Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 9
^oismvIiuL1: FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 9 Aðalfundur íslcnska iárnblendifélagsins hf. 94 nulljóna króna tap Aðalfundur íslenska jámblendifé- lagsins hf. var haldinn síðasdiðinn fimmnidag. Þar var kunngert að rekstrartekjur á fyrsta ársfjórðungi ársins hefðu verið 1.260 milljónir króna sem er hækkun um 34% mið- að við sama tímabil á liðnu ári. Hækkunin er tilkomin vegna hærri verða á afurðum félagsins og meiri framleiðslu en á erfiðleikatímabil- inu á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Árið 2000 varð 615 milljóna króna tap af starfsemi félagsins og var það annað árið í röð sem tap var á rekstrinum í kjölfar sex ára hagnað- artímabils. Jámblendifélaginu tókst að draga úr rekstrarkostnaði á fyrsta ársljórð- ungi þessa árs. Gengislækkun krón- unnar leiddi þó til 191 milljóna króna gengistaps, en gengistapið á sama tímabili í fyrra var 14 milljón- ir. Tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam því 94 milljónum króna sem er þó minna en á síðasta ári en þá var tapið 118 milljónir. I tilkynningu á Verðbréfaþingi ís- lands segir að afkoma félagsins það sem eftir er ársins sé mjög háð frarn- vindu á kísiljárnmörkuðum, ofri- rekstri og að frekari lækkun rekstr- arkostnaðar náist. Þar segir jafn- framt að þess sé vænst að afköst verksmiðjunnar muni aukast jafht og þétt á árinu og að félagið muni halda áfram að auka framleiðslu á verðmeiri afurðum. Það muni draga úr áhrifum staðalkísiljárns á afkomu þess. Stjórn járnblendifélagsins lagði til að ekki yrði greiddur út arður til hluthafa vegna ársins 2000 og var það samþykkt á aðalfundinum. I stjórn félagsins voru kjörnir þeir Erik Lokke-0wre, Marius Gronningsæter, Stefán Ólafsson, Richard Aa, Haukur Ingibergsson, Már Guðmundsson og Stefán Reyn- ir Kristinsson og í varastjórn þeir Arnfinn Holas, Morten Viga, Magnar Storset, Jón Steinar Gunn- laugsson, Eysteinn Helgason, Guð- jón Axel Guðjónsson, og Hrafn Magnússon. Endurskoðandi félags- ins var kjörinn Pricewaterhou- seCoopers ehf. Gunnar Sigurðsson löggiltur endurskoðandi. SÓK Fjölbrautaskóli Vesturlands INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sírni: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Kjartansgata 25, Borgarnesi. Einbýlishús, tvær íbúðir. Á efri hæð er 137 ferm. íbúð og henni fylgir herb. á neðri hæð og bflskúr 38 ferm. Forstofa flísalögð, skápar. Gestasnyrting dúklögð. Þvottahús með innréttingu. Eldhús dúklagt, flísar á vegg við innr., ljós viðarinnr. Búr dúklagt. Baðherb. nýlega tekið í gegn, allt flísalagt, homkerlaug og vönduð Ijós innr. Gangur og stofa parketlagt. Þrjú svefnherb., hjónaherb. parketlagt, skápar, eitt herb. dúklagt (var áður 2 herb.), skápar og forstofuherb. parketlagt. Úr forstofuherb. er gengið niður í stórt flísalagt herb. á neðri hæð, inn af því er gufubað og geymsla. Á neðri hæð er 100 ferm. íbúð, (sérinngangur). Forstofa og gangur dúklagt. Baðherb. með flísum á gólfi, eldhús dúklagt, viðarinnr. (plast á hurðum). Stofa og tvö herb. dúklögð. Geymsla og þvottahús. Verð: kr. 17.900.000. Laxeyri, Hálsasveit. Einbýlishús, íbúð 132 ferm. og bflskúr 60 ferm. Forstofa dúklögð, skápar. Þvottahús. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Búr dúklagt. Hol og stofa parketlagt. Baðherb. dúklagt, kerlaug/sturta. Gangur dúklagður. Þrjú svefnherb. dúklögð, skápar í öllum. Húsið þarfnast viðhalds og bflskúr er að mestu ófrágenginn. Oskað er eftir tilboðum i húsið og skal þeim skilað í síðasta lagi 31. júlí2001. Mikil frávik frá fjárheimUd Menntamálaráðuneytið hefur sent Fjölbrautaskóla Vesturlands bréf vegna uppgjörs ársins 2000 en þar kemur ffam að -21,1% ffávik var frá fjárheimild skólans. Ráðu- neytið biður þar um fullnægjandi skýringar á því hvers vegna stofn- unin fór fram úr heimildinni auk þess sem farið er fram á að for- stöðumenn skólans geri grein fyrir því til hvaða aðgerða hefur verið gripið eða ætlunin er að grípa til svo útgjöld skólans verði færð að heimild. Að baki hallarekstrinum liggja ýmsar ástæður og ber þar hæst að reiknilíkan menntamálaráðuneytis- ins vanmetur kostnað við það mikla verknám sem FVA býður upp á, en um það hefur áður verið fjallað í Skessuhorni. Auk þess hefur enn ekki fengist sérstakt fjármagn til þess að standa undir rekstri fram- haldsdeildanna tveggja á Snæfells- nesi sem eru skólanum mjög óhag- stæðar rekstrarlega. Á síðasta ári var svo ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir í verknámshúsi, deildarstjórum var fjölgað vegna samkomulags KI og fjármálaráðu- neytisins og einnig kom til kosm- aður vegna nýrra áfanga á almennri námsbraut. Endurskoðun áðurnefnds reikni- líkans er nú að ljúka og mun það líklega laga stöðu skólans hvað varðar kostnað við verknám og deildirnar tvær á Snæfellsnesi. Stjórnendur skólans munu svo að sögn gera það sem í þeirra valdi stendur til að minnka hallarekstur og reynt verður að finna leiðir til að minnka brottfall, en það er skólan- um mjög dýrt. Skólanefnd FVA hefur greint frá því að hún leggi ríka áherslu á það að skólinn standi við þá samninga sem hann er aðili að og bjóði áfram þá þjónustu sem verið hefur, bæði hvað varðar námsframboð í verknámi og kennslu í ffamhaldsdeildum, SÓK Reiðhjóla- uppboð Þann 30. júni munfarafram reiðhjólauppboð á vegum sýslumannsins á Akranesi. Uppboðið verður haldið á lögreglustöðinni klukkan 11:00. Lögreglan á Akranesi • Sýslumaðurinn á Akranesi FOSTUDAGURINN 29. júní Kl. 13:00 - Markaðurinn við húsakynni HÓ verður opnaður. Kl. 14:00 - Leiktækin opnuð. Kl. 16:00 - Dorgkeppni á vegum Sjósnes. Grillað verður fyrir keppendur. Kl. 18:00 - Menningarvaka á Hótel Höfða. Hjálmar Ámason alþm.flytur fyrirlestur um Færeyjar. Þjóðlagasöngvarar frá Færeyjum. Nikkólína Jakobsen og Erlingur Jakobsen taka lagið við undirleik Regins Joensen. Kl. 22:00 - Bryggjuball. Hans Jakob og vinfolk spila. Stuðbandalagið Tónól spila á Þorgrímspalli. Kl. 24:00 - Flugeldasýning. Hitaveita í bústaði í Borgarbyggð? Rætt við Orkuveitu Reykjavíkur Þegar tilkynnt var um samein- Skessuhorn að óformlegar viðræð- ingu Orkuveitu Reykjavíkur og orkufyrirtækja Akranesbæjar kom fram að hinir fyrrnefndu ættu í ó- formlegum viðræðum við hitaveitu í Borgarfirði um að hitaveituvæða stór sumarbústaðahverfi. Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgar- byggðar staðfesti í samtali við ur hefðu átt sér stað milli Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Norðurárdals um hitaveituvæðingu í stærri sumarbústaðahverfi í Borg- arbyggð. Að sögn Stefáns eru þær viðræður stutt á veg komnar og ekki ljóst hvort þær bera árangur. GE LAUGARDAGURINN 30. júní Kl. 10:30 - Hestamenn í hestamannafélaginu Hring í Ólafsvík leyfa ungum sem öldnum að fara á bak fákum sínum við skeiðvöll félagsins við Fossá. Kl. 11:00 - Opna færeyska golfmótið á vegum Golfklúbbsins Jökuls. Kl. 13:00 - Islandsmeistaramót í mótorkrosskeppni á Breiðinni. Kl. 13:00 - Leiktækin opnuð. Kl. 14:00 - Hátíðin sett á Þorgrímsvelli. Bæjarstjórinn í Vestmanna, Gunn Joansen og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar flytja ávarp. Kvennakór frá Vestmanna syngur en hann samanstendur af 60 konum. Færeyskur dans stiginn á palli. Öm Ámason og Ámi Tryggvason skemmta. Fallhlífarstökk. Söngkeppni bama. Erling Jakobsen og Nikkólína syngja nokkur lög við undirleik Regins Joensen. Söngtríóið Eggjastokkamir syngja. Dansarar frá Ólafsvík taka línudans. Fleira verður til skemmtunar. Kynnir verður Magnús Stefánsson alþingismaður. |l Kl. 17:00 - Handboltaleikur á milli HK og handboltaliðs frá Færeyjum í |s íþróttahúsinu. 1 Kl. 23:00 - Stórdansleikur í Félagsheimilinu Klifi. Hin sívinsæla færeyska 1 hljómsveit Twilight leikur fyrir dansi. SUNNUDAGURINN l.júlí Kl. 13:00 - Á Þorgrímsvelli. Útimessa. Sóknarprestamir ffá Vestmanna og Ólafsvík munu sjá um athöfnina. Kirkjukór Vestmanna og kirkjukór I Olafsvíkur syngja. Undirleik annast hljómlistarmenn frá Ólafsvík. Kl. 14:30 - Skemmtisigling út á Ólafsvík. Lifandi músík verður í hverjum bát. Sýning verður opin á færeyskum munum í Gamla Pakkhúsinu. Einnig verður sýning á skipslíkönum. Þá verða á markaðnum m.a. knettir, frígadellur, ráskjöt og súpa, þjóðarréttur Færeyinga skerpukjötið j og margt margt fleira.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.