Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 15
ð&ássiíhu^i FLMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 15 Það er spuming??? Notarðu reiðhjólahjálm ? Amar Freyr Bjömsson, 6 ára - Já, annars meiSir ma fmr sig ef máöur dettur. Pétur Öm Snæbjömsson, 5 ára - Já, afþví löggan segirþað. Eva Rún Barðadóttir, 6 ára - Já, löggan segir það. Kristín Björg Ólafsdóttir Waage, 6 ára - Já, af því maðitr getur dottið af hjólinu. Sigrún Lámsdóttir, 11 ára -Já, oftast. Þórhallur Lámsson, 8 ára - Já, ef e'g dett lendi e'g kannski undir híl. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Brotlending í Laugardalnum Skagamenn lágu fyrir botnliðinu Hræðilegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að fyrsta tapi Skaga- manna í fimm leikjum þegar þeir mættu Fram á Laugardalsvellinum á sunnudagi. Skagamenn máttu þola tap gegn botnliði deildarinnar 1 -0 sem fram að því var án stiga í deildinni. Framarar mættu ákveðn- ir til leiks staðráðnir í að berjast til síðasta blóðdropa þar sem tap í leiknum hefði þýtt að fall í 1 .deild væri meira en bara hugsanlegt. Það var Ijóst þegar fáar mínútur voru liðnar af leiknum að Framarar ætluðu sér að halda hreinu fyrst og fremst og treysta svo á að skora úr skyndisóknum. Fimm manna varnalína þeirra var erfiður múr fyrir Skagamenn að klífa og ekki hjálpaði Skagamönn- um gjörsamlega andlaus og hug- myndasnauður sóknarleikur. Þó að Skagamenn hafi verið með boltann að stórum hluta í fyrri hálfleiknum tókst þeim ekki að skapa sér nein alvöru marktæki- færi. Andstæðingarnir fengu hins- vegar þrjú ágæt færi áður en Ás- Þann 16. júní síðastliðinn fór landsmótið í leirdúfuskotfimi fram á æfingasvæði Skotfélags Akra- ness í blíðskaparveðri. Tólf bestu skotmenn landsins í leirdúfu frá fjórum félögum kepptu á mótinu; frá Skotfélagi Reykjavíkur, Skotfé- lagi Hafnarfjarðar, Skotfélagi Suð- urlands og Skotfélagi Akraness. Þar af voru þrír Akurnesingar, þeir Stefán Gísli Örlygsson, Snorri Guðmundsson og Kári Haralds- son. Svo fór að Stefán Gísli sigr- aði en í liðakeppni sigraði A-lið Reykjavíkur. Framkvæmd mótsins heppnað- ist vel og var mótið klárað á einum degi í stað tveggja. Þó gekk móts- haldið ekki áfallalaust og meðal annars bræddi rafstöð félagsins úr sér. „Við erum rafmagnslausir núna og þetta var mikill skellur fyr- ir okkur. Það kom ýmislegt upp á þennan dag,“ segir Kári Haralds- son keppandi á mótinu og gjald- keri Skotfélags Akraness. „Við fengum sem betur fer vél að láni og gátum klárað daginn með henni. Mótið var annars mjög fínt og gott en það skilur okkur eftir í svolitlum vandræðum því svona er bagalegt fyrir lítið og fátækt félag.“ Kári segir að skotfélagsmenn hafi undanfarið reynt að fá vilyrði fyrir því hjá Akranesbæ að rafstrengur verði lagður að æfingasvæðinu sem er við Berjadalsá. „Maður hefur fengið þessi dæmigerðu svör, að þetta sé dýrt og það er vissulega rétt. Annars yrði streng- Staðan í Sfmadeildinni Félag LUJT Mörk Stig 1 Fylkir 6 32 1 8:4 11 2 FH 632 1 8:6 11 3 ÍA 63 12 10:6 10 4 Valur 63 12 8:7 10 5ÍBV 63 12 4:4 10 6 Grindavík 5 302 8:6 9 7 Keflavík 630 3 7:8 9 8 KR 72 14 6:9 7 9 Breiðablik 62 04 5:9 6 10 Fram 6 105 6:11 3 mundur Arnarson skoraði glæsi- legt mark rétt fyrir leikhlé. Það var allt annað Skagalið sem mætti á völlinn eftir hlé. Loksins glitti í víg- tennurnar sem leikmenn ÍA hafa beitt svo grimmilega í undanförn- um leikjum. Kári Steinn Reynis- son komst einn í gegn á upphaf- smínútum síðari hálfleiks, eftir glæsilega sendingu frá Haraldi Hinrikssyni en skot hans fór naumlega framhjá. Pressa Skagamanna að marki Frammara þyngdist stöðugt og síðustu tutt- ugu mínúturnar fóru leikurinn nánast fram í vítateig heimaliðs- ins. Fjölmörg færi Skagamanna litu dagsins Ijós í hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Grétar R. Steinsson átti m.a. gott skot rétt framhjá, Haraldur lét verja frá sér úr ákjósanlegu færi og Hjörtur misnotaði dauðafæri þegar mark- verði Fram tókst að verja skot hans frá markteig. Minnstu mun- aði að Gunnlaugur Jónsson skor- aði í öðrum leiknum í röð, sem í sjálfu sér væri í frásögur færandi, urinn ekki bara fyrir okkar félag því nú hefurflugmódelfélag fengið að- stöðu við hliðina á okkur og það er vel mögulegt að svæðið verði nýtt betur fyrir félög sem þurfa að kom- ast í burtu frá bænum og fá ein- hvern landskika út af fyrir sig.“ Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæði Skotfélags Akraness undanfarið og Kári segir að búið sé að gjörbreyta því á síðustu þremur vikum. „Þarna er komið stórt bílastæði og skúr og æfinga- svæðið sjálft hefur verið lagfært töluvert. Slétt hefur verið úr því og steyptir pallar á svæðinu. Það er í raun búið að taka svæðið í gegn.“ Félagsmenn í skotfélaginu eru um 30 talsins og Kári segir að allir séu velkomnir í það. Félagsgjald er 2000 krónur á ári og ekki er skylda að eiga sinn eigin búnað. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Kára í síma 863-5840 eða hjá Snorra Staðan í 2. deild Félag LUJT Mörk Stig 1 Sindri 65 1 0 8:1 16 2 Haukar 6420 11:2 14 3 Aftureld. 5320 12:4 11 4 Selfoss 53 1 1 12:7 10 5 Léttir 5203 7:7 6 6 Leiknir R. 5 122 5:5 5 7 Vfðir 6123 7:10 5 8 Skallagr. 6123 9:14 5 9 KÍB 6114 7:17 4 10 Nökkvi 6015 4:15 1 þegar þrumuskot hans frá vítateig var glæsilega varið af markverð- inum sem var besti maður Fram í leiknum. Stuttu síðar flautaði dómarinn til leiksloka. Skagamenn misstu þar með af gullnu tækifæri til að taka tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Það er Ijóst að leikmenn ÍA reyna að gleyma þessum leik sem fyrst enda voru þeir gjörsamlega ó- þekkjanlegir í upphafi leiks frá síðustu leikjum. Seinni hálfleikur- inn var heldur skárri en betur má ef duga skal. Tapið setur Skaga- menn niður í þriðja sætið, sæti sem margir hefðu eflaust verið sáttir við í upphafi móts en eftir að hafa séð hvað býr strákunum hans Óla í fyrstu fimm leikjunum eru margir stuðningsmenn farnir að vænta þess að sigur vinnist í hverjum leik. Það eru vissulega óraunhæfar kröfur en eins ís- landsmótið hefur spilast eru möguleikarnir talsverðir á að blanda sér fyrir alvöru í toppbar- áttuna. GE Guðmundssyni, formanni félags- ins í síma 861-0174. Svæði skot- félagsins hefur enn ekki verið opn- að formlega en að sögn Kára verður það á næstunni. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona stórt mót er haldið hjá okkur. Reykvíkingarnir misstu sinn völl nýverið og við vonumst til að það skili sér í aukn- ingu á skotæfingum hjá okkur. Þetta eru yfirleitt veiðimenn sem eru í þessu og menn byrja því ekki að æfa sig fyrr en seinnipart sum- ars. Við höfum verið að reyna að teygja þetta og fá menn til að æfa meira yfir sumartímann, harði kjarninn er ekki nema svona 6-7 manns og það er erfitt að standa í því að halda svæðinu opnu. Fé- lagsmenn fara þó sjálfir og æfa sig að vild en ekki er hægt að opna fyrir almenning fyrr en seinnipart sumars.“ SÓK Staðan ÍA 1 riðli 3. deildar Félag LUJ T Mörk Stig 1 HK 541 0 16:5 13 2 Barðastr. 5302 12:12 9 3 Fjölnir 522 1 8:5 8 4 Bruni 5203 11:10 6 5 HSH 51 22 7:8 5 6 Úlfarnir 5014 2:16 1 Iþróttafréttavefur Vesturlands www. skess uhorn. is Jafnt á ísafirði Skallagrímur - KÍB: 2 - 2 Skallagrímur mætti KÍB á ísa- firði á sunnudaginn. Lokatölur urðu 2-2. Annan leikinn í röð byrj- uðu Skallagrímsmenn hræðilega og voru komnir tveimur mörkum undir eftir aðeins hálftíma leik. Tveimur mínútum eftir annað mark KÍB minnkaði Helgi Pétur Magnússon muninn með stór- glæsilegum skalla í slána og inn. í kjölfarið tóku Skallagrímsmenn völdin á vellinum jafnt og þétt. Þrettán mínútum fyrir leikslok skil- aði sóknarþunginn loks marki þegar að Einar Eyjólfsson skoraði með lúmsku skoti úrteignum. Síð- ustu mínúturnar fengu Skalla- grímsmenn nokkur góð færi til að tryggja sér sigurinn en sluppu svo sjálfir með skrekkinn rétt fyrir leikslok þegar leikmaður KÍB slapp einn í gegn inn fyrir vörn Skallagríms en misnotaði færið. Skallagrímur er nú í áttunda sæti með fimm stig, einu meira en KÍB sem er í níunda sæti. Skalla- grímsmenn virðast vera komnir á ágætis ról eftir erfiða byrjun. Sex mörk og fjögur stig í síðustu tveimur leikjum er ágætt en að sama skapi hafa þeir fengið á sig fjögur mörk sem er að sjálfsögðu alltof mikið. Næsti leikur Skalla- gríms er í kvöld kl.20 þegar að þeir taka á móti liðinu í öðru sæti, Haukum. HJH Bruni bfður lægri hlut Boltafélagið Bruni þurfti að láta í minni pokann fyrir HK á heimavelli sínum, Akranes- velli, síðastiiðinn laugardag. Liðsmenn HK voru sterkari í fyrri hálfleik og staðan í hálf- leik var 2-0 gestunum í vil. Bruni lét þó ekki deigann síga og var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Liðsmenn pressuðu stíft og voru ó- heppnir að jafna ekki metin. Valgeir Sigurðsson náði þó að koma boitanum f netið og lokatölur urðu 2-1. Bruni er nú með sex stig f deildinni eftir að hafa sigrað í tveimur leikjum og tapað í þremur. Næsti teik- ur þeirra er í kvöld, fimmtudag. SÓK Tap hjá HSH HSH mátti þola tap á heimavelli á laugardaginn fyr- ir liði Barðastrandar. Leik- menn HSH byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur og var Hermann Geir Þórisson að verki í bæði skiptin. Gest- irnir voru þó fljótir að minnka muninn eða aðeins fjórar mín- útur. Eitthvað virðist sem teið hafi farið illa í leikmenn HSH í hálfleik því eftir 30 mínútur voru Barðstrendingar búnir að skora þrjú mörk til viðbótar og staðan því orðin 2-4. Jónas Gestur Jónasson náði að klóra í bakkann fyrir heima- menn fimm mínútum fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki. HSH situr nú í næstneðsta sæti með fimm stig eftir fimm leiki. HJH Landsmót í leirdúfuskotfimi haldið á Akranesi Stéfán Gísli sigraði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.