Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Qupperneq 17

Skessuhorn - 18.05.2000, Qupperneq 17
on£S»Utló»MI FIMMTUDAGUR 18. jMAÍ 2000 17 Villikettir og vörtusvín í Grundarfirði Til Hœgri: Nemendur gengu meðfullri reisn á meðal áhoifenda Upphitun fyrir Eurovision Ingueldur Karlsdóttir var að reyta arfa og hreinsa burt illgresi í garðinum sínum heima í Olafsvík þegar Ijósmyndari Skessuhoms var þar áferð. Eftir rigningartíð undanfama daga em flatir famar að grænka og ekki seinna vænna að drífa sig í garðverkin. EE við þjóðveginn. ðveginn. Mynd: EE Fjölmenn karlareið Fyrir ári síðan kviknaði sú hug- mynd hjá nokkrum hestamönnum í Grundarfirði að efha til karlareiðar fyrir bæði vana sem óvana. Flug- myndin fékk góðan meðbyr og voru 34 skráðir í fyrstu ferðina. í ár var á ný blásið til karlareiðar og að þessu sinni voru 43 skráðir. Það var því fríður flokkur karla sem steig á bak, hrossum sínum og tók stefn- una út á Krossanesvita. Þess má geta að meðan karlarnir riðu um sveitir efndu konur þeirra til köku- basars fyrir utan verslunina Tanga í Grundarfirði. EE Starfsmenn Islandspósts fóru i sína árlegu póstgöngu síðastliðinn laugardag og að þessu sinni var þrammað um Mýramar. Göngumenn fóru meö rútu aö Langavatni og gengu meöfnim Langá, Þá voru þeirfluttir á ökutækjum í Borgames í grillveislu jyrir utan póstbúsiö. Mynd: GE Föstudaginn 12. maí var árshátíð 8. - 10. flW bekkja Grunnskólans í Grundarfirði haldin í B Samkomuhúsinu og var yfirskrift hennar Villi- kettir og Vörtusvín. I tengslum við ársháuðina t sáu nemendur rnn rekstur árshátíðarútvarps og b I var útvarpað frá fimmtudegi til föstudags frá kl. wp 9 - 15. Á árshátíðinni var boðið upp á heima- samin skemmtiatriði og ekki var laust við að á- ‘íj hrifavaldar Júróvision og ónefndrar kvikmynd- ar settu mark sitt á skemmtiatriðin sem voru vel æfð af nemendunum sem skemmtu sér ekki jj síður en áhorfendur. EE .Có í Þátttakendur sýndu hvað íþeim býr. Mynd: Hjólreiðadag- ur á Akranesi Laugardaginn 13. maí var hald- inn hjólreiðadagur á lóð Grunda- skóla á Akranesi. Dagurinn er sam- starfsverkefni Slysavarnardeildar- innar, lögreglunnar og grunnskól- anna á Akranesi. Auglýst var í skól- unum og yfir 100 þátttakendur mættu til leiks, enda veðrið dásam- legt. Settar voru upp hjólreiða- þrautir sem krakkarnir máttu reyna við að vild og fengu að því loknu viðurkenningarskjal ásamt því sem Pétur Jóhannesson lögreglumaður skoðaði hjólin þeirra og gerði at- hugasemdir ef einhverju var ábóta- vant. Að því loknu var haldið inn í skólann þar sem krakkarnir fengu að sjá myndband um notkun reið- hjólahjálma auk þess sem dregið var í happdrætti. I verðlaun voru glitmerki, hjálmar, bjöllur og ann- að sem viðkemur hjólum. Dagur- inn var mjög vel heppnaður og á- hugi fyrir slíku er mikill á Akranesi ef marka má fjölda þátttakenda. SÓK

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.