Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 11.10.2001, Síða 1

Skessuhorn - 11.10.2001, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 41. tbl. 4. árg. 11. október 2001____Kr 250 í lausasölu Byssa og afli veiðimamisins á Holtavörðuheiðimii voru gerð upptæk þam/ig að siiferð varð ekki tilfjár. Þjófstartað í rjúpnaveiðinni Síðastliðinn laugardag handtók lögreglan í Borgarnesi veiðimann á Holtavörðuheiði sem hafði skotið fimmtíuogfimm rjúpur en sem kunnugt er hefst rjúpnaveiðitíma- bilið ekki fyrr en 15. október. Að sögn Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns í Borgarnesi hefur töluvert borið á því að menn væru að þjófstarta í rjúpnaveiðinni og hefur lögreglan í Borgarnesi aukið eftirlit vegna þessa á undanförnum árum. Einnig hefur borið á því að veiðimenn væru að skjóta úr bílum sínum við eða á þjóðvegum og jafn- vel innan um búsmala bænda. Stef- án segir að strangt sé tekið á slíkum brotum og vel fylgst með að lög og reglur um meðferð skotvopna séu virt. Meðal annars hafa lögreglu- þjónar í Borgarnesi haft flugvél í sinni þjónustu á haustin og fylgst með veiðimönnum úr lofti. GE Stórt sagnfræðiverkefhi á vegum Borgarbyggðar Sögur og Samfélög Sveitarfélagið Borgarbyggð verður í forsvari fyrir stórt sagn- fræðilegt rannsóknarverkefni sem ber nafnið Sögur og Samfélög (Sa- gas and Societies) og stendur í eitt ár, frá 1. nóvember n.k. Verkefnið fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma, hvernig hún mótaðist af umhverfi sínu og hvernig hún mót- aði aftur umhverfi sitt, jafnvel öld- um saman. Markmiðið er að draga saman fræðimenn margra landa til að fá fram dýpri skilning á samspili sagnanna og þeirra samfélaga sem skópu þær og varðveittu allt fram til nútímans. Með í verkefninu eru samstarfaðilar frá Þýskalandi og Eistlandi en aðrir samstarfsaðilar eru Safnahús Borgarfjarðar, Snorrastofa í Reykholti og Reykja- víkur Akademían. Verkefnið skiptist í fjóra hluta: Fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni þar sem viðfangsefnið er sögur fyrri alda sem þjóðfélagslegt fyrirbæri, ráðstefnu í Borgamesi dagana 8. - 12. ágúst 2002 þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 100 fræði- og vísindamönnum víða að, útgáfu vefsíðu verkefnisins og útgáfu ráð- stefnurits. Evrópusambandið hefur sam- þykkt að leggja allt að 8 milljónir króna í verkefnið. Verkefnisstjóri verður dr. Olína Þorvarðardóttir og framkvæmdastjóri Þorvarður Arnason, náttúrafræðingur. GE Afturhaldssemi Sem kunnugt er hefur sameining sveitarfélaga verið mikið til um- ræðu á Vesturlandi á síðustu árum. Viða hafa viðræður átt sér stað sem í mörgum tilfellum hafa skilað ár- angri. Sums staðar hefur sameining ekki átt hljómgrunn, meðal annars í sveitunum sunnan Skarðsheiðar. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi undrast skilningsleysi og aftur- haldssemi stjórnenda í hreppunum sunnan Skarðsheiðar og sendir ná- grönnum sínum tóninn í viðtali á bls. 6. Mest umferðaraukning á Vesturlandi Vífill Karlsson hjá atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur gert samanburð á umferðaraukningu á Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi síðustu tvo áratugi. Þar kemur skýrt fram að aukning á umferð er langmest á Vesturlandi þótt enn sé umferðin mest á Reykjanesi. A síðasta ári var ársdagsumferð á Suðurlandi 4.430 bílar, sé miðað við Suðurlandsveg við Hafravatn en á Vesturlandi 4.503. A Reykjanesi var hinsvegar ársdagsumferðin 7.280 bílar. Til samanburðar var ársdags- umferðin á Reykjanesi árið 1980 3120 bílar, 2580 á Suðurlandi og 981 á Vesturlandsvegi við Fossá. A tímabilinu hefur umferðin því fjórfaldast á Vesturlandi á meðan hún hefur tvöfaldast á hinum svæðunum. I meðfylgjandi töflu má sjá um- ferðarþróun í þessum þremur lands- hlutum síðustu 20 árin. Umferðar- aukningin er reiknuð í nokkurs kon- ar umferðarvísitölu sem byggir á tölum árins 1980. A Vesturlandsvegi má sjá umferðaraukninguna, bæði við Fossá og undir Hafnarfjall. Þróun umferðar er áþekk á öllum svæðunum fram til ársins 1987 en þá skilur á milli og annað stökk er síð- an 1991 og það síðasta 1997. Ljóst má þykja að ástæðuna fyrir síðasta stökkinu megi rekja til opnunar Hvalfjarðarganganna sumarið 1997 ekki er hinsvegar ljóst hvað veldur hinurn stökkbreytingunum. GE Ár Reykjanes Suðurland Vesturland -Esjuberg Vesturland -Hafnarfjall 1980 100 100 100 100 1981 100 106 96 102 1982 98 117 105 105 1983 96 113 104 111 1984 102 123 120 126 1985 116 132 129 137 1986 117 131 143 140 1987 149 160 161 172 1988 159 174 203 198 1989 154 171 202 197 1990 157 171 214 211 1991 168 182 243 245 1992 163 183 257 262 1993 160 185 251 262 1994 169 196 261 263 1995 175 200 265 257 1996 181 205 273 283 1997 188 219 260 288 1998 203 229 373 333 1999 221 242 430 378 2000 225 250 459 399 Fyrsti keilnleikurinn á Akranesi Keilufélag IA lék fyrsta leik sinn í vemr í fyrstu deild Islandsmótsins í keilu sl. laugardag þegar þeir mættu IR-ingum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Leikurinn var jafn- framt vígsluleikur nýs keilusalar Skagamanna. Skagamenn máttu þola tap í vígsluleiknum, 2-6. Þar sem salurinn er ekki fullkláraður og stenst ekki kröfur eldvarnareftirlits- ins voru tveir menn frá slökkviliði Akraness viðstaddir á meðan á leiknum stóð. Vonast forsvars- menn Keilufélags IA til þess að nauðsynlegum framkvæmdum verði lokið fyrir næsta heimaleik liðsins sem er 20. október. HJH CT

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.