Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.11.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. NOVMEMBER 2000 Samgönguráðheira færir Alþjóða Siglingamálastofauniimi víkingaskip Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, alhenti síðasta þriðjudag að- alframkvæmdastjóra Alþjóðasigl- mgamálastofhunariimar (- Intemational Maritime Organ- ization - IMO), William A O’Neil, líkan af víldngaskipi að gjöf. Tileíhi gjafarinnar er að treysta tengslin við IMO á 40 ára aðildarafrnæli íslands að stofhuninni og að minnast 1000 ára affnælis landafundanna. Jafn- ffarnt er vakin athygli á mikilvægi samvinnu við IMO um öryggismál og mengunarvamir á hafi úti. Líkan af víkingaskipi táknar upp- haf Islendinga sem siglingaþjóðar. Afhendingin fer ffam í aðalstöðvum IMO í London. Samþykktir IMO hafa mikil áhrif á útgerð og sjó- mennsku á Islandi. Sem dæmi má nefna að gildandi reglur um gerð og búnað íslenskra sldpa og menntun og réttindi sjómanna byggjast á þessum samþykktum IMO Frá höfninni í Gnmdarfiröi Mynd IH Fyrsta öryggisáætlunin Skessuhorn fjallaði um öryggis- mál hafna í haust út frá úttekt sem fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerði í höfnum á Snæfellsnesi s.l. sumar og fékk sú umfjöllun talsverða athygli. Fyrir nokkrum árum beitti Slysavarna- félag Islands sér fyrir könnun á á- standi þessara mála og fór það nokkuð eftir eftirfylgni sjómanna og aðstandenda þeirra hvernig ástatt var í öryggismálum hafn- anna. Slysavarnadeildir höfðu hver á sínu svæði haft góð áhrif á þennan málaflokk og því kom það ekki á óvart að ástandið var hvað best þar sem slysavarnadeildir höfðu verið að sinna þessum mál- um. Fyrr á þessu ári tóku gildi nýjar reglur um slysavarnir í höfnum (nr. 247/2000). Setning þessarar reglugerðar var sannar- lega tímabær en hingað til hafa engar formlegar reglur verið í gildi um slysavarnir í höfnum. Reglur þessar eru mjög víðtækar og taka á öllum þeim atriðum sem varða búnað hafhanna og hvernig honum skuli vera fyrir komið. Þá er að finna í 10. grein reglu- gerðarinnar athyglisvert nýmæli um að hafnarstjórn sjái til þess að starfsmenn hafnarinnar fái lág- marksþjálfun í notkun þeirra björgunar- og öryggistækja sem eru á hafnarsvæðinu. Ennfremur á hafnarstjórn að skipuleggja innra eftirlit með öllum þáttum þessara reglna og samráð skal haft við Siglingastofnun í þeim efnum. Einu sinni á ári eða oftar eiga starfsmenn Siglingastofnunar að sannreyna virkni innra eftirlits hverrar hafnar. Nú nýlega lagði Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar fyrir Sigl- ingastofnun öryggisáætlun Grundarfjarðarhafnar. I áætlun- inni er farið yfir skipulag öryggis- mála og staðsetningu öryggis- og björgunartækja. Þá er skýrt með hvaða hætti innra eftirliti verði háttað og hvernig unnið verði eft- ir öryggishandbók. Loks er kveðið á um meðferð kvartana og sérstakar reglur um sannprófun. Grundarfjarðarhöfn er fýrst hafna á Islandi til að leggja inn til stað- festingar öryggishandbók í sam- ræmi við hinar nýju reglur. IH Leikskólakennaramir í leikskólanum Sólvöllum kenna bömunum aö nota gangbrautir. MyndIH Bömum fjölgar Nýlega var lögð fýrir hrepps- nefndina í Grundarfirði þarfá- greining vegna leikskóla frá leik- skólastjórum, formanni leikskóla- nefndar og fleirum. Þar er velt upp hugmyndum að stækkun leik- skóla eða byggingu nýs annars staðar. Fram kom í umræðum á fundi hreppsnefndar að aðkallandi væri að auka við húsnæði leikskól- ans sem fýrst. Þá var rætt um kosti þess að byggja annan leikskóla eða stækka þann sem fýrir er. Oddviti lagði til að byggingafull- trúa yrði falið að gera nánari grein fýrir stækkunarmöguleikum leik- skóla á núverandi stað, landrými, möguleikum varðandi staðsemingu viðbyggingar og lóðar á svæðinu, þannig að sveitarstjórn gæti gert sér grein fýrir því hvort og hvemig mætti koma þessu fýrir á núverandi svæði. Niðurstaða myndi liggja fýr- ir í byrjun desember, þannig að hægt væri að skoða málið um leið og fjárhagsáætlun er unnin. Hreppsnefhdarfulltrúar virtust al- mennt vera sammála um að það væri bæði hagkvæmara og fljótlegra að stækka núverandi húsnæði leik- skólans en að fara út í nýbygg- ingu. III Atiöur Kristinsdóttir, eigandi Tinmi. / • Gamverslun Heildverslunin Tinna í Kópavogi veitti á dögunum Puntstráinu í Borgamesi viðurkenninguna Gam- verslun ársíns 2000. Vkkirkenning- in er veitt fjTir framúrskarandi ár- angur í þjónustu og sölu, en alíar þær 60 verslanir sem selja gam frá Tinnu koma til greina við valið. Rúmt ár er síðan iVIargrét Þórðar- dóttir stofnaðí verslunina en þami 26. nóvember st. flutti fýrirtækið í hið ríýja verslunarhús, Hymutorg. Með Margréti starfar Matthildur B. Gíestsdóttir en báðar em þær vel að sér í prjónaskap. Þetta er í áttunda sinn sem viðurkenningin er veitt, en síðast kom hún í hlut gamdeildar Kaupfélags Húnvetninga Blöndósi. Minningarsjóðiir Bjöms Rúnarssonar Úthlutað hefur verið úr minn- uðbók 18, kennitala 141251- I M /ll'IÍLiljiJ'n' ingarsjóði Björns Rúnarssonar Þverfelli Lundarreykjadal, sem var fæddur 30. nóvember 1975 og lést 11. júní 1995. Tilgangur sjóðsins er að styrkja bráðveik og langveik böm og ungmenni. Úthlutað er úr sjóðnum á fæð- ingardegi Björns 30. nóvember ár hvert og allar tekjur sjóðsins fara óskiptar til styrkþega hverju sinni. sjóðsins er sala minnigarkorta og frjáls ffamlög einstaklinga, fýrirtækja og félaga- samtaka. Minningarkortin fást hjá Sparisjóði Mýrasýslu Borgar- nesi, Islandspósti í Borgarnesi og Islandspósti í Reykholti. Sjóðurinn er í vörslu Spari- sjóðs Mýrasýslu Borgarnesi, reikningur númer. 640453. liof-. 3259. Þann 30. nóvember síðastlið- inn á 25 ára afmælisdegi Björns var úthlutað úr minningarsjóðn- um alls 120.000 kr. til eftirtaldra einstaklinga: Hulda Jónsdóttir, Kópareykjum Reykholtsdal. Halldór Bjarni Oskarsson, Krossi Lundarreykjadal. AmarrÞorriJónsson, Fjölnisvegi 6, Reykjavík. Það er einlæg von okkar að all- ir sem þjást af langvinnum sjúk- dómum nái bata sem allra fýrst. Vrð viljum þakka þeim fjölmörgu sem sýnt hafa sjóðnum velvild og hlýhug á síðustu árum með á- heitum og gjöfum. Aðstandendur Minningaty/óðs .,...... . ..Djörus.Rduurssmuu'...

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.