuga Karlaklúbbsins Fengs, þegar meðlimir hans lögðu af stað árla morguns til svartfuglsveiða á tveimur bátum, Garpi og Asgeiri frá Grundarfirði. Ferðin var farin í samstarfi við Skotveiðifélag Grundarfjarðar. Bátarnir héldu í aðskildar áttir, annar hélt í vesmrátt og hinn til austurs. Þegar í land var komið, síðla dags með 160 fugla, var haft samband við vertinn í Krákunni og síðan var boðið til hófs fyrir veiðimennina, 9 að tölu. I Karlaklúbbinn Feng eru skráð- ir 3 félagar og voru hinir 6 burt- fluttir Grundfirðingar og sunnan- menn sem voru boðnir með í þessa skemmtiferð. Þetta mun vera í ann- að skipti sem slík ferð er farin og er stefnt að því að hafa slíkar ferðir ár- lega. EE Iþróttamóti í hestaíþróttum lauk með glæsibrag Mildl og góð þátttaka Laugardaginn 29. apríl var hald- ið Iþróttamót í hestaíþróttum á vegum hestamannafélagsins Snæ- fellings í Olafsvík. Góð þátttaka var í mótinu og var blíðviðri með betra móti á keppnissvæðinu. Mótið hófst klukkan 13.30 og lauk ekki fyrr en kl 22 um kvöldið. Keppt var í fjórgangi barna, ung- linga, tölti barna og unglinga, Ijór- gangi fullorðinna, og tölti, fimm- gangi fullorðinna og gæðinga- skeiði. Úrslit urðu þau að knapi mótsins var valinn Gústaf Ivarsson, og hestur mótsins var Sóley en knapi var Kolbrún Grétarsdóttir. A mótinu voru jafnframt afhent verðlaun fyrir samanlagða sigur- vegara á raðmótum vetrarins. I full- orðinsflokki sigraði Lárus Hannes- son, í öðru sæti var Gunnar Tryggvason, og í þriðja sæti lenti Guðmundur Olafsson. I unglinga- flokki sigraði Hörður Óli Sæmund- arson, í öðru sæti var Emil F. Em- ilsson og þriðja sætið vermdi Jó- hann Ragnarsson. I unglingaflokki sigraði Vilborg H. Sæmundardóttir, önnur varð Jóna L. Bjarnadóttir og þriðja sætið féll í hlut Evu Krístínar Kristjáns- dóttur. EE Verðlaunagripimir voru glæsilegir. Myndir: EE Iþróttir og heilsuefling á Akranesi Þegar Iíða fer að sumri er margt að skipuleggja hjá þeim sem snúa að íþróttastarfi. Sumarið firamundan leggst alveg ágætlega í Stefón Má íþróttafúlltrúa Akra- nesbæjar og býst hann við anna- sömu og Iíflegu sumri. í sumar Búast má við einhverju nýju í hverjum mánuði ffá heilsueflingar- nefhd Akranesbæjar og er fólk hvatt til að fylgjast vel með því. Iþrótta- bandalag Akraness mun halda í- þrótta og leikjanámskeið líkt og síðasta sumar sem heppnaðist þá al- veg ágætlega vel. Stefán Már telur íþróttaiðkun hér á Akranesi þónokkuð mikla en mundi þó vilja sjá fleiri nýta sér þá góðu hreyfingu sem sundið hefur uppá að bjóða. Þónokkur spenna ríkir útaf opnun 18 holu vallar hjá golfklúbbnum Leyni og telur Stefán að þar opnist nýir möguleikar til að heilla utan- aðkomandi fólk hingað í dags eða helgarheimsóknir. Skagamenn hafa svo ágæta aðstöðu og fallegt um- hverfi uppá að bjóða. í deiglunni Þessa dagana er verið að ræða úr- bætur á Merkurtúninu svo að það svæði gæti nýst sparkáhugafólki betur. Einnig er verið að athuga möguleika á sparkvöllum við báða grunnskólana eða við Jaðarsbakka. Svo segir Stefán viðræður vera í gangi um hvort Akranesbær ætti að taka þátt í íþróttaskemmubyggingu í Grafarvogi sem meistaraflokkar hér gætu nýtt sér. I sumar verður Stefán Már Guðmundsson nóg um að vera á Skaganum, m.a. hjólreiðadagur í maí, FM 957 hátíð og skref 2000. Svo er bara um að gera að fylgjast með og vera með. BG 14 falliðúr Deildarbikar Á baráttudegi verkalýðsins léku Skagamenn áttu afspyrnu slakan IA og Fylkir í 16 liða úsrslitum í leik og töpuðu 1-3. Mark Skaga- Deildarbikar karla á Akranesvelli. manna gerði Baldur Aðalsteinsson. Það er skemmst frá því að segja að PO |jjf Veiðivörður óskast! Veiðiíélag Langár óskar eftir starfsmanni til að annast veiðivörslu við Langá frá 10. júní til 20. I september. Viðkomandi parf að hafa bíl til I umráða X w s Skrifleg umsókn sendist til formanns félagsins, Einars Ole Pedersen, Álftártungukoti, 311 Borgarnesi fyrir 14. mai nk. Stjórn Veidifélags Langár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.