Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 gBESSIÍHOBKi WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Akranesi: Kirkjubraut 3 Síffli: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Íslensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnós Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjarturson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 430 2200 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Umbrot: Jölvert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf islensk@islensk.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 ogeg Gísli Einarsson, ritstjóri. Fyrir sléttum átján árum fór ég kvökl citt í kvikmyndahús.í Reykjavík og sat þar í tvo tíma í þriðja stól frá vinstri á næst aftasta bekk. Það sem þar bar fyrir augu átti eftír að umturna lífi mínu og hundruðum annarra íslenskra ungsveina. Þarna var verið að sýna hugljúfa ofbeldismynd sem bar nafh- ið “Rambo — First blood” sem á íslensku myndi útleggjast “Rembingur — fyrsta blóð.” Mynd þessi fjallaði- um ferða- mann nokkurn, sem léikirm var af áhugaleikaranum Silvester Stallone, sem barðist með annarri hendi við bandaríska herinn eins og hann lagði sig og blés ekki úr nös. Mér varð það semsagt Ijóst þar sem ég sat þarna stjarfur yfir skothvellum, sprengingum og blóðslettum að þetta var það sem ég vildi fást við í framtíðinni. Þetta var hámark karlmennskunnar að stökkva á milli hús- þaka íklæddur pokabuxúm í felulitum og skítugum hlýrabol með hríðskotabyssu í hvorri hönd og 60 sentímetra langan veiðihníf í kjaftinum og skjóta á allt sem hreyfðist. Þetta var eitthvað sem ég vildi gjarrnan taka mér fyrir hend- ur í tómstundum enda var ég fljótur að kveikja í servíettusafh- inu mínu þegar heim var komið. Eg rak mig þó fljótlega á þann vegg að hér á landi er yfirleitt ekki ætlast til að menn skjóti hver annan dags daglega, ekki síst hér í dreyfbýlinu þar sem fólksfækkun er nægjanleg af öðrum sökum. Eg varð því að finna minni karlmennsku annan farveg og líkt og flestir aðrir sem urðu fyrir samskonar áhrifum ffá um- ræddri kvikmynd valdi ég að heyja stríð við rjúpuna og þótt hún jafhist kannski ekki alveg á við allan bandaríska herinn þá varð hún að duga. Eg hef hinsvegar ekki enn náð að fjármagna þann vígbúnað sem nauðsynlegur er til að hægt sé að láta sjá sig á rjúpnaveið- um. Þótt skömm sé ffá að segja á ég ekki hermannaklossa með áttavita. Eg á ekki einu sinni, hríðskotabyssu, eldvörpu, hand- sprengjur eða flugskeyti. Hvað þá 60 sentímetra langan veiði- hníf með viðlegubúnaði í skeftinu. Eg hef ekki einu sinni náð að týnast almennilega á rjúpna- veiðum og þótt skömm sé ffá að segja hafa ekki einu sinni minnstu björgunarsveitir verið kallaðar út til að leyta að mér. Eg átti að vísu sérsniðnar hermannabuxur með átján vösum. Þær voru meira að segja í felulitum en það er akkúrat vanda- máhð því einmitt þessvegna get ég ekki með nokkru móti fundið þær. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að láta nokkurn mann sjá sig á rjúpnaveiðum á gúmmístígvélum og lopapeysu með rússneska einhleypu og haglaskotin í höldupoka. Þessvegna hef ég orðið að laumást á rjúpu í skjóli myrkurs þegar sem minnst von er á mannaferðum. Það eru nefhilega afskaplega niðurlægjandi aðstæður ef ég lendi í því að rekast á alvöru rjúpnaskyttur einhversstaðar á bakvið þúfu. Þá hef ég ekki önnur ráð en að ljúga því að ég sé að gá að kindum, kanna ástand hálendisins eða að leyta að farsímanum mínum. Það eina sem ég hef mér til huggunar er að ég veit að rjúp- an sjálf leggur ekki mikið upp úr því hvernig menn eru klædd- ir þegar þeir skjóta hana. Gísli Einarsson, hallærislegur Fyrirhuguð viðbygging við matsal Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Mynd IH Stækka Dvalarheimilið Undirbúningur að stækkun Dval- arheimilis aldraðra í Stykkishólmi er nú að komast á lokastig. Gert er ráð fyrir að stækka matsal og endur- hanna allt eldhúsið. Oli Jón bæjar- stjóri í Stykkishólmi segir að undir- búningurinn hafi dregist en “við vonumst til að geta boðið þetta út á næstu dögum”. Kristín Björnsdótt- ir er forstöðukona Dvalarheimilisins í Stykkishólmi. “Þetta er mjög þörf 'og tímabær framkvæmd því Dvalar- heimilið er nú fullsetið og undanfar- ið hefur það fari vaxandi að fólk í þjónustuíbúðunum kaupi mat í mat- sal auk þess sem við höfum keyrt mat í hús til aldraðra sem búa út í bæ”. Dvalarheimilið var upphaf- lega byggt á 6. áratugnum sem heimavist skólanna í Stykkishólmi og var um skeið rekið sem sumar- hótel. 1978 var því svo breytt í dvalarheimili og hefur verið byggt við það efrir þörfum. “Þó húsið hafi verið mikið endurnýjað hefur mötune)T:isaðstaðan ekkert breyst og okkur hlakkar óskaplega til að fá þessar endurbætur”, segír Kristín forstöðukona. Nú þegar lyggja fyr- ir umsóknir um bæði dvalaheimilis- pláss og íbúðir. IH Eldur í skipi hjá Þ&E Eldur kom upp í húsnæði Skipa- smíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi á 9. tímanum sl. þriðju- dagskvöld. Eldurinn kom upp ,í stálskipinu Sigrúnu AK 71 sem unnið var við lagfæringar á. Mikill viðbúnaður var af hálfu slökkviliðs- ins á Akranesi og var allur tiltækur mannskapur kallaður út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og um klukkustund eftir að eldsins varð vart var talið að tekist haii að kom- ast fyrir hann að fullu. Þegar Skessuhorn fór í prentun var ekki búið að meta skemmdir á húsnæði og Sigrúnu AK, en að sögn við- staddra urðu þær minni en í fyrstu leit út fyrir. MM Ólafur Guðmundssm oddviti Hvítsíðinga ogjón Valgarðsson oddviti Hvlafjarðarstr brepps áfimdinmn. Mynd: SÓK Skorað á sam- Fundur oddvita og fulltrúa sveit- arfélaga í Borgarfirði, ásamt full- trúum Vegagerðarinnar í Borgár- nesi, lögreglu og umferðarráðs var haldinn í Hymunni í Borgar- nesi síðasdiðinn þriðjudag. Fund- urinn fjallaði um slys vegna lausa- göngu búfjár á og meðfram veg- vun í umdæminu og skort á girð- ingum og viðhaldi þeirra. Theodór Kr. Þórðarson, lögregl- uþjónn í Borgamesi, hóf fundinn á því að fjalla um lausagöngu á liðnum árum. Kom þar meðal annars fram að það sem af er þessu ári hafa verið gerðar 208 bókanir um lausagöngu búfjár hjá lögreglunni í Borgamesi. Fundurimt skoraði á Sturlu Böðv- arsson, samgönguráðherra að beita sér fyrir því að vegurinn um Holta- vörðuheiði að sunnanverðu, þar sem er ógirtur afréttur, verði girtur af á næstá ári. Þama em um 11 kílómetra langan yegarkafla að ræða og á þessu svæði hefur verið ekið á um 20 kind- ur á hverju ári, sem er um þriðjung- ur þess heildarfjölda sem lendir fyrir bílum í umdæmi lögreglunnar í Borgamesi. Þá beindi fundurinn því einnig til samgönguráðherra að Vegagerðinni verði gert skylt að girða meðfram þjóðvegi númer eitt, Vesmrlands- vegi, frá Hvalfjarðargöngum að Holtavörðuheiði, svo og meðfram öðmm vegum þar sem umferð er 300 bílar á dag eða meira að meðal- tali yfir sumartímann og að Vega- gerðin haldi þeim girðingum við. SÓK Bílvelta Bifreið valt undir Hafnarfjalli síðastliðinn sunnudag. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðin er talin ónýt. Ohappið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðarinnar var að teygja sig eftir kexpakka og missti við það stjóm á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar velmr á veginum. GE Nýtt fjós á Hvanneyri Hafin er hönnunarvinna við nýtt rannsókna- og kennslufjós Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Fjósið verður lausa- göngufjós með legubásum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort í því verður mjaltabás eða sjálfvirk mjaltatækni. Stefht er að hönnunarvinnu um árarnót en hún er í höndum Magnúsar Sigsteinsson- ar artítekts. GE Byggt við skólann Viðbygging við Grannskóla Borgarness verður boðin út í lok nóvember eða bvrjtm desember áð sögn Sigurðar Páls Harðar- sonar bæjartæknifíæðings Borg- arbyggðar. ' Með viðbyggihgunni veröur hægt að uppfylla kröfur um ein- semingu skólans. Nýja húsnæðið verður um 670 fermetrár og þar verða fjórar skólastofur og tvö sameigínleg kennslurými. Reiknað er með að ficamkvæmdir hefjist í byrjun janúar c verði lokið týrir næsta skólaár. Saumastofan í Brun Leikdeild Ungmennafélagsins Islendings í Borgarfirði æfir nú af kappi leikritið Saumastofima eftir Kjartan Ragnarsson. Verkið er gamanleikrit með söngvum og hefur notið mikilli vinsælda hvar sem það hefur verið sett upp. Níu leikarar eru í sýningunni og leikstjóri erValgeir Skagfjörð. Aætlað er að framsýna Sauma- stofuna í félagsheimilinu Brún í Bæjasveit þann 3. nóvember næstkomandi. GE Samkeppni um nýtt nafh Stjóm Bæjar- og héraðsbóka- safhsins á Akranesi lieíúr ákveðiö að efha til samkeppni um sérstakt nafn á bókasafninu. Verðlaun að upphæð kr. 25.000 verða veitt fyr- ir besta nafhið. Tillögum skal skilað í Bókhlöðuna, Heiðarbraut 40 fyrir 3. nóvember 2000, merkt dulnefni. Rétt nafii höfimdar skal: fylgja með í lokuðu umslagi. Stefnt er að því að nafníð höfði annars vegar til staðhátta og örnefha á Akranesi eða sé þjált nafn úr bókmenntum þjóð- arinnar og sagnahefð. Þessi skdl- yrði eru þó ekki bindandi. Þriggja manna dómnefhd sem Gíslí Gíslason, bæjarstjóri, Jósef H. Þorgeirsson og Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókarvörður skipa mun skera ur um nafhið en dómnefhdin áskilur sér rétt til að taka hvaða tillögu sem er eða hafna Öllum. K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.