Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 22.03.2001, Page 7

Skessuhorn - 22.03.2001, Page 7
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 7 Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita. Mikið er nú rætt og ritað um gin- og klaufaveikina sem nú ríður húsum í útlöndum. Færra heyrist þó um þá staðreynd að þessi sjúkdómur hefur verið landlægur hér á Islandi lengur en elstu menn muna og er síst í rénun. Sjúkdómurinn greinist í nokkra stofna og er skemmst frá því að segja að þeir herja all- ir á okkur landsmenn. Fyrsti stofninn, sem jafn- framt er mest áberandi, lýsir sér þannig að menn drekka of mik- ið gin og verða af því klaufar. Menn fara sér að voða undir á- hrifum, slasa sig og aðra, berja konur sínar, misnota eigin greiðslukort á nektarstöðum og keyra fullir á staur, eða út í skurð á leiðinni heim. Allt af tómum gin- og klaufaskap. Eftir því sem einkenni sjúk- dómsins verða alvarlegri verður sjúklingurinn sannfærðari um að hann geti læknast af eigin rammleik þótt staðreyndin sé hið gagnstæða. Hann fer að missa úr vinnu vegna drykkju, missa minnið við drykkju og missa allt niður um sig vegna klaufaskapar sem orsakast af drykkju. Þetta er gin- og klaufaveiki, stofn A. Annar stofn veikinnar er lúmskari en ekki síður skæður þegar allt kemur til alls. Þessi stofn snýst ekki um það að vera veikur fýrir gini, heldur að vera veikur fyrir í gininu og gína við öllu því æti sem í næst. Veldur þetta sjúklega ofát ógurlegri offitu, og offitan leiðir svo til ó- skaplegs klaufaskapar; gin- og klaufaskapar. Þessi stofn veikinnar er afar hættulegur vegna þess að hinn sjúki er sannfærður um eigið heilbrigði. Þetta fólk ekur lang- ar leiðir, jafnvel um miðjar næt- ur, til þess að svala sárri löngun sinni í mat. Það neytir matar sem er frosinn, brunninn, upp- þornaður og jafnvel hættulega skemmdur. Það étur af annarra diskum, upp af gólfinu, eða af jörðinni. Grefur jafnvel mat upp úr ruslafötunni og étur. En ginið gín sínu og klaufarnir borða langt fram yfir þau mörk sem eðlilegt magamál setur þangað til þeir eru orðnir fár- veikir af ofáti með stíflaða kransæð og hjartsláttartruflan- ir. Oðru nafni; gin og klaufa- veiki, stofn B. Ofugt við hina stofnana tvo orsakast þriðji stofn veikinnar ekki af því sem menn láta ofan í ginið á sér heldur því sem þeir láta út úr gininu á sér. Stór orð og hástemmdar yfirlýsingar hafa orðið mörgum manninum að falli. Björn Bjarnason var klaufi þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að skattleggja einu aðdáendur sína, netverja, og það um það leyti sem hann hélt hann gæti orðið borgar- stjóri. Aumingja Björn Borg. Bjössi geislagin. Bjössi klaufi. Jónas Kristjánsson var líka klaufi þegar hann lét það út úr gininu á sér að DV væri alvöru fréttablað í vestrænum stíl og gerði sjálfan sig og litla subbu- lega götublaðið sitt að allra at- hlægi. Nú á dögunum lét Ingibjörg Pálmadóttir svo skelfilega mikla vitleysu fossa úr gini sínu að hún hné í öngvit. Skelfilegur klaufaskapur, en þekkt sjúk- dómseinkenni. Meiri klaufi var þó Ossur Skarphéðinsson sem hefði getað orðið riddari mikill, gripið Ingibjörgu í fang sér og hlotið þjóðarlof fýrir. En í stað- inn var hann sá klaufi að Iíta undan með galopið ginið og það í beinni útsendingu. Er Ossur síðan rúinn pólitískri æru og verður engu um kennt nema gin- og klaufaveiki - stofni C. Guðni Agústsson er líka hald- inn þessum stofni veikinnar því nýlega opnaði hann á sér ginið til að tilkynna um að nú skyldi heimilt að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm. Þeim orðum mátti hann óðara troða öfugum ofan í eigið gin þar sem gin- og klaufaveiki hafði greinst í út- löndum og þá var klaufinn hann Guðni ekki lengur ginnkeyptur fyrir norskum ginagenum. Verst er þó að vita að maður sem er svo bullandi, sjóðandi gin- og klaufaveikur skuli ganga á milli fjósa og kyssa mjólkandi kýr. Ef sjúkdómur- inn berst í skepnur eru úrræði vor annað hvort engin eða ein gin. Verið kœrt kvödd á fyrsta Þórs- degi í Einmánuði. ssv A tvinnuráðgjöf f Vesturlands Vesturland Menningartengd ferðaþjónusta Málþing á Hótel Borgarnesi, 28. mars 2001 Málþing um menningu og menningartengda ferðaþjónustu verður haldið á Hótelinu í Borgarnesi miðvikudaginn 28. mars n.k. kl. 13 - 17. Fyrirlesarar verða: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu menningarmála, menntamálaráðuneyti. Stefnumótun í menningarmálum og forsendur samninga ríkis og sveitarfélaga um menningarmál. Magnús Sigurðsson, minjavörður Vesturlands. Fornleifaskráning, saga hennar og mikilvægi fyrir menningartengda ferðaþjónustu. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti. Samhengi hlutanna. Menningarminjar, rannsóknir og miðlun í sínu rétta umhverfi. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur. Sagnalist og sjálfsímynd. Jón Jónsson, þjóðfræðingur og framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar. Strandagaldur. Guðrún Bergmann, Hellnum, formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands og ferðaþjónustuaðili. Kraftur einstaklingsins í menningartengdri ferðaþjónustu. Málþingsstjóri verður Sigríður Finsen, oddviti Eyrarsveitar. ■ í . E % Ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarfólk og áhugafólk um menningartengda ferðaþjónustu er hvatt til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Upplýsinga- og kynningamiðstöðvar Vesturlands í síma 437-2214 eða tölvupósti tourinfo@vesturland.is fyrir 27. mars. Þátttökugjald er kr. 1000. Aðalfundur UKV hefst kl. 18 sama dag.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.