Skessuhorn - 26.10.2000, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000
§21SSljiÍíí£K!
Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum
- hundrað ára minning
Nú er ein öld liðin síðan danski
mjólkurfræðingurinn Hans J.
Grönfeldt hóf fyrstur manna
kennslu í mjólkurfræðum hérlend-
is því þann fyrsta nóvember árið
1900 tók Mjólkurskólinn á Hvann-
eyri til starfa. Það var Búnaðarfé-
lag Islands sem stofnaði skólann og
rak hann. Mjólkurskólinn átti eftir
að starfa um árabil og hafa mikil á-
hrif á framvindu mjólkurvinnslu í
landinu, bæði með ráðgjafarstarfi
Grönfeldts skólastjóra og rjóma-
bústýrunum sem hann menntaði
og réðust til starfa hjá rjómabúum
víða um land. Rjómabúin voru
drjúgur tekjugjafi margra sveita á
fyrstu árum 20. aldarinnar og
brautryðjendur mjólkuriðnaðar
nútímans.
Stofnun Mjólkurskólans var einn
fyrsti liðurinn í nýsköpun mjólkur-
vinnslu hér á landi, jafnframt því
að vera einn fyrsti áfanginn í
starfsmenntun kvenna á Islandi.
Mjólkurskólinn starfaði í þrjú ár á
Hvanneyri en haustið 1903 brann
hús hans til grunna. Þá var skólinn
fluttur til Reykjavíkur, í kjallarann
að Aðalstræti 18, en mjaltaæfingar
fóru fram í fjósi Þórhallar biskups
Bjarnarsonar í Laufási. I Reykjavík
átti Mjólkurskólinn aðeins fáa
starfsmánuði því hann var fluttur
að Hvítárvöllum árið 1904. Þar var
hann rekinn allt til 1918 að hann
lagðist af í kjölfar dvínandi aðsókn-
ar og breytinga á smjörmarkaði.
Nær 200 stúlkur stunduðu nám við
Mjólkurskólann á starfstíma hans.
Mjólkurskólinn er einn af þeim
mörgu skólum sem starfað hafa í
Borgarfirði. Saga skólans er því
gildur þáttur í menningarsögu hér-
aðsins. Brautryðjendastarf Grön-
feldts skólastjóra leiddi síðar og
með sínum hætti til þess að iðn-
vædd stóriðja í mjólkurvinnslu
komst á í héraðinu, síðast með
Mjólkursamlagi Borgfirðinga.
I tilefni aldarminningar Mjólk-
urskólans heldur Bjarni Guð-
mundsson prófessor við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri
fyrirlestur um skólann miðviku-
daginn 1. nóvember nk. I fyrir-
lestrinum verður fjallað um að-
draganda stofnunar Mjólkurskól-
ans, starfið í skólanum og helstu
áhrif hans. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Matsal Landbúnaðarhá-
skólans og hefst kl. 20.30. Ollum
er heimill ókeypis aðgangur með-
an húsrúm leyfir og boðið verður
upp á kaffisopa.
Lagopus mutus islandorum
Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita!
Þessa dagana er íslenska fjallrjúpan talsvert á milli tannana á fólki
sökum þess hve ofsótt hún er af kvölurum sínum og kemur hún, á-
samt framhaldsskólanemum og Palestínuþjóðinni, sterklega til
greina sem fórnarlamb mánaðarins.
Rjúpan kann veþyið sjg í köldu loftslggi. Búnihgur hennar ræðst af
árstíð, móbrúnn áð sumri en hvítur um vetur. Þetta eru að öllu jöfnu
tilvaldir felubúningar en koma sér illá eins og nú þegar jörð er alauð
svo fuglinn glampar eins og. endurskinsmerki í auðninni einmitt
meðan hálf þjóðin er farin vopnavædd til fjalla á skytterí.
Rjúpan er fremur klunnalegur fugl, þungur til flugs og lítt fær um
að verjast hinum fjölmörgu óvinum sínum. Til að stofninn verði
ekki aldauða fyrir aldur frain hefur verið reynt að vernda hann með
því að banna veiðar drjúgan hluta árs og á afmörkuðum svæðurn allt
árið. En kl. 12 á miðnætti aðfararnaEtui‘ hins 15. október ár hvert
verður rjúpan sekur skógarfugl, óalandi og óferjandi, réttdræp
hverjum þeim sem til hennar nær.
V/. V'' "■ ‘ ■' ;> - • 'r~ -
Þessa nótt - nótt hinna hvössu hagla - skrfðá skótveiðimenn lands-
ins úr jeppum sínum. Kappar þessir eru búnir eftir nýjustu tísku úr
Veiðimanninum og Nanoq. Þeir eru í sérhönnuðum felubúningum
sem Rambó hefði verið stoltur af, með bankaræningjahettu og í
miðstöðvarhituðum kuldaskóm. Þeir eru karlmenni í húð og hár,
þjóð sinni til sóma, hetjur heiðanna og síðast en ekki síst; þeir eru
margir.
Fyrri hluta nætur verja þeir í jeppunum akandi fram og aftur, áfram
og afturábak og aftur fram; ekki í leit að bráð, heldur bílastæði. Þeg-
ar stæðið er fundið er byssan gerð klár, miðunarkíkirinn með inn-
rauða hitaskynjaranum settur á og bílastæðið merkt sem punktur á
GPS tækið. Þá fyrst er hinn djarfi veiðimaður reiðubúinn að ganga
á hólm við andstæðing sinn, fugl dauðans, rjúpuna.
Veiðimaður gengur djarfur út í myrkrið. Hann skráir punktana jafn-
óðum í GPS tækið svo hann rati til baka (ný útfærsla á gamalli Hans
og Grétu tækni). Hann þykist verða einhvers var, leggst niður og
tekur mið. Innrauði kíkirinn staðfestir gruninn - um er að ræða ó-
svikið fjallahænsn. Skot ríður af og rjúpan fellur. Kveður þá skyndi-
lega hundsgá við. Sérþjálfarður enskur setter, grár fyrir skoltum,
ræðst að bráðinni og meinar hverjum manni aðgang uns eigandi
hundsins mætir á svæðið og lýsir eignarrétti sínum á bráðinni. Þarna
eru líka komnir fjórir ef ekki fimm veiðimenn aðrir sem allir þykj-
ast hafa fellt rjúpuna og gera til hennar kall. Heyrist þá kveða við I
ropi í nánd svo djúpur og fagur að kliður fer um mannskapinn. Við
nánari eftirgrennslan kemur í ljós að ropinn kemur ekki úr rjúpu-
hálsi, heldur frá fyrrnefndri hundsómynd sem nú hefur bæði sporð- I
rennt og ropað bráðinni umdeildu.
Okkar maður bölvar fjölmenninu og heldur lengra burt frá bílnum
á fáfarnari slóðir. I náttmyrkrinu sér hann ljósa þúst og greinir með
berum augum snjóhvítan karra dilla sér í kjarrinu ropandi og fret-
andi eins og merkikerti. Veiðimaður þrífur fram haglarann og lætur
vaða á helvítið, en helvítið reynist þá ekki vera karri, heldur óæðri ®
endinn á annarri skyttu sem gengið hafði til álfreka í lundinum.
Verður þeim skotna hverft við og kallar ókvæðisorð heldur ljót á eft-
ir okkar manni, enda hafði hann hugsað sér að stanga högl úr tönn-
um þessi jól en ekki úr rasskinnum. Kemst okkar maður undan á
halupum, flýr lengra til fjalla og týnir á leiðinni GPS tækinu. Þegar
birtir af morgni er auðn á alla vegu, skotfærin búin, nestið líka, hríð
skollin á og GSM síminn utan þjónustusvæðis. Magnþrota af svefn-
leysi og hlaupum tekur hetja heiðanna upp álpoka og skríður í hann
í skjóllítilli klettaskoru. I vosbúðinni dreymir hrakinn hálandahöfð-
ingja Ora fiskibollur og heitir því að eta aldrei annað á jólum það
sem ólifað er, svo fremi að hann bara komist lífs af.
I sömu klettaskoru stingur syfðjuð rjúpa höfði undir væng og safn-
ar kröftum fyrir aðra átakanótt á vígvellinum.
Verið kært kvödd á öðrum Þórsdegi í rjúpu,
Bjarki Már Kaiisson
sjálfskipaður þjóðháttajrœðingur
FneygflrösnornK
Tarmlæknir
Maður og kona hittust á bar
sem endaði með því að þau fóru
heim til hennar. Nokkrum
drykkjum seínna fer maðurinn
úr skyrtunni og þvær sér síðan
um hendurnar, fer síðan úr
buxunum og þvær sér um
hendurnar.
Konan sér þetta og segir „Þú
hlýtur að vera tannlæknir"
Maðurinn frekar undrandi
,Já hvemig vissirðu það“
„Því þú þværð þér svo oft um
hendurnar“ svaraði konan.
Svo fóru þau uppí rúm og
gerðu do do og dú dú. Eftirá
sagði konan
„Þú ert greinílega mjög
góður tannlæknir“
,Já ég er nú talinn mjög góð-
ur tannlæknir en hvemig veist
þú það ??“
Jú“ sagði konan „ég fann
ekld fyrir neinu ...“
Dómari
Saksóknari: Drapstu mann-
inn??
Sakbomingur: Nei það gerði
ég ekld..
Saksóknari: Veistu hvað dóm
þú getur fengið fyrir að ljúga
fyrir rétti??
Sakbomingur: Já það veit ég,
og það er sko töluvert minna en
fyrir morð!
Slökkvilið
Frú Sigríður hringdi í
slökkviliðið: ,Já er þetta hjá
slökkviliðinu ? Frú Sigríður
heití ég, Gmndargerði 56. Eg
var að enda við að gróðursetja
sumarblómin í garðinn hjá
mér....“
„Er kviknað í hjá þér ?“
„... suin þeirra sérpöntuð að
utan. Og svo er það auðvitað
limgerðið mitt,
sem ég var að enda við að láta
klippa....“
„Frú Sigríður, þetta er á
slökkvistöðinni, ekki garð-
yrkjufélaginu !“
,Já ég veit, það er neínilega
kviknað í hérna í næsta húsi og
ég ætla að
biðja ykkur að láta það ógert
að vaða yfir garðinn minn þeg-
ar þið komið að
slökkva eldinn.“