Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000 ■JllljðdlJtliilíw Göngum til góðs Söfhun gegn almæmi í Afríku Samstarf sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar Kæri lesandi. Dagana 28. og 29. október n.k mun Rauði kross Islands standa fyrir lands- söínun til styrktar baráttunni gegn al- næmi í Afríku og er það einlæg ósk Rauða kross jleildar á þínu svæði að vel verði tekið á móti sjálfboðaliðum sem verða á ferð þessa daga að safna fé til styrktar þessu mikilvæga verkefhi. I surnum Afríkulöndum eru heilu íjölskyldumar sýktar og með dauða þeirra missir stór hluti bama og aldr- aðra framfæri sitt. I sunnanverðri Afr- íku em orðið algengt að höfuð fjöl- skyldunnar sé bam að aldri vegna þess að allir fulloðrmr eru dánir úr alnæmi. Alnæmi er mjög útbreitt í Afríku og er Rauði krossinn að reyna að vinna gegn þessum skelfilega sjúkdómi með ýmsu móti. Rauði krossinn mun standa fyrir öflugu átaki sem einkum mun beinast að eftirtöldum þremur þáttum : Þögnin rofui I fyrsta lagi aö verður að vekja um- ræðu í lönduin smrnanverðrar Afríku um ástandið. Sú bannhelgi sem ríkir hvað varðar umræður um alnæmis- vandann veldur því að mjög erfitt hef- ur verið að ræða aðgerðir gegn sjúk- dómnum. Stefnt er að því að farið verði hús úr húsi með öfluga og beinskeytta ffæðslu. Heimahlynning Rauð krossinn hefúr þegar unnið ötullega að uppbyggingu heima- hlynningar fyrir alnæmissjúklinga, en stefnt er að því að efla þessa þjónustu að miklum mun. Um það bil helm- ingur sjálfboðaliða í heimahlynningu er sýktur af alnæmi og því er þörfin fýrir nýja sjálfboðaliða gífurleg. Ahrif á alþjóðasamfélagið Stefnt er að því fyrst og fremst að hafa áhrif á lyfjafyrirtæki til að fá þau til að gefa alnæmislyf til Affíku. Nú þegar hefur eitt fyrirtæki ákveðið að gefa lyf en þörfin er gífurleg og von- andi tekst að fá fleiri til liðs við mál- efnið. Það er mjög mikilvægt að gefa lyf til sýktra kvenna sem jafhframt eru þungaðar hl að koma í veg fyrir að böm smitist í móðurkviði. Eftirfarandi tölur gefa glögga mynd af því hversu ástandið er orðið alvarlegt: 18.8 milljónir jarðarbúa hafa dáið af völdurn sjúkdómsins. 3.8 milljónir bama hafa dáið úr al- næmi. 500.000 böm dóu úr alnæmi árið 1999. 13,2 milljónir munaðarlausra bama í heiminum ogflest þeirra í Afríku. I Afiáku eru 2 5 milljónir manna smit- aðar af alnæmisveirunni. Smituðum í Afríku fjölgar um 3 milljónir á ári. I Namibíu er fjöldi smitaðra einna hæstur, 60% sýktra eruyngri en 20 ára og eru jnjátíu af hverjum hundrað smit- aðir. I Simbabve eru tbúar 1,6 milljón, sýktir eni 400.000 manns og um 100.000 manns hafa dáið af vóldum veirunnan Dauðsfóllum hefurfjölgað svo mikið þar að um 1000 manns deyja nú orðið á hveirí viku. Með von um góðar undirtektir Linda Osk Sigurðardóttir Svæðisfidltrúi RKI á Vesturlandi Á fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar þann 12. október var samþykkt að taka þátt í samstarfi Lionshreyfingin hefur undanfar- in ár staðið fyrir öflugri ffæðslu og þjálfun fyrir leiðtoga. Alþjóðaskrif- stofa samtakanna hefur látið útbúa námsefni og boðið Lionsfélögum upp á leiðtogajtjálfun í öllum heimsálfum. Á Islandi hafa verið haldin stutt námskeið í leiðtoga- þjálfun en nú er í fyrsta sinn boðið upp á heildræna ffæðslu á þessu sviði. Lionsskólinn er að þessu sinni skipulagður sem tveggja helga nám- sex sveitarfélaga norðan Skarðs- heiðar um útboð á reglubundinni tæmingu rotþróa í dreifbýli. skeið sem ffam fer í Munaðarnesi. Allir Lionsfélagar gátu sótt um þátt- töku, ungir og óreyndir félagar, sem og reyndir félagsmenn. Markmið námskeiðsins er að þjálfa leiðtoga og byggja upp sterka félaga. Kennt er efhi sem Lions Clubs International hefur gert í leiðtoga- þjálfun “Leadership Development” og kemur námsefnið að gagni bæði í félagsstarfi Lionsmanna sem og í atvinnulífinu. MM Oddvitar sveitarfélaganna höfðu áður mælt með að ráðist yrði í verkefnið en það eru sveitarfélög- in Borgarbyggð, Borgarfjarðar- sveit, Skorradalshreppur, Hvítár- síðuhreppur, Kolbeinsstaða- hreppur og Eyja- og Miklaholts- hreppur sem standa að þessu samstarfi. “Það er ljóst að ef ætlunarverk- ið gengur eftir eru sveitarfélögin að brjóta nokkurt blað í fram- kvæmd þessara mála á Islandi,” segir Stefán Kalmansson bæjar- stjóri Borgarbyggðar. Samkvæmt reglugerð á skolp frá íbúðar- og sumarhúsum í dreifbýli að fara í gegnum rot- þrær. Rotþró hreinsar mengandi efni úr skolpi áður en þvi er veitt út í sandsíu og þaðan í grunnvatn eða yfirborðsvatn. Smám saman setjast föst ólífræn efni í botn rot- þrónna sem þarf að hreinsa upp. Eftir því sem meira af föstu efni safnast fyrir í rotþróm, því minni verður hreinsivirknin. Nauðsyn- legt er því talið að hreinsa rot- þrær á tveggja til þriggja ára fresti til að koma í veg fyrir að mengandi efni úr þeim geti spillt grunn- eða yfirborðsvatni. Þá aukast líkur á stíflu í sandsíu ef dregst að hreinsa rotþró. GE Fráfyrri helgi námskeiðs Lionsskólans í Munaðamesi mn sl. helgi. Mynd MM Lionsskóli í Munaðamesi Framhaldsskóli á Snæfellsnesi Ragnar Mar og Kristmundur Davíð í Snæfellsbæ. Mynd: IH Mikil umræða hefur verið á Snæ- fellsnesi um stofnun framhaldsskóla á Nesinu. Bæjarstjórn Stykkis- hólmsbæjar samþykkti á fundi í nóvember 1999 að leita eftir af- stöðu sveitarfélaganna á norðan- verðu Snæfellsnesi til þess að kanna möguleika á stofnun framhalds- skóla á Snæfellsnesi. I framhaldi af því var skipuð þriggja manna nefnd sem í áttu sæti Björg Ágústsdóttir Grundarfirði, Eyþór Benediktsson Sty7kkishólmi og Sveinn Þór Elin- bergsson Snæfellsbæ. Nefndin skilaði skýrslu í apríl s.l. I skýrsl- unni er farið mjög vítt yfir stöðu samfélagsins og dregin fram mynd af sveitarfélögunum, atvinnulífinu, stöðu ungmenna til að afla sér framhaldsmenntunar, íbúaþróunar ofl. Hagsmunir 1 skýrslunni er kafli sem heitir “Hagsmunir nemenda - foreldra - heimila”. Þar segir m.a.: “Hags- munir nemenda felast í auknu framboði náms í heimabyggð. Það er hreint ekki hægt að segja að alla nemendur langi að heiman þegar kemur að því að hefja framhalds- nám. Það eru viðbrigði fyrir ó- harnaða unglinga að skipta um skóla og færast yfir á “æðra stig” menntunar. Ef við bætist að þurfa að skipta um umverfi, flytja að heiman og þurfa að spjara sig fjarri heimili og fjölskyldu getur það ver- ið mörgum um megn. Unglings- árin eru mikill umbrotatími, börn eru að breytast í fúllorðið fólk og því fylgja ýmsar manndómsraunir. Þá er gott að eiga vísan góðan stuðning frá sínum nánustu. Snæ- fellingar telja það kost að þurfa ekki að senda unglinga að heiman til náms á þessum umbrotaárum.” Fjölmörg rök eru til talin í skýrslu þeirra þremenninga sem styðja þá kröfú íbúanna að á Snæfellsnesi rísi framhaldsskóli. Staðsetning Um staðsetningu skólans er fjall- að sérstaklega í samnefndum kafla. “Gengið er út frá skólaakstri nem- enda eins og fram hefur komið. Sveitarstjórnirnar hafa gengið frá samkomulagi sín í milli um stað- setningu framhaidsskóla í þessu sambandi og var ákveðið að miða við að hann yrðí í Grundarfirði. Megin rök þessa staðarvals eru þau að staðsetning skóla, þangað og þaðan sem þorra nemenda væri ekið daglega til og frá heimilum sínum, verði byggð á jöfnun fjar- lægða. Þannig nær skólinn að skír- skota til sem flestra nemenda af svæðinu. Ljóst er að þverun Kolgrafarfjarðar er lykilatriði í þessu sambandi.” Nemendur Hvað segir unga fólkið um þessa hugmyndir og hver er afstaða þeirra til þess að þurfa að fara í burtu til náms eða eiga tækifæri á námi í samræmi við þessa umræðu? Blaðamaður Skessuhorns hitti nokkur ungmenni sem öll eiga það sameiginlegt að stunda nám í fyrsta ári framhaldsnáms í heimabyggð. Snæfellsbær I framhaldsdeildinni í Snæfellsbæ eru Kristmundur Davíð Olafsson og Ragnar Mar Agnarsson meðal nemenda. “Okkur þætti auðvitað betra að geta lært sem mest hér heima,” segja þeir félagar og Krist- mundur bætir við: “Næst best er að komast á Akranes í heimavistina þar, það hefur held ég marga kosti umfram það að þurfa að leigja sér herbergi í Reykjavík. Ef við eigum kost á framhaldsnámi í Grundar- firði er akstursfjarlægðin ekki nema 20 mínútur í skólabíl sem er svipað og maður þyrfti að eyða í strætó í Reykjavík”. Stykkishólmur I framhaldsdeildmm í Stykkis- hólmi urðu fyrir svörum þær Elín Þórðardóttír og jóhanna Omars- dóttir. “Það nám sem ég ætla i er svo sérhæft,” segir Jóhanna. “Ég á þess ekki kost að fara í framhalds- nám í píanóleik hér heima og það verður líklega ekkert í náinni fram- tíð. Þannig að ég verð að fara til Reykjavíkur.” Svar Elínar er einnig injög afgerandi: “Mig langar ekki að fara í burtu. Mig langar ekkert til Reykjavíkur og ég mun ekki reyna að komast á heimavist. Framhaldsnám hér á Snæfellsnesi er eitthvað sem mér hentaði og ekki vandamál þó maður þurfi að sitja í skólabíl. Við erum ekkert undir það búnar að fara að búa einar og sjá alfarið um okkur sjálfar”. Grundarfj ör ður Heiðar Geirmundsson stundar ljamám í fjarnámsveri í Grundar- firði. “Mér finnst að ungt fólk eigi að geta stundað skóla ffá heimili sínu. Með því að fara í burtu verð- Heiðar Geirmundsson í Gnmdarfirði. Mynd: IH um við að byrja á nýjum stað, stofna okkar eigin heimili sjá um mat. þvotta og allt það. Fjarnámið er fínt og verður ábyggilega meira notað í framtíðinní. En mér finnst líka gott að hafa einhvern til að reka á eftir mér hvort sem það er í skól- anum eða heima. IH Jóhanna Ómarsdóttir og Elín Þórðardóttir í Stykkishólmi. Mynd: KB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.