Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 18.01.2001, Qupperneq 3

Skessuhorn - 18.01.2001, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 3 •jnJCi99LltU/u. j Hitaveita Dalabyggðar Bændur óánægðir með gjaldskrá Framkvæmdir við Hitaveitu Dalabyggðar ganga vel. Veitan var formlega opnuð af iðnaðarráðherra skömmu fyrir jól og nú hafa um 40 notendur tengst veitunni. Þó eru ekki allir ánægðir og hafa bændur sem kost eiga á að taka inn hitaveit- unni gert athugasemdir við tengigjöldin. “Jú það er rétt. Það hafa komið fram óskir um breyt- ingar á reglugerð og gjaldskrá en við höfum ekki fengið það skriflegt í hverju þær óskir felast nákvæm- lega,” segir Einar Mathiesen sveit- arstjóri Dalabyggðar. “Það sem menn eru óánægðir með, eftir því sem ég best fæ skilið, er að tengigjöldin eru hættir í sveitunum en á móti kemur að orkugjöldin eru lægri. Ég legg hinsvegar áherslu á að gjaldskráin er með þeim hætti sem kynnt var fyrir væntanlegum notendum á vormánuðum 1999,”segir Einar. Einar segir að stjórn veitunnar muni á næstu dögum skoða óskir bændanna. GE Fleira en bílar getaS endaö úti í skurði eins og sannaðist í hvassviðrimi á laugardag en þdfauk þessi vinnuskúr vií Garðagrund á Akranesi um koll- og hafnaði á hvolfi úti í skurði. Óvemlegt tjón varð og engin óhöpp áfólki enda skúrinn mannlaus þegar hann fóráflakk. Mynd: K.K. Hermann Amason sláturbússtjóri SS við nautsskrokkana. Mynd: Magnús Hlynur Risa naut úr Svínadal Tveimur nautum var slátrað hjá SS á Selfossi þriðjudaginn 9. jan- úar. s.l.. Það merkilega við þessa gripi er þyngd þeirra mið- að við ungan aldur, en þeir eru aðeins 22 mánaða. Annan naut- ið vóg 380,2 kíló. og hitt 390,8 kíló og bæði nautin fóru í UN I úrval A sem er glæsilegur árang- ur. Þá má einnig geta þess að tuddamir risavöxnu eru tvíburar. Nautin komu frá Reyni Ásgeirs- syni á Svarfhóli í Svínadal. „Þetta eru fallegustu gripir sem hafa kom- ið til okkar síðustu ár, það er eng- inn vafi, sérstaklega með tilliti til fitunar“,sagði Hermann Arnason, sláturhússtjóri hjá SS. Þess ber að geta að nautin gengu undir kúnni fyrsta árið en þau voru fædd 15. mars 1999.Hermann taldi nautin vera þau stærstu sem slátrað hefði verið hér á landi miðað við aldur. Bóndinn fær 350 krónur fyrir kílóið frá SS og reikni nú hver fyr- ir slg- Magnús Hlynur Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi VID VILIUM MINNA YKKUR A HINN RÖMADA ÞORRAMAT FRÁ OKKUR Þrjár tegundir af síld, ný sviðasulta, súr lundabaggi, hangikjöt, heitur pottréttur, smjör, hákarl, kartöflumús, súrir hrútspungar, súr svínasulta, súrir bringukollar, súrar grísatær, saltkjöt, magall, flatkökur, ítalskt salat, (súrar lambalappir), súr sviðasulta, ný svínasulta, súr lifrapysla, soðin svið, gróf hrossabjúgu, harðfiskur, rúgbrauð, rófustappa og kjúklingabitar Verö pr. mann kr. 1.680,- Leítið tilboóa fyrir tiópa Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi Sími4372345 Framköllunarþjónustan í Borgamesi býður nú uppá glœsilega viðbót í framköllun: Ný stafræn framköllunarvél - sú fullkomnasta a landinu Framköllum APS filmur Stækkum allt upp í 25*38 cm (litfilmur; slides, svart/hvítar filmur) Hvítur eba engin rammi Yfirlitsmynd fylgir bæði APS og 35 mm. framköllun Breytum litmyndum í svart/hvítar eoa SEPIA allt eftir þörfum hvers og eins Móttökustaöir um allt Vesturland FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. V. 310 BORGARNESI - S. 437-1055 - í fararbroddi á nýrri öld j

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.