Skessuhorn - 19.10.2000, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000
>Penninn_______________________________
“Laun heimsins em vanþakklæti”
Laun heimsins eru vanþakklæti!
Eftir að öll markmiðin með stofnun
Akranesveitu fyrir fimm árum hafa
náðst - og gott betur - tók meiri-
hluti bæjarstjórnar Akraness sig til
fyrir skemmstu og umturnaði
stjórnkerfi veitunnar án nokkurs
samráðs við minnihlutann.
Ekki aðeins er þessi róttæka
breyting óskiljanleg með öllu heldur
er hún í hróplegu ósamræmi við
stefnuskrá meirihlutans, þar sem
m.a. segir: “Að gæta jafnréttis og
jafnræðis” og einnig “Að tryggja að
upplýsingar berist þeim er málið
varðar.” Ekki þarf að taka það fram,
að meirihlutinn sá enga ástæðu til þess að
fylgja þessum samþykktum sínum, heldur
keyrði málið í gegn með dæmalausu offorsi.
Hver er fjárhagslegur ávinningur af þess-
um breytingum? Hvaða breytingar verða á
starfsmannahaldi bæjarskrifstofu og hjá
Akranesveitu og hvar verða þær? Þetta eru
aðeins tvær af mörgum spurningum sem
brunnu á vörum minnihlutans. Þeirri fyrri er
enn ósvarað en þeirri síðari hefur verið svar-
að með uppsögnum starfsfólks.
Einhverra hluta vegna virðist það fara í
taugarnar á meirihluta bæjarstjórnar Akra-
ness hversu vel hefur tekist til í orkumálum
Akurnesinga í kjölfar stofnunar Akranes-
veitu. Oll þau markmið sem sett voru við
stofnun Akranesveitu hafa náðst.
Raunskuldir Akranesveitu, Andakílsárvirkj-
unar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar hafa lækkað um 81 millj. kr. umfram áætl-
anir.
• A síðustu 5 árum hafa skuldir þessara fyrir-
tækja lækkað um tæpar 400 milljónir.
■ Verð á heitu vatni hefur lækkað um tæplega
30%. (Tæplega 15% umfram áætlun).
•A árinu 1999 var hagnaður Akranesveitu
14,8 milljónir, (eftir að greitt hafði verið 21
milljón í arð til Akranesbæjar), 22,9 milljón
hjá Andakílsárvirkjun og 54,2 milljónir til
Hitaveitu Akraness og Borgaríjarðar. Sam-
anlagður hagnaður fyrirtækjanna þriggja á
síðasta ári var því alls 92 millj. kr.
Sjóðsstaða fyrirtækjanna
31. desember 1999:
Akranesveita og Andakílsárvirkjun:
Aætlaður sjóður 1 millj.kr.
Raunstaða 45 millj.kr.
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar:
Aætlaður sjóður 19 millj. kr.
Raunstaða 62 millj.kr.
Framangreindar tölur sýna ótvírætt að
stofnun Akranesveitu var gæfuspor fyrir
neytendur.
Því er tímasetning þessara róttæku breytinga
óskiljanleg, ekki síst þegar haft er í huga að
fyrir liggur að breytingar á lögum um raf-
orkusölu og dreifikerfi eru yfirvofandi.
Breytingar, sem hafa í för með sér að raf-
orkusala verður sjálfstæð rekstrareining. Öll
önnur sveitarfélög stefna í þveröfuga átt
með orkufyrirtæki sín.
Okkur sjálfstæðismönnum er þessi óyfir-
vegaða og flausturslega breyting algerlega ó-
skiljanleg. Skyldi skýringanna vera að leita í
þeirri staðeynd að framsóknarmenn voru al-
farið á móti þessari breytingu á sínum tíma?
Hver sem skýring meirihlutans kann að
vera mótmælum við vinnubrögðum hans og
við höfum verið á móti þessum hraðsoðnu
vinnubrögðum á öllum stigum málsins.
Gunnar Sigurðsson
Pétur Ottesen
Elínbjörg Magnúsdóttir
Bæjarfulltníar Sjálfstteðisflokksins á Akranesi.
^yPísnflhornið
AjL rjúfmm og mönnum
Samkvæmt fuglafriðunarlögum
hófst veiðitími rjúpunnar hinn 15
okt. síðastliðinn og hefur það
væntanlega ekki farið fram hjá
mörgum Islendingum. Hafi það
hinsvegar farið fram hjá einhverri
rjúpu er það örugglega ekki skot-
veiðimönnum að kenna heldur
mun rjúpa sú bæði heyrnarlaus af
elli og svo seig að högl eru hætt að
vinna á henni. Flestir Islendingar
kannast við kvæðið „Óhræsið“ sem
einhver ágætur maður sneri lítils-
háttar og nefndi „Óhræsin.“
Ein er upp tilfjalla
yli húsafjœr,
hrædd við kalda kalla
sem komufyrst í gær.
Skutu þeir og skjóta
skundafast á lagið.
Hlífa engu og hljóta
að hitta - annað slagið.
Vanir eru á veiðum
vargar í fuglahjörð.
Hlaupandi á heiðum
hnjótandi um börð.
Yfir háls og hjalla
hvössum augum gjóta.
I værum faðmi fjalla
frelsiskenndar njóta.
Rjúpa ræður að lyngi
raun er létt um sinn.
Hoppar marga hringi
hræddur útlaginn.
Gnæfa brekkur brattar,
hæna heyrist kvakið.
Skyldu þessir skrattar
skjóta mig í bakið?
Vargar í vígahuga
vaga um sérhvem hól.
Skotin dável duga
dýrleg verðajól.
Ollu fleygu farga
fast ájaxlinn bíta.
Ja, nú er bágt til bjarga
blessuð rjúpan hvíta.
Elting ill er búin,
óðum skyggjafer.
Margur fuglinn flúinn,
fjöldi dauður er.
Garparfór nú fiýta
fiáðir eftir daginn.
Kippur saman knýta,
klöngrast heim í bæinn.
Klofast ofan ása
eftirfónnum gljúpum.
Horskir kalir mása
halda á dauðum rjúpum,
sem þeir ólmir eltu,
upp um fiállageima
ogkastasenn íkcltu
rm:
eima. . ......
Gæðakonur góðar
grípa fegnar við.,
Rismikiar óg rjóðar
rigéá um eldhúsið.
Rafinagnssnérlum snúa,
snúast kafnar ónnum
og tröllasögum trúa
hjá tí-úum eiginmönnum.
Samkvæmt upplýsingum skot-
veiðimanna og raunar ýmissa ann-
arra sportista stunda þeir íþrótt
sína fyrst og fremst til þess að
komast í snertingu við náttúruna
en veiðin sjálf er algjört aukaatriði
að manni skilst og gæti einhverjum
náttúruunnandanum hafa orðið
eftirfarandi á munni:
Náttúra þessa nakta lands
er náttúrum allra landafegri.
En fiáttúrlega er náttúra manns
náttúrlegri og eðlilegri.
í svipuðum dúr er og þessi yfir-
lýsing:
Fjölíreytt nesti og nýja fallega skó
með
náttúru landsins skoðarfólkið hér.
Ég á hinsvegar heldur betur en
nóg með
bamfarir náttúrunnar í sjálfum
;v:vv ; ' mér.
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
ménnina mikla”, var einu sinni
sagt enda hefur sá sannleikur verið
mörgum hugleikinn:
Mörg erufiöllin svipfríð að sjá
sé maður nógufiærri þeim,
en verða svo andskoti eitthvað grá
ef maður kemur of nærri þeim.
Ólafur Sigfússon frá Forsæludal
hafði þetta að segja um orðatiltæk-
ið að „berja augum“ þetta og hitt:
Engan lengur á égfrið,
ofbauð mínum taugum,
böls í móði að böðlast við
að berja landið augivtn.
Ekki neittþú undrast skalt
ef þú skyldir frétta,
að síðan liggi landið allt
lemstrað eftir þetta.
Öðru hvoru kemur það fyrir alla
sem dýrahald stunda að aflífa þarf
skepnu með einhverjum hætti og
einhverra hluta vegna. Flestum
sem lenda í slíkum aðstæðum
fmnst sjálfsagt og eðlilegt að aflíf-
un fari fram á eins snöggan og
sársaukalítinn hátt og mögulegt er
en einhverjum varð þó að orði eft-
ir að hafa heyrt prest nokkurn lýsa
erfiði við veiðiskap:
Það má segja þetta strax,
þarflaust virðist gaman,
kristnum manni að kvelja lax
klukkustundum saman.
Að endingu skulum við velta að-
eins fyrir okkur snilldarvísu As-
geirs Jakobssonar:
Mönnum erþað mikil pína
að munaflest sem örðugt var,
lofaðu guðfyrir gleymsku þína
sem gefin þér til líknar var.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum, 320 Reykholt
S 435 1367.
Svangur í
Frakklandi
Bergur Garðarsson trillukarl
af Akranesi rær trillu frá
Grundarfirði. Bergur er ann-
álaður jaxl og mikill matmaður.
Draumur allra þeirra sem sem
dálæti hafa á mat og matargerð
er auðvitað að fara til Frakk-
lands og dvelja þar um skeið
meðal hinna heimsfrægu
kokka. Bergur lét drauminn
ræstast og brá sér til Frakklands
og dvaldi þar um skeið við hin
annáluðu veisluborð. Eftir
heimkomuna hringdi Bergur í
einn félaga sinn og lýsti dvöl-
inni í Frakklandi svona. “Ekki
gef ég nú mikið fyrir þessa
frönsku línu félagi, ég þurfri
alltaf að fá mér T-bone-steik
eftír matin”.
1H
Hættulegir
farsímar
Full ástæða er tíl að vara
GSM símanotendur við því að
umgangast sfma sína af kæru-
leysi. Þessu fékk blaðamaður
Skessuhomsins á Snæfellsnesi
að kynnast í síðustu viku.
Þannig var að hann átti erindi
við konu eina og áleit best að
ljúka því af er hann sá hana á
götu og tók hana því taii.
Konan brást elskulega við er-
indínu og bauð blaðamnninum
heim. An þess að blaðamaður-
inn tæki efdr hefur GSM sím-
inn víst rekist í eitthvað og
hringt í sfðasta valið númer.
Um tíu mínútum síðar hringdi
heimilissími húsfreyjunnar.
HúsfJeyjann svarði í síman og
var þá spurt hvort blaðamaður-
ínn væri staddur þar? Hún
játtí því. “Eg var lengi að átta
mig á röddinni þinni”. Var
sagt hinu megin á línunni “.
En vilm ekki benda manninum
mínum á að slökkva á símanum
sínum.
IH
Hrein mey
Þrjátíu og eins árs gömul
kona var í skoðun hjá læknin-
um, Læknirinn: Þú ert með
giftíngarhring á hendinni en ert
hrein mey .
Konan: já sjáðu til og ég er
þrí giff.
Læknirinn; ertu þrí gift og
enn hrein mey?
Konan; sko fyrsri maðurinn
minn var fyrrverandi fangi og
vildi vera að aftan. Annar mað-
urinn minn var tannlæknir og
vildi hafa það munnlegt. Þriðji
maðurinn minn er iðnaðar-
maður og ætlar að redda þessu í
næstu viku!