Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Side 7

Skessuhorn - 14.09.2000, Side 7
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 7 Akranesveita - Andakílsárvirkjun Reksturinn skoðaður Á fundi Akranesveitu og Anda- kflsárvirkjunar þann 5. september síðastliðinn lögðu þeir Gunnar Sig- urðsson og Þorgeir Jósefsson fram þá tillögu að fenginn yrði utanað- komandi aðili til þess að skoða reksmr Akranesveitu og Andakfls- Borgarbyggð: Brunavamir í Grunnskólum Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar var samþykkt að verja hluta af því fjármagni sem sveitarfélagið fékk í ágóðahlut frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafé- lags Islands til að efla branavarn- ir í grunnskólum sveitarfélagsins. Bæjarverkfræðingi og slökkvi- liðsstjóra var falið að koma með tillögur þar um. GE / Utafkeyrsla við Rif KJukkan 22.10 þriðjudaginn 5 sept s.l var lögreglunni í Olafsvík tilkynnt um umferðarslys við Ut- nesveg skammt frá af- leggjaranum að Rifsflugvelli. Einnig var óskað eftir lækni og sjúkrabifreið á slysstaðinn. Okumaður bifreiðar sem ekið hafði verið í átt að Hellissandi hafði misst stjórn á bifreiðinni og farið útaf veginuni á miklum hraða. Bifreiðin staðnæmdist rúma hundrað metra frá þeim stað sem hún fór útaf. Mikil mildi þótti að bifreiðin skildi ekki hafa oltið en miklar skemmdir vora á bæði fram- og afturenda. Tveir menn voru í bílnum og vora þeir nokkuð slasaðir. Þeir vora fluttir á heilsugæslrma í O- lafsvík og síðan á Landsspítalann í Reykjavík. Meiðsli þeirra voru ekki alvarleg og fengu þeir að fara heim dagin eftir. Bifreiðin er mikið skemmd. IH árvirkjunar í samvinnu með fram- kvæmdastjóra og endurskoðanda með nokkur atriði í huga. Til dæm- is hvort að markmiðin með stofnun Akranesveitu hefðu náðst, hvort eðlilegt væri að sameina tæknideild Akranesveitu og starf byggingafull- trúa og loks hvort eðlilegt væri að halda áffarn rekstri áhaldahúss bæj- arins í núverandi formi og ef ekki, hvaða form kæmu tíl greina. Auk þessa töldu þeir að nauðsynlegt væri að hafa framtíðarfyrirkomulag Akranesveitu og Andakílsárvirkjun- ar í huga. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Gunnar segir fyrirtækið vera orðið það gamalt, að kominn sé tími til að endurskoða það. “Stórt stökk var tekið þegar hitaveitan, rafveitan, tæknideildin og vatns- veitan vora sameinaðar í áhaldahús, eitt fyrirtæki og okkur finnst eðli- legt að skoðað sé hvað hafi tekist vel og hvað mætti betur fara, auk þess sem þyrfri að skoða samskiptí veitunnar og bæjarins. Allar lækk- anir á taxta heita vatnsins hafa gengið effir auk þess sem mun hraðar hefur gengið að greiða nið- ur lán, bæði hjá Akranesveitu og hitaveitunni, heldur en tillögur gerðu ráð fyrir í upphafi þannig að allt ætti að vera í góðum gír. Það er engu að síður alltaf ástæða til þess að skoða málin á einhverra ára ffestí. Nú er fyrirtækið orðið um sex ára gamalt svoleiðis að það er alveg komin tími á að skoða þetta.” SÓK Samningur við Manitobaháskóla: Tveir til Kanada Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur gert samning um nemenda- skipti við Manitobaháskóla í Winnipeg. Tveir nemar á 3. ári, þeir Olafur Einarsson og Einar O- lafsson, stunda nú nám sitt við við- skiptadeild Manitobaháskóla í Winnipeg. Samningurinn gerir ráð fyrir að tveir nemar geti árlega farið til Kanada frá Bifröst og að Við- skiptaháskólinn taki sömuleiðis á móti tveimur kanadískum nemum. Alls tekur Manitobaháskóli við fjórum íslenskum nemendum ár hvert, tveimur ffá Bifröst og tveimur frá Háskóla Islands. GE Loksins, loksins! Fyrsta æfing Freyjukórsins verður í Valfelli 20. sept. n.k. kl. 20:30 Vetrarstarfið verður kynnt, m.a. fyrirhuguð utanlandsferð 2002. Inntaka nýrra félaga verður út september og eru þeir hjartanlega velkomnir. Hittumst í leiftrandi fjöri. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 437-0025 og 437-2234 Stjórnin Samningur við Landsteina og Navision Software Landsteinar ísland hf. og Navision Software Island ehf. styrkja Viðskipta- háskólann á Bifföst með alhliða upp- lýsingakerfi í Navision til daglegs reksturs og kennslu. Viðskiptaháskólinn á Bifföst hefur tekið í notkun upplýsingakerfið Navision Financials sem er útbreidd- asti viðskiptahugbúnaður hér á landi. Um er að ræða heildarlausn til daglegs reksturs Viðskiptaháskólans, ásamt kerfi sem notað verður til kennslu nemenda. Landsteinar Island hf. hafa séð um uppsetningu og aðlaganir kerfisins á Bifföst ásamt því að annast þjálfun notenda. Landsteinar Island hf. koma einnig til með að þjónusta skólann með kerfið í framtíðinni. Bylting hefur orðið í upplýsingaflæði í Viðsldptaháskólanum á Bifröst með tilkomu Navision Finandals við rekst- ur skólans. Meðal þess sem kerfið heldur utan um er nemendaskráning, einkunnir nemenda og útreikningur þeirra, rekstur stúdentagarða sem og daglegur rekstur skólans. Skólinn er beintengdur með bankalínu við fjár- málastofhanir í Borgamesi sem auð- veldar mjög öll samskipti á því sviði. Navision Soffware Island ehf. styrkti Viðskiptaháskólann á Bifröst með kennslukerfi og handbókum sem notað verður til kennslu. Kerfið er uppsett á fartölvum nemenda og tengt við miðlæga gagnagrunna skólans. Að mati forráðamanna Viðsldptaháskól- ans á Bifröst er það eðlileg þróun í við- sldptaháskóla, sem einsetur sér að veita nemendum sínum nútímalega þekkingu, að nemendur séu þjálfaðir í notkun og meðferð þess upplýsinga- kerfis sem hefur hvað mesta út- breiðslu á markaðnum. (fréttatilkymiing) IVið stelpurnar í S.S. ætlum að senda þér smá afmæliskveðju. Þú stendur á tímamótum og okkur langar að benda þér á að núna er fyrst lífið að byrja. Þú mátt ekki láta hugfallast þó að hánun fari fækkandi, kvenhylbn þverrandi og þol á ýmsum sviðum 1 minnkandi. | Þín einka S.S. hefur þó síður en svo kvartað en þó hafa | komið upp erfiðar stundir og höfum við þá í sameiningu s krufið málin og miðlað af okkar reynslu. Við höfum I staðið þétt saman í yfir 20 ár og munum gera það áfram. Við óskum ykkur ahs hins besta í framtíðinni. KÆR AFMÆLISKVEÐJAfrá syngjandi Svölum lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Sæunnargata 8, Borgarnesi Einbýlishús á 2 hæðum 157 ferm. Getur selst sem tvær íbúðir, (efri og neðri hæð). Á effi hæð er parketlögð stofa, 2 svefnherb. dúklögð, eldhús með ! nýlegri ljósri innréttingu, baðherb. flísalagt, dúklögð | forstofa. Á neðri hæð er eitt svefnherb., stofa eldhús, I baðherb. og geymsla. Verð: kr. 9.900.000 ef selt í einu lagi annars efri hœð ? 6.500.000 og neðri hœð 3.400.000. Hrafnaklettur 2, Borgarnesi íbúð á 3. hæð, 59 ferm. Stofa teppalögð en hol, svefnherb., eldhús og baðherb. dúklagt. Sér geymsla í kjallara og sameiginleg geymsla og þvottahús í kjallara. Verð: kr. 5.500.000

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.