Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 Félag hjartasjúkra á Vesturlandi blæs tál sóknar Ætlar að safna fé á næstu vikum til tækjakaupa Merki Félags hjartasjúklinga á Vestnr- landi, en félagið fagnar tt'u ára afinælis eftir mánuð. Félag hjartasjúklinga á Vesturlandi er tíu ára um þessar mundir. Afmæl- isins verður minnst með ýmsum hætti. Formlega var félagið stofnað 17. nóvember 1990. Þann 18. nóv- ember n.k. hyggjast félagsmenn minnast tímamótanna. I Stykkis- hólmi verður boðið uppá kólestról- mælingu og blóðþrýstmgsmælingu á Sjúkrahúsinu frá kl. 10-14. Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir á SFIA verður þar tíl viðtals og mun hann gefa góða ráð. Þorkell verður síðan með fyrirlestur í Stykkishólmi frá kl. 14 til 16. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir að líta við og er þjónusta þessi gjaldfrí. Um kvöldið 18. nóv- ember verður síðan haldin afmæhs- hátíð á Ffótel Barbró á Akranesi. Ætla að saftia 4 milljónuni í tilefhi 10 ára afmælis félagsins hefur verið ákveðið að hefja söfnun meðal einstaklinga, fyrirtækja, félaga og stofnana á Vesturlandi til kaupa á nauðsynlegum tækjabúnaði fyrir hjartasjúklinga. I þessari söfnun verður lögð áhersla á tvennt. Annars- vegar verður safnað fýrir svokölluðu hjartahágæslutæki fyrir Sjúkrahúsið á Akranesi. FFlutverk þess tækis er að auðvelda eftirlit með gjörgæslu mik- ið veikra hjartasjúklinga sem þar leggjast inn. Um er að ræða fjar- gæslubúnað til að auðvelda hjúkrun- arfræðingum á vakt að fylgjast stöðugt með líðan sjúklinga. Tæki þetta kostar um 3,5 milljónir króna með tilheyrandi búnaði. FFinsvegar er stefht að söfhun fyr- ir kaupum á hálfsjálfvirku hjartastuð- tæki fyrir sjúkrabifreið í Stykkis- hólmi. Tækið virkar þannig að það er tengt við sjúkling á leið til spítala og hægt er með því að gefa rafstuð ef með þarf. Nýlegt dæmi er um flutn- ing sjúklings frá Snæfellsnesi til Akraness þar sem litlu mátti muna að ekki tækist að bjarga viðkomandi, en tæki sem þetta hefði gert mikið gagn, hefði það verið til staðar. FFjartastuð- tækið kostar um hálfa milljón króna. Markmið Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi er að í haust (fyrir 18. nóvember) verði búið að safna fyrir þessum tækjum, alls um 4 milljónum króna. Ef hærri upphæð en þessi safnast er áhugi meðal félagsmanna á að fjárfest verði í færanlegum álags- Hörður á Hinn landsþekkti trúbador, Hörður Torfason, verður að vanda með Hausttónleika á Akranesi í ár. Tónleikamir verða að þessu sinni á skemmtístaðn- um Breiðinni fimmtudagskvöld- ið 19. október og hefjast klukkan 21.00. prófsbúnaði á Vesturlandi. Slíkur búnaður yrði til taks til að flytja milli heilbrigðisstofnana á Vesturlandi eft- ir því sem þurfa þætti. Búnaður þessi mælir störf hjartans undir álagi og þannig er e.t.v. hægt að greina hjarta- sjúkdóma á forstigum. Söfnun hefst í vikunni Vegna þessa söfnunarátaks hefur Félag hjartasjúklinga á Vesturlandi opnað sérstakan reikning í Búnaðar- banka Islands á Akranesi. Númer reikningsins er: 330-26-3737. í söfhuninni verður eins og áður segið leitað eftir fjár- framlögum frá einstaklingum, stofhunum, fyrir- tækjum og félaga- samtökum. Einnig verður leitað til stjórnvalda um smðning við verk- efhið. Fyrirtækj- um verður á næstu dögum sent bréf þar sem óskað verður eftir stuðningi og er hérmeð skorað á alla sem aflögufærir em að leggja verkefninu lið. Að sögn Magnúsar Þorgrímssonar formanns Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi telja félagsmenn þessi tækjakaup afar brýn verkefni. “Oft er það spumingin um líf eða dauða sjúklinga sem veikjast skyndilega af hjartasjúkdómum að réttu tækin séu til staðar. Ekki er síður mikilvægt að hægt sé að vinna að skipulögðum forvörnum enda er oft um dulda hjartasjúkdóma að ræða. Fólk er að falla frá, stundum langt um aldur ffam, af þeirri einföldu ástæðu að rétta tækjabúnaðinn vantar eða að nægjanleg kunnátta hefur ekki verið Svokallaður slysavamadagur var haldinn á Akranesi síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri. Fjöl- margir bæjarbúar gerðu sér ferð í slökkvistöðina þar sem margt for- vitnilegt bar fyrir augu. Nánast öll tæki og tól sem viðkoma björgunar- starfsemi á einhvem hátt vom til sýnis auk þess sem skoða mátti fyrir hendi”, segir Magnús Þor- grímsson. Söfnunin hefst formlega í þessari viku. MM margt annað sem tengist slysum. Meðlimir í slökkviliði bæjarins tóku sig til og klipptu tvo böa í sundur í þeim tilgangi að sýna hvemig fólki er bjargað á þann hátt. Aðstandend- ur dagsins vora mjög ánægðir að honum loknum, en það var Heilsu- eflingamefnd Akraness sem stóð að baki þessum degi. SOK Hjartastuðtæki afþessari gerð verður keyptfyrir söfiiunarféð. Tæk- ið verður staðsett í sjúkrahifreið í Stykkishólmi. Dýrasta fjárfesting félagsins verðurþó kaup á fjargæslubúnaði fyrir mikið veika hjartasjúklinga á Sjúkrahúsi Akraness. Menntasmiðja kvenna á Akranesi Menntasmiðja kvenna á Akranesi hefur nú verið starfrækt í tæplega sjö vikur og önnin því hálfhuð. Nem- endur era 15 talsins, konur á aldrin- um 22 til 69 ára. Blaðamaður Skessuhoms leit inn til kvennanna í síðustu viku og spjallaði við tvo nemendur og skólastýruna. Þær Svanborg Eyþórsdóttir og Jóhanna Lýðsdóttir stunda báðar nám í menntasmiðjunni. Svanborg er öryrki en Jóhanna starfaði áður á Sjúkrahúsi Akraness. Hvorag þeirra hafði sest á skólabekk eftir að grunn- skólanámi lauk. Svanborg segir að sér hafi fundist spennandi verkefhi að fara í Menntasmiðju kvenna. “Eg held að ég hafi helst farið til þess að athuga hvort ég gæti lært eitthvað,” segir hún og hlær. “Þó maður sé öryrki þá þarf maður ekkert endilega að vera bara á beit. Eg trúi því að það sé til vinna sem ég get unnið og það er mjög gott að geta aukið sjálfsvirð- inguna og sjálfstraustið og læra hér. Þetta gefur manni líka tækifæri á að læra meira ef maður hefur áhuga fyrir því.” En hefur námið verið jafh áhugavert og skemmtilegt og það leit út fyrir í fyrstu? “Já, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Alveg frábært. Hér er mjög góður andi og hópurinn er alltaf að samstillast bet- ur og betur,” segir Jóhanna og Svan- borg bætir við: “Eg held við verðum að fá annan í menntasmiðju eftir að þessi tími er búinn. Svona ffam- haldsnám!” Námið í smiðjunni tek- ur eina önn og henni lýkur þann 1. desember næstkomandi. Konurnar eru því rétt rúmlega hálfnaðar. Þær segjast halda að sjálfsstyrkingin komi til með að nýtast þeim best í ffamtíðinni. “Hún er eigmlega und- irstaðan tmdir allt hitt. Maður verð- ur að hafa sterkan grunn svo hægt sé að byggja eitthvað upp. Tölvunámið og enskan nýtast manni auðvitað líka alltaf.” Hvorag þeirra hefur á- kveðið hvað skuh gera að námi loknu. “Eg eiginlega hálfkvíði fyrir þessum tíma þegar maður er búinn héma. Mig myndi helst langa til þess að læra meira,” segir Svanborg. “Maður vill allavega klára þetta og sjá hvað verður svona þegar ffam í sækir,” segir Jóhanna. Þær segja sína eigin getu hafa komið sér einna mest á óvart. “Fyrsta tímann stóð maður bara með pensilinn og sagði: “Eg get ekkert málað!” Svo bara byrjaði maður og það kemur alveg heilmik- ið í ljós. Það er ýmislegt sem maður getur.” Ekki er enn víst hvort Mennta- smiðja kvenna á Akranesi komi til með að starfa áffam eftir að þessari önn lýkur. Þær segjast þó báðar vona að svo verði. “Mér finnst að það eigi að gera allt sem hægt er til þess að Menntasmiðjan Elín geti haldið á- ffam. Að það verði ekki bara þetta. Við viljum að sem flestar konur fái að njóta þess að koma í mennta- smiðju. Við skoram hér með á bæ- inn að styrkja þetta og færam þeim sem gerðu þetta að veruleika núna kærar þakkir fyrir okkur.” Eins og er á menntasmiðjan að- setur í gamla stúkuhúsinu sem er gamalt timburhús. Eins og fr am hef- ur komið stenst húsið ekki þær kröf- ur sem gerðar era til skóla. “Það er líka áskoran til bæjarstjómarinnar að koma húsnæði yfir menntasmiðj- una. Við eram þó alls ekki óánægð- ar með þetta húsnæði. Þetta er nátt- úralega ekkert draumahúsnæði en við erum alsælar héma. Þetta er mjög lifandi hús og það hreyfir sig með okkur.” Engin agavandamál Bima Gunnlaugsdóttir er skóla- stýra Menntasmiðjunnar Elínar en áður starfaði hún meðal annars sem kennari í FVA. Hún segir muninn á því að kenna á þessum tveimur stöð- um vera töluverðan. “Hér era engin agavandamál, en ég myndi segja að númer eitt væri að hér þarf ekki að kveikja áhuga og virkja nemendur sína, því áhuginn er til staðar. Hins vegar þarf að taka tillit til þess að þær era allar óvanar og sumar era að setjast á skólabekk eftir áratuga hlé. Vandamálið er að þær era einfald- lega óvanar að þurfa meira og minna að sitja allan daginn. Samt eram við með leikfimisæfingar inn á milli. Sumar era með einhverja líkamlega kvilla þannig að þær geta ekki setið lengi, en það hefur samt vanist. Sumar heyra illa og jaftivel sjá illa. Þetta kemur allt í staðinn fyrir að þurfa að kveikja áhuga og agavanda- mál og mér fannst þetta svoh'tið merkilegt til að byrja með. En grundvallartæknin við kennslu er alltaf sú sama.” Bima kennir tjáningu, námstækni, hópeflingu og námsgrein sem kallast peningamir og lífið. I sambandi við það hafa komið margir gestafyrirles- arar sem hafa fjallað um t.d. félags- lega kerfið, almannatryggingar, skatt og möguleika á ffádrætti ffá skatti o.s. ffv. “Svo tökum við heila viku í verkeftii sem heitir “Frá umsókn til atvinnu”. Það snýst fyrst og ffemst tun að kanna hvað þær hafa áhuga á að vinna við, hvaða möguleikar era á að fá þá vinnu, hvemig gerir maður umsókn, hvemig fer maður í viðtal og einnig læra þær vinnusálffæði.” Námið í menntasmiðjunni stendur yfir í þrjá mánuði og kennsla fer ffam alla virka daga vikunnar frá klukkan 9-15. Bima segir að tíminn sé nýttur til hins ítrasta. “Þær mæta mjög vel og nýta tímann ofsalega vel. Að vera í skóla ffá 9-15 hljómar ekki langur vinnudagur en að vera í skóla allan tímann með litlum hlé- um er rosalega mikil vinna.” Náms- greinamar era mjög fjölbreyttar og Bima segir að sumar þeirra gangi að miklu leyti út á að kanna eigin möguleika. “Sumar greinar, t.d. söngur, ritun og myndlist krefjast þess að þær kafi svoh'tið í undirdjúp- in, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. Það kemur á daginn að þær geta gert alveg ótrúleg mynd- verk og mjög skemmtileg ljóð og þetta geta allir. Stundum fæ ég að laumast í tíma af því að það er svo gaman að finna að maður er farinn að geta þetta.” Bima vill meina að ekki sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja! “Það er í rauninni bábilja að það sé erfið- ara að kenna fullorðnu fólki. Það auðveldar þvert á móti kennsluna að þær hafa svo mikla reynslu að vísa í. Þegar fólk lærir tengir það nefnilega hlutina í eitthvað sem það man eða heftir séð. En svo getur að sumu leyti verið slæmt að hafa reynslu í þessu sambandi því þú ert kannski fastur í einhverju fari. Þú veist að þú hefur aldrei kunnað stærðffæði þá bara lokarðu á hana. Þú hefur aldrei kunnað ensku og þú bara lokar. Þær era hins vegar mjög opnar héma, enda eru þær héma til þess að bæta úr því sem þarf að bæta úr.” Þess má geta að þann 24. október, á 25 ára afmæli kvennaffídagsins, verður opið hús í smiðjunni ffá klukkan 17-19 og gestum og gang- andi gefinn kostur á að koma og kynna sér það sem nemendur hafa verið að gera. SOK Svanborg Eyþórsdóttir ogjóhamia Lýðsdóttir Mynd: SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.