Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 26. tbl. 4. árg. 28. ]úní 2001 Kr. 250 í lausasölu /\íslensk V " UPPLVSINGAT/ Tölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki Hyrnulorgi ■ 430 2200 ■ verslun@islensk.is Akranesveita og Orkuveita Revkiavíkur sameinaðar Þýðingarmildð skref fyrir báðá aðila Síðastliðinn þriðjudag var undir- rimð viljayfirlýsing í bæjarþingsal Akraness um að sameina Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu, Anda- kílsárvirkjun og eignarhlut Akranes- kaupstaðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). Yfirlýsingin var undirrituð með íyrirvara um samþykki borgarstjórnar Reykjavík- ur og bæjarstjórnar Akraness. Reiknað er með að sameinað orku- íýrirtæki taki til starfa þann 1. des- ember næstkomandi. Gísli Gíslason, bæjarstjóri, segir aðdragandann að lokaspretti samningaferlisins hafa verið tiltölulega skamman. „Við höf- um verið í miklu breytingaferli í orkumálum hér á Akranesi frá árinu 1995 og segja má að þetta sé eitt skref í viðbót við þann feril. Framundan eru miklar breytingar, sérstaklega í raforkumálum, og við töldum þennan tíma heppilegan til að stíga þetta skref.“ Heitt vatn lækkar um 34% Gildi sameiningarinnar er mikið fyrir Akurnesinga þar sem sama gjaldskrá mun vera í gildi á Akranesi og í Reykjavík ffá og með þeim degi sem hið sameinaða fyrirtæki tekur til starfa. Þá lækkar orkuverð heimila og fyrirtækjá á Akranesi verulega eða um 60-70 milljónir króna ef miðað segja Gísli Gíslason og Alfreð Þorsteinsson er við notkun árið 2000. Svéinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, sagði við undirritunina að sér teldist til að hjá fimm manna fjölskyldu myndu útgjöld lækka um sem næmi þrettánda mánuðinum þegar allt væri tekið með í reikning- inn. Verð á heitu vami mun lækka um 34% og verð á raforku til heim- ila um 11%. Gísli segir að staða Akranesveitu hafi ekki verið veik fyr- ir sameiningu. „Menn höfðu náð mjög góðum árangri að mörgu leyti. Því er þó ekki að neita að gengisveltingur er meira en ólgu- sjór fyrir lítið fyrirtæki og þess vegna skiptir miklu máli að styrkja stoðirnar undir veimnni." Mörgum kynni að sýnast sem svo að Akurnesingar væru þeir einu sem nytu góðs af sameiningunni, en Gísli segir að svo sé ekki. „Sá markaður sem nýtt fyrirtæki fer inn á er vax- andi og verður í framtíðinni gríðar- lega öflugur. Þær breytingar sem hafa orðið á svæðinu norðan Hval- fjarðar hafa verið miklar á skömm- um tíma og þær eiga eftir að halda áfram.“ Sóknarfæri á Akranesi Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi orkufyrirtækj- anna við sameininguna og starfs- mönnum þeirra verða tryggð áff am- haldandi störf í sameinuðu fyrirtæki. Höfúðstöðvar sameinaðs fyrirtækis á Vesturlandi verða á Akranesi og vinnuflokkar verða gerðir út þaðan. En gæti þetta verið fyrsta skrefið í átt að sameiningu sveitarfélaganna? „Við sameinumst um öll góð mál, en þetta er nú ekki það skref sem leiðir til sameiningar. Eg æda þó ekki að gerast spámaður um hvað gerist eft- ir 10 eða 15 ár. Landslagið í sveitar- stjómarmálum á vafalítið eftir að breytast mjög, ekki síst hér norðan Hvalfjarðar þar sem breytingamar hafa verið hvað minnstar.11 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segist sjá ýmis sóknarfæri á Akranesi. „OR sér mikinn ávinning af þessari sameiningu. Akranes og umhverfi þess er vaxandi og við sjá- um hér ýmis sóknarfæri, t.d. í Borg- arfirði." Alfreð útilokar ekki að frekari landvinningar séu í farvam- inu. „Ekkert sem ég get skýrt frá núna en menn em alltaf með augun opin. OR er stórt og öflugt fyrir- tæki og hagræðing í rekstri verður meiri eftir því sem það stækkar. Þessi sameining mun því efla orku- veittfna veralega.“ SÓK Dalabvggð Einar að hætta Einar Mathiesen sveitarstjóri Dalabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september næstkomandi. Einar kom til starfa hjá Dalabyggð í ársbyrjun árið 2000 og tók við af Stefáni Jónssyni sem gegnt hafði starfinu frá því haustið 1998. Astæða uppsagnarinnar er sú að Einar hyggur á meistaranám við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Islands. „Þetta er draumur sem ég hef átt í töluverðan tíma að fara í þetta nám og í lok vetrar tók ég ákvörðun um að láta slag standa,“ sagði Einar í samtali við Skessuhorn. Hann segist munu kveðja Dalabyggð með söknuði enda hafi honum líkað vel í sínu starfi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. „Þetta er búinn að vera á- nægjulegur tími og það er ekki hægt að segja að ég hafi þjáðst af verkefnaskorti. Það hefur ekkert verið slegið af frá fyrsta degi enda mörg stór verkefni verið í gangi hér á síðustu missemm,11 segir Einar. Aðspurður um hvort hann hyggist snúa sér aftur að sveitarstjórnar- málum að námi loknu segir Einar að framtíðin sé óráðin. Sem fyrr segir gegnir Einar starfi Einar Mathiesen sveitarstjóri Dala- byggðar. sveitarstjóra til 1. september n.k. en leit er þegar hafin að eftirmanni hans sem verður ráðinn út kjör- tímabilið eða til næsta vors. GE Nýr skóla- meistari FVA Hörður Helgason var á föstu- dag ráðinn skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands, en hann hefur gegnt stöðunni ffá því að Þórir Ólafsson, fyrirrenn- ari hans, hóf störf í menntamála- ráðuneytinu skömmu eftir páska. Hörður gegndi sem kunnugt er áður starfi aðstoðarskólameistara fjölbrautaskólans og er því starfsvettvanginum þaulkunnug- ur. Blaðamaður Skessuhorns hitti Hörð að máli á dögunum og spurði hann spjöranum úr. Hann er bjartsýnn og segir nýja starfið vera bæði áhugavert og krefjandi. Viðtalið er að finna á blaðsíðu tvö. Þjóðgarður í dag Þjóðgarðurinn á utanverou Snæfellsnesi verður formlega opnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi í dag kl. 14.00. Þjóð- garðurinn sem hlýtur nafnið Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verður fjórði þjóðgarður Islend- inga en sá fyrsti sem stofnaður er effir að að umhverfisráðuneytið tók til starfa. Mörk þjóðgarðsins í suðri verða í landi Dagverðarár og að norðan í landi Gufuskála en þjóðgarðurinn nær yfir stærstan hluta Snæfellsjökuls. Opnun þjóðgarðsins í dag verður án efa stór stund fyrir margan Snæfellinginn enda lang- þráður draumur að rætast, en formlegur undirbúningur hefur staðið yfir í um átta ár. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.