Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.04.2001, Blaðsíða 9
jntsaum/i.. FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2001 9 Þórir hættur Þórir Ólafsson, fyrrverandi skólameistari í Fjölbrautaskóla Vesturlands, lét af störíum þann 11. apríl síðastliðinn eftir að hafa gegnt stöðu sinni í 16 ár. Þórir hef- ur hafið störf á nýjum vettvangi en hann tók við starfi sérfræðings í framhaldsskóladeild menntamála- ráðuneytisins nú eftir páska. Þórir hafði starfað við FVA frá upphafi en áður en hann varð skólameistari hafði hann verið aðstoðarskóla- meistari, áfangastjóri, námsráðgjafi og kennari. Staða skólameistara við FVA verður fljótlega auglýst laus til umsóknar og líklega ráðið í hana um miðjan júní næstkomandi. Þar til ráðið hefur verið í stöðuna mun Flörður Helgason aðstoðarskóla- meistari gegna stöðu skólameistara og þau Birna Gunnlaugsdóttir og Þórir Ölafssov Atli Harðarson munu gegna stöðu aðstoðarskólameistara. I næsta tölublaði Skessuhorns verður að finna viðtal við Þóri um árin 16 sem skólameistari í FVA. SOK Lögrcglan á Akranesi Allir úr Lögregluskólanum A vef Akraneskaupstaðar má finna pistil vikunnar og þar má eins og nafnið gefur til kynna finna nýjan pistil í viku hverri skrifaðan af mismunandi aðilum. Að þessu sinni er pistill vikunnar skrifaður af Ólafi Þ. Haukssyni, sýslumanni, og fjallar hann um löggæsluna á Akranesi. I pistli Ó- lafs kemur meðal annars fram að eftir 15. maí næstkomandi verða allar fastar stöður innan lögregl- unnar á Akranesi, alls 11, skipað- ar lögreglumönnum sem hafa út- skrifast úr Lögregluskólanum. Nokkuð hefur borið á áhyggjum innan lögreglunnar í landinu hversu hátt hlutfall manna í þeirra röðum sé sem ekki hafi lokið námi í Lögregluskólanum. Þær á- hyggjur er augljóslega óþarft að hafa á Akranesi en þar er sólar- hringsvakt lögreglumanna allan ársins hring sem á að tryggja borgurum bæjarins virka lög- gæslu. SOK Hátíðarhöld dagsins og jafnframt afmœlishátfð félagsins verður í Hótel Borgarnesi kl. 14.00 Húsið opnar kl. 13.30 • Nemendur við Tónlistarskóla Borgarfjarðar leika frá kl. 13:40 • Hátíðin sett kl. 14:00 • Hátíðarrœða: Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ • Álftagerðisbrœður syngja • Verkalýðsfélag Borgarness 70 ára: Sveinn G. Hálfdánarson, viðtakandi formaður félagsins • Kór Grunnskólans í Borgarnesi syngur: stjórnandi Birna Þorsteinsdóttir • Gamanmál: Unnur Halldórsdóttir flytur frumsamið efni • Ávörp gesta Félögum og gestum boöiö kaffi aö lokinni dagskrá Börnum boöiö á kvifcmyndasýningar í Félagsmiöstööinni Oöali kl. 13 og 15 Verkalýðsfélag Borgarness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.