Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 08.03.2001, Page 4

Skessuhorn - 08.03.2001, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 ^niísaum/^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Bla5amenn: Sigrón Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 Próforkalestur: Ásthildur Mognúsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: ísofoldarprentsmiðja hf rilstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihons@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt tll áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Afþjófum ogbófum Gísli Einarsson, ritstjóri. Eftir nákvæma endurskoðun á mínu heimilisbókhaldi hef ég komist að því að ég er á degi hverjum að verða af umtalsverðum tekjum. Eg er hlunnfarinn, svikinn og prettaður og ófrómir menn sitja um það allan sólar- hringinn að ræna mig og féfletta sem mest þeir mega. Vikulega sendi ég frá mér ómetanleg menningarverkefhi í ræðu og riti. Orð sem er svo haganlega raðað saman að jafnvel ólæsir menn kikna í hnjánum. Setningar sem eru svo áferðarfallegar að jafhvel harðsvíruðustu ribbaldar komast við og vökna í hvörmum. Stílfærni minni og list- fengi verður ekki með orðum lýst, ekki einu sinni mín- um. Að undanförnu hef ég hinsvegar veitt því athygli að ó- prúttnir aðilar hafa vísvitandi og blygðunarlaust látið greipar sópa í mínu orðasafni. Eg hef bæði heyrt og les- ið orð og jafhvel heilar setningar sem ég hef birt á prenti eða sagt í fjölmenni en aðrir hafa gert að sínum. Þrátt fyrir það hef ég engar greiðslur fengið fyrir afnot af orð- um mínum, jafnvel þótt þessi iðja hafi verið stunduð um langa hríð og ítrekað. Fyrr í dag hlustaði ég á hæstvirtan menntamálaráðherra flytja ræðu. Hún var að vísu stutt en samt sem áður kenndi ég þar fjölmörg orð sem ég hafði notað í forystu- grein Skessuhorns fáum dögum áður og ráðherra hafði greinilega tekið ófrjálsri hendi og notaði þarna án leyf- is. Þeim var að vísu ekki raðað á nákvæmlega sama hátt og ég gerði en hann blekkir mig ekki með svo einföld- um brögðum. Orðin voru svo greinilega stolin, frá mér. Að ræðuhöldum loknum hitti ég Björn en ekki hvarflaði að honum að bjóða mér greiðslu fyrir orðnotkunina hvað þá að þakka fyrir lánið. Til að gæta hagsmuna minn á ég einskis annars úrkosta en að krefjast þess að lagður verði sérstakur orðaskattur á allan þann búnað og hjálpargögn sem mögulegt er að nýta til að að afrita með einum eða öðrum hætti orð og setningar sem ég læt frá mér fara. Undir það hljóta að flokkast tölvur, ritvélar og önnur ritvinnslutæki. Enn- fremur lindarpennar, blek, blýantar og jafnvel fjaðrir. Einnig hverskonar pappír og allt annað efni sem mögu- legt er að rita á. Aukinheldur trjáplöntur sem mögulegt er að einhverntíma kunni að vera notaðar til pappírs- framleiðslu. Að sjálfsögðu á þessi skattur að renna óskiptur til mín að virðisaukaskatti frádregnum. Eg legg til að skatturinn verði hafður ríflegur í upphafi svo hægt verði að lækka hann um helming til að friða lýðinn án þess að ég beri nokkurn skaða af. Greiðsluna má gjarnan inna af hendi í reiðufé í lok hvers mánaðar að Skúlagötu 11 í Borgar- nesi, (gengið inn að affanverðu) Gísli Einarsson, arðrændur lista?naður Fimmtán manns í fiskbolluframleiðslu í Rifi Bjarni Bœrings meö fiskibollumar góðu í vinnslusal fiskréttaverskmiðjunnar í Rifi. MyndlH Þessa dagana er verið að prufu- keyra nýja fiskréttavarksmiðju í Rifi á Snæfellsnesi. Verksmiðjan er í eigu nýs hlutafélags og eru eigendur þess Humall í Reykjavík, Hraðfrystihús Hellissands, Klumba í Olafsvík og Frostfiskur í Þorlákshöfn. Humall hóf starfsemi 1978 og er eitt elsta íýrirtæki á Islandi sem sérhæfir sig í fullvinnslu á fiski í neytendapakkn- ingar og hefur verið leiðandi í ffam- leiðslu sjávarrétta fyrir verslanir, stóreldhús og mötuneyti. Bjarni Bærings er framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis og var framkvæmdar- stjóri Humals. “Eg tók þá ákvörðun á síðasta ári að fá til liðs við mig fisk- vinnslufyrirtæki til þess að fylgja eft- ir þessari framleiðslu. Eg tel mig hafa það langa og góða reynslu af ís- lenska markaðnum og við erum að horfa á þau kynslóðaskipti á mark- aðnum að fólk sem alist hefur upp við þessa vöru, sem börn, er orðið fullorðið og neytir enn þessarar vöru og börn þeirra munu alast upp við hana. Þess vegna verður að álykta sem svo að varan sé komin til að vera og markaðurinn kallar eftir henni.” Með flutningi starfseminar í Rif skapast aukið rými til frekari þróun- ar á fiskréttum fyrir erlendan rnark- að og einnig er mikill kostur að mati Bjama að vera nær því frábæra hrá- efni sem fyrirtækið hefur aðgang að hjá þeim fiskvinnslum sem starfa á svæðinu. Húsnæði verksmiðjunnar hefur verið endurbætt og er orðin glæsileg aðstaða til matvælaffam- leiðslu. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á gæðastýringu og ýmsa aðra þætti áður en starf- semin fer á fullt. Fiskibollur sem fyr- irtækið framleiðir em einkaleyfis- vernduð framleiðsla er hefur hlotið mikið lof hvar sem þær hafa verið kynntar. Þessar fiskibollur em þurr- steiktar og teljast hágæða hollustu- fæða þar sem feiti hefur hvergi kom- ið nærri og engin bragðefni hafa tapast við suðu. Þessi framleiðsla þykir ákaflega líkleg til að ganga vel á mörkuðum erlendis og fyrir því er nokkur reynsla þegar komin. “Við emm ekki byrjaðir að ráða starfsfólk en geram ráð fyrir að 10-15 manns vinni hjá fyrirtækinu þegar allt er komið í gang. Og ef okkar hug- myndir um vömþróun og markaðs- setningu á erlendum mörkuðum gengur eftír má búast við að starfs- mannafjöldi tvöfaldist.” IH Fosshótel vill út en þó ekki Miklar vonir voru bundnar við rekstur Fosshótels í Stykkishólmi og var ráðist í miklar evdurbætur samfara því. Nií er með öllu óljóst hverjir munu reka hótelið á væstu nián- Mynd IH Undanfarið hefur það legið í loftínu að Fosshótel sem reka Hót- el Stykkishólm vilji losna undan samningi um rekstur hótelsins. Nú er í sjónmáli að nýr aðili taki við rekstrinum og eru viðræður þegar hafnar við eiganda hótelsins, Stykk- ishólmsbæ. Fyrirtækið Parhótel sem nú er í viðræðum við Stykkis- hólmsbæ er í eigu manna sem tals- verða þekkingu hafa á hótelrekstri og eru vel kunnugir hótelinu í Stykkishólmi. Þar eru í forystu O- lafur Þorgeirsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Fosshótelanna og Þorgils Þorgilsson fyrrverandi hót- elstjóri Hótel Lindar auk Sæþórs Þorbergssonar sem á síðasta ári lét af starfi hótelstjóra hjá Fosshótel Stykkishólmi. Þessir aðilar hófu viðræður við Stykkishólmsbæ eins og fyrr er getið eftir að Fosshótel óskaði eftir að verða leyst undan samningi. Að því var stefnt að Par- hótel tæki við rekstrinum á uöum. fimmtudag fyrir viku. Þá skyndi- lega snúa Fosshótel-menn við blað- inu og vilja nú ganga frá sínum skuldum og halda áfram rekstri. “Þetta er mjög einkennileg staða og í dag vitum við ekkert hvar þetta endar,” sagði Sæþór Þorbergsson. Ljóst er þó að Fosshótel hafa ein- hvern frest til að ganga frá sínum málum. IH Fjárhagsáætlun Dalabyggðar Aðhald í rekstri sveitarfélagsins Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs er gert ráð fyrir að greiða niður Dalabyggðar fyrir árið 2001 var samþykkt á aukafundi í sveitar- stjórn þann 26. febrúar s.l. I áætl- uninni er gert ráð fyrir að skatttekj- ur sveitarsjóðs nemi um 164 millj- ónum króna og að ráðstöfunartekj- ur verði um 3% hærri en a árinu 2000. Gert er ráð fyrir aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins en ekki er gert ráð fyrir lántökum á árinu. Þá skammtímaskuldir vegna fram- kvæmda á vegum Hitaveitu Dala- byggðar og Dalagistingar ehf. Stærstu einstöku fjárfestingar ársins eru Safn Leifs Eiríkssonar í Búðardal og gámasvæði í Búðardal. Verulega er dregið úr fjárfestingum á milli ára enda var árið 2000 metár í fjárfestingum á vegum sveitarfé- lagsins. GE Lyftan of dýr Þegar hinn glæsilegi flygiil var keyptur í Félagsheimilið Klif í Ólafsvík kom fljódega upp sú hugmynd geyma hljóðfærið und- ir leiksviðinu á lyftupalli. Þessi hugmynd þótti auðvitað glæsileg og mönnum fannst það grand að flygillinn gæti síðan birst upp úr sviðsgólfinu þegar á þyrfti að halda. Eftir talsverðar kannanir á möguleikum þessa þykir ljóst að svona búnaður er mjög dýr. Því hefur nú verið ákveðið að skoða aðrar leiðir til geymslu hljóðfær- isins enda margir möguleikar í stöðunni í rúmgóðu félagsheim- ili. IH Körfukæru vísað frá Héraðsdómstóll UMSB hefur vísað frá kæm Umf. Skallagríms vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn Tindastóli fyrir skömmu. Skallagrímsmenn kröfðust þess að þeim yrði dæmdur sigur eða að leikurinn yrði leikinn að nýju. Héraðsdómstóllinn taldi sig ekki hafa möguleika á að breyta á- kvörðun dómaranna en ávítti þá fyrir slæleg vinnubrögð. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.