Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 22.03.2001, Page 3

Skessuhorn - 22.03.2001, Page 3
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 3 Gervigras- vellir við grunn- skólana? Iþróttanefnd Akraness hefur komið þeirri hugmynd sinni á framfæri við bæjarráð að setja ætti gervigrasvelli við Brekku- bæjarskóla og Grundaskóla í tengslum við einsetningu grunnskólanna sem styttist nú óðum í að verði að veruleika. Bæjarráð tók ekki illa í hug- myndina og heimilaði að meðal annars yrði kannað hver heild- arkostnaður við verkið yrði. Stefán Már Guðmundsson, í- þróttafulltrúi, segir að fram- kvæmdirnar myndu gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum. “Upphitaðir, upplýstir gervigrasvellir myndu gagnast mun fleirum en grunnskóla- nemendum, til dæmis þeim sem æfa fótbolta. Hugmyndin er að vellirnir yrðu nýttir sem í- þróttamannvirki eftir klukkan fimm eða sex og það myndi létta verulega á íþróttahúsun- um en þar er bitist um hvern einasta tíma.” Stefán segir ná- kvæma útreikninga á kostnaði við gervigrasvellina nú vera í fullum gangi. “Þetta var gert í Reykjanesbæ. Þar voru settir vellir við alla grunnskóla bæjar- ins sem eru fjórir talsins og það kostaði um 7 milljónir króna með öllu.” SÓK Yfir 20 kindur heimtar Enn er fé að heimtast af fjalli í Borgarfirði. Leitarmenn sem síðustu vikurnar hafa leitað að hrossum að afrétti Lunddælinga og Andkílinga og í næsta nágrenni hafa fundið yfír tuttugu kindur og komið þeim til byggða. Féð var í þremur hópum en í tveimur þeirra voru hrútar þannig að búast má því að ærnar hafí ekki misst af fengitímanum þótt þær hafi verið á fjöllum uppi. Að sögn leitarmanna var féð í ágætu á- sigkomulagi þrátt fyrir útivistina. GE Hundraðasti fundurinn Síðastliðinn fimmtudag hélt bæjarstjórn Borgarbyggðar sinn hundrað- asta bæjarstjórnarfund. Af því tilefni var fundurinn haldinn í hinu glæsi- lega veiðihúsi við Hítará, í jaðri sveitarfélagsins. Mynd: GE www.skessuhorn.is/adofinni Frábært atburðadagatal iiijp • y'SKur S^isladrif íslensk W f UPPLÝSÍNG^ U PPLYS! NGATÆKN I -takmorkalaus hamingja Hyrnutorgi - 430 2200 - verslun@islensk.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.