Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001
ontsðunui..
Umsókn um byggingarleyfi við
Grundargötu 69
Ahrifakonur
Umsókn hefur borist Skipulags-
og byggingarnefnd Eyrarsveitar frá
Páli Harðarsyni fyrir hönd Vestur-
vals ehf, um leyfi til byggingar íjöl-
býlishúss að Grundargötu 69 í
Grundarfirði. Um er að ræða um-
sókn um byggingu tveggja hæða
húss með fjórum íbúðum á þeim
stað sem nú stendur húsagrunnur,
en það var fyrirtækið Sprettur-
Grundarfjörður sem byggði hann.
Vísar nefndin í bréf byggingar-
fulltrúa frá 26. mars 1999: „Til-
Sjötta starfsár Tilveru í Grundar-
firði er nú að hefjast. Frá upphafi
hafa þær Hildur Sæmundsdóttir og
Ingibjörg Þórólfsdóttir staðið á bak
við starf Tilveru en þær hættu störf-
um í vor. Til starfa taka nú þær
Þórey Jónsdóttir, María Guð-
mundsóttir og Kolbrún Haralds-
dóttir.
Starf Tilveru miðast í stórum
dráttum við að auka sjálfstraust ung-
linga og kenna þeim að fást við ó-
þekktar aðstæður, bæði stórar og
smáar. Síðustu ár hefur Tilvera
beint spjótum sínum að því að virkja
foreldra til að vinna saman og þá
Málþing í
Snorrastofn
Á málþinginu sem haldið verður í
Snorrastofu laugardaginn 13. októ-
ber n.k. kl. 17.30. verður sjónum
einkum beint að því umhverfi sem
trúarkvæði á fyrri tíð spruttu úr og
kynning urn afgreiðslu á bygging-
arleyfi,“ þar sem skilyrði fyrir veit-
ingu byggingarleyfisins voru tíund-
uð er fyrirtækið Sprettur hugðist
byggja húsnæði að Grundargötu
69. I fundargerð Skipulags- og
byggingarnefndar frá 12. septem-
ber sl. kemur fram að nýtt bygging-
arleyfi sé háð því að sörnu skilyrði
verði uppfyllt, ásamt frekari skil-
yrðum byggingarfulltrúa, auk þess
sem sýnt verði fram á uinboð Páls
frá eiganda. smh
ekki síst að vímulausum grunnskóla.
Tilvera hefur fengið fjölda viður-
kenninga fyrir starf sitt s.s. frá sam-
tökunum Heimili og skóli og þá
hefur félagsskapurinn tvisvar hlotið
stóran styrk ffá Áfengis- og vímu-
varnarráði. Hafa þeir styrkir verið
notaðir til að þróa starfið inn í
námsefnið lífsleikni, sem kennt er í
grunnskólanum, og í fýrra kostaði
Tilvera svo tvo kennara á sjálfstyrk-
inganámskeið. Nær allir þéttbýlis-
staðir landsins hafa sett sig í sam-
band við Tilveru, kynnt sér starf-
semina og tekið upp þá þætti sem
þeim hentar.
hlutverki þeirra í trúarlífi og samfé-
lagi. Fjallað verður um trúarkveð-
skap allt frá Geisla Einars Skúlason-
ar til kvæða Hallgríms Péturssonar.
Fyrirlesarar verða: Martin Chase,
Gunnar F. Guðmundsson, Sverrir
Tómasson, Margaret Cormack,
Guðrún Nordal, Einar Sigur-
björnsson, Kristján Valur Ingólfs-
son og Margrét Eggertsdóttir.
(Fréttatilkynning)
Námskeið í Borgarnesi fyrir
konur sem vilja hafa áhrif
Ráðherraskipuð nefnd um auk-
inn hlut kvenna í stjórnmálum hef-
ur staðið fýrir námskeiðinu Efling
stjórnmálakvenna, félagsmál, ræð-
ur, greinar og fjölmiðlar. Nám-
skeiðið hefur verið haldið í Reykja-
vík, á Isafirði, Egilsstöðum, Akur-
eyri og nú er komið að því að halda
það í Borgarnesi 15. og 16. október.
Námskeiðið er haldið í samvinnu
við Símenntunarmiðstöðina og fer
skráning fram í síma 4372390.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað
konum í stjórnmálum en er opið
öllum konum sem vilja hafa áhrif á
samfélagið. Námskeiðið er bæði
bóklegt og verklegt og fá þátttak-
endur þjálfun í stjórnmálalegri
vinnu, ræðuflutningi, greinaskrif-
um og samskiptum við fjölmiðla.
Hlutur kvenna í
sveitarstjómum á Is-
landi er aðeins 29%.
Konur sem starfa í sveitarstjórn-
um eru aðeins 213, en karlar í sveit-
arstjórnum eru 543. Alls 15 sveitar-
félög hafa enga konu í sveitarstjórn
og 59 sveitarfélög hafa einungis
einni konu á að skipa. Konur eru
helmingur þjóðarinnar og þar sem
konur og karlar hafa ekki sama
uppeldislega bakgrunn er brýnt að
fleiri konur taki þátt í að móta og
bæta samfélagið sem við búum í.
Markmiðið er að bæði kynin taki
sameiginlegar ákvarðanir til hags-
bóta fýrir heildina. Nefnd um auk-
inn hlut kvenna í stjórnmálum hef-
ur óskað eftir því við sveitarfélögin
í landinu að þau styrktu stjórnmála-
konur sínar til þátttöku á nám-
skeiðum nefndarinnar. Mörg sveit-
arfélög hafa tekið jákvætt í beiðni
nefndarinnar og greitt þátttöku-
gjald.
Námskeiðið
Ræður og greinar þurfa að vera
skipulagðar og markvissar til að ná
eyrum áheyrenda og lesenda. Fjall-
að verður um byggingu ritsmíða og
bent á einfaldar lausnir til að hefjast
handa við að setja fram hugmyndir.
Farið verður í helstu þætti skýrrar
og skipulegrar framsagnar; að tjá
og miðla, framkomu, framburð, á-
herslur, hljómfall, hikorð og kæki.
Fjallað verður urn fundi og fundar-
stjórnun í nefndum og ráðum, á-
byrgð, skyldur, afgreiðslu mála og
verksvið. Farið í nýjar leiðir til þess
að nýta tíma og auka árangur.
Skoðað verður hvernig mynd fjöl-
miðlar draga upp af konum í stjórn-
málum og hvernig þær geti aukið
hlut sinn og koinið skilaboðum sín-
um betur á framfæri. Rætt hvaða at-
riði skipta máli þegar farið er í sjón-
varpsviðtal.
Kennarar í fremstu röð
Kennarar á námskeiðinu eru Sig-
rún Jóhannesdóttir M.Sc. í
kennslutækni, Ingibjörg Frímanns-
dóttir málfræðingur, Guðlaug
Guðmundsdóttir íslenskufræðingur
og dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl-
miðlafræðingur og yfirmaður upp-
lýsingadeildar Norrænu ráðherra-
nefndarinnar og Norðurlandaráðs.
Opinn fimdur um
þátttöku kvenna í
stjómmálum
I tengslum við námskeiðið verður
opinn fundur um þátttöku kvenna í
stjórnmálum þriðjudaginn 16. októ-
ber kl. 16.30 á námskeiðstaðnum í
Félagsbæ, Borgarbraut 4, Borgar-
nesi. A fundinum munum við ræða
aðgerðir til að auka hlut kvenna í
stjórnmálum.
Umsjón og nánari upplýsingar:
Una María Oskarsdóttir uppeldis-
og menntunarfræðingur, verkefnis-
stjóri nefndar um aukinn hlut
kvenna í stjórnmálum. Sími: 560
9100/9115. Netfang:
fleirikonuristjornmal@fel.stjr.is
(Fréttatilkynning)
Tónleikar í
Borgarneskirkju
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
hefur nú sitt 35. starfsár með tón-
leikum í Borgarneskirkju föstu-
dagskvöldið 12. október nk. Þar
munu þeir Haukur Guðlaugsson
orgelleikari og sr. Gunnar Björns-
son sellóleikari flytja fjölbreytta
tónlist auk þess sem sr. Gunnar
mun ræða við áheyrendur um
verkin og höfunda þeirra. Lista-
mennirnir eru að góðu kunnir og
hafa báðir haldið fjölda tónleika
bæði heima og erlendis. Sr. Gunn-
ar lék um árabil með Sinfóníu-
hljómsveit Islands og Haukur var
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og
skólastjóri Tónskóla þjóðkirkj-
unnar á árunum 1974 - 2001.
Tónleikarnir í Borgarneskirkju
hefjast kl. 20.30.
Nýjar konur í Tilveru Grundarfjarðar
SENDIBILL
* með lyftu
Tek að mér
alla alhliða
flutninga.
Þorsteinn Arilíusson, Borgarnesi
Símar: 861 0330 og 437 1925
* Einangrunargler
Öryggisgler
Speglar
Fljót og góð þjónusta
Sendum á staðinn
Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828
Búsáhöld ¥ Gjafavara
^Uiikfön£j*|5
HAUKS
Sími 437 1125
Verslið við heimamenn.
VÖRUFLUTNINGAR J j j IVESTURLANDS m
n|K
Sólbakka 7-9
S: 437 2030 - Fax: 437 2243
Afgreiðsla í Reykjavík:
Vöruflutningamiðstöðin.
JÁRNSMÍÐAR skarði9VarSSOn’
ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal
se”SX Sími/Fax 435-1391
örmerki hross Netfang: skard@aknet.is