Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 1
I ANDSBRI-1 VESfURLANÖ VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI ~ 42. tbl. 3. árg. 19. október 2000 Kr. 250 í lausasölu Verðbréfaviðskipti Lifeyrissparnaður Pjárvarsla Verðbréfaviðskipti á Vefnum Löggæsluátak á Vesturlandi Sýslumaðurinn í Borgamesi, sýslumaðurinn í Búðardal, sýslu- maðurinn í Stykkishólmi og Sýslimiaðurinn á Akranesi hafa á- kveðið að taka höndum saman og standa fýrir umferðaröryggisátaki föstudaginn 20. október næst- komandi. Að sögn Olafs Þ. Haukssonar sýslumanns á Akranesi er ædunin að leggja áherslu á jákvæð samskipti við ökumenn með áherslu á ábyrgð allra vegfarenda á umferðaröryggi sínu og annarra. Lögreglumenn kjör- dæmisins munu halda úti öflugu umferðareftirliti og ræða við öku- menn um viðhorf þeirra til umferð- arinnar. “Það er von lögreglunnar á Vesturlandi að almenningur taki já- kvætt í þetta umferðarátak og að ökumenn átti sig á hlutverki þeirra í að móta ástandið í umferðinni. Markmiðið er að skerpa á mikilvægi þess að, öryggisins vegna, sé farið eftir gildandi umferðarreglmn,” seg- ir Ólafur. GE 'jf Ríkharður Jónsson og Karl Þórðarson Karl leikmaður aldarinnar liði aldarinnar á Akranesi. Það var kantmaðurinn knái Karl Þórðarson sem var valinn leikmað- ur aldarinnar á Akranesi. I öðru sæti varð Sigurður Jónsson og í því þriðja markahrókurinn Ríkharður Jónsson. Aðrir leikmenn í liði aldarinnar eru Helgi Daníelsson, markvörður, bakverðimir Guðjón Þórðarson og Bjöm Lámsson, miðverðimir Ólaf- ur Adolfsson og Þröstur Stefánsson, Arni Sveinsson, kantmaður, Ólafur Þórðarson, tengiliður og Pétur Pét- ursson, miðherji. Sjá umfjöllun um uppskeruhá- tíð bls. 19. Á ujjpskeruhátíð Knattspymufé- lags IA sem haldin var á Breiðinni á Akranesi síðastiiðinn föstudag vom kynntar niðurstöður úr vah á Herra Vesturland Keppnin um titilinn Herra Vesmrland 2000 verður haldin næstkomandi laugardagskvöld. Átta ungsveinar taka þátt í keppninni að þessu sinni og em þeir kynntir á bls 17. I síðustu viku var haldin svokölluð “Bodypaint” keppni í Fjölbrautaskóla Vesturlands á vegum listaklúbbs skólans. Heiti keppninnar myndi líklega útleggjast sem tlLíkamsmálunarkeppni” á íslensku, eða eitthvað íþeim dúr. Þátttakan var mjög góð og greinilegt er að innan vegg/a skólans leynast margir bráðefnilegir listamenn. Að sögn dómnefndarinnar var mjög mjótt á mununum hjá efstu stetun- um en það var Guðríður Ringsted sem bar sigur úr býtum með verk sitt “Smoking girl”. I öðru sæti varð verk Hafdísar Bergsdóttur “Mars attacks” og íþvíþriðja “Fantasía lífsins” eftir Mörtu Jónsdóttur. Mynd: SOK Eldur í húsi í Ólafsvík Reykhóla- prestakall flutt? Á yfirstandandi kirkjuþingi era lagðar fram tillögur um breytta skipan nokkurra sókna, presta- kalla og prófastsdæma í landinu. Meðal annars er lagt til að Reyk- hólaprestakall verði flutt úr Barðastrandarprófastsdæmi, sem að öðra leyti myndi sameinast Isafjarðarprófastsdæmi, og undir Snæfellsness og Dalaprófasts- dæmi. GE Eldur kom upp í íbúð í parhúsi að Sandholti 10 í Ólafsvík s.l. þriðjudag. Slökkvilið Snæfellsbæjar var að koma að húsinu þegar lög- reglu var tilkynnt um eldinn kl. 11.00. Þegar slökkviliðið kom að húsinu var mikill eldur í einu herbergi og mikill hiti í íbúðinni og allar rúður sprangnar. Slökkviliði gekk vel að ráða niðurlögum elds- ins en miklar skemmdir urðu á í- búðinni. Eigandi íbúðarinnar festi kaup á henni í byrjun júní og hefúr unnið að endurbóm á henni síðan. Þær endurbæmr vora komnar á lokastig og átti aðeins eftir að mála íbúðina. Um morguninn var unnið að frágangi pípulagnar og er óttast að eldsupptök kunni að tengjast því. Engar skemmdir urðu á hinni íbúð hússins. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.