Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 14.06.2001, Qupperneq 10

Skessuhorn - 14.06.2001, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JUNI 2001 >Penninn í bína bápu GOMUL GREIN A TRAUSTUM GRUNNI í dag, 2 3. maí, er Sjúkranuddarafélag íslands 20 ára. Sjúkranudd á sér þó miklu lengri sögu og er meðal elstu meðferðarforma sem vitað er með vissu að maðurinn hafi beitt í lækningar- skyni. Kennsla í sjúkranuddi er talin hafa hafist árið 1813 við hið konunglega Central Institut í Stokkhólmi og þaðan barst sá vísindalegi grunnur til lækna sem nútíma sjúkranudd bygg- ir á. I Evrópu reis upp mikill fjöldi heilbrigðis- og endurhæfmgarstofhana sem beittu sjúkra- nuddi í ríkum mæli samhliða öðrum meðferð- um. Flestar starfa þær samkvæmt sömu grund- vallar hugmyndum enn þann dag í dag. Víða, þar á meðal hér á landi, datt sjúkranuddið hins vegar niður þegar nýjar áherslur komu fram í meðferðarformi og upp úr sjúkranuddinu spratt ný stétt sem við þekkjum sem sjúkraþjálfa. Hin unga grein, sjúkraþjálfun, varð því víðast sam- nefhari alls þess nýja sem var að gerast í endur- hæfingu sjúkra á sama tíma og innlend þekking á möguleikum sjúkranuddsins fjaraði út meðal læknastéttarinnar. Þessi varð raunin á Islandi og öðrum Norðurlöndum nema Finnlandi. Arið 1962 var síðasta (sjúkra)nuddaranum gert að segja sig úr Félagi íslenskra nuddkvenna og nafni félagsins breytt í Félag íslenskra sjúkra- þjálfara. Það er síðan ekki fýrr en með reglu- gerð 1987 að sjúkranuddarar eru lögformlega viðurkenndir sem sjálfstæð heilbrigðisstétt á Is- landi. En í þeim löndum sem nýtt félag sjúkra- þjálfara var stofnað samhliða sjúkranuddarafé- lögunum þróuðust báðar þessar stéttir og nutu stuðnings hvor af annarri jafnframt því að mun- urinn á venjulegu hressingarnuddi og sjúkra- nuddi skerptist til mikilla muna. Sjúkranudd er ekki hægt að læra á Is- landi og sú staðreynd gerir það m.a. að verkum að ekki fjölgar hratt í stéttinni. Starfandi sjúkranuddarar á Islandi í dag eru á milli 40 og 50 sem ekki þykir mikið. En nokkurs misskiln- ings hefur gætt varðandi þessa stétt. I munni fólks eru t.d. sjúkraþjálfar oft nefndir nuddarar, sem er auðvitað rangnefni og eins hafa hinir ýmsu nuddarar gefið sig út fyrir að vera sjúkra- nuddarar. Kínverskt nudd og fleira í þeim dúr er til að mynda ekki sjúkranudd. Fólk ætti að vera meðvitað hvert það er að fara og hvernig meðferð það er að sækjast effir. Er það að sækj- ast eftir beinni meðferð vegna slyss, tognunar, slits, giktar, svo eitthvað sé nefnt, eða víll það slökunar- eða ilmolíunudd? Allir sjúkranuddar- ar eiga að vera með skírteini uppi á vegg á stof- um sínum, útgefnu af heilbrigðisráðuneytinu, sem sýnir svart á hvítu hvaða menntun þeir hafa að baki. Nokkuð hefur einnig verið um það að fólk álíti, vegna þess að Tryggingastofnun ríkis- ins hefur ekki niðurgreitt meðferð hjá sjúkra- nuddara, að sú stétt sé þar með ekki löggild heilbrigðisstétt. Það er auðvitað alrangt og má benda á að fram undir hið síðasta hafa hvorki iðjuþjálfar né sálfræðingar verið inni í niður- greiðslukerfi TR þótt enginn efist um að þetta séu löggildar heilbrigðisstéttir. I þeim löndum þar sem sjúkraþjálfun og sjúkranudd þróuðust hlið við hlið er áratuga hefð fýrir samvinnu þessara stétta og sem betur fer er slíkt einnig að aukast hér á landi, sjúk- lingnum til hagsbóta. I mínu starfsumhverfi er ágætis samstarf við sjúkraþjálfann í Borgarnesi því þótt margt sé líkt með þessum stéttum þá er áhersla menntunar ólík. Sjúkraþjálfarar eru jú sérhæfðir í þjálfun en sjúkranuddarar í nuddi. Báðar stéttir læra dálítið í sérsviði hinnar, sjúkranuddarar taka kúrsa í þjálfun og æfingum og sjúkraþjálfar í nuddi. Væri vel ef þessi sam- vinna ykist enn, því þá væri enn frekar tryggt að okkar sameiginlega markmið, að reyna að hjálpa fólki til betri heilsu, næðist betur. En slíkt getur verið flókið ef ein stétt er inni í TR Birna G. Konráisdóttir og hin ekki og er þá komið að áralangri baráttu SNFÍ. Aður en frú Ingi- björg Pálmadótt- ir fýrrver- andi heil- brigðisráð- herra lét af störfum áttum ég og forverar mínir í starfi formanns SNFÍ í viðræðum við hana um inngöngu sjúkranuddara í TR. Ekkert hefur verið ákveð- ið í þeim efnum en von okkar er sú að nýr ráð- herra heilbrigðismála sýni þessu máli skilning og heill sjúklinga þannig hafður að leiðarljósi. Sparnaður yrði í heilbrigðiskerfmu m.a. vegna lækkunar á lytfjakostnaði og fýrirbyggjandi að- gerða svo og færri stunda frá vinnu. Það er markmið Sjúkranuddarafélags Islands að afla sjúkranuddi sömu virðingar og viður- kenningar og það nýtur í öðrum löndum innan vestrænna læknavísinda svo og að auka samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir. Nú þegar eru sjúkranuddarar starfandi víða t.d. á sjúkrahús- um, heilsugæslustöðvum, Heilsustofnun NLFI í Hveragerði og á eigin stofum. Það er því von okkar að þessi stétt haldi áfram að þróast við hlið og í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir í landinu, landsmönnum öllum til hagsbóta. Bima G. Konráðsdóttir Löggiltur sjúkranuddari-Borgum Borgarfirði Formaður SNFI. ^Písnqhornið nnmrinn mesta þykir hnoss ívar Björnsson frá Steðja orti einhverntíma: Svefns og drauma sœluhlýja seiði mögnuð hrífurþá sem í vöku verða að flýja veruleika sínumfrá. Þannig verður oft veruleikinn töluvert frá- brugðinn vökudraumunum hverjir sem þeir nú eru og svo sem hægt að láta sig dreyma hvað sem er, nú eða bara njóta þess sem býðst eins og Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu sagði: Mörgum Víkurmeyjunum nhetti e'g inn við tjöldin. Gaman er að þeim greyjunum í góðu veðri á kvöldin Reykjavíkurdætur, Reykjavíkurdætur, er stundum sungið enn í dag og þó vísa Jóhanns sé orðin gömul er lengi hægt að ylja sér við góðar minningar samanber vísu Sigurjóns Kristjáns- sonar: Þó að skapi skort og nauð skeytin atvikanna frá mér tekur enginn auð endurminninganna. Stefán Jónsson frá Þorgautsstöðum orti um seinþroska konu og nefndi kvæðið „Hægfara þróun“: Með hlutleysi sjálfsþóttans horfð'ún á allt - hennar hár var sem sólgullin bára - en bros sitt lét engum hið fegursta falt frá fimmtán til tuttugu ára. Frá tuttugu ogþað upp í tuttugu og sex á tískumii hafði hún gætur og brosmildi hennar og blíðlyndi vex. Hún brosti til hans er var sœtur. Frá tuttugu og sex upp íþrjátíu ogþtjií, það þýðir að æskunni lýkur, við brosmildi sína hún bætti því nú að brosa til hans sem var ríkur. - En uppfrá þeim tíma ég hlerað það hef þó hafi þeir valbrá og skalla og blásnauðir séu með brennivínsnef hún brosir framan í alla. Þetta kvæði má raunar taka saman efnislega í þessa gömlu vísu: Meydómurinnn mesta þykir hnoss meðan hann erþetta kringum tvítugt en verður ofiast versti kvalakross efkemst hann eitthvað teljandi yfir þrítugt. Alltaf hafa þó verið til menn sem hafa sýnt viðleitni til að hjálpa konum að losna við þessa etfiðu lífsbyrði og í rímu af Stefáni Péturssyni segir Stefán Stefánsson frá Móskógum: Fyrst án efa ífjóshlóðum fór að þefa af griðkonum. Daglega hefur djarftækum drottinn gefið verðugum. I þeim málum verður víst hver að starfa sjálf- stætt en afköstin geta verið mæld á ýmsan hátt. Lítill og pervisinn maður sem var giftur stórri og holdugri konu hafði orð á því að hann ætti tíu böm og samstarfskona hans ein sá ástæðu til að undrast yfir þessari staðreynd. Birgir Hart- mannsson útskýrði leyndardóma lífsins fýrir konunni á eftirfarandi hátt: Mérfinnst ég verða aðfræðayður fní, um náttúrtmnar lög. Með litlum hamri laginn smiður lemur barafleiri slög. Samkvæmt eðlilegum breytileika tegundar- innar Homo Sapiens sækja konur misstíft í smíðar af þessu tagi og Katrín Eiríksdóttir frá Dagverðargerði gerði grein fýrir sinni skoðun á þennan hátt: Það er í einu orði meint og ort á grænni tóðu. Ég afsala mér alveg hreint ást ogfrúarstöðu. Sú ágæta kona sem næsta vísa er ort um hef- ur trúlega verið orðin svona tuttuguogníuog- hálfs þegar ort var: Eldast tekur Anna greyið, enginn vill hana. Margur hefur þymira þegið - það má gylla hana. Næsta vísa er greinilega undir áhrifum frá þeirri fyrri hvort sem hún er nú svarvísa eða útúrsnúningur: Eldast tekur Oli greyið, - enga sponsar hann. - mörg hefur nú þynnra þegið - það má bronsa hann. Sem betur fer gerast þó ennþá ævintýr svona aðra hvora nótt eins og skáldið sagði og ein- hvemtíma mun eftirfarandi samtal hafa átt sér stað milli ungs manns fýrir utan gluggann og vinkonu hans fýrir innan hann: Ertu sofimð elskan mín? Ekkifast minn kæri! A ég að koma inn til þín? Efþú sérð þérfæri! Svo ber þó að meðhöndla þessa hluti sem fleiri skaðleg vopn að ekki hljótist slys af. Þór- björg Eiríksdóttir frá Asgeirsstöðum sendi ein- hverjum maklegum þessa kveðju: Þökk og heiður þeim sem ber. Þannig hafafáir unnið. I hjarta mínu ekkert er efiir, sem nú getur brunnið. Svo fýllsta jafnréttis sé gætt er rétt að taka með vísu eftir Skarphéðinn Einarsson sem fell- ur hér ágætlega inní: Margur ástar leikur leik, leik sem brást þó stundum. Veður ástin reikul reyk, raunirfást með sprundum. Þegar ég var að setja saman þennan þátt var að brjótast í hausnum á mér vísupartur sem ég gat ómögulega munað fýrrihlutann við og spyr því lesendur mína hvort þeir kannist við eftir- farandi vísuhelming: Það er eins og kaffilaus kanna kvetieðlið í pipruðum svanna. Endilega hafið samband ef eitthvað rifjast upp og ekki treysta því að hinir geri það. Með þökkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstóðum 320 Reykholt S 435 1367 yfieygarðshorníð Nýr prestur í sókninni Séra Guðfinnur var nýútskrif- aður úr prestaskólanum og við sína fýrstu messu var hann svo taugaveiklaður að hann kom varla upp orði. Eftir messuna spurði hann meðhjálpara sinn hvað honum hefði fundist um guðsþjónustuna. „Þetta var allt í lagi,“ svaraði meðhjálparinn. „En það gæti hjálpað þér að setja smá vodka eða ginslettu út í vatnsglasið þitt. Gamli prest- urinn gerði það alltaf til þess að verða afslappaður.11 Guðfinnur ákvað að fara að ráðum meðhjálparans og setti vodka í glasið sitt næsta sunnu- dag. Það kjaftaði á honum hver tuska og að lokinni messu spurði hann meðhjálparann borginmannlega hvernig sér hefði gengið. Hjálparmaðurinn veigraði sér við að svara og sagði að þeir þyrftu að fá nokk- ur atriði á hreint: 1. Boðorðin eru tíu, ekki tólf. 2. Postulamir eru tólf ekki tíu. 3. Davíð vóg Golíat, en buffaði hann ekki. 4. Við minnumst ekki á Jesú Krist sem Jonna heitinn Ká. 5”. Næsta sunnudag verður haldin karamellukökukeppni hjá Sankti Péturskirkju. Ekki Péturs kajfi kýling hjá Sankti Karamellu- kirkjli. 6. Faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi eru ekki nefndir kall- inn, lilli og draugurinn. Það sem greinir ný- nema frá eldri nemum Nýnemar: Skrá nákvæmar fjög- urra lita glósur t tímum. Eldri nemar: Vaka stundum út allan kennslutímann. Nýnemar: Eru aldrei i rúminu fram að hádegi. Eldri nemar: Fara ekkifram úr rúminu fyrr en eftir hádegi. Nýnemar: Lesa námsskrána til þess að sjá hvaða tímum þeir geta sleppt. Eldri nemar: Lesa námsskránna til þess að vita í hvað tíma þeir verða að mæta. Nýnemar: Kalla kennarann „kennarV. Eldri nemar: Kalla kennarann „Kidda“. Nýnemar: Leggja námsefnið á minnið til þess að fá góða ein- kimn. Eldri nemar: Leggja venjur kennarans á minnið til þess aðfá góða einkunn. Nýnemar: Mæta íprófsem hald- ið er að morgni til, hreinir, hress- ir og vel nærðir. Eldri nemar: Mæta í morgun- próf í íþróttabol, með húfit ogpoka afnöggum. Nýnemar: Standa í biðröð í klukkutíma í upphafi annar til þess að kaupa námsbækur. Eldri nemar: Fara að íhuga það í október hvort þeir ættu að kaupa námsbækur. Nýnemar: Eru stoltir aftíunum sinúm t stærðfræði. Eldri nemar: Eru stoltir af því að hafa ekki fallið á miðannar- prófi í margþættum stærðfræði- greiningum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.