Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 ^&£saunu>~ Ólafevíkur- yfirlýsingin Tímamótaráðstefna í Snæfellsbæ Dagana 12. til 13. október var haldin ráðstefna um Staðardagskrá 21 í félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík. Þar var farið yfir markmið og árangur þessa starfs hér á landi. Þá var lögð fyrir og samþykkt “Ó- lafsvíkuryfirlýsingin” sem er yfir- lýsing um framlag íslenskra sveit- arfélaga um sjálfbæra samfélags- þróun. Þessi umræða snýst ekki bara um umhverfisvernd heldur ekki síður lífsumhverfi mannsins og gæði þess lífs sem hann skapar sér og afkomendum sínum. Mjög víða getur hver einstaklingur séð einhverja athöfn sem skemmir eða rýrir umhverfi hans og afkomu í dag eða í náinni framtíð. Staðar- dagskrá 21 er verkefni sem ætlað er að ná yfir flest svið hvað þetta varðar og vera stýrandi á þann hátt að maðurinn muni ekki með van- Um 60 fulltrúar fi'á fjölda weitarfélaga og ríkisstofnana sáta ráðstefimna. hugsuðum hætti valda sér tjóni á þeim lífsgæðum sem hann býr við og enn síður að skaða það um- Kristján Gíslason skólastjóri viö nýju lyftuna. Til hliðar má sjá aðstöðu ritara skólans. Mynd: GE Bætt aðgengi í Grunnskóla Borgamess Nú er að ljúka umtalsverðum endurbótum á húsnæði Gmnnskóla Borgamess. Breytingamar miðuðu að því að bæta aðgengi fyrir fatlaða og einnig að auðvelda fólki að rata um skólann. Þá hefur aðstöða fyrir ritara verið bætt. Stærsta breytingin er sú að komið hefur verið fyrir lyftu í skólanum og þá hefur aðalinngangurinn og af- greiðsla á efri hæð fengið umtals- verða andlitslyftingu. GE hverfi sem börn hans munu alast upp í. Meðal þeirra sem fluttu er- indi á ráðstefnunni var Durita Brattaberg sem eitt sinn stýrði norrænu verkefni um umhverfisá- ætlanir fyrir fámenn sveitarfélög. Hún er nú verkefnisstjóri SD21 í Norland Fylkeskommune í Nor- egi. “Margir sjá Staðardagskrá 21 sem 8 metra af pappír en aðeins 2 metra um hvernig á að framkvæma hana. Það hefur lengi vantað heildarstefnumörkun í þennan málaflokk sem SD21 tekur yfir. Sveitarfélög hafa verið að vinna að afmörkuðum þáttum en hafa ekki komið sér upp þeirri heildarsýn sem þarf. Þá hefur umhverfisum- ræðan einkennst af því að fólk heldur að einungis sé um náttúru- vernd að ræða. Svo er þó ekki, það eru líka umhverfismál að end- urheimta frístundir, læra að njóta þeirra og geta verið meira með fjölskyldunni”. Þannig má segja að Ólafsvíkur- yfirlýsingin taki á öllum þáttum lífs okkar. I erindi sínu “Sjálfbær í reynd” sagði Guðrún Bergmann, framkvæmdastjóri Gistiheimilisins Brekkubæjar á Hellnum, ráð- stefnugestum frá því hvernig mætti nýta betur þau verðmæti sem við meðhöndlum daglega og hvernig það skapaði rekstrinum hag- Skipstjómarbúnaður framtíðarinnar Fyrirtækin Mareind í Grundar- firði og Radiomiðun í Reykjavík buðu á laugardag skipstjórnar- og útgerðarmönnum á Snæfellsnesi til kynningar í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Þar sem kynnt var nýjasta afurð Maxsea siglingatölvu- búnaðarins. Þróunin á þessum búnaði er athyglisverð. Ekki eru nema 11 ár frá því að fyrsta sigl- ingatölvan var sett upp í íslenskt fiskiskip. Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri Mareindar var þá starfsmaður Radíomiðunnar og setti upp fyrsta kerfið í Júlíus Geir- mundsson ÍS sem þá var að koma nýsmíðaður ffá Póllandi. “Það kerfi bauð uppá teiknuð sjó- kort sem þykja frekar einföld í dag en voru talin mjög góð kort á þeim tíma. A þessum tíma þótti bylting- arkennt að setja “TÖLVU” um borð í fiskiskip og vorum við hjá Radíómiðun sérstaklega varaðir við af mörgum tölvusérfræðingum þess tíma að þetta myndi aldrei ganga, því að harði diskurinn í tölvunni myndi aldrei þola þennan mikla titring sem um borð í skipum væri og vafasamt væri að hann entist fyrsta túrinn”. Tölvur ómissandi En annað hefur komið á daginn og í dag eru tölvur einnig notaðar um borð í mjög mörgum hraðfiski- bátum hér við land. Skipstjórnar- menn við Breiðafjörð voru fljótir að tileinka sér hina nýju tækni. Tvö næstu skip til tölvuvæðingar voru einmitt gerð út frá Breiðafjarða- höfnum. “Þessi nýjasta útgáfa er ekki bara staðsetningarbúnaður heldur auð- veldar hann alla upplýsingaöflun og Skipstjómarmenn skoða hið biltingakennda tölvakerfi. MyndIH Könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar Félagsþjónusta Borgarbyggðar er að gera könnun á þjónustuþörf í sveitum Borgarbyggðar meðal einstaklinga sem eru 67 ára og eldri. Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um hvaða þjónustu er þörf á að veita í sveitunum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að bæta þjónustuna. Sendir hafa verið út spumingalistar til allra íbúa 67 ára og eldri og er reiknað með að búið verði að skila þeim útfylltum fyrir mán- aðamótin október - nóvember. ákvarðanatöku því mjög auðvelt umhverfi gerir skipstjórnarmönn- um mögulegt að skoða botnin í þrí- vídd fylgjast með veiðarfærum og færa inn allar upplýsingar um veiði- slóðina. Þannig safhar forritið öll- um þeim dýptartölum sem til verða og sú mynd sem skipstjórnarmaður fær af botninum verður nákvæmari eftir hverja yfirferð. Þannig birtist ferill bátsins á kortinu á augabragði ásamt festum flökum og dýpi. Allt verður þetta sýnilegt á skjánum eins og þegar landslag er skoðað úr flug- vél”. Þj ónustubanki Auk þess er boðið upp á nýjung sem kölluð er “Þjónustubanki Radíomiðunar”. Þjónustubankinn kvæmni og umhverfinu vernd. “Hin gömlu góðu gildi um nýtni verðmæta eru ekki aðeins hag- kvæm rekstrinum heldur stuðla þau að því að þau verðmæti sem jörðin gefur okkur endist lengur”. IH er sértæk upplýsingaveita fyrir flot- ann og inniheldur m.a. fimm daga veðurspá frá Veðurstofu íslands, upplýsingar frá öldu- og veðurdufl- um Siglingastofhunar, skyndi- og reglugerðarlokanir Fiskistofu, verð á fiskmörkuðum, gengi gjaldmiðla og ýmsar fréttaveitur. Upplýsingar berast á rafrænu formi eftir NMT- eða gerfihnattasímkerfi til tölvunn- ar. Halldór Kr Halldórsson hjá Mar- eind í Grundarfirði hefur sérhæft sig í tölvubúnaði fyrir fiskiskip og tekið þátt í þróun hans frá upphafi. Mareind er alhliða þjónustufyrir- tæki á sviði siglinga- og fiskileitar- tækja og er staðsett í Grundarfirði. Fyrirtækið var stofnað 1993 og hjá því starfa í dag 5 starfsmenn. IH NFFA með nýja vefsíðu Stjórn Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands vígði formlega nýjan vef félagsins á kaffihúsakvöldi í skólanum á miðvikudaginn í síðustu viku. A vefnum verður hægt að finna ýmsar upplýsingar, m.a. um klúbba skólans, hvaða nemendur skólans eiga afmæli, hvað er á döfinni og svo ffamvegis. Einnig er að finna símanúmer nemenda skólans á síðunni. Hönnuðir vefs- ins eru þeir Ólafur Helgi Har- aldsson og Jón Frímannsson og slóðin er nffa.vefurinn.is SÓK Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru fierðar hamingjuóskir. 11. október kl 13:24-Sveinbam- Þyngd:3685-Lengd:52 cm. Móðir: Sonja Mjöll Eðvaldsdóttir, Hvamtns- tanga. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir. 11. októberkl 15:57-Meybam- Þyngd:3865-Lengd:53 cm. Foreldrar: Katla Guðlaugsdóttir og Davíð Sveinsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.