Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 5
i, i'+F's • r l . •r-nifv' ■>< •/ r >/<• ! i'i''/i I FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000 . Af pappalöggum og peðdrukknum öldungum Ráðherrarnir eru góðir með sig þessa dagana. Þeir reikna með 30 milljarða tekjuafgangi á fjárlögum. En hvað á ná að gera við alla þessa peninga? Alla vega ætlar ríkisstjórnin ekki að nota hluta þeirra til að hækka ellilífeyri, umfram hundraðkall- inn sem Ingibjörg kennd við heilbrigði og tryggingar kallaði talsverða hækkun í sjónvarpi um daginn, og þó hún smælaði meðfram yfirlýsingunni framan í heiminn, er ég ekki viss um að heimurinn hafi smælað til baka, að minnsta kosti ekki þeir sem ekki hafa úr öðru að spila en sín- um naumt skammtaða lífeyri. Þetta eru þakkirnar til þeirrar kynslóðar sem hreyfði sig of mikið en át of lítið, frá þeirri kynslóð sem hreyfir sig of lítið en étur of mikið. Þetta eru þakk- irnar til þeirrar kynslóðar sem man þá tíma að munnlegt loforð og handsal dugði til að gull- tryggja samninga, frá þeirri kynslóð sem upplifir það oft á tíðum að margundirritaðir papp- írar með vottum og tilbehor eru marklaus og ónýt plögg. Og nú hefur ríkisstjórninni aldeilis borist liðsaukinn í baráttunni við ellilífeyrisþegana. Sjálfstæð- isþingmaðurinn Pétur Blöndal hefur einhvernveginn náð að ljúga því að sjálfum sér að gaml- ingjarnir liggi meira og minna í óreglu og ef þeir keyptu ekki svona mikið af brennivíni ættu þeir ósköpin öll af krónköllum í afgang og þessvegna óþarfinn mestur að láta þá hafa meiri fjármuni en þeir hafa í dag. Þessi óregla gamlingjanna verð- ur líka mun svakalegri en ann- ara fyrir þær sakir að gamalt fólk þarf víst minni svefn en þeir sem yngri eru. Það gerir það að verkum að gamlingjarnir eru fullir lengur hvern sólarhring en yngri dagdrykkjumenn. Nú get ég ekki vitnað í opinberar tölur máli mínu til stuðnings, en grun hef ég um að færri séu gamlingjarnir á snúrunni hjá Þórarni á Vogi en upparnir sem lifa á verðbréfabraski og kaup- leiguleikjum og hafa það auk þess á samviskunni að hafa komið Pétri Blöndal á þing. Ekki má heldur taka neitt af 30 millj- örðunum til aukinnar löggæslu. Einasta lausnin í þeim efnum var sú að útbúa nokkrar pappa- löggur og festa á ljósastaura meðfram Reykjanesbrautinni. Þremur pappalöggum var stolið fyrstu nóttina, restin fauk í næsta roki. Annars má útbúa fleiri dýrategundir úr pappa en lögregluþjóna. Til dæmis mætti skaffa þeim bændum sem fíla það í botn að beita hrossum sín- um á þjóðbrautir, pappahross, þá yrði skaðinn minni bæði fyrir hestaeigendur og bifreiðaeig- endur, þegar brunað er í gegn- um bykkjurnar. Og hvernig væri að hafa hluta alþingismanna úr pappa, þó ekki væri nema kratana og Pétur Blöndal. Bjartmar Hannesson Vantar þig aukatekjur? Gætir þú hugsab þér: Að hafa meiri tíma meb fjölskyldunni? Ab vera fær um ab skipuleggja eigin framtíb? Ab hafa möguleika á ab vera fjárhagslega sjálfstæb/ur? Við bjóbum uppá: Víbtækt þjálfunar- og stubningskerfi Alþjóblegt net starfsmanna sem veita stubning og hjálp meb reksturinn Upplýsingar í síma 881 9990 Sýslumaður Snæfellinga cpie iís Föstudaginn 20. október n.k. verður vígt nýtt hús embættis sýslumanns Snæfellinga að Borgarbraut 2, Stykkishólmi. Af því tilefni verður húsið opið til sýnis þann dag milli kl. 16:00 og 18:00 Sýslumaður Snæfellinga Ólafur K. Ólafsson Akraneskaupstaöur Bæjarbúar athugið! Vegna sameiningar skrifstofuhalds og tæknideilda Akraneskaupstaðar og Akranesveitu verða bæjarskrifstofurnar og skrifstofa Akranesveitu lokaðar vegna flutnings föstud. 20. október nk. Mánudaginn 23. október nk. taka til starfa ný sviö Akraneskaupstaöar. Tækni- og umhverfissvib verbur stabsett ab Dalbraut 8, þar sem öllum erindum er varða bygginga-, skipulaqs-, umhverfis- og tæknimál bæjarins verður sinnt. Að Daíbraut 8 flytjast bygginga- og skipulagsfulltrúi, garðyrkjustjóri, fulltrúi og heilbrigðisfulltrúi. Stjórnsýslu- og fjármálasvib verbur staösett á bæjarskrifstofum Stillholti 16-18, þar sem sameinast fjármál, starfsmannamál og bókhald bæjarsjóðs, Akranesveitu og annarra fyrirtæka og stofnana kaupstaðarins. A bæjarskrifstofur flytjast starfsmenn frá Akranesveitu sem sinnt hafa verkefnum er lúta að fjármálum, bókhaldi, innheimtu orkureikninga og launum starfsmanna veitustofnana. Akranesi, 13. október 2000. Bœjarritarinn á Akranesi. n

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.