Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 12.JANUAR 2001 7 ^&tðavnuk. Flokkar í felulitum >/C f3X'' ^ Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita Oft gerum við íslendingar grín að Dönum enda er það gamall siður og þjóðlegur sem ekki má falla í gleymsku. Sérlega þykir okkur þeir Baunverjar liggja vel við höggi þegar fluttar eru fréttir af þarlendum stjórnmálum. Reynd- ar skilja faír um hvað þau snúast enda eru í Danmörku miklu fleiri flokkar en hérlendis, og það þótt miðað væri við höfðatölu. Þó stendur það upp úr að stærsti hægri flokkurinn í Danmörku heitir Venstre. Þetta þykir okkur íslendingum fyndið. Ekki bætir úr skák að annar danskur flokkur kallar sig Radikale Venstre, eða Róttæka vinstri flokkinn.Sá flokkur aðhyllist einnig hægri stefnu. Þótt gaman sé að gera grín að Dönum þá höfum við íslendar ekki efni á því í þessu tilfelli. Hjá þeim bera bara sumir flokkar öfugnefni, en hérlendis gera þeir það allir. Hver einasti flokkur og framboð siglir undir fölsku flaggi og reynir að laða til sín atkvæði á fölskum forsendum. „Vinstri hreyfingin grænt framboð" er nýtt nafn í íslenskum stjórnmálum. Þar á bæ vita menn að íslendingar eru ekki eins hrikalega áttaviltir og danir, og reyna því ekki að kalla sig Hægri hreyfinguna. VG er vissulega vinstri flokkur. í staðinn gera þeir út á litblindu kjósenda. Ef rýnt er í innviði hreyfingarinnar og litið á hverjir það eru sem að henni standa kemur í ljós að framboðið er ekki grænt, heldur eldrautt. Þetta er einfaldlega harði kjarninn úr gamla Alþýðubandalaginu, sem áður hét Sósíalistaflokkur og það áður Kommúnista- flokkur, en málar reglulega yfir nafn og númer (nú með grænu), eins og gamall land- helgisbrjótur þegar fylgið er rúið og byggja þarf upp nýja ímynd. „Framsóknarflokkurinn" er annað dæmið um sorglegt öfugnefni íslensks stjórnmála- flokks Kjörorð hans gæti hæglega verið „vörn er besta sóknin“. Þetta er flokkur kyrrstöðu og því sækir hann aldrei fram. Þetta er flokk- urinn sem lét Ríkissjónvarpið kaupa dýran tæknibúnað til að koma í veg fyrir útlendingar í lit. Svart-hvítur flokkur sem óttast fram- tíðina. Munaðarlaus pólitískur armur framlið- ins auðhrings. Ekki rofar til ef litið er á „Frjálslynda ffokkinn". Betur hefði hæft að kalla flokkinn „Stjórnlynda flokkinn“. Ef einhver stingur upp á einhverju sem til frjálslyndis horfir bregðst þingmenn flokksins illa við og tala af fyrirlitningu um nýfrjálshyggju og stjórnleysi. Eina „frjálslyndið“ sem flokkurinn styður er að farið sé frjálslega með fé annarra, t.d. að nota í krafti valda sinna peninga almennings til að kaupa veiðileyfi af formanni flokksins svo formaður flokksins geti boðið viðsemjendum sínum í laxveiði. „Samfylkingin“ er eitt voðalegasta ónefni íslenskrar stjórnmálasögu og sennilega norð- an Alpafjalla líka. Nafnið gefur ekkert til kynna um hvers eðlis flokkurinn er, eða hvað hann stendur fyrir, aðeins það að hann sé fjöldahreyfing. Það er hann ekki. Orðið „fylking" felur í sér að um mikinn fjölda fólks fylki sér saman undir einu flaggi og berjist fyrir einum málstað. En í Samfylkingin er fámennur klúbbur. Samt er tæplega hægt að finna tvo klúbbfélaga, hvað þá fleiri sem eru sæmilega sammála í pólitík Engu að síður lýsti landsfundur flokksins því yfir að Samfylkingin væri „höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum". Miklir menn erum vér! Þetta er sambærilegt við það að Skallagrímur í Borgarnesi lýsti sjálfan sig höfuðandstæðing Manchester United í evrópskum fótbolta. Göfugt markmið, en þó aðallega hlægilegt. „Sjálfstæðisflokkurinn" stendur fyrir eitthvað allt annað en sjálfstæði landsins. Hann hefur um áratuga skeið farið fremstur í flokki þeirra sem svífyrt hafa fullveldi landsins með því að styðja og m.a.s. grátbiðja um að landið sé hersetið af erlendum þjóðum. Sú hundslund hefur ekkert með sjálfstæði að gera. í alþjóðlegu samstarfi greiða sjálfstæðis- menn aldrei atkvæði fyrr en að hafa borið aftöðu sína undir Herraþjóðina. Og breyta henni ef Herraþjóðinni sýnist svo. Sjálf- stæðismenn segja þetta nauðsynlegt til að varðveita sjálfstæði einstaklingsins. Og hvernig virða þeir svo það sjáflstæði? Með því að samþykkja lögum að persónuupplýsingar þessara „sjálfstæðu“ einstaklinga gangi kaup- um og sölum að þeim forspurðum. Ríkisstjórn „Sjálfstæðis“-flokksins hefur þjóðnýtt einstak- linginn og selt hann í lyfjarannsóknir. Sumir halda að lýðræði snúist um það að meirihlutinn ráði í málefnum landsins. En það er mikill misskilningur. Lýðræði er aðeins aðferð láta meirihlutann halda að hann ráði einhverju svo hann haldi kjafti meðan ítrekað er unnið þvert á vilja hans í skjóli almennrar kjörsóknar. Þeir sem ekki vilja vera ginningarfífl blekkingarleiksins ættu að hunsa almennar kosningar. Ekki kjósa - ekki skila auðu - heldur sitja heima. Verið kært kvödd á síðasta Frjádegi í Mörsugi. Félag sauöfjárbœnda í Borgarfjaröarhéraöi FUNDUR UM MÁLEFNI SLÁTURFÉLAGS VESTURLANDS OG GOÐA H/F í BORGARNESI O.F.L. Félag sauöfjárbœnda í Borgarfjaröarhéraöi boðar til fundar á Hótel Borgarnesi, þriðjudagskvöldið 16. janúar 2001 og hefst stundvíslega kl: 21.00. FUNDAREFNI: • Framtíðarhorfur um sauðfjárslátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi. GESTIR: • Olafur Sveinsson, stjórnarformaður Sláturfélags Vesturlands og Goða h/f • Kristinn Geirsson, framkvœmdastjóri Goða h/f • Marteinn Valdimarsson, framkvœmdastjóri • Sláturfélags Vesturlands Framsaga, fyrirspurnir og umrœður. Kynning á reglugerð um heimild dýralœkna til að ávísa lyfjum Gunnar Gauti Gunnarsson héraðsdýralœknir, kynnir reglugerðina og svarar fyrirspurnum. ALLIR VELKOMNIR Stjórn Félags sauðfjárbœnda í Borgarfjarðarhéraði Brunavarnir Borgarness og nágrennis vantar nú þegar menn til starfa (hlutastarfa) Góð aðstaða slökkviliðs og aðstaða til líkamsræktar í boði Konur eru hvattar til að sækja um Upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri í síma 437 2222 - 855 4579 Akraneskaupstaður TILKYNNING UM BANN VIÐ SANDTÖKUÁ LANGASANDI Bæjarrað Akraness hefur að fengnum tillögum Umhverfisnefndar ákveðið að varanlegt bann verði lagt við sandtöku á Langasandi. Sviðsstjóri Tœkni- og umhverfissviðs n 1 VJ bi J: 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.