Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040 Fox: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098 Bloðomenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is uugl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. •Blaöiö ergefiö út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverö er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verö í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Meðal- vegurinn Gísli Einarsson, ritstjóri. Eftir margra ára þjark og þref og þras og japl og jamm og fuður og nöldur, nagg og nuð um hvort vegurinn um Borgar- nes eigi að liggja um Borgarnes eður ei hefur loksins verið á- kveðið að vegurinn skuli liggja um Borgarnes þangað til ann- að verður ákveðið. Það hefur reyndar þegar verið ákveðið að annað verði ákveðið en bara ekki hvenær. Málið er með öðr- um orðum afgreitt og hringvegurinn mun áfram liggja yfir þröskulda og í gegnum forstofur Borgnesinga. Enn hefur hinsvegar ekki verið ákveðið hvar gullni meðalvegurinn á að liggja enda þarf hann vega helst að fara í umhverfismat. „Leyfið ferðamönmmum að koma til mín og bannið þeim það ekki,“ sagði Axlar-Björn eða einhver annar frumkvöðull í ferðamannaþjónustu. Vissulega eru það orð að sönnu því eitt af ffumskilyrðum fyrir því að ferðamannaþjónusta geti hugs- anlega borið sig er einmitt ferðamenn. Það er því ósköp skilj- anlegt að þeir sem byggja sína afkomu á ferðamannaþjónustu reyni ekki að forðast ferðamennina heldur reyni frekar að beina þeim í áttina til sín. Það þarf samt ekki að vera frumskil- yrði að hringvegurinn liggi ofan í pylsupottinn. Mér þykir til dæmis óþolandi að þurfa að þvælast í gegnum Mosfellsbæ á leiðinni til Reykvíkurhrepps. Þá þjakar það mig ekki síður að komast ekki með góðu móti á Selfoss öðruvísi en að fara í gegnurn Reykjavík, eða þá Akureyri ef ég fer hinn hringinn. „Neiðið ferðamennina til að koma til mín“; er væntanlega slagorð ferðaþjónuStunnar á þéttbýhsstöðum við - eða ofan á hringveginum. Sumir hafa áttað sig á því að ekki er hægt að hafa hringveg- inn alls staðar og reynt með góðu (sumir með ágætum árangri meira að segja) að fá ferðamenn í hlaðið. A Snæfellsnesi eru menn meðal annars að uppgötva að á flestum nýlegum bif- reiðum a.m.k., er útbúnaður sem gerir ökumanni kleyft að sveigja út af þjóðvegi eitt. Sennilega hefur það þó verið Hall- björn Hjartarson kýrrekstraraðili á Skagaströnd sem fyrstur hérlendra manna uppgötvaði þessa eiginleika ökutækja þótt hann 'sé að mér vitandi ekki éiriu sinni með ökuréttindi sjálf- ur. Hann og fleiri sem fylgt hafa í kjölfarið hafa freistað þess að gefa ökumönnum tilefhi til að nota umræddan útbúnað bif- reiðanna með því að veifa einhverjum freistingum framan í ferðamanninn. Fáir staðir á landinu eru svo aumir að þeir hafi ekki upp á eitthvað að bjóða sem gæti freistað vegfarenda til að víkja nokkra metra ffá hringveginum. Það er í öllu falli fremur óheppilegt ef gestgjafinn er svo leiðinlegur að hann þurfi að neyða gestina með valdi til að heimsækja sig. Gísli Einarsson, vegamálastjórh Góð afkoma Snæfellsbæjar áríð 2000 Tæpum sextíu milljónum betri en áætlað var Afkoma bæjarsjóðs Snæfellsbæj- ar var 57 milljónum betri en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir sam- kvæmt ársreikningi sveitarfélags- ins. Helstu skýringar eru þær að útsvarstekjur námu 24 milljónum króna hærri upphæð en áætlað var og einnig voru greiðslur úr jöfn- unarsjóði um 11 milljónum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjur af málaflokkum voru hins- vegar 25 milljónum króna lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þá voru ýmisr gjaldaliðir mun lægri en miðað var við, m.a. fræðslumál og framkvæmdir við nýja íþróttahúsið. Gert var ráð fyrir að verja um 164 milljónum í byggingu og rekstur hússins á síð- asta ári en niðurstaðan varð 144 milljónir. Samkvæmt lykiltöluyfirliti í árs- reikningi Snæfelfsbæjar hafa skuldir sem hlutfall af skatttekjum hækkað á milli ára. Gjöld á hvern íbúa hafa hinsvegar lækkað úr 170 þúsund króna í 166 þúsund. Hlut- fall reksturs málaflokka af skatttekjum er komið niður í 76% árið 2000 en var 80% árið áður. Þess má geta að árið 1997 var rekstur málaflokka 94% af skatttekjum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snœfellsbajar. „Tekjur í bæjarfélaginu voru meiri á árinu en við gerðum ráð fyrir. Það áraði vel til sjávarins og fólkið hér er einfaldlega duglegt," segir Kristinn Jónasson bæjar- stjóri. „Þá hefur okkur tekist að draga úr rekstrarútgjöldum og hagræða í rekstri bæjarsjóðs.“ Kristinn kveðst ekki búast við að afkoma þessa árs verði jafn góð og ársins 2000 og vísar til mikilla launahækkana opinberra starfs- manna. GE Leitað að laug að Laugum Skýrsla um fornleifaleit að Laugum í Sælingsdal er nú til urn- sagnar hjá Þjóðminjasafninu en eins og komið hefur fram í Skessu- horni gera heimamenn í Dalasýslu sér vonir um að þar takist að finna laug Guðrúnar Osvífursdóttur sem kemur m.a. við sögu í Laxdælu. Á síðasta ári voru gerðar jarðsegul- mælingar á svæðinu þar sem talið er að laugin sé undir skriðu. Sam- kvæmt skýrslunni eru ákveðnar vísbendingar komnar fram um staðsetningu laugarinnar sem þarfhast nánari skoðunar. GE Dattúr brunastiga Lögreglan á Akranesi var kölluð út aðfaranótt laugardags síðustu helgar klukkan að ganga fimm að morgni. Ung kona hafði fallið úr brunastiga sem liggur upp á þak H-barsins og hlotið áverka á höfði. Það var neyðarlínan sem hafði samband við lögregluna og hafði þá þegar verið kölluð út sjúkrabif- reið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði konan farið upp brunastigann og bankað á hurð sem þar var. Hurðin var opnuð og við það féll konan niður. Hún var flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Geit á beit í Melasveit!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.