Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2000, Side 2

Skessuhorn - 07.09.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000 j&tssunuk. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraul 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Framkv.stjóri: Ritstjóri og óbm: Internetþjónusta: Blaðamenn: Auglýsingar: Fjórmól: Próforkalestur: Umbrot: Prentun: íslensk upplýsingatækni 430 2200 Magnús Mngnússon 894 8998 Gísli Einarsson 892 4098 Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Hjörtur Hjartarson 864 3228 Sigurbjörg B. Ólofsdóttir 431 4222 Asthildur Magnúsdóttir og fleiri Tölvert Isafoldarprentsmiðja hf skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Með og ámóti Gísli Einarsson, ritstjóri. Ég er alfarið mótfallinn því að KRingar verði íslands- meistarar í knattspyrnu nema í mesta lagi á þrjátíu ára fresti. Eg er andvígur því að konur hafi kosningarétt. Ég er með- mæltur því að Alþingi verði flutt aftur á Þingvöll. Ég leggst gegn því að flytja ríkisstofhanir til Reykjavíkur. Ég hef hins- vegar enga skoðun á því hvort bjóða eigi Lí Peng, í kaffi og með'ðí. Annaðhvort er maður með eða á móti. Ef ekki, þá heldur maður einfaldlega kjafti. Málið er ekki flóknara en svo. Því var það pínlegt að fylgjast með valdsmönnum þjóðar- innar vappa í kringum umræddan Peng í síðustu viku haf- andi ekki hugmynd um hvort þeir vildu að hann væri hér eður ei. Þeim var vissulega vorkun því þeir gátu ekki einu sinni tekið afstöðu til þess hvort þeir ættu að móðgast yfir því að þessi geðþekki glæpamaður neitaði að stíga fæti inn í Alþingishúsið. Þeir voru ekki einu sinni með það á hreinu hvort þeim ætti að mislíka að Lí þessi Peng vildi frekar drekka síðdegisteið sitt með sauðsvörtum almúganum á meðan skósveinar hans úr röðum íslenskra löggæslumanna og einkaribbaldar hans lumbruðu á fréttamönnum. Skoðanaleysi þingmanna er reyndar skiljanlegt í ljósi þess að í boði var fín veisla í Perlunni fyrir þá sem voru tilbúnir að umbera karhnn enda var veislan það eina sem tekin var skír afstaða til. Almenningur hefðu átt að eiga auðveldara með að taka af- stöðu þar sem þeim var ekki boðið í neina veislu. Enda voru nokkrir stúdentar sem ákváðu að vera næstum því á móti Lí gamla og stilltu sér upp fyrir framan Þinghúsið, með hálfum huga þó. Sjálfsagt hafa flestdr þeirra verið því fegnir að sá stutti lét ekki sjá sig svo að þeir þurftu ekki að mótmæla í fullri alvöru. Það virðist því miður vera Iiðin tíð að menn standi og falli með skoðunum sínum. Enginn er lengur tilbúinn að berjast fyrir sannfæringu sinni með hnúum og hnefum til síðasta blóðdropa og deyja síðan píslarvættisdauða að lokum. Nú til dags fara menn ekki í kröfugöngur nema að veðurspáin sé góð og eru helst ekki tilbúnir að mótmæla nema hægt sé að gera það í gegnum tölvupóst. Samt sem áður hefur það enn ekki gengið upp, þótt það hafi margoft verið reynt, að vera bæði með og á móti. Ég þekkti einu sinni skynsaman mann sem tók þá afstöðu að í eitt skipti fyrir öll að vera á móti, hvað sem var til umræðu. Það var hans skoðun að það væri bæði flókið og tímafrekt að velta sér upp úr málefninu ffam og til baka. Hann hafði þó allavega skoðun á hlutunum og það treysti ég mér til að virða hversu vitlaus sem skoðnunin er. Gísli Einarsson, mótmœlandi. Skemmdir skoðaðar á stefiii Baldurs í höfninni í Stykkishólmi. Mynd: GE Baldur steytti á skeri Breiðafjarðarferjan Baldur sigldi á sker við Flatey síðastliðið mið- vikudagskvöld. Þrír farþegar hlutu minniháttar meiðsl og voru fluttir á St Franciskusspítalann í Stykkis- hólmi til aðhlynningar. Ferjunni var siglt að bryggju í Flatey strax eftir slysið en eftir skoðun þar var talið óhætt að sigla henni til Stykkishólms. Skemmdir eru samt sem áður nokkrar á stefni skipsins og er það til viðgerðar hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Ferðir munu því falla niður um óákveðinn tíma en leitað hefur verið að báti til að annast ferðir til Fleateyjar á meðan. GE Hjörleifur með lægsta boð í húsin á Hellu Hjörleifur Jónsson, húsasmíða- meistari á Akranesi, átti lægsta boð af 32 í bráðabirgðahúsnæði fyrir þær fjölskyldur sem misstu híbýli sín í Suðurlandsskjálftunum í sum- ar. Framkvæmdasýsla ríkisins á- skildi sér í útboðsgögnunum rétt til þess að taka fleiri en einu tilboði og þess vegna koma fjórir aðilar til með að sjá um byggingu húsanna. Hjörleifur sér þó um að byggja 20 af þeim 30 sem fyrirhugað er að byggja og hin tíu skiptast á milli þriggja aðila. Heildarkostnaðurinn er tæplega átta milljónir króna á hvert hús og eiga þau að vera kom- in upp og tilbúin til notkunar þann 1. nóvember næstkomandi. Að sögn Hjörleifs hefúr hann þegar hafist handa við að undirbúa smíðina á húsunum, en um alútboð er að ræða og sjá byggingaraðilar sjálfir um að teikna húsin. Hjörleif- ur verður í samstarfi við norska fyr- irtækið Bygg Engross, og sér það um að útvega bæði efni og mann- skap, en hátt í þrjátíu manns verða í vinnu hjá Hjörleifi þegar mest verður. Hann segist ekki ósáttur við að hafa ekki fengið að sjá um að byggja öll húsin. “Það léttir svolít- ið af manni spennunni. Maður hefði náttúrulega helst viljað fá þau öll en ekki er ólíklegt að húsunum fjölgi eitthvað og verði fleiri en 30. Eftir að farið var af stað með þetta verkefni kom í ljós að þörfin var mun meiri en áður var talið og ég fæ þá þau hús sem verða byggð um- ffam þessi þrjátíu stykki sem búið er að ákveða að byggja.” SÓK He'r má sjá hvemig sveppurinn myndar gulbnínar doppur á laufblöðum gljávíðisins og myndar svokallað gljávíðisryð. Ryðsveppur finnst á Akranesi Nýlega fannst ryðsveppur nokk- ur á Akranesi sem aldrei hefur sést þar áður. Sveppurinn er tiltölulega nýr hér á landi, en hann barst upp- haflega til Homafjarðar fyrir um fimm árum síðan. Sveppurinn myndar gulbrúnar doppur á lauf- blöðum gljávíðis. Það gerist síð- sumars og dregur hann úr þroska ársprotanna og gerir þá afar við- kvæma fyrir haustkali. Að sögn Hrafnkels Á. Proppé, garðyrkju- stjóra Akranesbæjar, er ekki mikið um gljávíði á Akranesi og ætti því að vera góður möguleiki á að halda sveppnum í skefjum ef fólk fylgist vel með sínum plöntum og bregst tímanlega við ef það finnur smit. Ef þess verður vart er hægt að klippa greinar með blettóttum laufblöð- um af og úða runnana svo með sveppalyfi. SÓK Ný brú á Hugborgu SH Nú standa yfir endurbætur á vélbátnum Hugborgu frá Olafs- vík. Sett hefur verið ný brú á bátinn og er unnið að því að inn- rétta hana og setja upp tæki. Hugborgin sem gerð er út á dragnót frá Ólafsvík var byggð í Svíþjóð 1984 en keypt hingað til lands 1988. Eigendur gera sér vonir um að geta hafið róðra upp úr næstu mánaðamótum. IH Ottast vatnsskort Bæjarstjórn Stykkishólms hef- ur nú til skoðunar tillögur Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen um aukið vatnsrennsli til bæjar- ins. Vatnsveita bæjarins, sem byggð var upp úr 1970, gefur um 150 tonn á sólarhring. Nægt vam er til staðar í vatns- bóli bæjarins við Svelgsá. Helst er rætt um að komið verði upp dælustöð í nágrenni Sauraskógar og megi með því auka rennsli upp í 250 tonn á sólarhring. Gert er ráð fyrir að sú fram- kvæmd geti kostað uin 20 millj- ónir króna. I samþykkt bæjar- ráðs frá 29. ágúst er áhersla lögð á að hraða málinu. Þá var end- urskoðanda bæjarins falið að kanna hagkvæmni sameiningar við Hitaveitu Stykkishólms. IH Gamla brúin verði áfram Skipulags- og byggingamefhd Borgarfjarðar samþykkti á fundi sínum fyrr í sumar að niæla með því við sveitarstjórn að gamla brúin yfir Grímsá við Fossatún verði ekki rifin heldur verði nýtt í framtíðinni sem reiðvegur. Vís- að er til þess að augljóslega geti skapast slysahætta af hestaum- ferð yfir ána á þessum stað, þurfi menn að ríða yfir nýju brúna. Fordæmi fyrir þessu er t.d. gamla brúin yfir Laxá í Leirár- sveit og nokkrar brýr í Skaga- firði. I samþykkt nefhdarinnar er einnig vísað í 17. grein vegalaga þar sem fjallað er um nauðsyn reiðvega meðfram þjóðvegum landsins. MM Ásókn í berín Talsvert góð berjaspretta hefúr verið í sumar hér á Vesturlandi þrátt fyrir að í vor og fyrri hluta sumars hafi verið þurrt og kalt. Mikil umferð fólks var af þeim sökum um helgina í berjalönd víða um héraðið enda einmuna veðurblíða. Af þeim sökum seld- ust upp rjómabirgðir margra verslana á svæðinu, enda er rjómi og mikil] sykur ómissandi með- læti með berjum. MM Góð uppskera hjá Fóðuríðjunni “Uppskeran hefur verið með betra móti í sumar og við kom- um til með að hafa nóg af hráefni í graskögglaframleiðslu ársins,” segir Sæmundur Kristjánsson framkvæmdastjóri Fóðuriðjunn- ar í Olafsdal. Hann segir fram- leiðsluna ganga vel en eftir sé að framleiða hestakögglana. Heild- arframleiðslan verður 13 - 14 þúsund tonn í ár. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.