Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 9
^sunvu! FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000 9 Mynd: I.J. Stóraukin aðsókn í sundlaugina í Borgamesi “Það hefur heldur betur sýnt sig að þörf var á sundlaugarmann- virki af þessari stærð í Borgar- nesi,” varð Indriða Jósafatssyni í- þrótta- og æskulýðsfulltrúa að orði þegar að hann var inntur eft- ir aðsóknartölum sumarsins á sundlaugarsvæðinu í Borgarnesi. “Ferðafólk og sumarbústaðar- gestir hafa verið mjög duglegir að koma í heimsókn og er aukning á milli ára veruleg, eða um 10 þús- und manns, séu fjórir bestu mán- uðir sumarsins skoðaðir sérstak- lega. Um 53.000 gestir komu þannig í sund til okkar frá maí til ágústloka sem er mjög gott. Það stefnir í að sundlaugargestir okkar verði um 85 þúsund á þessu ári,” segir Indriði. “Þetta er mikilvæg afþreying fyrir ferðamenn á svæðinu og maður sér þá koma hingað á hverjum degi á meðan á sumarbú- staðardvöl stendur og hafa þá heitir pottar og vatnsrennibraut- irnar góðu sérstakt aðdráttarafl. Nágrannar okkar á Akranesi koma mjög mikið til okkar í dags- ferðir um helgar yfir sumarið, enda passar vel að bregða sér bíltúr með fjölskylduna í sund í Borgarnesi á góðum degi líkt og það er upplagt fýrir Borgnesinga og nágranna að fara í heimsókn út á Skaga. Eg vildí þó gjaman sjá heima- menn nota aðstöðuna meira dags daglega sem fastan lið í sinni heilsurækt. Léttur sundsprettur og heitur pottur með vatnsnuddi er góð undirstaða fýrir vinnudag- inn og að sama skapi góð slökun efdr langan og erilsaman dag. Það er verið að smíða átak í þessum efnum sem verður kynnt á næstu vikum og er ætlað að stuðla að auknum heimsóknum heima- manna til okkar sagði íþróttafull- trúinn að lokum. GE Ferðavefurinn Ný hugbúnaðarlausn á markað fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila íslensk upplýsingatækni ehf. í Borgarnesi hefúr sett á markað nýja veflausn með markmið ferðaþjón- ustuaðila í huga. Undanfarin ár hafa þeir í auknum mæli nýtt sér Netið til kynningar og markaðs- setningar á þjónustu sinni. Einkum hafa það þó verið stærri fýrirtæki þjónustuaðila. I flestum tilfellum hafi verið óskað eftir hefðbundnum “statískum” vefsíðum enda hafa aðrar veflausnir ekki verið í boði fram að þessu. Með tímanum úr- eldast slíkar vefsíður og því hafi Is- lensk upplýsingtækni ákveðið að þróa vef sem stöðugt er hægt að Það sem hér sást er veflausn sem íslensk upplýangatæfctu ehf.í Borgarnesi hefúr sett á markað undir naftúnu Ferðavefurinn. Vefetðan er öll gagnvirk, texti, myndir og litir. Þó svo íð vefúrinn sé kynntur sem Feróavefurinn, þá henntar hann fyrir hvaða þjónustufynrtækj sem er. Þar sem umsjónarraaður getur uppfart sjáifúr aUarupplýsingar í gegnum vefekoðarann sinn er auðveflt að sjá til þess að þaá sem þar birtist sé rétt. Hér er lausnin á stöðnuðum vefeíðum með úreltum upplýsingvun. Nánari upplýsingar veitastarfemenn vefdeildar íslenskrar upplýsmgatíBkm ehf. Sfmi 430-2800 þossa dagana um ferðá Suðurlandt. Þeir sem vílja 6 kynningu eða nánari upplýsmgar ui aðrar veflaunsnir geta haft samband í ama B 99-3093 í 1. abáb* 2UD0 ð 2D 30 F.MhTM KyrrtLX > Sufcx»vt bttti itiiai tr fathnic iíl«l>skr« ypplýlins»v»knl » f«rð om S»S4tUmt t.1 *i k»nn» »« ». C.ir ttm i*M* tkit tnimsók... arot.it »»r hm.í ®n»a»*k4l* » Akr»oo»i fremur en þau smærri, sökum kostnaðar við hefðbundnar heima- síður, sem haft hafa bolmagn til fjárfestinga á sviði vefsíðugerðar. Með hinum nýja Ferðavef Is- lenskrar upplýsingatækni er komin á markað veflausn sem sérstaklega er sniðin að kröfum og þörfúm ferðaþjónustunnar. Vefurinn er all- ur gagnvirkur og sér eigandi hans eða umsjónarmaður sjálfur um að skrá upplýsingar á hann. Til þess þarf einungis lágmarks reynslu á tölvur, venjulegan vefskoðara og nettengda tölvu. Hver eigandi fær úthlutað notendanafni og lykilorði sem tryggir að aðrir hafi ekki að- gang að breytingu upplýsinga. Björn Garðarsson, markaðsstjóri ‘ Islenskrar upplýsingatækni segir-'að. ástæða þess að farið var af stað með hönnun Ferðavefsins hafi verið sú að mikið hafi verið leitað til fyrir- tækisins undanfarna mánuði um gerð kynningarefnis fyrir ferða- Hafioarframkvæmdir Á Hafhasambandsþingi á Húsa- vík um síðustu helgi voru kynntar tillögur samgönguráðuneytisins um framlög til hafnarmannvirkja og sjóvarnargarða í frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 2001. Gert er ráð fyrir að framlög til hafnarmann- virkja nemi 1.157,2 milljónum króna árið 2001 og er það hækkun um 744,8 milljónir króna frá gild- andi fjárlögum. Þá er gert ráð fýr- ir 120,3 milljóna króna fjárveitingu til uppgjörs eldri framkvæmda. Tillögumar byggja á þingsályktun um hafnaáætlun fýrir árin 1999 til 2002 en hækkunin á sér þá skýringu að við gerð fjárlaga fyrir árið 2000 var ákveðið að fresta framlögum að upphæð 297 milljónir króna til árs- I' PÁ_____________________________________________________________ Iðnaðarhverfi í undirbúningi Framkvæmdir eru hafnar við nýtt iðnaðarhverfi í Borgarnesi í ffamhaldi af Sólhakka sem hýsir stóran hluta af slíkri starfeemi í bænum. Átta lóðir hafa vcrið skipulagðar á athafnasvæðinu og hefur tveimur verið úthlutað nú þegar. Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar bæjartæknifræðings Borgarbyggðar er ætlunin að jarð- Aœtlað er aö verja um 77 miljánum til tndurbóta á höfninni á Aniarstapa. Mynd IH ins2001. Bætist sú tala við þá upp- árið2001. Samkvæmt hafnalögum hæð, sem fyrir var á hafhaáætlun greiðir ríkissjóður ýmist 60% eða 75% stofnkosmaðar þeirra hafhar- mannvirkja, sem Alþingi samþykkir að komist inn á hafnaáætlun. Þátt- taka ríkissjóðs er 60% í viðlegu- mannvirkjum og 75% í brimvarn- argorðum og dýpkunum. Tvær hafhir á Vesturlandi eru inni á áætlunum samgönguráðu- neytisins: Á Arnarstapa er ætlunin að hefja framkvæmdir við lengingu grjót- garðs og dýpkun. Gert er ráð fyrrir að verkið verði unnið á tveimur árum og kostnaður nemi um 77 m.kr. Nú í haust verður hafist handa við að lengja Stórubryggju á Grundarfirði um 100 metra og því verki verður haldið áfram á næsta ári. Áædaður kostnaður er um 190 ntilljónir króna. IH vegsframkvæmdum ljúki í þessum mánuði. Þessa dagana er einnig verið að skipuleggja annað iðnaðarsvæði sem verður að öllum líkindum norðan við Sólbakkann. Þar er ætlunin að bjóða lóðir fyrst og fremst fyrir matvælaiðnað og skylda starfeemi. GE uppfæra. Hönnuð var gagna- grunnstengd veflausn þar sem eig- andinn getur sjálfúr uppfært efhi eftir því sem þjónustan þróast, nýj- ar upplýsingar bætast við og um- fangið breytist. Uppbygging vefsins Ferðavefhrinn skiptist í forsíðu og fimm aðalflokka. Á forsíðu eru almennar upplýsingar um viðkom- andi þjónustuaðila auk myndar og tengla á undirsíður. Aðalftokkamir eru þjónusta, upplýsingar, fréttir, gestabók og myndasíða. Jafhframt eru á forsíðunni valhnappar fyrir notendur til að velja milli tungu- mála. Umsjónarmaður getur sett inn upplýsingar á fjórum tungu- málum; íslensku, ensku, dönsku og þýsku. Eigandi eða umsjónarmaður get- ur sett myndir inn á vefinn jafn auðveldlega og texta og þannig er hægt að vera með myndaalbúm á vefeíðunni og skipta út myndum eftir árstíðum eða hvernig vindar blása hverju sinni. Þá er hægt að setja inn fréttir og tilkynningar á fréttasíðu vefsins og líkt og allir aðrir hlutar hans uppfærast upplýs- ingamar um leið í gagnagrunnin- um og em því ætíð nýjar og réttar. Hentar flestum Þar sem Ferðavefúrinn er algjör- lega ný lausn í möguleikum fyrir- tækja til markaðssetningar hyggst IU fara af stað með kynningarher- ferð um vefinn á næstu vikum. “Við munum leggja áherslu á að kynna þennan nýja vef ítarlega enda emm við komnir með ódýra og hag- kvæma veflausn sem kynnt verður með slagorðunum “lifandi vefir fyr- ir lifandi fyrirtæki”. Þessi vefur þjónar því öllum, hvort sem þeir reka hestaleigu, sundlaug, leigja sumarhús, reka minjagripasölu eða hvaðeina sem tengist þjónustu og verslun”, sagði Bjöm Garðarsson. Þeir sem viljá kynna sér vefinn nán- ar geta littið á sýnishorn af honum á slóðinni: http://ferda.vefurinn.is V.-'K KYNNING Rekur þú framsækið fyrirtæki ? Vilt þú nýta þér eitt af öflugustu upplysingakerfum sem völ er á ? Ert þú með gamalt MS-DOS bókhaidskerfi ? Ert þú leiður á prentaravandamálum ? Vilt þú ekki lengur fjárfesta í gamalli tækm ? Ert þú að hefja rekstur og vilt strax leggja drög að framtíoinni ? Vilt þú einfaldlega velja góðan samstarfsaðila ? Littu þá inn á STÓLPA kynningu á Hótel Borgarnesi fimmtudacjmn 26. október ld 16:00 þar sem viðskipfahugbúnaðurinn Stólpi ryrir Windows verður sýndur. , Kerfisþróun ehf Islensk upplysingatækni ehf p ym . w Islensk upplýsingatækni Borgarbraut 49 - IS 310 Borgarnesi - Sími 430 2200 Fax 430 2201 - islensk@islensk.is - www.islensk.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.