Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 7
jkusvnu.. J FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001 7 Landshöfðinginn spurði: „Hvorn þeirra tveggja viljið þér, að ég gefi yður lausan?“ Þeir sögðu: „Barabbas.“ Pílatus spyr: „Hvað á ég þá að gjöra við Jesú, sem kallast Krist- ur?“ Þeir segja allir: „Krossfestu hann.“ Hann spurði: „Hvað illt hefur hann þá gjört?“ En þeir æptu því meir: „Kross- festu hann!“ Þessa sögu þekkja flestir. Hún er afbragðs dæmi um það þjóð- skipulag sem nú þykir mest til fyr- irmyndar; lýðræðið. Fólkið á að velja. Ef það þarf að velja um þann sem fagurlega talar um himinsins engla og kærleik eða hinn sem er miklu meiri töffari þá velur fólk alltaf hinn síðarnefhda. Lýðurinn velur Barabbas. Eftir því sem þjóðirnar eru verr upplýstar, þeim mun hættulegra reynist þeim lýðræðið. Þetta hafa Bandaríkjamenn mátt reyna. Bandaríkjamenn eru upp til hópa furðulega fávísir. Þeir telja sig sjálfkjörna til heimsyfirráða en eru þó fæstir hverjir færir um að benda á Bandaríkin sé þeim sýnt kort af heiminum. Þeir hafa fyrir vikið setið uppi með handónýta leið- toga. Má þar fræga telja glæpa- hundinn Ríkharð Nixon, kjána- prikið Daníel Quale og síðast en ekki síst hórkarlinn Vilhjálm Clinton. Ekki virtist stefna í betra þegar Albert nokkur Gór bauð sig fram. Albert þessi er einfeldningur sem heldur að hann hafi fundið upp Internetið. Hann er líka áhuga- maður um umhverfismál og veit ekki að auðlegð Bandaríkjanna grundvallast á því að þau eru ekki að draga úr ff amleiðslu í nafhi um- hverfisverndar eða að sóa fé í óarðbæra endurvinnslu. Við svo búið mátti ekki standa, ríkið riðaði til falls. Það var því fyrir tilverknað spökustu manna þjóðarinnar að hannaðir voru kjörseðlar þeirrar náttúru að illmögulegt var að finna nafn Alberts á þeim og enn örð- ugra að merkja við það. Þá voru kjörkassar úr vafasömum kjör- deildum lámir týnast og ólæsir menn látnir annast talningu at- kvæða í vélum sem afskrifaðar höfðu verið sökum aldurs í for- setatíð Abrahams Linkolls. Svo var kosið og sigraði Albert með svo rosalega litlum mun að eðli- legt þótti og sanngjarnt að lýsa keppinaut hans sigurvegara. Það þarf nefnilega að hafa vit fyrir fólki. En hér á landi hefur þróunin verið í kolvitlausa átt og lýðræðið aukið til muna. Nú er almenning- ur spurður að því hvar flugvellir eigi að vera og hvar þeir eigi ekki að vera. Aðeins lítið brot íbúanna nennir að taka þátt í skrípaleiknum og flestir þeirra, sem þó láta sig hafa það að mæta, hafa ekkert vit á málinu. Naumur meirihluti þeirra er svo látinn ráða ferðinni. Annað sláandi dæmi um van- hæfni almennings til að velja sér stjórnendur er sú að þegar ég var í framboði í síðustu sveitarstjórnar- kosningum fékk minn listi ekki nema tæplega þriðjung atkvæða, en hinn listinn fékk restina. Þetta er að mínu mati áfellisdómur yfir gildandi lýðræðisfyrirkomulagi. En nú má enginn halda að per- sónulegar ófarir mínar á kjörvell- inum ráði skrifum mínum. Ég hef á þeim þremur árum sem liðin eru ffá kosningum alla tíð verið algjör- lega sáttur mig við úrslitin enda háði ég drengilega rimmu við eitt- hvert kjörþokkafyllsta fólk lands- ins og fæ að njóta samvista við það í óvenju vörpulegri hreppsnefnd. Það sem veldur sinnaskiptum mínum nú eru válegir atburðir sem gerðust í Kaupmannahöfh á dögunum. Við Islendingar send- um eitthvert allrabesta lag sam- einaðrar rokksögu veraldarinnar í söngvakeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva og uppskárum ekkert nema háðung. Við vorum meira að segja búin að hafa fyrir því að snara meistarastykkinu á ensku til að geðjast lýðnum. Já, sitthvað er rotið í ríki Dana, og raunar Evr- ópu allri. Velur ekki heimskur pöpullinn eitthvert útjaskað sól- fönk frá Eistum? Og þeir gátu ekki einu sinni flutt það hjálparlaust, heldur fluttu þeir inn aldurhnig- inn blámann frá Bandaríkjunum til að klára dæmið. Við fengum ekki einu sinni hin sjálfsögðu skyldu- stig nágrannaþjóðanna. Það er lýðræðinu að kenna. Aður voru skipaðar dómnefndir sem tóku til- lit til samnorrænna hagsmima og veittrar aðstoðar í sjálfstæðisbar- áttu. Nú er bara símakosning og heimskir plebbar sem ekkert kunna í sagnfræði og þjóðvina- fræðum kjósa bara út í loftið eftir því hvaða lag þeim finnst skemmtilegt. Eins og það skipti máli. Svona er þetta, fólkið á að velja. Ef það þarf að velja um þann sem fagurlega syngur um Angel og kærleik eða hinn sem er miklu meiri þá velur fólk alltaf hinn síð- arnefnda. Lýðurinn velur Barabbas. Auglýsendur athugið! Næsta tölublað Skessuhorns kemur út 25. maí Auglýsingar í það blað skulu berast eigi síðar en á hádegi þriðjudagsins 22. maí Atvinna tímabundið Aðstoðarmanneskja óskast á skrifstofu Eðalfisks, júní - ágúst. Starfsvið: Frágangur nótna, símsvörun, útkeyrsla. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Eðalfisks, í síma 437 1680 AICíÞaHKOTSaN kl' 1 ■ Örugg leið að losna við móðu á milli glerja. Upplýsingar veitir Magnús Már, 899 4665 Afþví tilefni verður opið hús í samkomuhúsinu í Borgarnesi frá kl, 20:00, maí. Sœtaferðir með Sœmundi Sígmundssyni fráBSÍkl. 19:00 VIÐSKIPTATÆKIFÆRI 'X. Tilboð í rekstur á konditori , Rekstrarfélag Hyrnutorgs í Borgamesi óskar eftir rekstraraðila til að annast kaffi- og meðlætissölu, „konditori” á gangi verslunarmiðstöðvarinnar. Starfsemin gæti hafist strax og samningar hafa náöst á grundvelli tilboðs. Leitast er eftir að í boði verði sala á kaffi og öörum drykkjum ásamt meðlæti sem gjarnan yrði bakað á staðnum. Gert er ráð fyrir smáboröum og stólum cins og aðstæður og pláss leyfir. Viðkomandi rekstraraðili fjármagni sjálfur innréttingar, áhöld og tæki gegn samningi um aðstööuna til 24 rnánaða meö forleigurétti eftir þann tíma. Þeir sem þess óska geta boðið í verkið og þurfa tilboð að hafa borist fyrir 4. júní nk. Upplýsingar fylgi með um rekstraraðila, menntun og fyrri reynslu. Krafist er að lögð verði fram vel útfærð viðskiptahugmynd ásamt teikningu og útlitslýsingu af innréttingum auk tilboðs í leiguverð fyrir svæðiö. Rekstrarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari uppíýsingar veitir Kristján Rafn Sigurðsson formaður, á skrifstofu VÍS íHyrnutorgi, 310 Borgarnesi, sími 862 7638.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.