Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 11 aalUSUIIUk. Völundur spámaður rýnir í árið Eldborg né Grábrók munu gjósa á árinu Tónleikar U2 og Bjarkar stærsti viðburður ársins sjáanlegar eru er kosningaskjálfti óg- urlegur sem tekur sig upp undir lok ársins vegna Alþingiskosninga árið 2003. Ekki verður þverfótað fyrir þingmönnum af Vestfjörðum og Norðurlandi sem munu, ásamt þing- mönnum Vesturlands, láta sjá sig á flestum þeim mannamótum sem fleiri en einn sækja. Heldur rólegra verður yfir sveitarstjórnarmönnum á árinu sem gera ráð fyrir sjálfkjöri í flestum sveitarfélögum, líkt og verið hefur, og verða því áffam alveg sall- arólegir. Sameiningarmál setja nokkurn svip á umræðuna. Ymsir verða til að gefa ráðamönnum ónefhds hrepps sunnan Heiðar undir fótinn og verð- ur nú biðlað til ráðamanna þar sem aldrei fyrr. Horfa menn þar til vænt- anlegra tekna af mikið vaxandi álveri sem, þrátt fyrir vaxandi andstöðu iðnaðarráðherra, mun verða staðfest að stækki þegar líða tekur á árið. Tveir Grundartangar Völundur sér frarn á mikla fjölgun íbúa á Vesturlandi. Hlutfallslega verður breytingin mest í Skorradals- hreppi, þar sem bygging þriggja í- búðarhúsa á Grundartanga hinurn nyrðri mun leiða til fjölgunar meintra íbúa um allt að helming. Önnur sveitarfélög mega einnig vel við una. I Borgarbyggð munu þrjú stór fyrirtæki hefja viðamikla upp- byggingu á árinu sem leiðir til fjölg- unar á aðfluttum umffam brottflutta um 8-10%. “Krafan um fjölgun í- búða gerist hávær í Borgarnesi og þegar heimamenn fá litlu áorkað í þeim efhum kemur aðkomumaður til skjalanna sem hugsar sér gott til glóðarinnar og hyggst stofna skattaparadís á Seleyri, sunnan Borg- arfjarðarbrúar”. A Akranesi heldur uppbygging á- ffam og íbúum í háreistum blokkum fjölgar verulega. I Dalabyggð verður rætt um uppbyggingu stjórnsýslu- miðstöðvar Norðvesturkjördæmis og bættar samgöngur við nágranna- byggðir verða settar á oddinn af langaraðverðaþingmönnum. I Snæ- fellsbæ heldur þróun vistvæns samfé- lags áfram undir öruggri forystu Guðlaugs Bergmanns. Hann sækir rneðal annars um styrk til ESB vegna þróunarstarfs við Staðardagskrá og fær góðan hljómgrunn fyTÍr málum þesstxm í frægri ferð sem hann og Kristinn bæjarstjóri fara í til Brussel. I Grundarfirði koma upp hug- myndir um að taka upp hjólreiðar og banna umferð vélknúinna ökutækja, nema milli kl. 3 og 6 á nóttunni. Sveitarstjórinn fer þar í broddi fylk- ingar. Ungur hagleiksmaður í sveit- arfélaginu hannar sérstakann fisk- flumingavagn fyrir reiðhjól og hlýtur þetta undratæki heimsathygli í öðr- um sjávarplássum á Islandi. U2 og Björk “Forystumaður í pólitíkinni á Akranesi þreifar í apríl á Ingibjörgu Sólrúnu vegna hugsanlegrar samein- ingar Skagans við Reykjavíkurhrepp. Ottesen nágrannaoddviti sér hins- vegar mikinn meinbug á ráðagjörð þessari enda telur hann allharkalega ffamhjá sér gengið. Fær hann Sæ- mund sérleyfishafa og Harald bónda í Rein í lið með sér við að loka veg- inum við Akrafjall um stundarsakir til að mótmæla yfirgangi og vald- níðslu nágranna sinna. Sættir verða þó farsælar í málinu að tilstuðlan Jak- obs markaðsfulltrúa á Akranesi sem gemr ekki setið aðgerðalaus yfir lok- un umferðar meintra ferðamanna til Skagans. Sáttum nær hann við Ottesen þegar hann lofar honum helming af gróða af tónleikum U2 og Bjarkar sem haldnir verða á írskum dögum á Café 15.” Mikið verður um stórviðburði á Akranesi á árinu. Veg- legt íþróttaminjasafh verður opnað að Görðum í vor og munu skotskór Rikka málara, lagstubbur Helga Dan gullaldarmarkvarðar og fleiri dýr- gripir prýða safnið. Gestum verður til skemmtunar boðið að skoða rekstraráædanir IA og ársreikninga sama félags til samanburðar. Kára Stefánssyni verður á hátíðlegum fundi bæjarstjórnar falið að rannsaka af hverju gen knattspymumanna og fjármálaspekúlenta lenda aldrei sam- an í einstaklingum. Bjarni Armanns- son mætir á fundinn og gefur fyrstu húðffumuna sem innlegg í rann- sóknirnar. Talandi um hann Kára þá V'ólundur spámaður verður honum ekki að ósk sinni um að eignast óðalsjörð í Skorradal, enda eru jarðeigendur þar fjársterkir og ekki á söluskónum. Skorradalsþrá Kára mun þó verða sjálfleyst því þeg- ar líður á árið mun gengi bréfa í DeCode hafa fallið svo mjög að Kári sækir um félagslega leiguíbúð á Grundartanga hinum nyrðri, og fær. Halifax bjargar slöku íþróttaári Á vettvangi íþróttanna ber hæst vináttuleikur Halifax Town á Englandi og IA, sem mun fara ffam á árinu og hlýtur þessi leikur mikla at- hygli fyrir margra hluta sakir. Annars verður ársins minnst fyrir rýran hlut Vesdendinga í íþróttalífinu. I fót- boltanum komast Skagamenn í kynni við falldrauginn illræmda sem ekki hefur látið sjá sig í bænuin árum saman. Þó munu þeir taka sig saman í andlitinu í lokaumferðinni og sleppa með skrekkinn. HSH og Bruni munu hins vegar halda sæmm sínum í 3. deild af nokkru öryggi. Skallagrímur fellur niður um eina deild eins og venjulega. “I körfuboltanum mun gengi Vest- lendinga verða upp og ofan, þó aðal- lega ofan. Þó er það sýnu betra en í handboltanum. I honum munu Vest- lendingar ekki vinna einn einasta leik í jafn mörgum leikjum. Við upphaf næstu leiktíðar verður rætt um að sameina körfuboltalið IA og Skalla- gríms. Æfingar munu af þeim sökum fara fram á óháðu svæði í Heiðar- skóla. Þegar Völundur er inntur eftir já- kvæðari fréttum úr íþróttaheiminum rýnir hann lengi í kúlu sína en mælir loks: “Það er ekki loku fyrir það skot- ið að ungur Skagamaður geri það gott í einstaklingsíþrótt, líklega verð- ur það karate eða keila, en gæti þó al- teins verið sjóstangveiði”. Stýring ferðamanna Völundur spámaður sér mikinn ffamgang í skólastarfi á Vesturlandi og gerir ekki ráð fyrir að kennara- verkföll hafi nein teljandi áhrif á skólahald þetta árið. “Það er greini- legt að Snæfellingar munu ekki láta sitt eftir liggja við uppbyggingu ffamhaldsskóla í Grundarfirði. Þrátt fyrir þetta munu aldrei hafa verið út- skrifaðir jafnmargir stúdentar frá FVA, eða um þriðjungi fleiri en venjulega. Skólahald á Bifröst vex og dafiiar, námsbrautum við skólann fjölgar í haust og rektor lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að aðsókn hafi aldrei verið meiri. Harðar deilur verða á árinu, á fleiri en einum stað innan kjördæmisins, um sameiningu grunnskóla. Deilum þeim lýkur með því að skólamir verða áffam jafn- margir og þeir eru nú.” Breyttar áherslur í skólastarfi al- mennt og lenging námstímans verð- ur þess valdandi að erfiðlega gengur að manna sumarstörf í ferðaþjón- ustu. Af þeim sökum verður Ferða- málaráði falið að stýra komu er- lendra ferðamanna inn á almennan verkfallstíma kennara. Gert verður ráð fyrir að með því móti megi lengja til muna hinn almenna háannartíma ferðaþjónustu á íslandi. Skemmdur matur verður mikið milli tannanna á fólki í febrúarmán- uði. Að þessu sinni verður ekki hægt að kenna Íslandspósti um, heldur þrjósku landans og íhaldssemi. Fræga fólkið Völundur er spurður hvort hann viti ekki eitthvað um ffæga og fi'na fólkið. “Eg hef nú lítið vit á því”, seg- ir hann en rýnir þó ákaft í heila veg- arollunnar og magnar yfir honum torkennilegan seið. “Jú, bíðum nú við, ég sé Olaf Ragnar og Þuríði Mússajeff gifta sig á árinu. Reyndar eru allar völvur og spákellingar landsins fyrir löngu búnar að spá þessu en ég get bætt um betur. Þau verða gefin saman á Búðum af Dalai Lama og munu við sama tækifæri ættleiða tylft munaðarlausra ind- verka barna og formann Oryrkja- bandalagsins í leiðinni.” Nokkrir þekktir Hollywoodleikar- ar munu dveljast á Hótel Stykkis- hólmi í sumar og munu þeir leggja leið sína á skemmtistaði í landshlut- anum að líta á fagrar heimasætur, og munu óvænt uppgötva hæfileikaríka listamenn. I kjölfarið mun vestiensk- um harmonikkuleikara bjóðast samningur hjá stóru útgáfufyrirtæki í Los Angeles. Einsemd hlutfallslega margra pip- arsveina á landsbyggðinni verður í þjóðmálaumræðunni þegar líða tek- ur á árið. Af þeim sökum mun þekkt- ur Vestiendingur setja á stofn inn- flutningsmiðstöð síberískra ung- kvenna með aðsetur í Dalasýslu. iMiðstöð þessi mun hafa mikilli vel- gengni að fagna hjá karlpeningnum, en Kvenfélagasambandið, Félag ein- stæðra mæðra, Félag kvænna í stjórn- unarstöðum og Hin frjálsu femínistasamtök inunu mótmæla kröftuglega á fjölmennum útifundi á Hyrnutorgi í kalsaveðri í október. Fegurðardrottning íslands verður eins og venjulega ffá Vesturlandi, enda sjálfgefið því hér eru konur ein- faldlega fegurri en gengur og gerist. Eins og svo mörg forvitnileg við- fangsefni mun Erfðagreining kanna erfðamengi vestiendinga af þessum sökum í því augnamiði að setja á stofn Fegurðargenabanka. Gengi hlutabréfa í bankanum verður gríð- arlega hátt og mun meðal annars hafa áhrif til hækkunar annars sorg- lega lágrar Nasdaq vísitölu. Tvöfaldar göngin Vegabætur verða miklar alls staðar í kjördæminu á árinu. Samgönguráð- herra mun af þeim sökum verða mik- ið á ferðinni, klippa borða, opna ræsi og í ræðu sinni mun hann við hátíð- legt tækifæri síðla sumars viðra fylgi sitt við tvöföldun Hvalfjarðargang- anna innan næstu 10 ára. Friðunar- sinnar í umhverfismálum munu láta til sín heyra á árinu og gera sitt til að friðun Skollakambs á Vatnaheiði verði algjör. Baulárvallavatns- skrímslið mun snúast í lið með þeim og láta til sín taka á árinu svo um munar og eftir verði tekið. Starfs- menn Vegagerðarinnar munu við þann atburð eiga fótum fjör að launa. Nýjar upplýsingar líta dagsins Ijós Nokkrir vestlenskir einstaklingar verða í sviðsljósinu á árinu. “Krist- leifur á Húsafelli verður heiðraður fyrir farsæl störf í byrjun ársins og skipuleggur hann “trick” til að geta sjálfur skilað Fálkaorðunni að sér gengnum. Orðunefnd verður svo hrifin af uppfinningu Krisdeifs að honum verður líklega færð önnur orða að ári fyrir hugmyndina”, segir Völundur. Leifur heitinn Eiríksson gerir vart við sig á miðilsfundi snemma vetrar og laumar því að viðstöddum hvar hann hafi fyrst sttigið á land í téðri Vínlandsferð forðum daga. Það kemur í ljós að meint Vínland var eftir allt saman eyjan Mön en þangað hafi hann borið að landi sökum þess hve vindur var vestanstæður sumarið fyrir 1001 ári síðan. Þar að auki hafi hann verið alveg rammvilltur og ekk- ert vitað hvert hann ætti að fara, enda hafi íslaridspóstur týnt sjókortinu sem hann hafði pantað hjá Land- mælingum jólin fyrir brottförina. Sóknarfærin Mikill vöxtur verður í nokkrum at- vinnugreinum á árinu. Völundur sér fyrir sér gríðarlega aukningu í fast- eignasölu og nefnir því til staðfest- ingar að jörðin Stóri Kroppur verður seld a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar sinnum á árinu. Almennt verður ríf- andi gangur í sölu afskekktra kotjarða, eyðieyja og hólma á árinu. Kvikmyndafólk eignast með því hálft Snæfellsnes, þ.e.a.s. þann helming sem ekki fellur undir þjóðgarð fyrir árslok. Jarðhitaleit mun verða rnikil og víða á árinu og mun t.d. íbúum í Ejjja- og Miklaholtshreppi verða launað rausnarlega af íbúum af- skekkts héraðs í Ástralíu þegar bor þeirra Snæfellinga verður kominn í gegn og alla leið suðureftir svo óvænt fá þeir andfætlingar sjálfrennandi vam á svæði sem annars var talið skít- kalt. Borunaraðferð þessi verður eft- ir þetta kallað skáþverborun. Þrátt fyrir fjölgun íbúa á Akranesi verða einhverjir sem falla frá á árinu, eins og gengur. “Ég sé fjTÍr mér að einhverjir aðilar eða fjölskyldur sjái veruleg sóknarfæri í útfararþjónustu á árinu, með miklum fjölda nýrra Starfa því samhliða. Líklega verður þetta með tímanum anríár stærsti vinnustaðurinn á Akranesi og blóm- leg atvinnugrein með eindæmum. Fjölgun verður í lögregluliði Borgnesinga þegar líða tekur á sum- ar. Ástæður þess verða margar en einkum mun gríðarleg fjölgun gesta í sumarhúsum hafa þar áhrif. Stefhu- markandi tilraun ÁTVR með áfeng- istilboð hjá Birgi í Hyrnutorgi og hjá Brennivíni og bleyjum í Olafsvík mun einnig hafa áhrif á fjölgun í lögguliðinu. I kjölfar þessa mun SÁA stórefla starfsemi sína á svæðinu og gert er ráð fyrir að afvötnunarmið- stöð rísi í nágrenni þekkts hvera- svæðis áður en langt um líður. Mörg fyrirtæki munu stækka og jafnvel sameinast öðrum, einkum út- gerðarfyrirtæki. Jafnframt mun ís- lensk upplýsingatækni kaupa upp, renna inn í og sameinast einum 14 fyrirtækjum öðrum á árinu, kaupa upp og selja aftur frá sér rekstur Skessuhorns nokkrum sinnum og flytja starfsemina í allt laust arítinnu- húsnæði í landshlutanum. Reynslan sýnir hinsvegar að um þetta er ó- mögulegt að spá. Nú eru bæði kvarnir þær og innyfli sem Völundur hefur stuðst við í spá- mennsku sinni orðin æði tætingsleg. Það er ljóst að árið 2001 verður við- burðaríkt hér á Vesturlandi, það verður engu að kvíða hvað það snert- ir, síst af öllu fyrir Tíðindamenn Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.