Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 8
8 FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 jíitsautiui.. Sorgleg vitleysa í löngu máli Stykkishóhnsh'ófii þykir eiti fallegasta höfii landsins og er góöur fiilltrúifiyrir þær ágætii hnfiiir sem fiávmiryggðir á Snœfellsnesi hafa. MyndlH Byggðastofnim hefur nú birt niðurstöðu á vinnu sem henni var ætlað að vinna samkvæmt þingsályktun um stefhu í byggð- armálum 1999 - 2000. í þingsá- Iyktuninni segir í 8. lið: “Fram fari greining á möguleikum ein- stakra landshluta, meðal annars með tilliti til auðlindanýtingar, iðnaðar og verslunar, fiskveiða og -vinnslu, samgangna og þjón- ustustarfsemi. Opinberar að- gerðir miðist við að nýta styrk- Ieika hvers svæðis til atvinnu- sköpunar. Nýjar lausnir í upplýs- ingatækni verði nýttar til að skapa störf í hátæknigreinum án tillits til búsetu.” Afurðin Byggðastofnun hefur nú lokið þeirri vinnu sem henni var falin með þessari þingsályktun. Skýrslan, sem er upp á 196 síður, ber titilinn “Byggðarlög í sókn og vörn” og er um stöðu sjávarbyggða allt í kring um landið. Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu Byggðastofn- unar á Internetinu, en væntanlega eru stjórnmálamennirnir okkar og stjórnarmenn stofnunarinnar búnir að fá afurð þessa á blöðum sem þeir liggja nú yfir til að finna leið til lausnar þeim vanda sem að lands- bygðinni steðjar. Þessi lesning er einkar athyglisverð fyrir Vestlend- inga og því verða henni nú gerð nokkur skil. I formála skýrslunnar segja þeir Guðmundur Malmquist forstjóri og Bjarki Jóhannsson for- stöðumaður þróunarsviðs Byggðar- stofnunar frá tilurð skýrslunnar og helstu heimildum og hve “mikil- vægt sé að hún sé brotin upp í ein- staka þætti, sem hægt er að tíma- setja, skilgreina hvað þarf og hver ber ábyrgð á framkvæmdinni”. Ástæða til ótta Þar sem aðeins byggðarlögin á Snæfellsnesi falla undir skilgrein- inguna um sjávarbyggðir er ein- gungis fjallað um þær byggðir í skýrslunni. Eigi stjóm Byggðastofn- unar og íslenskir stjórnmálamenn að byggja álit sitt á því sem um þær byggðir er sagt í skýrslu þessari er fúll ástæða fyrir Snæfellinga að ótt- ast þær niðustöður og þær lausnir sem af þeim kunna að leiða. Skýrsl- an er byggð upp á svokallaði SVÓT greiningu sem þýðir að metinn er styrkur, veikleiki, ógnanir og tæki- færi. Sjávarútvegur: Hlýr sjór er metinn sem “styrkur” þessara byggða. I skýrslunni segir: “I Faxaflóa og á Breiðafirði er til- tölulega hlýr sjór vegna Golfstraumsins. Þetta gefur fiski góða lífsmöguleika, þar sem æti er mikið”. Þetta er greinilega vel í- grunduð seming enda er framhald- ið: “Nálægð við gjöfúl fiskimið. Stykkishólmur og Grandarfjörður liggja nálægt gjöfulum skelfiskmið- um á Breiðafirði. Ut af Snæfellsnesi eru gjöful botnfiskmið”. Þetta sýn- ir ótrúlega litla þekkingu á Breiða- firði “matarkism þjóðarinnar” og því útgerðarmynstri sem þar tíðkast. Sem dæmi má nefna að útgerð er ó- víða eins fjölbreytt og við Breiða- fjörð þar sem nánast allar veiðiað- ferðir eru stundaðar með nánast öll- um gerðum skipa og á þessi lýsing á því engan veginn við eða er í það minnsta ónákvæm. Allt í þessari skilgreiningu sjávarútvegsins er í líkingu við þetta og þegar litið er á kaflann þar sem metnir eru “veik- leikar” byggðanna heldur vitleysan áfram. Hvað liggur t.d. á bak við þessa fullyrðingu? “Varhugaverð höfn í Stykkishólmi. Mikill munur er á flóði og fjöru við Stykkishólm, sem gerir hafnaraðstöðu þar erfiða”. Þessi fullyrðing er óskiljanleg því í Stykkishólmi er hafharaðstaða ákaf- lega góð og séu einhverjir gallar á henni eru það alls ekki þessir. Til “ógnana” svæðisins er talin: “Skert flutningsþjónusta, frekari sameining flutningafyrirtækja og skert sam- keppnisaðstaða smárra flutningsað- ila gagnvart þeim stóru gæti skert vöruflutningaþjónustu á svæðinu. Það gæti m.a. komið niður á fisk- flutningum”. Frá Grundarfirði og Snæfellsbæ gerir út langstærsta flutningafyrirtæki í einkaeigu á Is- landi. Þetta fýrirtæki hefur auk þess sérhæft sig í fiskflutningum. Iðnaður Kafhnn um iðnað í sjávarbyggð- um á Vesturlandi er eflaust ein at- hyglisverðasta sönnun þess hve h't- il þekking býr að baki þessari skýrslu. I þessum kafla stendur þetta um “styrk” iðnaðar tengdum sjávarútvegi: “ I þéttbýliskjörnun- um víða á Snæfellsnesi er iðnaður tengdur sjávarútvegsgreinum, svo sem netaverkstæði, beinaverk- smiðja og fleira”. Svo mörg voru þau orð. I sama kafla um Vestfirði stendur hinsvegar: “A Vestfjörðum eru framsækin fyrirtæki, sem fram- leiða búnað fyrir sjávarútveg, auk þess sem þær þjóna sjávarútvegs- fyrirtækjum á ýmsan hátt. Plast- verkstæði (oft í tengslum við vél- smiðjur eða rafvirkja) þjóna smá- bátflotanum. A Isafirði er ísverk- smiðja, sem sér sjómönnum fyrir ís, og dæmi um aðra þjónustu eru fiskmarkaðir og fleira”.Þetta er nú svolítið annað enda engin vanda- mál þarna. Það sem hinsvegar er dapurlegt er að ekki eru gerð skil fjölmörgum mjög góðum þjón- ustu- og iðnfyrirtækjum sem þjóna sjávarútvegi hér á Snæfellsnesi. “Styrkur” þessarar þjónustu er lík- lega hvergi meiri en einmitt á Snæfellsnesi. Um “ógnun” við svæðið segir: “Aukning flutnigs- kostnaðar mundi veikja rekstar- grundvöll iðnfyrirtækja á svæð- inu”. Og: “Samkeppni um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar ógnar rekstrargrundvelli iðnfyrirtækja á svæðinu”. í þeim greinum sem þarna eru nefndar er mikið mann- val sem bæði í launum og tækifær- um er ekkert síðra en er á Reykja- víkursvæðinu og hafa verktakar af svæðinu sótt mikið inn á önnur svæði og þá ekkert síður inn á höf- uðborgarsvæðið. Þá eru á svæðinu öflug og vel tæknivædd fyrirtæki á öllum þessum sviðum. Onnur þjónusta Það væri auðvitað allt of mikið mál að telja upp alla þá þætti sem þessi skýrsla nær til, þó verður ekki hjá því komist að víkja að þeim flestum til þess að gefa fólki mynd af kunnáttu og þekkingu þeirra sem að skýrslunni standa. “Styrkur” fyr- irtækjaþjónustu er þessi: “Á Vestur- landi er rekstrar- og reiknings- haldsþjónusta, og víða öflug banka- þjónusta”. Ekki orð meira um það, en í kaflanum um “tækifæri” í samgöngum svæðisins er talinn “nýr vegur um Bröttubrekku”. í kafla sem heitir “Upplýsingartækni, nýsköpun, rannsóknir og þróunar- starf í sjávarbyggðunum á Verstur- landi” er Hafrannsóknarútibúið í Olafsvík eitt talið og "tækifærin” eru talin felast í fjárfestingarsjóð- um. Metnaðarfull þjónusta I kafla um verslun og þjónustu í sjávarbyggðum á Vesturlandi er styrkurinn talinn felast í “lágu vöru- verði í nágrenninu”. Hvað er fólkið að meina? Það sem er sannleiks- broddur í þessu er að dagvöruverslun á erfitt með samkeppni við stórmark- aði í Reykjavík en er hinsvegar að standa sig ljómandi vel þrátt fyrir það. Onnur verslunarþjónusta á Snæfellsnesi er síst verri en annars- staðar gerist og eru mörg dæmi um metnaðarfullan reksmr í verslun, í gjafavöru, famaði, byggingarvörum og fjölmörgu öðru. Þessi fyrirtæki eru flest að bjóða fyllilega sambæri- legt verð við höfuðborgarsvæðið. Gaman væri að fá upplýsingar um hvaða kannanir bendi til þeirra nið- urstaðna sem skýrsluhöfundar fá um þessi atriði. Um ferðaþjónustuna er síðan fjall- að í sérstakri greiningu og er hún minna vitlaus en flestar hinna, þó vekur það athygli að undir liðnum náttúruperlur er aðeins Snæfellsjök- ull talinn. Það er höfundi nokkur vorkunn að þurfa að telja upp allar þær náttúruperlur sem á Snæfellsnesi finnast. Þó á engan sé hallað vekur það athygli að ekkert er minnst á Breiðafjarðareyjar eða þá ferðaþjón- usm sem þar er rekin og er einhver hin framsæknasta sem þekkist á ís- landi. Umhverfið Þessi kafli er alveg makalaus! Það þarf ekki mikla þekkingu á Snæfells- nesi til að setja spumingamerki við kaflann um fegrun þéttbýliskjama. Þar er þetta tahð sem “styrkur” á svæðinu: “Á nokkmm stöðum á Snæ- fellsnesi hefur verið gert átak í fegrun þéttbýliskjama. í Olafsvík er verið að byggja upp söfh og gera upp hús með það markmið að gera staðinn aðlað- andi fyrir ferðamenn. Sama má segja um Stykkishólm varðandi ferðir í Breiðafjarðareyjar og þar liggur fyrir skipulag miðsvæðis bæjarins. Þetta skilar sér í bættu umhverfi, en lítið gerist t.d. á Hellissandi og Rifi”. Því- lík endemis samsuða. Væri þetta rit- gerð skrifúð fyrir einhvem bekk í Grannskóla væri ekki gefin há ein- kunn fyrir. Margverðlaunuð byggðarlög Það er staðreynd að öll byggðar- lögin sem í hlut eiga era ákaflega snyrtileg og þykja meðal fegurstu byggðarlaga á íslandi og hafa sveitar- félög, fyrirtæki og einstaklingar hlot- ið viðurkenningar í umhverfismálum og fyrir fegrun og ffamsækna um- hverfisstefnu. Það hefði ef til vill ver- ið sanngjamara að nefna “Olafsvíkur- yfirlýsinguna” og Staðardagskrá 21 og það framkvæði sem Snæfellsbær hefur átt í þessum málaflokki heldur en að bulla um gömul hús. En um endurbyggingu gamalla húsa er það að segja að þar sem þau á annað borð era til hefur myndarlega verið staðið að endurgerð og hefúr Stykkishólm- ur þar nokkra sérstöðu enda þar mörg og merkileg gömul hús. Þessi vilji hefur einnig sýnt sig í Olafsvík og ekld síður á Hellissandi þar sem at- hyglisverð uppbygging hefur átt sér stað t.d. í sjómannagarði ofl. í Rifi og Grandarfirði era engin gömul hús en snyrtimennska þar en engu minni. Að skjóta ferðum í Breiðafjarðareyjar inn í þennan kafla og nefna þær ekki í ferðamennsku er auðvitað enn ein sönnun á gæðum þessarar skýrslu. Menning Þegar að þessum kafla kemur fer lesningin fyrst að verða virkilega skemmtileg og geðvonska yfir vit- leysunum hverfur alveg. Nú er þetta orðið eins og draumur. Það getur ekki verið að um alvöra sé að ræða. Þetta er bara áramótaskaup Byggða- stofnunar. Eða hvað finnst fólki um þennan “styrk” sem talin er fremstur í menninguna á Snæfellsnesi: “Tón- listarskólar eru á öllum stöðum, t.d. Mnrgir staSir á Snæfellsnesi hafia hlotið verðlaun í umhverfismálum. Ntí síóast Ferða- þjánustan á Brekkubæ sem í haust hlatit “Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs I Olafsvík stendur félagsheimilið Klif sem er eitt það glæsilegasta á landinu. Skipulag og hönnun hússins gerir það einkar þægilegt til skemmtana, menningarviSburða og ráð- stefnuhalds. Mikill samhugur er meðal ibtíanna að búa þetta hiís sem best, mí síðast með kaupum á glæsilegum flygli. Mynd IH. Sjómannagarðurinn á Hellissandi. Ovíða á landinu ftnnst samfélag sem jafn einhuga er um sögu sína og minjar eins og Hellissandur. Mynd IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.