Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 17. MAl 2001 L>o£S3Unu>. Hríngvegnrínn áfram á sama stað um Borgames Neðri leið áfram inni á aðalskipulagi sem framtíðarlausn Brýnast að fá úrbætur á núverandi leið - segir Guðrún Tónsdóttir forseti bæiartiórnar Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið ákvörðun um að mæla með úrbótum á þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes á núverandi stað en legg- ur áherslu á að vegur meðfram ströndinni, neðan við íbúðabyggð- ina í Bjargslandi sé sú framtíðar- lausn sem stefnt skuli að. Þessi á- kvörðun er í samræmi við tillögur Vegagerðarinnar og má því búast við að framkvæmdir við endurbæt- ur á núverandi vegstæði hefjist á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í vegaáætlun. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni eru skiptar skoðanir meðal bæjarbúa í Borgarnesi um hvort hringvegurinn skuli liggja í gegnum bæinn eða meðfram ströndinni. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar, er ákvörðun bæjar- stjórnar tekin með það í huga hvernig mest megi hraða úrbótum í umferðaröryggismálum. „I okkar huga er það brýnast að bæta um- ferðaröryggi í bænum eins fljótt og auðið er,“ segir Guðrún. Með þess- ari ákvörðun er ekki verið að úti- loka að vegurinn verði færður. Veg- ur meðfram ströndinni er áfram inni í aðalskipulagi en sérfræðingar Einn liiíur í endurbótum bringvegarms í gegnum Borgames verdur væntanlega að koma upp hringtorgi á gatnamótum þjóðvegar 1 og Borgarbrautar Mynd: SOK í vegamálum treysta sér ekki til að segja til um það á þessari stundu hvenær æskilegast sé að hann verði færður. Ovissuþættirnir eru það margir, m.a. varðandi íbúaþróun ög þróun umferðar á svæðinu og eins varðandi áhrif væntanlegra úrbóta á núverandi vegstæði í gegn um bæ- inn á umferð. Það mætti kannski leiða líkur að því að vegurinn fari út úr Borgarnesi einhverntíma á ára- bilinu 2012 - 2020 en það væri ekki hægt að segja til um það með meiri nákvæmni.“ Aðspurð hvort ákvörðun bæjar- stjórnar komi ekki til með að við- halda óvissu í skipulagsmálum í Borgarbyggð segir Guðrún að svo Vilja tuttugu lóðir á Akranesi Fyrirtækið Finnhús ehf. sendi bæjarráði Akraness bréf á dögunum þar sem lýst var yfir áhuga á að fá út- hlutað lóðum fyrir um 20 íþúðir auk bílskúra við hluta þeirra. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, skilst honum að íbúðirnar séu fyrst og fremst hugsaðar sem leiguhús- næði fyrir eldri borgara. „Okkar tæknimönnum hefur verið falið að hafa samband við fyrirtækið og kanna þeirra óskir og athuga í ffam- haldi af því hvort möguleiki sé á að koma þessu fyrir í okkar skipulags- vinnu.“ Nú þegar hefur verið hafist handa við að deiliskipuleggja tvo klasa til viðbótar í Flatahverfi og Jón Pálmi segir ekkert því til fyrirstöðu að koma hugmyndum Finnhúsa fyrir þar. „Við erum ekki með nægilega margar lóðir lausar núna og þeir verða væntanlega að bíða þar til þessir tveir verða tilbúnir. Það ætti ekki að koma að sök þar sem fyrir- tækið gerði ráð fyrir því í umsókn sinni að þeir myndu ekki byrja byggingaframkvæmdir fyrr en á næsta og þarnæsta ári.“ Ætlunin er að hafa deiliskipulagið tilbúið seinnipart sumars, en aðalskipulag liggur fyrir. Jón Pálmi segist halda að íbúðir hafi vantað fyrir eldri borgara á Akranesi þótt ekki hafi verið gerðar formlegar kannanir á því. Hann seg- ir að til þess að hugmyndin verði að veruleika verði hugmyndir Finn- húsa ehf. að geta gengið upp í þeirri skipulagsvinnu sem fyrir höndum er auk þess sem fjármögnunarhug- myndir þeirra verði að ganga upp. „Við reynum að úthluta þeim lóð- um. Síðan verðum við að sjá tdl með áframhaldið. Eg á ekki von á öðru en að þetta gangi upp.“ SOK seldur Akurnesingurinn Gunnar Leifur Stefánsson hefur fest kaup á húsinu við Garðabraut þar sem Grandrokk og Langisandur voru áður til húsa. Mikið hefur verið rætt og skrafað um hvaða starfsemi verði rekin í húsinu og eru margir á því að þar eigi að vera svokallaður „súlustað- ur“ með öllu tilheyrandi. Það mun þó ekki vera rétt og samkvæmt heimildum Skessuhoms em allar líkur á því að veitingastaðurinn Pizza '67 flytji þangað innan tíðar. GE Báturí Boði SH184 fékk á sig brotsjó’ norður á Fláka þegar skyndilega skall á leiðinda norðanátt 13- 15m/s. Báturinn lagðist á hliðina og flæddi sjór inn fyrir. Klemens Sigurðsson sem réri bátnum lét björgunarbátinn út og sendi út neyðarkall en fékk ekkert svar. Það var þá bara eitt að hans sögn að hringja í vin sinn sem lét vita um hvað var í gangi og vai björgunar- ‘þáturmn frá Rifi kallaður út. Að sögn Klemens þurfti hann að tína aflann í sjóinn til að létta á bátnum. Hann komst síðan klakklaust til hafnar í fylgd hafrannsóknarskips- ins Bjarna Friðrikssonar. Báturinn er lítið skemmdur að sögn Klemens sem vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem stóðu að björguninni. SIR sé ekki. „Það er ekki eins mikil ó- vissa eftir að fyrir liggur að farið verður í úrbætur á núverandi leið. Það hefði jú vissulega verið auð- veldara að fást við skipulagsmál ef við hefðum tekið þá ákvörðun nú að vegurinn skildi víkja. Við horf- um hins vegar á þá staðreynd að sérfræðingar leggja ekki í að full- yrða hvenær nauðsynlegt sé að færa vegstæðið og flutningurinn er einnig mjög kostnaðarsamur. I nýrri skýrslu sérfræðinga (Borgar- nesnefndar) kemur m.a. fram að talið er að þeirra mati er allt eins líklegt að núverandi vegstæði muni duga næstu 20 árin. En vegna þeirra óvissuþátta, sem eru í for- sendum spáa um umferðarþróun er talið heppilegra að gera samt á- fram ráð fyrir vegi niður með ströndinni á aðalskipulagi ef þær aðstæður kæmu upp. Það er þessi niðurstaða Borgarnesnefndar, sem bæjarstjórn staðfesti með ályktun sinni s.l. flmmtudag. Við töldurn brýnast og skynsamlegast á þessum tímapunkti að leggja áherslu á að ná fram úrbótum á núverandi stað með umferðaröryggi í huga“ segir Guðrún. GE Með fulla vasa af grjóti á Akranesi Nú styttist óðum í að írskir dagar verði haldnir á Akranesi í annað sinn, en áædað er að þeir verði helgina 7.-10. júní. Ýmis- legt verður um að vera og nú hefur verið samið við Þjóðleik- húsið um að fá sýninguna Með fulla vasa af grjótí upp á Akranes og verður hún opnunaratriði daganna. Þjóðleikhúsið hyggst einnig fara í leikferð um Norð- ur- og Austurland í júlí og er sýníngin á Akranesi nokkurs konar forskot á það. Með fulla vasa af grjóti er írskt verðlauna- leikrit en það var ffumsýnt á Smíðaverkstæðinu þann 30. des- ember. Leikarar eru ekki ó- merkari menn en þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. SÓK Boði SH á leið inn böfiiina á Rifi ásamt björgunarbátnmn, eftir töluverðar hrakningar á hafi úti. Mynd: SIR Eyjamar seldar Bæjarráð Stykkishólms hefur samþykkt að selja átta eyjar í eigu bæjárins sem auglýstar voru til sölu fyrir skemmstu. Kaup- endurnir eru Friðrikjónsson og H.elgi Haraldsson sem kaupa Þormóðseyjaklett, Leiðólfsey, Siglugrím, Ljótunshólma, Loð- inshólma,' Freðinskeggja og Tindasker og Símon Már Sturluson og Gestur Hólm Kristinsson sem kaupa Hvíta- bjarnarey. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.