Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.01.2001, Blaðsíða 14
14 FOSTUDAGUR 12. JANUAR 2001 oalðSUnu^ Heimsókn til Halifaxhrepps Sendinefnd Halifaxklúbbsins vitni að óvæntum ósigri Þegar sá undradráttur lá fyrir að hið ástsæla og hugumprúða knatt- spymulið Halifaxhrepps skildi kappi etja við íslenska málahða í Stokkseyri (Stoke) lá það strax ljóst fyrir að Skessuhom sem mál- gagn Hahfaxhrepps á Islandi og Islenski Halifaxklúbburinn kæmust vart hjá því að hafa sína fulltrúa viðstadda á þessum ein- staka íþróttaviðburði. Því vom þeir Hjörtur Hjartarson og Gísli Einarsson úmefndir sérstakir sendifulltrúar Islands á leik Hali- fáxhrepps og Stokkseyrar á Skeið- velli (The Shay) þriðjudaginn 9. janúar. Hlutverk þeirra var að kynna nýja strauma og stefnur fyrir sparkhetjum Halifaxa, skjóta Stokkverjum skelk í bringu og tryggja heiðarlegan og ó- vilhallan fréttaflutning af atburðum á Skeiðvelli. Eftir að hafa flækst um fjöll og fyrnindi engilsaxneskra dögum saman í því skyni að kynna sér sparkvenjur á hverri náströnd og krummaskuði komu fulltrúar Hali- faxklúbbsins til fyrirheima hrepps- ins síðastliðið mánudagskvöld. Héraðsfréttablöð, útvarps- og sjón- varpsstöðvar og aðrir fjölmiðlar Kaldadalsskíris (Calderdaleshire) höfðu beðið komu þeirra með ó- þreyju og var því ekki laust við að öngþveiti skapaðist í móttökunni á Hvítasvanshótelinu (WhiteSwan- Hotel) í miðbæ Halifax fram eftir degi á þriðjudag. Blandað geði Um leið og færi gafst hófust út- sendaramir handa við að blanda geði. Fóm þeir víða um völl og könnuðu alla hóla og gmndir í Kaldadal (Calderdale) í fylgd Aðalsteins Bak- ara, (Allan Baker) eins helsta stuðn- ingsmanns Halifax. Ræddu þeir við heimamenn, jafiit óbreytta smðn- ingsmenn sem hærra setta. Snemma dags fóra þeir í fylgd Ríkarðar Bark- arsonar (Richard Barker) aðstoðar- ffamkvæmdastjóra og Andrésar ffá Títuprjónsakri (Andrew Pinfield) auglýsingastjóra, á sjálfan Skeiðvöll- inn (The Shay) til að kanna aðstæður fyrir kvöldið. Þá fór sendinefhdin í kynnisferð á héraðsfféttablað sýsl- unnar, Kvöldkúrinn (The Evening Courier) og á byggðasöfn, bjórknæp- ur og fleiri áhugaverða staði. Iburðarmikill og ríkmannlegur stíll bygginga héraðsins kom sendi- fulltmunum á óvart en þrátt fyrir að Halifaxhreppur, með sína 80 þúsund íbúa, sé ekki nema ígildi Skorradals miðað við höfðatölu þá var þetta einn ríkast hrepptn Bretlandseyja á áram áðm. Halifax var ein helsta vaðmáls- ffamleiðsluborg Evrópu og þar var einnig öflugur stáliðnaður á sinni tíð. I dag lifia menn þar hinsvegar mest á verðbréfabraski og bankastarfsemi. glt ffffe Aðalsteinn Bakari ásamt tveimur stiílkum úr Halifaxhreppi FJÖLBRAUTASKOLI VESTURLANDS Á AKRANESI ' ......................................................................................................... .... .......mMMRNNM Umsóknarfrestur um nóm á vorönn 2001 er Hl 19. janúar. UmsóknareyðublöS má fá í skólanum (send ef óskaS er) og á heímasíSunni (www.fva.is). Vorönn hefst 5. febrúar og lýkur 31. maí. Innritunargjöld í dagskóla- og í utanskólanámi eru kr. 3000 á önn. Utanskólanám í 1 -3 áfönqum qetur hentað beim vel sem vilja stunda nam samhliða starfi. Kvöldskóli: Meistaranám (almennur hluti) til meistararéttinda í iðnqreinum verÓur í boði ef pátttaka veröur næq. Álmenni hlutinn er 26 einingar og stefnt aS því aö kenna hann á tveimur önnum. Kennslugjald er kr. 35.000 á önn. Upplýsingar um nám í FVA eru veittar í síma 431 -2544. Munið 19. janúar! Skólameistari Islenska sendinejhdin ásamt Páli Brisveila knattspymustjóra Halifax * A skeiðvelli Fljótlega að síðdegisteinu loknu kom að stóra stundinni. Þá var ís- lensku sendinefndinni boðið til kvöldverðar í Félagsheimili Halifax- hrepps þar sem boðið var upp á for- láta kássu að hætti heimamanna og ó- grynni af öli en eins og ffam hefur komið í fjölmiðlum vora fulltrúar Skessuhoms heiðursgestir stjórnar Halfifax á leiknum sem var að sjálf- sögðu ómetanlegur heiður. Stemmingin á Skeiðvelli var afar góð um kvöldið. Heimamenn fjöl- menntu á völlinn og studdu sína menn dyggilega. Leikmenn kunnu enda vel að meta það og léku við hvern sinn fingur þótt það eigi kannski ekki við í knattspymu. Ekki minnkaði kátínan þegar Halifaxar voru allt í einu komnir tveimur mörkum yfir en eins og ffam kemur hér annars staðar á síðunni jöfhuðu Stokkverjar ódrengilega skömmu síðar. Síðan kom reiðarslagið þvert á allt réttlæti og skynsemi þegar Bjami Skagamaður skoraði sigurmarkið löngu eftir að venjulegum leiktíma lauk. Þrátt fyrir þessi ósanngjömu úrslit vora kappar Halifaxa kátir að leik loknum og í síðari kvöldverði dagsins léku þeir á alls oddi. Jafhvel örlaði á brosi hjá Páli Brisveila (Paul Braiswell) sem er þó að jafhaði ekki brosgjamt. Þrátt fyrir að það hafi verið von- brigði að fylgjast með óvæntu tapi Halifaxkappa var sendifulltrúunum íslensku hlýtt um hjartarætur þegar þeir kvöddu Halifaxhrepp með tár í hvörmum að morgni miðvikudags enda voru mótttökurnar höfðing- legar og ferðin öll hin ánægjuleg- asta. GE Auðhyggjan bar íþróttaandann ofurliði Stokkverjar dansa kringum Gullkálfinn Frœknir Faxar fagna einkar drnigilegu marki. Myndir FIH/GE Á síðustu mínútu leiks Halifax og Stokkverja (Stoke) mátti heyra leik- inn flautaðan af. Faxar hlýddu merk- inu, eins og skylt er og námu staðar til að gera sig klára fyrir ffamleng- ingu. En það var ekki dómarinn sem hafði flautað. Hljóðið kom úr annarri átt. Einhverra hluta vegna koma þetta Stokkverjum ekki á ó- vart, þeir héldu áfram. Það var Bjami Guðjónsson (Beamie Mana- gerson) sem öðra sinni skoraði afar ljótt mark. Þá flautaði dómarinn og er því ljóst að Stokkverjar halda keppni eftír, en Faxar munu hefna þessara harma þótt síðar verði. Á leið út af vellinum tautaði áhorf- andi nokkur heldur ókátur: Stynja ogfreta Stokkvetjar í stympingum slakir eru í sendmgimum sigra þeir með peningimmn. En eins og sönnum fþróttamönn- um sæmir átöldu fulltrúar Halifax- vefjarins, hinir íslensku stuðnings- menn liðsins áhorfandann fyrir þessa bölsýni. Þrátt fyrir allt léku Faxar betur í leiknum og yfirspiluðu Stokkverja lengst af og hafa fulla á- stæðu til að eta, drekka og vera glað- ir að hætti fornra kappa. Því tíl árétt- ingar ortí Hjörtur: Avallt standa Faxarfyrir sínufastir fimastir og aldrei hastir allra sveina smáfríðastir... Bjami banar Haliföxum Stokkverjum var auðsjánlega brugðið við nærvera fulltúra Hins íslenska Halifaxklúbbs, en þeir vora gestir í heiðursstúku vallarins. Stokkverjar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið er þeir mættu íslensku Faxverjunum. Landar þeirra í liði Stokkverja (sem era hátt á annan eða þriðja mginn) urðu afar eirðarlausir og og vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Þeir vissu að öll ís- lenska þjóðin heldur með Halifax að ffátöldum fáeinum áhættufjárfestum sem keypt hafa hlut í Stokkseyrarbakka. Stefán Halifax- kappi Vagnsson (Steve Kerrigan) nýtti sér dáðleysi Stokkverja og skoraði með afar drengilegum skalla eftir einkar prúðmannlega fyrirgjöf frá Stefáni Tómassyni (Steve Thompson). Stundarfjórðungi síðar bætti Garðar Jónsson (Gary Jones) öðra marki við, ekki síður glæstu. Það skal skýrt tekið ffam að Garðar þessi er ekki Garðar málari Jónsson á Akranesi, þótt nafnar séu og knáir knattspyrnumenn báðir. Meðan Faxar vora ennþá að fagna markinu laumaðist Ríkharður nokkur Daða- son (Richard Dude) lúalega upp kantinn og skoraði fram hjá Lárasi Bryta. Aftur var allt óréttlæti heims- ins á einum stað þegar Bjami Guð- jónsson (Bernie Managerson) náði boltanum á vallarhelmingi Faxa og skoraði afar ókurteislega. Þar sem hvort lið hafði þar með skorað tvö mörk var staðan orðin tvö - tvö. Þannig stóðu leikar allt ffam á síð- ustu sekúndurnar en ljúff er að geta þess að allan síðari hálfleikinn léku Halifaxar sér að Stokkverjum líkt og mús að ketti. Þrátt fyrir það náðu þeir ekki að bæta við marki og grimmd örlaganna hagaði því þannig að þegar komið var langt ffam yfir eðlilegan háttatíma skoraði Bjami sitt annað mark í leiknum og gerði þar með út um bikardrauma Halifaxa. Þoli ekki að tapa Eins og komið hefur ffam í fjöl- miðlum er Páll Brisveill (Paul Braiswell) Halifaxstjóri fyrrum leik- maður Stokkseyrar. Var Páll nokkuð þungur á brún þrátt fyrir að hans menn hefðu leikið af mikilli karl- mennsku og kunnáttusamlega. Vim- að hann utanbókar í núvemdi spark- stjóra Akurnesinga og kvaðst bara einfaldlega ekki þola að tapa. I sam- tali við Skessuhorn kvaðst Páll nokk- uð ánægður með ákveðna hluti þótt enn væri eftír að lagfæra ýmsa hluti í leik liðsins, ekki síst vamarleikinn en þar ríkir á köflum ákveðið aðgerðar- leysi og “anarkí”. Aðspurður játti hann því að hann hyggði á fjárfest- ingar í nýjum og notuðum boltabull- um en samkvæmt heimildum Skessuhorn er einnig ætlunin að losa sig við leikmenn sem legið hafa ó- notaðir í geymslum félagsins mán- uðum saman og rýma þannig til fyr- ir nýjum stjömum. Tók hann því ckki fjarri að líta á íslenskar bolta- bullur næsta sumar og taka þá budd- una með sér. Það er því ekki ólíklegt að Páll komi hingað tíl lands í vor í kaupstaðarferð í boði Halifaxklúbbs- ins. BMK/GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.