Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2000, Page 18

Skessuhorn - 30.11.2000, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 30. NOVMEMBER 2000 ^ikitssúiiu.. Penninn Athugasemd um Breiðina Eg las ágæta grein í Skessuhorni, 16. nóv. 2000 undirrituð af K.K. Mig langar að vekja athygli á einni setningu. “Leikfimi niður á Breið.” Breiðin er neðsta jörðin á Skaganum, talin árið 1703, 10 hundruð dýr- leika. Næst fýrir ofan, kemur Bræðrapartur, talinn 5 hundruð dýrleika. Neðri-Sýrupartur 2 ? hundrað dýrleika. Efri-Sýrupartur 2 1/5 hundrað dýrleika. Þessar þrjár jarðir, voru kallaðar í samheiti "Partar” og náðu upp að Bárugötu, meðfram Krossvík. Að fara niður á parta, var sagt. Eftir að Haraldur Böðvarsson eignaðist Breiðina, lét hann gera fiskreit neðan og norðan við Breiðarbæinn. Seinna sjóvarnargarð um þrjár hliðar sjávarmegin, en vírnetgirðingu og að hluta steinvegg, á lóðar- mörkum Breiðarparts. Svo Breiðin er greinilega staðsett. Stærð henn- ar er sú sama nú og upphaflega. 1895 byggði Thor Jensen stórt pakk- hús, austurendi þess var við Bárugötu, en suðurhlið við Steinsvör. I þessu húsi kenndu þeir Olafur Finsen læknir og Thor Jensen leikfimi. Það er af vanþekkingu að tala og skrifa um að Breiðin nái upp að Báru- götu. Eg held að margir aðfluttir Akurnesingar og krakkar og ungling- ar fæddir hér á Akranesi eftir 1930, hafi komið þessum ruglingi á. En rétt er að hafa það, sem sannara reynist. Akranesi 19. nóv. 2000 G. P.B. kt. 2302094809 Lionsklúbbarnir á Akranesi nesi og líknarsjóðir klúbbanna færa ykkur hinar bestu þakkir fyr- njóta góðs af góðum viðtokum. ir góðar viðtökur við perusölu Hafið bestu þökk fyrir. klúbbanna. Perusalan gekk mjög Lionskhíbbur Akranes vel og að venju munu áhalda- Lionskhíbbur F,<ma. kaupasjóður sjúkrahúsins á Akra- (Hafa UmsmerkiS) Jólakort Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna eru komin út. Þau eru með svipuðu sniði og undanfarin ár, 115 mm. að hæð, 165 mm að breidd, opnast eins og bók hvítt umslag fýlgir með hverju korti. Verðið er óbreytt, 80 krónur pr. kort. Fyrirtækjum og öðrum sem þess óska er boðin innáprentun í kortin að eigin vali. Flestum fyrirtækjum í landinu hefur verið sent pöntunar- eyðublað til útfýllingar en kortin má einnig panta á skrifstofu félagsins eða á heimasíðunni www.skb.is Kortið kostar kr. 80 pr stk. Söluaðilar í Borgarnesi eru: Anna Jónsdóttir: sími 437 1469 - 4371258, Ingibjörg Ingimarsdóttir s: 437 1139 - 437 1224, Fanney Ó- lafsdóttir 437 1478 - 430 4471 (Fréttatilkynning) ó'Pennínn Anægjuleg hamtférð Frá félagi eldri borgara Borgarfjarðardölum. Hinn 29. sept. sl. bauð Sæmundur Sigmundsson eldri borgurum í ferðalag. Þátttaka varð mjög mikil og fýltust tvær stórar rúturúr sveit- unum og Borgarnesi. Ekinn var stór hringur austur fyrir fjall. Stans- að fyrst á útsýnisstað ofan Nesjavalla. Þar sem vel sést yfir Þingvalla- vatn og umhverfi þess sem skartaði sínu fegursta í haustblíðunni. Einnig var áð á Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, Sólheimum í Grímsnesi, við Gullfoss og lengst við Geysi þar sem fengin var hress- ing og margt skoðað. Það er skemmst frá að segja að ferðin var öll hin ánægjulegasta og var mjög rómaður rausnarskapur Sæmundar og framtakssemi. Kærar þakkir Sæmundur, gangi þér allt í haginn og fegin viljum við eiga þig að sem fýrr. Fyrirhönd f. e.b. S. E. -%Písnahornið___________Valt er lönmm lífsimfley Fyrir stuttu var ég að fletta í vísna- dóti og rakst þá á þessar vísur höf- undarlausar og væri þökk í ef ein- hver gæti frætt mig um höfund eða höfunda þeirra því ekkert veit ég hvort þær eru samstæðar þó tónninn sé álíka þunglyndislegur í báðum. Skugga lengit; lífgras deyr, lœkkar strengja kliður, sýnist engin saga meir sól er gengin niSur. löngu horfnir draumar. Eftir svana dapurleika er rétt að slá á aðra strengi og kemurþá upp í hugann vísa eftir Sigurbjörn K Stefánsson frá Gerðum í Oslandshlíð sem ort var við burtfluttan Skagftrðing: Röddin hreina hljómarþín - hlusta ég erþú syngur efþú bragðar áfengt vín ertu Skagfirðingur. Agúst Sigfússon sem kenndur var við Kálfardal og fleiri bæi í Húna- vatnssýslum og þekktur um það svæði undir nafninu Villu Gústi vegna langrar og ótrúlega erfiðrar villu sem hann lenti í á unglingsaldri var nánast talandi hringhenduskáld en átti oft í verulegum erfiðleikum r lífinu og einhvemtíma varð honum að orði: Mun ei brrta mína lund mtkilsvhti pelinn, að þó syrti um eina lund aftwrbrrta élin. Þó söngur og hæfilegt magn af á- fengi hafi glatt margan mann í gegnum árin getur sálin stunduin þurft eitthvað bitastæðara þegar erf- iðleikar steðja að en væntanlega hjálpa nú prestarnir okkur hér eftir sem hingað tik Sr Helgi Sveinsson í Hveragerði orti þessa leiðbeiningu til stéttarbræðra sinna ( og okkar hinna lika): Mildur vertu manni í nauðum meðan hann er enn að strita. Seint er ást að sýna dauðum, sokkið skip þarfengan vita. Það verður varla um of brýnt fýrir mönnum að sýna meðbræðmm sín- um góðvild því jafnvel lítið bros gét- ur gert kraftaverk þegar flest sund sýnast lokuð eða eins og einhvém- tíma var kveðið: Hvar sem lítið kærleikskom kann aðfesta rætur þarfer enginn út í hom einmana og grætur. Kjarabarátta presta hefur stiindum verið nokkuð í umræðunni og sýnst sitt hverjum þar sem víðar, út úr ein- hverri launahækkun virtust þeir fá mest sem minnsta menntun höfðu og orti þá Hreiðar Karlsson: Þegar hækka launin lág léttist starfog iðja, en mestan hlut þerr munu fá sem minnst hafa lært að biðja. Getur það raunar verið fúllgildur sannleikur því tæpast þarf langa skólagöngu til þess að biðja frá hjartanu. \4ssulega þurfá prestar sitt lifibrauð eins og aðrir dauðlegir menn en sagt er að eftirfarandi graf- skrift sé rimð á Iegstein prests sem meri beit til bana: Valt er lóngum lífsinsfley og lekt ífjóruborðinu. Presturinn æpti „ Hold er hey, “ og hryssan tók hann á orðinu. Gesmr Ólafsson kennari á Akureyri orti á heimleið úr kirkju: Athuga þinn innri mann, erþar líkt hjáflestum. Sumir trúa á sannleikann. Sumir trúa prestum! Nú fýrir jólin er tími mikilla fjár- safnana fýrir hin margvíslegustu málefni sem vafalaust em öll hin þörfústu en kannske óþarflega mörg fýrir buddu hins almenna meðal- jóns. Mörg góðgerðafélög hafa vissulega unnið stórvirki í gegnum árin og einhvemtíma kvað Jón S. Bergmann: Kunnirþú með krónuplóg og kærleika aðfara þá ertu efiii í Oddfelow eða Frímúrara. Einhverjir háðfúglar breyttu fýrri- partinum lítillega og hljóðaði hann þá á þessa leið: Notaðu bæði kjaft og kló en kærleika til vara. Þessi útgáfán hefúr hinsvegar orðið mvm Iífeeigari enda kvikindislegri og nær bemr til þjóðarsálarinnar sem jafnan nýmr hæfilegs óþverraskapar til fúllnusm þó hún sé oft raunbetri en ætla mætti. Einu sinni var sagt að ekki væri hægt að þjóna bæði Guði og Mammoni og að minnsta kosti er bágt að vera beggja vin og báðum trúr. Ekki veit ég um tilefni eftirfar- andi vísu Jóns S. Bergmann en hún er jafngóð fýrir því: Mammons vegna maðurinn meistarann hefur svikið, biskup karar kálfinn sinn kannskefyrir vikið. Sr Halldór Gunnarsson í Holti hélt einhvemtíma ræðu á prestastefnu og varð það Sr Sighvati B. Emilssyni tilefni eftirfarandi hugleiðingar: Halldór slettir hina í hefur stéttin borið vottinn. Munið þetta úrMalakí: „Margir prettað hafa drottinn. ” Sú hugmynd að verðlauna kristileg- usm jólaauglýsinguna hefur vakið nokkra athygli og orðið til þess að menn hafa rifjað upp hálfgleymdar rimingargreinar eins og „ Mitt hús á að vera bænahús - osfrv “ en Hjálm- ar Freysteinsson á Akureyri leit þessum augum á málið: Svo kaupæðið verði sem kristi- legast kirkjan samþykkti einróma að verðlauna þann sem listileg- ast leggur nafn guðs við hégóma. Að endingu langar mig til að spyrja lesendur hvort þeir kannist við fýrripart þessa vísuhelmings sem oft er hafður sem máltæki: Það er hart að heita Briem ( helvíti er að heita Briem ) og hafa ei til þess urmið. Endilega komið til mín uplýsingum ef eitthvað rofár til í minninu. Með þökkjýrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Rejsstöðum 320 Reykbolt S 435 1367 Lífsins morgni einatt, yndisfiporna stratmtar líkt og ntrrnir líða hjá ►eycicirðshorniC Greiðsluþjónusta Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Hyrnutorg var opn- að með miklum glæsibrag síð- astliðinn sunnudag. Meðal þeirra sem þar bjóða fram þjón- ustu sína er Haukur rakari. Hann er með sína aðstöðu í húsnæði Sparisjóðsins og hafa gárungar bent á að hann muni sjá um greiðsluþjónusm Spari- sjóðsins. Þar verður væntanlega boðið upp á staðgreiðslu, end- urgreiðslu og iýrirfram- greiðslu. Gjöfin! Ungur maður ætlaði að gleðja kærusmna sína á afmæl- isdaginn hennar. Þau höfðu ekki verið lengi saman og eftir dágóða umhugsun ákvað hann að kaupa handa henni loðfóðr- aðar lúffur-það væri rómantísk gjöf en ekki of persónuleg. Hann fór í bæinn með yngri systur kærusmnnar og hún hjálpaði honum að velja lúff- urnar, sjálf keypti systirín sér nærbuxur. Afgreiðslukonan ruglaði saman pökkunum þegar hún pakkaði hlutunum inn og ungi maðurinn sendi óvart nærbuxumar til kæmsmnnar án þess að vita af því. Hann skrif- aði hjartnæmt bréf til hennar sem hann lét fýlgja pakkanum ög að sjálfeögðu ætlaðist hann til þess að hún læsi bréfið áður en að hún tæki utan af gjöfinni. Bréfið var svohljóðandi: „Ég valdi þessa gjöf vegna þess að þú ert vanalega ekki í svona þegar við fömm saman út á kvöldin. Ég hefði valið aðeins lengri ef systir þín hefði ekki verið með mér, en hún er alltaf í svo litlum sem erfiðara er að fara úr..... Liturinn er dálítið viðkvæmur, en afgreiðslukonan sýndi mér sitt eintak sem hún hafði verið í í 3 vikur samfleytt án þess að sæist á þeim. Ég bað hana að máta eintakið þitt og hún var virkilega sæt. Ég vildi óska að ég fengi að klæða þig í gjöfina í fýrsta skipti vegna þess að ég er viss um að aðrar hend- ui munu snerta hana áður en að ég fæ tækifæri til að hitta þig afrnr........ Þegar þú ferð úr mundu þá að blása í þær áður en þú legg- ur þær ffá þér vegna þess að þær verða yfirleitt dálítið rak- * ar....... Imyndaðu þér bara hve oft ég á eftir að kyssa gjöf- ina á riæsm mánuðum, ég vona að þú verðir í þeim á laugar- dagskvöldið..... p.s. Nýjasta tískan er að bretta aðeins upp á þær og láta þetta loðna sjást! Þú ert næst Það fór skelfilega í taugamar á mér að í ölltun brúðkaupum kom gömul ffænka mín alltaf til mín, potaði í mig og sagði glottandi, “Þú ert næst”. Hún hætti þessu ekki fýrr en ég fór að gera það sama við hana í jarðarförum!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.