Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.06.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JUNI 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Próforkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdótlir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt tíl áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 4 3 1 5 0 4 0 Hval- fisk- vinnsla Gísli Einarsson, ritstjóri. ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is □ugl@skessuhorn.is Sr. Lilja Kr. Þorsteinsdóttir flytur blessunarorð við minningarreitinn en bakvið hana standa félagar í Lionsklúbbi Nesþinga. Mynd: Kristinn Alexandersson. Á sjómannadaginn, s.l. sunnu- dag, var vígður í Ingjaldshólskirkju- garði minningarreitur um látna sjó- menn og aðra sem ekki hafa hlotið legstað í vígðri mold. Það var Lionsklúbbur Nesþinga á Hell- issandi sem hafði forgöngu um gerð minningarreitsins í samvinnu við sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju. Klúbburinn lét gera gera reitinn og stóran steininn með áletruninni: „Minning um ástvini sem hvíla í fjarlægð. Blessuð sé minning þeirra.“ Einnig lét Lionsklúbbur Nesþinga gera stein til minningar um skipshöfnina á MS Sæunni sem fórst árið 1932. Fimm aðrir steinar eru í minningarreitnum sem að- standendur horfinna látinna sjó- manna hafa látið gera. Að sögn Skúla Alexanderssonar hjá Lions- klúbbi Nesþinga er gert ráð fyrir að steinunum geti fjölgað en hver sem er getur óskað eftir því við sóknar- nefnd að fá að setja í garðinn minn- isvarða um látinn ástvin. Minningarreiturinn á Ingjalds- hóli var vígður við sérstaka athöfn að aflokinni Guðsþjónustu í Ingj- aldshólskirkju. Ottar Sveinbjörns- son formaður Lionsklúbbs Nes- þinga lýsti tildrögum verksins og fól síðan þeim Rristni Jóni Frið- þjófssyni og Smára Lúðvíkssyni að afhjúpa minnisvarðann en þeir höfðu öðrum fremur beitt sér fyrir þessu verki. Þá afhenti Óttar for- manni sóknarnefndar Ingjaldshóls- kirkju, Þorbjörgu Alexandersdótt- ur, reitinn til varðveislu og eftirlits. Að því loknu flutti sóknarprestur- inn, sr. Lilja Kr. Þorsteinsdóttir blessunarorð og minntist þeirra sem eiga nöfn sín á steinum í minn- ingarreitnum. Að lokum söng kirkjukórinn Island ögrum skorið efdr Eggert Ólafsson en hann er einn af þeim Breiðfirðingum sem hvíla í votri gröf. Honum og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur hefur sem kunnugt er verið reistur minnisvarði á Ingjaldshóli skammt frá hinum nýja minningarreit. GE Það er synd að þurfa að eyða fyrsta snjólausa deginum í sumar í skapvonsku og leiðindi en þegar maður er búinn að byggja upp góða geðillsku og afburða pirring þá kastar maður því ekki frá sér umhugsunarlaust. Almennileg fyla kostar líka góðan undirbún- ing. Þess vegna sat ég heima á sjómannadaginn, snjakillur, og var þá búinn að gera sjávarútvegsráðherra ljóst að ég vildi ekki heyra hann mæla orð af vörum þennan dag. Eg tek það fram að ég var ekki að mótmæla kvótaniðurskurði á marhnút og lúðu og hvað þetta heitir allt saman. Það er einfald- lega ekki mín deild. Sú reynsla sem ég hef af fiskvinnslu byggist ekki á einhverjum smátittum. Eg hef ekki lagt mig niður við að flá steinbít eða úr- beina ýsulæri þótt vissulega sé hvorutveggja herramannsmatur. Eg hugsa bara einfaldlega ekki svona smátt. Þegar ég vann við fiskvinnslu á sínum tíma þá var ég að flaka Hval enda þótti mér það verðugt viðfangsefni, fyrst maður var í þessu á annað borð. Sem hvalflakari tel ég mig hafa orðið mun verr úti í niður- skurði en flestar aðrar stéttir í sjávarútvegi, hugsanlega að kola- mokurum og barningsmönnum undanskildum. Það er mér eng- in huggun þótt við höfum gengið í alþjóðahvalveiðiráðið fyrir fáum dögum. Eftir því sem ég best veit telur alþjóða hvalveiði- ráðið það alls ekki vera ráðið að veiða hval. Það skiptir því engu hversu oft við göngum í — eða úr þessu ráði. Við gætum þram- mað þarna inn og út allan daginn án þess að það hafi nokkuð að segja á meðan við þorum ekki skerða hár á höíði hvalfiskanna. Við skjálfum á beinunum vegna ótta um viðbrögð oddvita og sveitarstjóra og annara embættismanna í bandaríkjahreppi. Sam- kvæmt þeirra gildum er hvalskepnan metin meira en mannskepn- an. Besta dæmið um það er Vestmannaeyingurinn Keikur sem amerískir færa milljarða í því skyni að hann geti komist heim til sín. Það kann að vera fákunnátta af minni hálfu en ég minnist þess ekki að hafa heyrt um að bandarískir blámenn af afrísku bergi brotnir hafi fengið slíka fyrirgreiðslu, jafnvel þótt þeir hefðu getið sér frægð fyrir kvikmyndaleik líkt og Keikur. Ég ætla svosem ekki að gera lítið úr því að bandarískum grát- konum þyki ofurlítið vænt um rengisbúntið Keik. Sjálfur finn ég ekki til neinnar samkenndar með honum. Eg er lítið fyrir hráan fisk og hef engar duldar hneigðir gagnvart hjólbörðum. Það eina sem við eigum sameiginlegt er að vera báðir hárlaus spendýr. Samkvæmt lögreglusamþykktum bandaríkjahrepps skulu fjöldamorðingjar teknir af lífi. Hvalurinn er fjöldamorðingi út- hafanna og stráfellir heilu fiskitorfurnar án þess að finna til minnstu iðrunar. A hann að komast upp með það endalaust án þess að fá svo mikið sem áminningu? Um leið og einhver leyfir sér að minnast á hvalveiðar upphátt byrjar söngurinn um að hvalaskoðun sé nýtískulegri og flottari at- vinnugrein en hvalveiðar. Hvalaskoðun á virkilega rétt á sér og er hið merkilegasta framtak. Hana á hinsvegar að vera hægt að stunda án þess að það sé á kostnað annara atvinnugreina. Það er að sjálf- sögðu hægt að skoða fyrst og skjóta svo. Síðan má endurskoða því upphafið að hvalaskoðun á Islandi var að ferðamenn flykktust að til að sjá hvalinn hlutaðan sundur í viðráðanlega stærð. Gísli Einarsson, hvalvinnslutæknir Nauðsynlegt að skapa stífari ramma Drög að reglum um lóðaúthlutanir kynnt Á síðasta bæjarráðsfundi Akra- ness voru lögð fram drög að vinnureglum bæjarráðs við úthlut- un byggingalóða á Akranesi og óskaði ráðið eftir umsögn bygg- inganefndar um reglurnar. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, segir að tilgangur þeirra sé fyrst og fremst sá að reyna að skerpa þær reglur sem gilda um úthlutun byggingalóða. „Við höfum verið að lenda oft í því undanfarið að margir einstaklingar innan sömu fjölskyldu hafi sótt um lóð. Til- gangurinn með þessum nýju regl- um er að reyna að skapa stífari ramma utan um úthlutanirnar svo auðveldara sé að halda utan um þær. Við viljum einnig reyna að koma í veg fyrir að sendar séu inn umsóknir sem ekki eru ábyggileg- ar. Það hefur ítrekað komið fyrir að einstaklingar sem hafa fengið lóðir hafi ekki tekið þær þegar til kemur.“ Þær reglur sem til voru um lóðaúthlutanir áður voru komnar til ára sinna og Jón Pálmi segir að aðkallandi sé að afgreiða málið sem fyrst. „Nauðsynlegt er að koma lagi á reglurnar sérstaklega í ljósi þeirra erfiðleika sem Mosfell- ingar hafa lent í.“ Húsnæðismál Skag-aleikflokksins Formaður boð- aður til viðræðna Bæjarráð Akraness hefur nú samþykkt að boða Hermann Guðmundsson, formann Skaga- leikflokksins, til viðræðna varð- andi húsnæðisvanda leikflokksins. Eins og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns hefur leik- flokkurinn svo gott sem verið á götunni eftir að bærinn úthlutaði Keilufélagi Akraness húsnæði þeirra í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, segir viðræðurnar ekki hafa farið frarn enn og segir jafnframt að bærinn hafi ekkert húsnæði í huga til afnota fyrir leikflokkinn. „Við erum ekki að velta slíku fyrir okk- ur í augnablikinu. Skagaleikflokk- urinn hefur geymsluaðstöðu í í- þróttahúsinu og þeir hafa haft að- stöðu í Bíóhöllinni þegar sýning- ar standa yfir. Við höfum einnig aðstoðað flokkinn við að setja upp sýningu í Bjarnalaug auk þess sem þeim stendur til boða að sýna í skólum bæjarins. Þar geta þau einnig haft fundaraðstöðu, það er bara spurning um að leita eftir því. Ég veit hins vegar að Skaga- leikflokkurinn er að leita eftir föstu húsnæði eingöngu fyrir sig. Afstaða liggur ekki fyrir um það hjá bænum en við höfum boðað formann leikflokksins til við- ræðna.“ SÓK Fjamám á Vesturíandi við HÍ Margtí boði Umsóknarffestur um fjarnám á Vesturlandi við Háskóla Islands hefur verið framlengdur til 30. júní næstkomandi. Full ástæða er fyrir þá sem áhuga hafa að kynna sér málið nánar því margt er í boði. í upphafi námsárs geta nemendur tekið námskeið sem tilheyra diplómaprófi í ferða- málafræðum, kjarnanámskeið til B.A. prófs í íslensku og fjölfaglegt nám í Nútímafræðum í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið fer fram í gegnum intemetið og svokallaðan gagn- virkan sjónvarpsbúnað svo að til þess að geta tekið þátt í nám- skeiðunum þurfa nemendur að hafa aðgang að tölvu með inter- nettengingu. I suinuin tilfellum fer kennsla fram með notkun fjar- fundabúnaðar í samvinnu við Sí- menntunarmiðstöðina á Vestur- landi en það fer eftir skipulagi viðkomandi námsbrautar hvenær kennsSa hefst og er það annað hvort í lok ágúst eða byrjun sept- ember. Próf era svo tekin þar sem tímar í gagnvirkum sjónvarps- búnaði era sóttir. Inn ikuskilyrði í fjamám eru þau sömu og hjá nemendum sem hefja befðbrmdið nám við Há- skóla íslands, þ.e. stúdentspróf. Þó er einnig heimilt að leyfa skrá- setningu einstaklinga sem lokið hafa öðru námi með árangri sem hlutaðeigandi deild eða náms- bratn teJur fullnægjandi. Áhugasömum er bent á að snúa sér tii Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í síma 437 2390 en þar er að finna allar almennar upplýsingar. Einnig er hægt að skoða heimasíðu nemendaskrár Háskóla Islands á slóðinni www.hi.is/stjorn/nemskra eða hringja í Kennslumiðstöð Há- skóla Islands í síma 525 4447. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.