Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 18.01.2001, Page 8

Skessuhorn - 18.01.2001, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 infSslriUb. Grundarí) arðarhöfin Haftiarframkvæmd ekki matsskyld Nú liggur það fyrir að fram- kvæmdir við Grundaríjarðarhöfii eru ekki umhverfismatskyldar að mati Skipulagsstoftmnar. Forsaga málsins er sú að í haust var ráð- gert að hefja ffamkvæmdir við dælingu burðareftiis eða púða undir 100 metra lengingu Haf- skipabryggju í Grundarfjarðar- höfh. Lög um umhverfismat virt- ust geta átt við um nokkra hluta ffamkvæmdarinnar og kom þar til greina bæði mannvirkið sjálff og ekki síður efhistaka á sjávar- botni. Lýsing á framkvæmd I lýsingu á framkvæmdinni kemur farm að fyrirhugað er að lengja Stórubryggju með um 100 m langri og 40 m breiðri fyllingu, með stál- þilskanti að innanverðu og ölduvörn að utanverðu. Framkvæmdin þjónar þeim tilgangi að bæta úr þörf á við- legu- og löndunarplássi fyrir stór skip er rista 6 m eða meira og skjóta þannig styrkari stoðum undir at- vinnulíf í Grundarfirði þar sem um 55% starfa byggir á sjávarútvegi. Fram kemur að framkvæmdin auki einnig öryggi skipa og báta í höfh- inni þar sem ölduhreyfmg verður minni. Skipta þarf um efni undir væntanlegu stálþili og verður um 3.500 m2 af efni dælt þaðan upp á fyllingarsvæðið. Gert er ráð fyrir að dæla um 100.000 m2 af fyllingarefhi af sjávarbotni, fyrir botni Grundar- fjarðar og setja undir bryggjuna en að efni í garðinn verði síðan ekið út frá landi. Gert er ráð fyrir að kjarna- efni, um 38.000 m2, verði sótt í námu í Klifi, skammt vestan Grund- arfjarðar og efni í grjótvörn, 9.800 m3, annað hvort í námu í Efri- Höfða á Rifi eða í botn námu í Mjósundahrauni við austanverðan Kolgrafarfjörð. Umsagnir Skipulagsstofnun leitaði umsagn- ar fjölda aðila sem þurfa að gefa um- sögn lögum samkvæmt. Leitað var álits Eyrarsveitar, Náttúruverndar ríkisins, Hafrannsóknastofnunar- innar, Hollustuverndar ríkisins, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytis, Þjóð- minjasafns Islands og Breiðafjarðar- nefndar. Umsagnaraðilar, að Nátt- úruvernd ríkisins og Breiðafjarðar- nefhd undanskildum, telja að ofan- greind ffamkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. I niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir. “Um er að ræða hafnargerð og efnistöku sem samkvæmt 6. gr. og liðum 2a og 13a í 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum ber að tilkynna til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu. Lenging Stóru- bryggju og efhistaka af sjávarbotni í Grundarfirði er að öllu leyti utan við stórstraums- Si SIMGNNTUNAR rw MIÐSTÖÐIN NAMSKEIÐ A NÆSTUNNI Nótnalestur og raddbeiting í Grunnskólanum í Borgarnesí Kennari: Jacek Tosik Warzawiak Mán. 22,jan. til 26.feb. kl 20:30 til 22:30 Verð 8000,- Sími: 437 2390 og www.simenntun.is Námsvísirínn er á leiðinn til þín - skráðu þig um leið og þú finnur námskeið við hæfi! BÖRGARBYGGÐ Frá leikskólanum Klettaborg Borgarnesi: - LEIKSKÓLAKENNARA - vantarfrá og með í. mars eða eftir samkomulagi I mars verður opnað útibú frá leikskólanum að Mávakletti 14. Fyrir er leikskólinn 3ja deildá fvrir börn á aldrinum 2-6 ára. Megináhersla er lögð á mannleg samskipti og skapandi starf. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2001. Nánari upplýsingar veita leikskólastiórar í síma 43? 1425, Helga eða Ragnhildxu*. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar, kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur. Einnig vantar starfskraft í ræstingar í „Mávaklett“ fjöruborð”. Skipulagsstofhun gerir hinsvegar lítið úr and- stöðu Breiðafjarðarnefndar og segir. “Samkvæmt lögum nr. 54/1995, um verndun Breiðafjarðar, ná ákvæði lag- anna til „eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum“. Fyrirhuguð fram- kvæmd fellur því ekki undir lögin”. Niðurstaða Það vekur hinsvegar at- hygli hve margir hlutir virð- ist hafa áhrif á ákvarðanatöku sem þessa ef gripið er niður í álitsgerð Skipulagsstofnunar, um framkvæmdina sjálfa, má lesa eftirfarandi. “Um 1,5 hektara svæði á sjávarbotni, á um 8 -13 m dýpi, framundan núverandi bryggju mun fara undir fýllingu og telur Skipulags- stofnun að hún muni ekki hafa í för ineð sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til liða li, 2i, iiib og ivb í 3. viðauka laga nr. 106 /2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sjónræn á- hrif af hafnargarðinum teljast ekki umtalsverð. Tímabundinn hávaði við niðurrekstur stálþils og vegna umferðar efhisflutningabíla telst á- sættanlegur enda verði staðið að niðurrekstri stálþilsins í samræmi A þessari teikningu se'st vel fyrirhuguð stækkun sem um það bil tvöfaldar vinnurými Grundar- fjuriíarhafiiar. við reglugerð nr. 933/1999 um há- vaða.” Við ákvörðun um efnistök- una leggur Skipulagsstofnun til grundvallar álit Hafrannsóknar- stofnunar. “Hafrannsóknastofnunin telur ekki líkur á að veruleg röskun verði á fiskveiðum eða öðrum sjáv- arnytjum á efnistökusvæðinu. Um sé að ræða malarbotn og því ólíklegt að þar sé til staðar auðugt botndýra- líf auk þess sem flatarmál svæðisins sé tiltölulega lítið. Samkvæmt upp- lýsingum Siglingastofnunar sé ekki búist við því að gryfjan hafi áhrif á strauma eða öldu og áhrif hennar á landi verði óveruleg”. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er því sú að fyrirhuguð lenging Stóru- bryggju í Grundarfirði og efnistaka af sjávarbotni í Grundarfirði, vegna þeirrar framkvæmdar skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. IH Ekki allt sorp í Fíflholtin enn Það hefur vakið nokkra athygli að þó að nokkuð sé liðið frá því að farið var að taka á móti sorpi til urðunar í Fíflholtum hafa ekki öll sveitarfélög nýtt sér þá þjónustu. Talsvert er síðan farið var að aka heimilissorpi og öðru pressanlegu sorpi frá Stykkishólmi í Fíflholt. Svipaður háttur er á í Grundar- firði eftir að urðunarleyfi sorp- hauganna í Grundarfirði rann út um áramót. I Snæfellsbæ er nú unnið að uppsetningu gámastöðv- ar og endurskoðun á þessum þjónustuþætti sveitarfélagsins. Margt hefur orðið til að tefja framgang þessa máls, margir hafa gangrýnt samstöðuleysi sveitarfé- laganna í skipulagningu þessarar þjónustu, þá hefur einnig verið á það bent að það sé ákveðið vanda- mál með gámavæðingu, sérstak- lega hvað snýr að minni fyrirtækj- l I M l Frá Fíflholtmn um sem hafa eins og aðrir haft op- inn og frían aðgang að sorphaug- um. Stærri fyrirtæki eru hinsvegar flest komin með gáma og samning um losun. “Almennt séð eru þessi mál ekki i þeim farvegi sem stjórnendur sveitarfélaganna vildu sjá og mönnum óraði ekki fyrir því hve erfitt er að koma þessum málum í höfn. Það er einfaldlega ekki fullur skilningur á því að það kosti peninga að losa sig við sorp og því meira sem það er betur gert,” sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. III Fyrirlestur í kvöld í Snorrastofti: Af skáldkonu frá Höfri í Melasveit Hin merka bprgfirska skáld- kona, Steinunn Finnsdóttir, verð- ur næsta viðfangsefni Snorrastofu. I kvöld mun Bergljót S. Kristjáns- dóttir, dósent í íslenskum bók- menntum, flytja fyrirlesturinn „Brúðarefni hunds í ham”. Um skáldskap Steinunnar Finnsdóttur í Snorrastofu í Reykholti. Hefst dagskráin kl. 21.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær Steinunn fæddist og dó, en fæðingarár hennar er líklega 1641 og vitað er að hún var enn a lífi 1710. Hún bjó í Höfn í Mela- sveit og er fyrsta nafngreinda ís- lenska konan, sem mikið af skáld- skap er varðveitt eftir. Hún orti m.a. rímurnar Snækóngsrímur og Hyndlurímur, sem eru elstu rímur eftir íslenska konu. Þá orti hún mikið af kappakvæðum, víkivök- um og lausavísum, þar sem mikilla áhrifa gætir frá forníslenskum bókmenntum. Rímurnar voru gefnar út 1950 í ritröð Rímnafé- lagsins (III) af Bjarna Vilhjálms- sýni. Fyrirlesari kvöldsins, Bergljót S. Kristjánsdóttir, hefur rannsakað skáldskap Steinunnar og ritað um hann greinar. Ein þeirra birtist í bókinni Guðamjöður og Arnar- leir, sem Sverrir Tómasson rit- stýrði. Bókin er safn greina um hvernig íslensk skáld allt fram á 20. öld hafa notfært sér efni úr fornum goðsögnum og nýtt sér skáldskaparmál Eddu Snorra Sturlusonar. Greinarnar eru ís- lenskt framlag alþjóðlegs rann- sóknarverkefnis um áhrif Eddu- kvæða og Snorra Eddu á ensku, þýsku og norrænu málsvæði. Sú rannsókn hófst 1989 og var gerð . að frumkvæði Lars Lönnroths, prófessors í bókmenntum við Há- skólann í Gautaborg. Bergljót stundaði nám á cand. mag. stigi í íslenskum bókmennt- um við Háskóla Islands og lauk doktorsprófi frá EMAU í Greifswald 1987. Hún hefur starf- að sem kennari í fjölda ára og er sem stendur dósent í íslenskum bókmenntum við háskólann. Fyrirlestur sinn mun Bergljót sem fyrr segir halda í kvöld kl. 21.00 í Snorrastofu. Aðgangseyrir er 400 kr. og eru allir sem tök hafa á eindregið hvattir til að koma. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.