Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 5 ^ntjaunu... Frá fundinum Þjóðvegur eitt Borgames Endurbætur eða nýr vegur? Fjölmennur borgarafundur í Borgarnesi Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn kynningarfundur á Hótel Borgarnesi þar sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu svokallaðr- ar Borgarnesnefndar sem unnið hefur að því síðan haustið '99 að kanna valkosti á legu þjóðvegar eitt í gegnum Borgarnes í framtíð- inni og meta áhrif þeirra. Borgar- nesnefndin er samstarfsnefnd bæj- arstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar. Nefndin greindi frá því að raunhæfir valkostir væru tveir, að vegurinn yrði á sama stað en á honum yrðu gerðar nokkrar breytingar og að gerður yrði nýr vegur sem lægi meðfram strönd- inni neðan við bæinn. Mikill áhugi var á málefninu meðal bæjarbúa ef marka má mætingu á fundinn sem var þéttsetinn. Sérstætt samstarf Magnús Valur Jóhannsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi, var fundarstjóri og Stefán Kalmannsson, bæjarstjóri, tók fyrst til máls á fundinum. Kynnti hann aðdraganda verkefn- isins og sagði það hafa verið vilja bæjarstjórnar að meta þær leiðir sem helst komu til greina til fram- tíðar og að gera faglegt mat. Hann sagði tilgang verkefhisins hafa ver- ið þann að setja fram valkostina, meta áhrif þeirra, kynna niður- stöður, bjóða upp á almennar um- ræður í framhaldi af því og vinna að niðurstöðum sem almenn sátt gæti ríkt um. Hann sagði samstarf- ið sem slíkt vera sérstætt á íslensk- an mælikvarða sem vonandi gæti orðið öðrum til fyrirmyndar í framtíðinni. Hverfisvænar leiðir Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir frá VST kynnti upphafsvinnu nefndarinnar. Hún sagði að hafist hefði verið handa á að skoða hvað hefði verið gert annars staðar í heiminum í aðstæðum sem þess- um. Hverfisvænar leiðir fönguðu athygli nefndarinnar en þær felast fyrst og fremst í því að reyna að láta umferð fara í gegn á forsend- um þeirra sem við veginn eru en þessi leið hefur verið notuð mikið bæði á Norðurlöndunum og í Englandi. Guðrún sagði hverfis- vænar leiðir henta þar sem þjóð- vegir lægju í gegnum bæi, þar sem hraði væri of mikill, þar sem ekki þætti æskilegt eða mögulegt að byggja annan veg, þar sem umferð óvarinna vegfarenda væri mikil og þar sem vegur klýfúr íbúa- eða verslunarsvæði í sundur. Eins og sjá má af fyrrtöldu á margt af þessu við um Borgarnes. Engar hefðbundnar hraðahindranir Gerð hverfisvænna leiða er margþætt. Við innkomuna í bæinn er sett einhvers konar viðvörun og í framhaldi af því svokallað bæjar- hlið. Þá kemur einhvers konar hliðhella eða miðeyja sem gerir það að verkum að bílar þurfa að hægja á sér og sveigja framhjá. Einnig eru notuð upphækkuð svæði, hliðarvegir og hringtorg. Auk þess er reynt að takmarka bílastæði á leiðunum og reynt að fegra umhverfið með gróðursetn- ingu. Guðrún sagði að hefðbundn- ar hraðahindranir eins og við þekkjum þær væru ekki notaðar þar sem þær nytu ekki vinsælda meðal ökumanna og lækkuðu auk þess hraða á mjög afmörkuðum svæðum. Hringtorg hafa hins veg- ar reynst mjög vel því þau hafa hraðalækkandi áhrif á langri vega- lengd. Arangur af slíkum aðgerð- um hefur verið góður. Aksturs- hraði lækkar, umferðaróhöppum fækkar, hljóðvist er bætt, fleiri bæj- arbúar ganga og hjóla og íbúar og ökumenn hafa verið ánægðir með framkvæmdirnar svo fátt eitt sé talið. 5000 bflar á sólarhring I dag fara um 5000 bílar um Borgarbraut á sólarhring, um 4000 þegar fer að nálgast Snæfellsnes- veg. Samkvæmt spám yrðu þetta 6700 og 5500 bílar árið 2020 ef vegurinn lægi áfram í gegnum bæ- inn. Ef vegurinn yrði fluttur myndu þangað leita um 2000 bílar sem drægjust frá umferðinni á Borgarbraut. Eftir sem áður færu 4600 og 3400 bílar um Borgar- braut eftir 20 ár þrátt fyrir að veg- urinn yrði færður sem er ekki svo ólíkt því sem er í dag. Dæmið snýst því ekki um að taka alla umferð burt úr bænum. Umferðarsp*r sem þessar eru mjög óvissar einkum eftir tilkomu Hvalfjarðarganga. Orn Steinar Sigurðsson frá VST sagði því ekki víst að lausnin myndi duga til ársins 2020 þótt reikningar miðað við spár sýndu það. Hvorug leiðin sýnir arðsemi Gert var arðsemismat og í ljós kom að kostnaður við leiðirnar tvær er mjög mismunandi. Leið A, það er að segja endurbætur á þeim veg sem fyrir er myndi kosta 124 milljónir en leið framhjá bænum 438 milljónir. Innifalið í verði á leið A eru hringtorg og hraðalækk- andi aðgerðir á allri leiðinni. Hvorug aðgerðin sýnir arðsemi. Einnig var gerð tilraun til að gera mat á óverðlögðum áhrifum fram- kvæmdanna sem aðallega er notað sem viðmiðun. Ymsar kannanir gerðar Bjarni Jónsson gerði sérstaka viðhorfskönnun hjá eigendum verslana og þjónustufyrirtækja sem og hjá íbúum og viðskiptavinum verslana og þjónustufyrirtækja og greindi Richard Briem, arkitekt, frá því. Einnig gerði líffræðistofn- un Háskóla Islands könnun á líf- ríki svæða þar sem vegir þóttu lík- legir til að fara yfir. I ljós kom að þau vegstæði sem lögð voru til fyr- ir leið B eru talin hafa nánast eng- in áhrif á lífríkið en leið C (sem fólst í því að fara með veg um Borgarvog og fallið var frá að skoða nánar) var talin valda skaða í lífríkinu. Einnig var athugað hvort fornleifar væru á þeim slóðum þar sem vegur færi hugsanlega um en svo reyndist ekki vera. Almenn ánægja með skýrsluna Þegar nefndin hafði skýrt frá niðurstöðum sínum var orðið laust og ýmsir nýttu sér það. Kolfinna Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, steig í pontu og sagði niðurstöður skýrsl- unnar leiða bæjaryfirvöld nær frekari vinnu í málinu. Hún sagði jafnframt að hennar skoðun væri sú að þrýsta ætti á lagfæringu veg- arins sem fyrir væri. Kolfinna spurðist fyrir um hvort ekki kæmi til greina að gera undirgöng við leikskólann Klettaborg en fékk þau svör að sá fjöldi fólks sem myndi nýta sér þau réttlætti ekki kostnað við slíka framkvæmd og að það sama ætti við um göngubrú yfir götuna. Gísli Halldórsson hrósaði skýrslunni og sagði hana styðja hugmyndir hans um að fara ekki með veginn í burtu og Helga Hall- dórsdóttir, bæjarfulltrúi, lýsti einnig yfir ánægju sinni og kom með fyrirspurnir. Ekki er vitað hvernig málin þró- ast í framhaldinu en ljóst er að vinna Borgarnesnefndarinnar mun koma að gagni í framtíðinni hvað sem af verður. SOK Restaurant GleÖigjafinn Ingimar, hinn eini sanni | leikur á Dússabar á föstudagskvöld BORGARBYGGÐ íi Hús til sölu Til sölu er sumarhús sem staðsett er í landi Galtarholts II í Borgarbyggð. Húsið er 32,1 fm að stærð og byggt árið 1997. Húsið verður til sýnis miðvikudaginn 2. maí n.k. milli kl. 16-18. Nánari upplýsingar gefur Sigurjón Jóhannsson í síma 437-1787 eða á skrifstofu Borgarbyggðar, sími 437-1224. Tilboð skulu hafa borist bæjarstjóra Borgarbyggðar Borgarbraut I 1,310 Borgarnesi eigi síðar en þriðjudaginn 8. maí kl. 14.00 n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstaddir verða. Askilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Kaupandi skal fjarlægja húsið fyrir IS.júní 2001 og taka á sig allan kostnað er því fylgir. Störf hjá Landmælingum íslands á Akranesi Eftirtalin störf eru laus til umsóknar hjá Landmælingum Islands og er leitað eftir duglegum og samviskusömum einstaklingum sem tilbúnir eru að takast á við krefjandi verkefni. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða í nágrenni. Loftmyndir - f jarkönnun Starfið er á mælingasviði stofnunarinnar og felst meðal annars í vinnu við öflun nýrra loftmynda með útboðum, umsjón með úrvinnslu loftmynda/gervitunglamynda og skráningu þeirra í upplýsingakerfi. Einnig samskipti við viðskiptavini og þjónustu- fyrirtæki á þessu sviði hér á landi og erlendis. Abyrgðar- og starfssvið: - Umsjón og fagleg ábyrgð verkefna á sviði loftmynda - Fagleg ábyrgð á verkefnum - Gæðaeftirlit og umsjón með útboðsgögnum - Sérstök verkefni á sviði loftmyndavinnslu og myndmælinga Menntunar- og hæfniskröfur: - Háskólamenntun s.s. í verkfræði, tæknifræði eða landfræði - Reynsla af notkun og úrvinnslu loftmynda - Góð almenn tölvuþekking - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góð enskukunnátta Kortagerð - sérfræðingur Starfið er á kortasviði stofnunannnar og felst aðallega í upplýsinga- öflun, úrvinnslu og framsetningu upplýsinga á kortum. Ábyrgðar- og starfssvið: - Vinna við kortagerð og kortaútgáfu - Upplýsingaöflun vegna kortaútgáfu - Gæðaeftirlit og yfirlestur handrita korta - Vinna við örnefni - Vinna við stafræna kortagerð Menntunar- og hæfniskröfur: - Háskólamenntun s.s. í kortagerð, landfræði, jarðfræði, verkfræði, eða tæknifræði - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Reynsla af notkun og/eða gerð korta - Góð tölvuþekking - Góð enskukunnátta Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga Islands fyrir 12. maí 2001. Ráðið verður í störfin frá og með 1. september 2001 og eru laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ollum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Jensína j Valdimarsdóttir í síma 430 9000 (jensina@lmi.is).

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.