Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 17
 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 17 Herra Vesturland Keppnin um titilinn Herra dag. Keppendur í ár eru átta Vesturland 2000 fer fram á talsins og koma þeir víðsvegar að skemmtistaðnum Breiðinni á af Vesturlandi. Skessuhorn Akranesi næstkomandi laugar- kynnir hér kappana til leiks. n *? Oskar Róbertsson, 21 ársfrá Ólafsvík Óðinn Agústsson, 26 árafrá Borgarnesi H Sigfús Steinarsson, 20 árafrá Borgamesi Leifur Jónsson, 18 árafrá Akranesi ■ n i! Óskar Páll Hilmarsson, 18 árafrá Búðardal Sigursteinn Halldórsson, 20 árafrá Hellissandi Einar Karel Sigurðsson, 21 árafrá Akranesi Fannar Guðmundsson, 24 árafrá Grundarfirði Norðurál kynnir stækkunaráform Fjórfaldar afkastagetuna á fjórum árum Norðurál kynnti í liðinni viku á- form um stækkun verksmiðjunn- ar á Grundartanga. Þar er verk- efhum skipt upp í nokkra áfanga eins og rakið er hér í töflu. Fyrsta áfanga lauk með því að full afköst náðust í mars á sl. ári með afkastagetu upp á 60 þús- und tonn af áli. Gert er ráð fyrir að óbreyttu að öðrum áfanga Ijúki með því að 90 þúsund tonna framleiðslugeta verði í verksmiðjunni að ári liðnu. Hugmyndir Norðurálsmanna eru að byggður vérði nýr kerskáli í framhaldi af 2. áfanga. Framleiðslu- geta vegna áfanga 3 er áætluð 150 þúsund tonn og samtals verði fram- leiðslugeta verksmiðjunnar eftir þá stækkun komin í 240 þúsund tonn í árslok árið 2004. Aætlaður fjöldi starfsmanna eftir 3. áfanga yrði 500 til 650 starfsmenn. Ljóst er að hér er um gríðarlega umsvifamikil á- form að ræða, ef af verða. Forsvars- menn Norðuráls kynntu iðnaðar- ráðherra og fleiri fulltrúum stjórn- sýslunnar hin nýju áform á fundi sl. þriðjudag. Ljóst er að hugmyndir Norðurálsmanna mæta andstöðu umhverfisverndarsinna og jafnvel þeirra sem reikna með að næsta uppbygging í stóriðju verði á Aust- urlandi, eða í væntanlegu Norð- austurkjördæmi. Frá atvinnulegu tilliti hlýtur slík stækkun stóriðju á Grundartanga að hafa víðtæk áhrif á búsetu og atvinnuhætti í ná- grannasveitarfélögum. Sumir segja neikvæð áhrif en þó eru fleiri sem telja jákvæð áhrif stóriðju af þessari stærðargráðu vega upp neikvæð á- hrif. En hver eru hin mælanlegu áhrif í dag á nánasta umhverfi, íbúa- fjölda, laun og aðra þætti? Til fróð- leiks birtir Skessuhorn hér upplýs- ingar frá Byggðastofnun um meðal- laun eftir atvinnugreinum í sveitar- félögunum Akranesi, Borgarbyggð og nágrannahreppunum sunnan Skarðsheiðar auk íbúafjölda í þess- um sveitarfélögum. Rétt er að ýtreka að hér er um að ræða upplýs- ingar sem orsakast af mörgum sam- verkandi þáttum, ekki síst atvinnu- ástandi í landinu í heild, og er því ekki verið að alhæfa um hvaða hlut uppbygging stóriðju á Grundar- tanga hefur á þessar tölur umfram aðrar breytur. MM Ibúafjöldaþróun í sveitarfélögunum Akranesi, Borgarbyggð og nágrannasveitum undanfarinn áratug. Heimild: Byggðastofiiuti. Meðaltekjur (íþúsundum) eftir atvinnugreinum árið 1997. Rétt er að taka það fram að það ár var framleiðsla ekki hafm í Norðuráli, en framkvæmdir stóðuyfir við byggingu fyrsta áfanga. Heimild: Byggðastofimn. 1. áfangi Bygging hófst mars 1997 Starfsemi hófst júní 1998, full afköst mars 1999 Fjárfesting 16 milljarðar króna 170 starfsmenn Framleiðir 60.000 tonn af 99,8-99,9% hágæðaáli Rekið með hagnaði frá maí 1999, sterk fjárhagsstaða 2. áfangi Bygging hófst febrúar 2000 Starfsemi hefst júní 2001, full afköst sept 2001 Fjárfesting um 7 milljarðar króna 220 starfsmenn Framleiðsla verður 90.000 tonn á ári Góðar rekstrarhorfur 3. áfangi Nýr kerskáli, upphafleg ffamleiðslugeta a.m.k 150.000 tonn á ári. Heildarframleiðsla 240.000 tonn af áli. Núverandi starfsleyfi, mat á umhverfisáhrifum og fjárfestingar- samningur miðað við 180.000 tonn. Þriðji áfangi 30% aukning umffam upphafleg áform. Viðbótarfjárfesting upp á 45 milljarða. Starfsemi hefjist 1. september 2004. 500-650 starfsmenn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.