Skessuhorn - 30.10.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 43. tbl. 5. árg. 30. oktober 2002
Kr. 250 í lausasölu
Miðbæjar-
samtök á
Skaganum
Fjölmennt var á borgarafundi
á Akranesi sem boðað var til á
vegum áhugahóps um betri bæ.
A fundinum sátu fyrir svörum
bæjarstjóri Akraness, sýslumað-
urinn á Akranesi og nýráðinn
yfirlögregluþj ónn.
Að sögn fundarboðenda var
tilefhið að vekja athygli á versn-
andi ástandi í gamla bænum sem
felst í ófriði, slæmri umgengni
og fleiru. A fundinum voru lögð
drög að stofnun Miðbæjarsam-
taka á Akranesi sem munu hafa
það að markmiði sínu að hefja
gamla miðbæinn á Akranesi aft-
ur tdl vegs og virðingar.
Sjá nánar á bls. 9
Lítil mengun vegna
frárennslis í Snæfellsbæ
og Stykkishólmi
Sparnaður upp á hundruðir milljóna ef
tekið verður tillit til hagstæðra sjávarfalla
Bæjarstjórnir Snæfellsbæjar og
Stykkishólms hafa fengið Náttúru-
stofu Vesturlands til að mæla
mengun vegna frárennslis í sjó á
hvorum staðnum fyrir sig. Nátt-
úrustofan hefur skilað skýrslum yfir
ástand í frárennslismálum á báðum
stöðum og bendir útkoman til þess
að hugsanlega geti bæði sveitarfé-
lögin komist af með mun minni
kostnað en áætlað var við að lengja
og lagfæra útrásir í sjó. Sem kunn-
ugt er eiga öll sveitarfélög landsins
að vera búin að uppfylla skilyrði
um frárennsli í sjó samkvæmt heil-
brigðisreglugerð fyrir árið 2005.
„Astandið er mjög gott og staðfest-
ir það sem við höfum talið að hér
væri mikil hreinsun vegna mikilla
sjávarfalla," segirKristinnJónasson
bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Það þarf
hugsanlega að lengja sumar útrás-
irnar en að öðru leyti viljum við
meina að stöðug vöktun með
reglulegum mengunarmælingum
ætti að nægja. Ef það fæst viður-
kennt þurfum við ekki að leggja í
kostnað upp á 300 - 500 milljónir
við hreinsun. Við munum með
öðrum orðum fara fram á það við
umhverfisráðuneytið að það verði
metið þegar gerðar eru kröfur um
lengingu útrásanna hverjar aðstæð-
ur eru frá náttúrunnar hendi. Það
er ljóst að ef það verður tekið til
greina erum við að tala um sparnað
upp á fleiri hundruð milljónir
króna,“ segir Kristinn.
„Samkvæmt skýrslunni er aðeins
mengun við eina útrás hjá okkur
sem þýðir að þær kröfur sem við
eigum að uppfylla eins og staðan er
í dag er ekki í neinu samhengi við
raunveruleikann,“ segir Oli Jón
Gunnarsson bæjarstjóri Stykkis-
hólmsbæjar. „Heildarffamkvæmdir
hjá okkur vegna lenginga og sam-
tenginga útrása eru um 200 millj-
ónir samkvæmt áætlxm en við erum
að tala um að við getum helmingað
þá upphæð ef okkar rök eru tekin
gild og ég sé ekki forsendu til ann-
ars,“ segir Oli Jón.
GE
Akranes
Nýr yfirlögregluþjónn
tekur til starfa
Nýr yfirlögreglu-
þjónn hefur tekið til
starfa hjá lögregl-
unni á Akranesi.
Nýji yfirlögreglu-
þjónninn heitir Jón
S. Olason og tekur
við af Svani Geirdal
sem lét nýverið af
störfum eftir tæp-
lega fjögurra ára-
tuga starf hjá lög-
reglunni á Akranesi.
Jón er 42 ára Reyk-
víkingur og hefur
undanfarin 18 ár starfað hjá lög-
reglunni þar í borg, þar af síðustu
fimm árin sem aðalvarðstjóri. Jón
sagði í samtali við Skessuhorn að
ekki mætti búast við miklum
breytingum hjá lögreglunni með
tilkomu hans. „Við fyrstu sýn virð-
ist flest vera í stakasta lagi hérna.
Hér er góður mannskapur og lög-
reglustöðin er ein sú besta sem ég
hef komið inn í á landinu. Tíminn
á hinsvegar eftir að leiða það í ljós
hvort af einhverjum breytingum
verður sem ég legg fyrir.“
Jón segir að mikill munur sé á
því að starfa hjá lögreglunni í
Reykjavík eða á Akranesi. „ Þetta
er í raun gjörólíkt. I lögreglunni í
Reykjavík eru um 300 menn en
um 10 hér þó ekki væri nema bara
það. Hér eru líka mun nánari sam-
skipti við hinn almenna borgara
heldur en í Reykjavík sem er
ánægjulegt.“
Aðspurður um hvort honum
eigi ekki eftir að leiðast í lögregl-
unni á Akranesi þar sem að minna
er um „hasar“ segir Jón enga
hættu á því. „Eftir nokkra daga í
starfi ber ekki á öðru en að nóg sé
að gera.“
HJH
Taktu lagið
Lóaí Brún
Leikdeild Umf Islendings í Borg-
arfirði æfir þessa dagana söngleik-
inn Taktu lagið Lóa eftir Jim
Cartwright. Verkið var sýnt í smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins fyrir
fáum árum við gífurlegar vinsældir.
Elísabet Axelsdóttir stjómarmaður í
leikdeild Umf Islendings segir verk-
ið vera spennandi viðfangsefni.
„Þetta er magnað verk með sterkum
en ólíkum persónum og krefst
mikils af leikendum. Það verður því
spennandi að sjá hver útkoman
verður en þetta gengur mjög vel það
sem af er,“ segir Elísabet.
Leikdeild Umf Islendings er með
öflugri leikfélögum landsins, ekki
síst ef miðað er við hina margfrægu
höfðatölu. Leikdeildin hefur sett
upp sýningar annað hvert ár síðustu
áratugi og gjarnan ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er lægsmr
enda hafa margar uppfærslur félags-
ins fengið mjög góða aðsókn.
Leikstjóri “Taktu lagið Lóa“ er
Borgfirðingurinn Guðmundur Ingi
Þorvaldsson en með titilhlutverkið
fer Þórann Pétursdóttir og Rósa
Marinósdóttir leikur hina ógæfu-
sömu móður. Alls taka sex leikarar
þátt í sýningunni. Taktu lagið Lóa
verður frumsýnt í Brún þann 15.
nóvember næstkomandi.
GE
05