Skessuhorn - 28.06.2001, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001
Erró í
Stykldshólmi
Frægasti listamaður Snæfell-
inga, myndlistarmaðurinn Erró,
var á ferð í Stykkishólmi á dögun-
um - en Erró er fæddur Olsari.
Sagði Erró, í stuttu spjalli við
blaðamann Skessuhorns, að hann
væri á ferð með vinum og kunn-
ingjum sínum úr listalífinu í
Frakklandi og væri ætlunin að fara
í skemmtisiglingu um Breiðafjörð-
inn. „Við ætlum að skemmta okk-
ur saman, borða fyrst hér dýrindis
krásir frá Frakklandi og dansa síð-
an á skipsíjöl á eftir,“ sagði Erró
glaður í bragði. A myndunum má
sjá Erró og föruneyti á verönd
Sjávarpakkhússins.
smb
/
Oskar eftir
þremur
amarfjöðrum
Jean Lebel, góðvinur Errós og
samverkamaður í listinni, gerði
þessa skissu fyrir blaðamann af
grímu sem er í einkasafni hans.
Er þetta indíánagríma eins og
glöggir menn sjá og vantar hann
þrjár arnarfjaðrir, hið minnsta
þrjátíu sentimetrar hver á lengd,
til að gríman sé fullkomin. Lebel
þessi er virtur rnaður í listalífi
Parísar, en meðal þess sem hann
hefur getið sér ffægð fyrir er að
vera einn af upphafsmönnum
gemingarlistarinnar svokölluðu á
sjöunda áratugnum. Þá skipu-
lagði hann fræga erótíska sýn-
ingu Picassos í París sem tók um
200 þúsund manns inn. Hægt er
að koma ábendingum til Skessu-
homs á netfangið:
smh@skessuhorn.is smh
r—
ÖBaB
Þegar blaðamaður var áferS stuttujyrir opnunina var allt áfullu við undirbúning. Bjöm Amason, eigandi, lætur ekki sitt eftir liggjafyrir miðju myndar.
Sjávarpakkhúsið opnar með glans sem matstofa
Ný matstofa opnaði sl. föstudag í Stykkishólmi. Má segja að formleg arpakkhúsi, og að sögn Björns Arnasonar, eiganda þess, mun sú nafngift
vígsla þess hafi farið framurn kl. 13:30, þegar myndlistarmaðurinn Erró og halda sér áfram. Matseðill Sjávarpakkhússins mun einkennast af einföldum
fjölmennt erlent fylgdarlið vina og kunningja hans snæddu þar á leið sinni réttum, súpum og breiðfirskum þjóðlegum réttum.
í skemmtisiglingu um Breiðafjörðinn. Er matstofan í hinu svokallaða Sjáv- smh
Fákasel skal það heita
A föstudaginn sl. var nýtt félags-
heimili Hestaeigendafélags
Grundarfjarðar vígt. I ræðu Gunn-
ars Kristjánssonar við það tilefni
kom fram að fyrsta skófhistungan
að heimilinu hafi verið tekin um
sumarið 1999 og strax um haustið
byrjað á sökklum þess. Um pásk-
ana á síðasta ári var húsið reist og
vígsludagurinn, 22. júní, valinn
vegna þess að þann dag varð
Hestaeigendafélagið 26 ára. Kom
fram í máli Gunnars að mikið
hefði verið unnið í sjálfboðavinnu
við húsið. Félagsheimilið teiknaði
Gísli Karvel Halldórsson og gaf
vinnu sína við það.
smh
Golffélagið Mostri vígir félagsheimili
I samkomusal nýja félagsheimilisins
Mynd: smh
HM)
& p31 ■ i' ¥■
l[n
Þann 15. júní var vígður nýr og
glæsilegur golfskáli hjá Golfklúbbn-
um Mostra í Stykkishólmi. Fjöl-
menni var við vígslu skálans, meðal
annars úr bæjarstjórn Stykkishólms
og svo að sjálfsögðu félagar Mostra,
en þeir eru um 70 talsins.
Golfklúbburinn Mostri var stofn-
aður árið 1984 og var félagsaðstað-
an í byrjun afar bágborin að sögn
Kristínar Benediktsdóttur, eins af
rekstraraðilum golfskálans. Er þetta
fyrsta húsnæði Golffélagsins en það
fékk í fyrstu inni í Kostgangarasal
Hótelsins. Kristín segir að margir
hafi lagt hönd á plóg við að koma
upp þessari aðstöðu, ef ekki beinlín-
is með vinnuframlagi þá með fjár-
stuðningi til kaupa á húsbúnaði. I
fyrra sumar gerði Mostri tilboð í
byggingu sem áður var kennsluhús-
næði Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi og var tilboð þess lægst.
Húsið var síðan fært á núverandi
stað í desember í fyrra. Var ákveðið
við flutoingana að samnýta fluto-
ingabíla sem þurfti að fá úr Reykja-
vfk þegar lögreglustjjíiin í Stykkis-
hólmi var færð til Grundarfjarðar.
Fyrirhugað er að gera stíg á milli
golfskálans og tjaldsvæðisins, enda
er nú komin aðstaða í skálanum fyr-
ir ferðamenn sem verður opin allan
sólarhringinn. Er það hður í sam-
starfi bæjarins og rekstrarfélagsins,
en til að gera aðstöðuna enn væn-
legri fyrir ferðamenn í golfskálan-
um er á dagskrá að koma þar upp
netkaffi. smh