Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 15
Li&tssunui. FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000 15 MMESm Atvinna með skóla í Reykjavík (10.10.2000) 21 árs strákur og nemi í Iðnskólanum í Rvk. vantar vinnu með skólanum. Uppl. síma 861-8589. BILAR / VAGNAR / KERRUR Nissan Almera 1600 (16.10.2000) Nissan Almera 1600 - 4ra dyra, silfar- grá. Kom á götuna í júlí 1999. Mjög vel með farin. Ekin 18 þús. 16 tommu álfelgur, spoiler, CD, kastarar, litaðar rúður ofl. Bflalán getur fylgt. ásett verð 1360 þús. (stgr afsl) Ath skipti. Uppl. 863 4480. Nissan Patrol óskast (15.10.2000) Oska eftir gömlum Patrol 83-87, má vera í hvaða ástandi sem er en vél 1 verður að vera í lagi. Sími 898 7916. Fíat (10.10.2000) Til sölu Fiat Uno 60's Artic árg. 1993, nýskoðaður og vel með farinn. Uppl. í síma 699 1469. ! Tveir góðir (9.10.2000) j AIMC Lancer 4x4 árg. 1988 og Niss- \ an Urvan Disel 1986, ekinn aðeins 82 j þús. km., óskar eftir nýjum eigendum. \ Hagstætt verð. Ahugasamir hafi sam- band í síma 692 4800, 699 0773 eða 437 1418. Nagladekk til sölu (9.10.2000) Til sölu 4 stk. Michelin nagladekk, 175/70/Rl3. Upplýsingar í síma 431 1865. 30% afsláttur + Pioneer geislaspil- ari (8.10.2000) Bfla-útsala. MMC Colt GLI '93. Hvítur, vel með farinn, ekinn 152 þús km, bein innspýting, hiti í sætum ofl. Gangverð 550 þús en selst á 385 þús, staðgreitt auk þess sem Pioneer CD íylgir. Fyrstir koina íyrsdr fá. Sími: 861 3979 og 431 2494. Honda Civic '99 (7.10.2000) Til sölu, vínrauð ekin 26 þúsund með leðursætum, CD, álfelgum, spoiler, vetrardekk á álfelgum geta iylgt og bflalán getur líka fylgt. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 431 1573. Bíll til sölu (5.10.2000) Til sölu Mazda 323 árg. '87. Tjónaður að aftan, ógangfær, en margt heillegt t.d. ný kúpling. Oskráður. Selst mjög ódýrt (bara að einhver hirði hann). Uppl. í sima 868 0298 á eftir 16:30. Fjölskyldubflinn þinn. (4.10.2000) Til sölu MMC Lancer STW árg 1997 ekinn 50 þús, ffamdrifmn, beinsk., plussáklæði, grænn að lit. Topp bfll. Gott Ián getur fýlgt; ca 22 þús á mán- uði. Ahugasamir sendi póst á lw@visir.is 100% lán (4.10.2000) Góður bfll til sölu. M.Benz E 220 árg 1995. lopplúga, rafmagn í öllu, dökk- ar rúður allan hringinn o.fl. Ekinn 118 þús. Öll skipti koma til greina, á ó- og dýrari. Tjónlaus bfll. Lán getur fylgt 50 þús á mán. Ahugas. sendi póst á www.lw@visir.is DYRAHALD Hvolpar og páfagaukur (16.10.2000) Tveir Border Collie blandaðir hvolpar fást gefins, hundur og tfk. Fæddir 19. júlí 2000. Einnig til sölu eins árs gam- all Dísar-páfaguakur ásamt nýju búri með öllu. Verð 20.000,- Upplýsingar í síma 433 8986 og 894 8986. Hestaeigendur (10.10.2000) Tamningamaðurinn ísólfur Líndal Þórisson ffá Lækjamóti verður með tamningastöð að Suður-Bár í Eyrar- sveit í vetur. Tek einnig að mér jám- ingar. Starfsemin hefst 1. nóv. Nánari upplýsingar í síma 851 1146 eða 438 6802. Kvígur (10.10.2000) Tvær snemmbærar kvígur til sölu. Upplýsingar í síma 435 1339. Óska efitir fuglabúri (9.10.2000) Vantar stórt fuglabúr fyrir stóran fugl, ódýrt. Sími 557 7054. FYRIR BORN Kerruvagn (10.10.2000) Til sölu Simo kerruvagn með burðar- rúmi og bað og skiptiborð. Uppl. í síma 864 2997. BBoaa Frystikista óskast (17.10.2000) Óska eftir að kaupa litla ffystikism. Uppl í síma 437 1163 og 898 9200. Frystiskápur (12.10.2000) Til sölu Frystiskápur Electrolux 1 skúffa + 2 hillur. Stærð: 85x55. Innan- mál :46x46. Verð samkomulag. Skipti koma til greina á barnarúmi f/3 ára og eldri. Uppl í síma 431 2272. Furusófaborð til sölu (7.10.2000) Lítið sófaborð 90x90 til sölu. Verð: 1000 kr. Upplýsingar í síma 437 1520. Ikea rúm til sölu (7.10.2000) Sultan Komfort rúin 90x200 með yfir- dýnu til sölu. Selst á 5000 kr. Upplýs- ingar í síma 437 1520. LEIGUMARKAÐUR Ibúð í Borgamesi óskast til leigu (17.10.2000) Óska eftir 2-3ja herbergja íbúð til leigu. Ég er þrímg, ömgg vinna, ör- uggar greiðslur, reyklaus. Upplýsingar í síma 855-2394, eða skilja eftir skila- boð. Herbergi (16.10.2000) Til leigu ffá og með 1. nóv. rúmgott forstofuherbergi í Borgamesi með að- gang að snyrtingu, tengi fyrir sjónvarp og sérinngangur. Nánari upplýsingar í síma 437 1522. Herbergi óskast (15.10.2000) Ung, reglusöm, reyklaus stúlka óskar eftir herbergi í Reykjavík. Er í námi og vinnu. Skilvísum greiðslum heitið. s.694 5569 & 482 2259. Ibúð óskast í Borgamesi (15.10.2000) 2.-3. herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Vinsamlegast hafið sam- band í síma: 437-2204. íbúð óskast (12.10.2000) Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast á leigu á Akranesi eða í Borgar- nesi. Öraggar greiðslur. Uppl. í síma 691 5687 eða 691 9570. 4 herbergja íbúð óskast til leigu. (7.10.2000) Okkur vantar 3ja - 4ja herbergja íbúð til leigu. íbúðin sem við höfum leigt siðastliðið ár er seld. Við emm reglu- söm og getum útvegað góð meðmæli frá núverandi leigusala. Upplýsingar í síma 864 5512. Herbergi til leigu á Akranesi (7.10.2000) Með símatengi og aðgangi að snyrti- aðstöðu. Upplýsingar í síma 866 2515. Tölva - GSM (13.10.2000) Vantar öfluga tölvu og einnig Nokia gsm síma. Tölvan verður að vera PC. Skoða ýmislegt. Upplýsingar: gutta@visir.is Vélsleði og fjórhjól (5.10.2000) Wntar vélsleða og eða fjórhjól í skipt- um fyrir góða og vel ættaða hesta. Skoða allt, áhugasamir sendi póst á lw@visir.is TAPAÐ / FUNDIÐ GSM (10.10.2000) Nokia 3210 sími tapaðist í miðbæ Akranes aðfaranótt laugardags. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 431 2249 eða lögregluna á Akranesi. Fundarlaun. TIL SOLU Rófur til sölu (4.10.2000) Rófur til sölu. Ketill á Þorgautsstöð- um í síma 435 1359. Nissan Almera til sölu (16.10/00) Nissan Almera 1600-4 dyra-silvurgrá, kom á götuna í júlí 1999. Ekinn að- eins 18.000. Mjög vel með farinn. Einn með öllu. T.d. 16“ álfelgur, spoiler, cd, kastarar, litaðar rúður ofl. Ásett verð 1360 þús. Stgr.afsl. Bflalán getur fylgt. Ath skipti. Upplýsingar: petra@visir.is íbúð til sölu (9.10.2000) Er með íbúð til sölu íbúð sem er 78ferm í kjallara. Ósamþykkt Verð 7,6 milljónir. Ahvfl ca.3 m. Ibúðin er í tví- býli, góður staður í Seljahveri. Uppl. í síma 557 7054, 898 5306 og 864 1313. Gítargræjur (6.10.2000) Til sölu Fender Strat (USA), Marshall valvestate 200, Shure inic, Dicitec twin-tube effectatæki ásamt fleiri effectum, snúram og fl. Uppl. í síma 898 0046. Endoruhjól (5.10.2000) KTM 620 ’94 til sölu (dekurhjól). Einnig vélsleði. Uppl. í síma 864 4959 eftir kl 20:00. Frystiskápur (5.10.2000) Til sölu stór ffystiskápur með nýrri pressu. Skápurinn er ca. 2m hár, með 8 hillum. Upplýsingar í síma 692 4800. Hús 3,5m x 4 m til sölu (5.10/00) Gamalt hús jámklætt 3,5m x 4m = 14 m2 til sölu, tilbúið til flutnings. Raf- lagnir og vaskinnrétting em í húsinu. Upplýsingar í síma 692 4800. Gítarmagnari (5.10.2000) Gítarmagnari til sölu (40 watt) fi'nn æfingamagnari, einnig stakir effectar. Upplýsingar í síma 869 1429. TOLVUR / HLJOMTÆKI Tölva óskast (4.10.2000) Óska eftir að kaupa ódýra tölvu, nún þarf að vera a.m.k. 133 mhz. Tóti, 896 6344. YMISLEGT Vantar söngfólk (10.10.2000) Söngfólk vantar í Kveldúlfskórinn. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með kómum geta haft samband við for- mann kórsins, Margréti Tryggvadótt- ur í síma 863 9118, eða stjómanda kórsins í síma 437 1098 eða 899 6151. Atvinna eða skólaganga á Norður- löndunum! (4.10.2000) Langar þig að prófa að búa í Dan- mörku, Noregi eða Svíþjóð. Norice hefur útbúið mjög ítarlegt upplýsinga- hefti fyrir þá er huga að búferlaflutn- ingum til Skandínavíu, hvort sem um er að ræða vinnu eða skóla. Uppl. tal- hólf s: 491 6179 & www.norice.com Hrönn Eggertsdóttir: “Eins og ég sé það” Laugardaginn 21.október n.k. opnar Hrönn Egg- ertsdóttir sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi undir yfirskriftinni “ Eins og ég sé það ’. Þar sýnir hún olíumálverk, akríl- og vamslitamyndir. Hrönn er fædd á Akranesi 1951. Hún lauk námi úr Myndlista- og handíðaskóla Islands, eftir íjögurra ára nám , með myndmenntakennararéttindi. Hún hefur kennt við Brekkubæjarskóla á Akranesi síðan 1974 fyrir utan tvö ár í Barna- og Gagnfræða- skóla Húsavíkur. /Auk þess hefur hún kennt við Iðnskól- ann á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hún hefur haldið ýmis náinskeið fyrir börn og fullorðna. Þetta er sjöunda einkasýning Hrannar og hefur hún einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningunni lýkur 5. nóvember og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga ffá kl. 15-18. (Tréttatilkynning) ptóOiíSKEO Borgarfjörður. Föstudag 20. október: Félagsvist kl 20:30 í Félagsbæ. Mætum með góða skapið. Allir velkomnir. Borgarfjörður. Föstudag 20. október: Hádegisfundur í Hótel Borgarnesi kl 12:00. Atvinnumálanefnd Borgar- byggðar stendur fyrir fundi um byggðamál. Gestur fundarins er Pétur Blöndal alþingismaður og mun hann fjalla nt.a. um styrkleika Borgarfjarð- arsvæðisins. Aðgangseyrir 700. kr, léttur hádegisverður innifalinn. Vin- samlegast tilkynnið þátttöku f síma 437-1224. Akranes. Laugardag 21. október: Herra Vesturland 2000 kl 21 á Breiðinni. Húsið opnar kl. 21 með fordrykk ffá Ice-Mex.Ymis skemmtiatriði hljómsveitin A móti sól leikur fyrir dansi eftir krýhingu. Aldurstakmark 18 ára. Snyrtilegur klæönaður. Borgarfjörður. Laugardag 21. október: Fyrsta vetrardagsball kl. 2.3 á Hótel Borgarnesi. Hið árlega fýrsta vetrar- dagsball verður haldið á Hótel Borgarnesi kl. 23-03. Hljómsveit Geir- mundar spilar. Allur ágóði rennur til líknarmála. Athugið að fyrir dansleik- inn er hægt að kaupa frábæran þriggja rétta mat á hótelinu. Pantanir í mat í síma 437 1119 fýrir föstudag. Lionskl. Agla. Borgarfjörður. Sunnudag 22. október: Söngtónleikar kl 16:00 í Revkholtskirkju. Guðrún Ingimarsdóttir sópran, Alexander Auer flauta og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó flytja barrok tónlist, franska rómantík og íslensk lög. Snæfellsnes. Sunnudag 22. október: Sunnudagaskóli og messa í Olafsvíkurkirkju kl 11 og 14 i Ólafevík. Sunnu- dagaskóli kl. 11 með Konna og félögum. Messa kl. 14 þar sem verða form- lega tekin í notkun kaleikur og patína frá Kristnihátíð. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson prédikar og Kirkjukór Ólafsvíkur leiöir sönginn. Starfsiólk Sparisjóðs Ólafsvíkur aðstoðar við messuna. Molasopi á eftir Sóknarprest- ur Borgarfjörður. Þriðjudag 24. október: OA fundur kl 21 í Rauðakrosshúsinu Brákarey. Overeaters Anon^nnous. Verið velkomin. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er iöngun til að hætta hömlulausu ofáti. Engin félagsgjöld, ekkert félagatal, engar vigtanir. Snæfellsnes. Fiinmtudag 26. október: Opið hús kl 20:30 hjá Sálarrannsóknarfélagi Stykkishólms. Inga Magnús- dóttir miðill kemur og ffæðir okkur um 'Iarot-spil. g\7esflendingur pifeunnqr______________________ Gleði í sál er lífsnauðsynleg Vestlendingur vik- unnar að þessu sinni er Magnús Þor- grímsson formaður Félags hjartasjúk- linga á Vesturlandi og framkvæmda- stjóri málefna fatl- aðra á Vesturlandi. Magnús býr í Borg- arnesi en er þessa dagana í fæðingaror- lofi. “Ég er fæddur 21. mars 1952 og ólst upp í Reykjavík. I móðurætt titla ég mig Neðri-Mýramann Magnús Þorgrímsson meS dóttur sína; Margréti Helgu. til mótvægis við ykkur hálandabúana í Borgarfirði. I föðurætt er ég ættaður úr Fljótshlíðinni og á ættir að rekja til flestra nafntogaðra höfðingja til forna og meðal náffænda minna var hinn kyngimagnaði Galdra-Loftur. Einnig er ég ættaður frá ýmsum kot- og eyðibýlum af Snæfellsnesi en amma mín var frá Drápuhlíð í Helgafellssveit”, sagði Magnús sem þurfti á þessari stundu að stöðva, þar sem hann virtist vera kominn á endalaust skrið í ættfýæðiútlistunum sem engan veginn sá fýrir endann á. I Borgarnes fluttist Magnús fýrir 10 ámm síðan. Konunni sinni, Ingibjörgu Grétarsdóttur, kynntist hann á Jónsmessuhátíð í fjörunni í Grindavík skömmu effir að hann gerðist Borgnesingur. “Ég kynntist konunni hálfu öðm ári eftir að ég var nær dauður úr bráða-hjartveiki”, segir Magnús. Eftir að hann veiktist gerðist hann áhugamaður um mál- efhi hjartasjúklinga á Vesturlandi. Hjónin Magnús og Ingibjörg eign- uðust fýrir nokkmm dögum sitt annað barn, en fýrir á Magnús rúm- lega tvítuga dóttur. “Fólk er upptekið af umræðunni um eigin bresti og veikleika en effir að áfall á borð við alvarlegan hjartasjúkdóm skellur á verður maður gagntekinn af að upplifa lífið á nýjan hátt. Ein af þeim hugmyndum sem búið var að prenta inn hjá mér áður en ég veiktist var að hjartasjúkt fólk yrði aumingjar eftir að það veiktist og ég tala nú ekki um söguna um að hjartveikir karlar yrðu getulausir. Ég hef sumsé lagt mig ffam við það að afsanna þessa kenningu og fullvissa fólk sem fær sjúkdóminn um að það er ekki ástæða til að leggja árar í bát. Hinsveg- ar er nauðsynlegt að breyta líferni og daglegum háttum”. segir Magn- ús. Hann bætir þó við að sumir hjartasjúkdómar séu ættgengir og for- varnir gegn þeim sé e.t.v lítið hægt að ráða við “Það geta hinsvegar flestir haft mikið um andlega og líkamlega líðan að segja. Langvarandi stress, reykingar, mikil kyrrseta og rangt mataræði eru allt þættir sem eru orsakir hjartasjúkdóma. Það geta flestir sem það vilja bætt og breytt lífsstíl sínum og dregið þannig úr eða læknað að hiuta eigm hjartveiki. Mottó Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi er að vera glaður í bragði og reyna að hafa það skemmtilegt. Því gleði í sál hefur rneira að segja en margur hyggur”. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.