Skessuhorn - 30.10.2002, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002
Utvarp
Eitt af fyrstu málum sem lagt var
fyrir Alþingi í haust var tillaga mín
um útsendingar sjónvarps og út-
varps um gervitungl. Tillagan
gengur út á að fela menntamála-
ráðherra að láta gera á vegum Rík-
isútvarpsins áætlun um kostnað og
tæknilega útfærslu á því að senda
dagskrár útvarps og sjónvarps um
gervitungl, svo og kostnað við
búnað til að taka á móti þessum
sendingum.
I dag búa þúsundir Islendinga
við þau skilyrði að hafa lélegan eða
engan aðgang að útsendingum
Ríkisútvarpsins, einkum sjón-
varpsins en einnig í nokkrum mæli
útvarpsins. Það á við um fólk í
dreifðum byggðum landsins, þar
sem móttökuskilyrði eru slæm, og
Islendinga erlendis, en stærsti
hópurinn er sjómerm á farskipum
og fiskiskipum. Það er mín skoð-
un að meðan ríkið stendur fyrir
rekstri sjónvarps og útvarps og
skyldar landsmenn til að greiða af-
notagjöld, verði að leita allra leiða
til að koma sendingum þessara
ijölmiðla til sem flestra Islendinga.
Kosmaður við að koma útsend-
ingum á haf út og til dreifðra
og sjónvarp til allra
byggða hefur stórlækkað á
nokkrum árum. Þegar ég hreyfði
þessu máh fyrst árið 1995 kom
fram að kostnaður við stækkun
dreifikerfis sjónvarps svo unnt væri
að senda sjónvarpsmerki 50-60
sjómílur á haf út yrði a.m.k. 850
millj.kr. og rekstrarkostnaður
dreifikerfis myndi tvöfáldast. Næst
hreyfði ég þessu máli árið 1999. Þá
kom ffam að kostnaður við sam-
sendingar sjónvarps- og útvarps-
dagskrár um gervitungl myndi
vera á bilinu 60-80 millj.kr.á ári.
og ljóst væri að kostnaður við slík-
ar sendingar myndi ffekar lækka
en hækka.
Nokkur kosmaður er við við-
tökubúnað og myndi hann lenda á
viðtakanda. Dýrasti búnaðurinn er
dl móttöku um borð í skipum, en
hann þarf að vera stefnuvirkur og
óháður veltingi og stefnu skipsins.
Diskur fyrir einbýlishús kostar 40-
50 þús.kr. uppsettur. Einn disk
þarf fyrir fjölbýlishús eða raðhúsa-
lengju sem samnýta diskinn eða
kapalkerfi sem tekur merkið niður
á einum stað og dreifir um kapal. I
stærsm samfélögum Islendinga á
Norðurlöndum, svo sem Gauta-
borg, Oslo, Stokkhólmi og Kaup-
mannahöfh er líklegt að kapalkerfi
myndu taka RUV inn á kerfið og
þá þyrftu viðtakendur engan bún-
að.
Fyrri umræða um tillögu mína
fór ffam 7.október og var henni
mjög vel tekið. M.a. lýsti Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
ánægju með hana, en tmdir hans
ráðuneyti heyra málefni RÚV Það
er því ástæða til að æda að það
styttist í útsendingar sjónvarps og
útvarps um gervitungl.
GuSján Guðjónsson
alþingismaður.
Fyrsti raimverulegi ferðamálaráðherrann
Þegar Sturla Böðvarsson sett-
ist í stól samgönguráðherra vissi
ég af reynslu að með honum
fengjum við sem störfum að
ferðamálum loksins mann sem
myndi sinna ferðamálum af
kunnáttu og framsýni.
I þau rúm fjörutfu ár sem ég
hef, nær óslitið, starfað að ferða-
málum hef ég fylgst með því
hvernig mál hafa þróast í þessari
atvinnugrein.
Lengi var lítið sem ekkert fjall-
að um ferðamál af ráðamönnum
þjóðarinnar, nema einstöku sinn-
um í hátíða og kosningaræðum.
Ferðþjónusta var almennt ekki
viðurkennd sem atvinnugrein.
Smám saman fóru þeir þing-
menn sem völdust í stól sam-
gönguráðherra að veita þessari
atvinnugrein athygli en þó að
vilji hafi verið fyrir hendi þá
vantaði þá, því miður, undirstöðu
og þekkingu á ferðamálum. Þeir
leituðu því oftast til misvitra
pólitískra ráðgjafa.
Sturla hefur aftur á móti víð-
tæka þekkingu á uppbyggingu
ferðaþjónustu og þá sérstaklega á
landsbyggðinni.
A bæjarstjóraárum sínum í
Stykkishólmi var uppbygging
ferðaþjónustunnar þar svo mikil
að bærinn býr að henni enn.
Sturla sá möguleikana og vaxta-
broddinn í uppbyggingu ferða-
þjónustu fyrir bæjarfélag eins og
Stykkishólm. Hann sá að ferða-
þjónustan gaf möguleika á að
ýmis þjónusta gat þrifist í bænum
sem fólkið í bænum gat ekki
staðið undir eitt. Ferðaþjónustan
var rjóminn sem þessi þjónustu-
fyrirtæki þurftu til að geta lifað
og Sturla lét ekki þar við sitja, því
þegar hann var formaður Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi
stóð hann fyrir stofnun fyrstu
ferðamálasamtaka á Islandi,
Ferðamálasamtökum Vestur-
lands sem á þessu ári héldu upp á
20 ára afmæli sitt.
Undir forystu hans, sem sam-
gönguráðherra hefur fé til upp-
byggingu ferðamála margfaldast.
Stuðningur til markaðsuppbygg-
ingar landhlutasamtaka hefur
aukist verulega, m.a. með opnun
upplýsingamiðstöðva í öllum
landshlutum, þar sem gestakom-
ur aukast jafnt og þétt og Islend-
ingar, sem voru þar sjaldséðir í
fyrstu, nota þessar upplýsinga-
miðstöðvar nú í vaxandi mæli.
Meira fé hefúr verið varið til
markaðsmála erlendis en áður
hefúr þekkst og átak hefur verið
gert í að fá landsmenn til að ferð-
ast og skoða eigið land.
Gert hefur verið átak í að
lengja ferðamannatímann á
landsbyggðinni og er það enn í
gangi.
Opnaðar hafa verið Gestastof-
ur að Geysi í Haukadal og í
Reykholti. Einnig má benda á
mikilvæga uppbyggingu vega á
landsbyggðinni sem kemur ekki
síst ferðaþjónustunni vel og
þannig má lengi upp telja.
Sturla veit og hefur sýnt það í
verki að uppbygging ferðaþjón-
ustunnar á landsbyggðinni er
einn mesti möguleiki til að halda
uppi atvinnu og byggð í mörgum
byggðarlögum.
Það er því staðreynd að með
því að kjósa Sturlu í fyrsta sæti
Sjálfstæðisflokksins í komandi
prófkjöri, þá styðjum við þann
mann sem hefur sýnt ferðaþjón-
ustunni hvað mestan áhuga og
brautargengi á landsbyggðinni.
Með glæsilegri kosningu hans
leggjum við áherslu á áframhald-
andi uppbyggingu ferðaþjónust-
tmnar landsbyggðinni til heilla,
Olijón Ólason
Reykholti, Borgarjjarðarsveit.
Okeypis smámiglysingar
www.skessuhom.is
Skrímslið handan fjarðar
Ég get nú ekki lengur orða
bundist þegar enn ein lofræðan
um Norðurálverksmiðjuna í
Hvalfirði birtist í síðasta blaði
frá hendi bæjarstjórans á Akra-
nesi. Og nú á enn að fara að
stækka.
Vitið þið ekki þarna norðan
megin fjarðarins að það býr fólk
hérna sunnan megin líka og á
kannski einhvern rétt. Eða er
ykkur bara skít sama. Þið talið
eins og verksmiðjuskrímslið sé
bara ykkar megin. En nei hún er
sko miklu meira áberandi frá
okkar hlið. Héðan sem ég bý
hylur hún nú alveg útsýni til
sólarlagsins. Ég keypti mér
sveitabæ til að komast útúr fjöl-
menninu og því sem hylur út-
sýn. Ætlaði mér m.a. að mála
umhverfið hér sem var mjög fal-
legt í þann tíð og margir komu
til að dást að því. Síðan var þess-
ari hræðilegu verksmiðju dembt
fyrir fallegasta umhverfið og þar
að auki er liturinn á henni svo
fáránlegur að hann fellur aldrei í
íslenzkt landslag. Stálblendi-
verksmiðjan er í mjög góðum
felulitum miðað við landslagið
en þessi álverksmiðja er á litinn
eins og henni hafi verið ætlaður
staður við Miðjarðarhafið. Ég
hef reynt að benda á að með
trjágróðri mætti fela verksmiðj-
una að miklu leyti en enginn
hlustar. Gróðinn er líklega ekki
nægjanlegur (aðeins 760 millj-
ónir fyrstu 9.mán ársins) til að
kaupa nokkrar trjátítlur. Ég veit
að ykkur þarna norðanmegin er
þetta mikilsvert atvinnumál en
hérna að sunnan er þetta aðal-
lega mengunarmál. Það er sjón-
mengun af verksmiðjunni í
landslaginu. Það er mikil ljós-
mengun yfir fjörðinn þegar
dimmt er. Það er mikil hljóð-
mengun svo varla er svefnvært
hérna megin á tímabilum. Fyrir
utan öll stóru skipin sem bíða
hér fyrir utan með vélar í gangi.
Ég hef ekki orðið vör við neinar
athuganir á mengun þó alltaf sé
verið að birta hinar og þessar
niðurstöður. Ég veit ekki hvar
þær eru gerðar. Ég er að benda
á ódýrar leiðir til að koma til
móts við okkur sunnan fjarðar.
Málið kvikindið í felulitum,
plantið trjám (t.d. fljótvaxandi
öspum) fyrir framan verksmiðj-
una. Það myndi breyta miklu og
svo má með því að snúa ljósun-
um rétt nýta þau betur og kom-
ast hjá því að lýsa upp allan
fjörðinn. Ég gat ekki orða
bundist þegar ég heyrði enn
eina lofræðuna um verksmiðj-
una. Mín hlið er líka mikilvæg.
Við erum öll íslendingar og ætt-
um að reyna að búa í landinu
okkar í friði og spekt, ekki
þannig að sá stóri traðki á þeim
smærri.
Steinunn B. Geirdal
Afhverju Stmia ’i
Stuðningsyfirlýsing mín við
framboð Sturlu Böðvarsonar til
forystu á lista Sjálfstæðisflokks í
hinu nýja Norðvestur-kjördæmi
hefur vakið nokkra athygli og
sterk viðbrögð. An þess að mér
sé á nokkurn hátt skylt að gera
grein fyrir þessari afstöðu lang-
ar mig til þess. Hin umdeilda
kjördæmabreyting er orðin að
veruleika og þó margir finni
henni flest til foráttu, felast í
henni tækifæri. Allar breytingar
hafa í för með sér tækifæri sem
vert er að nýta í stað þess að
þumbast áfram í endalausri and-
stöðu. Andstaða og þrákelknii
hafa aldrei verið aflvakar fram-
fara. Ef rétt er á málum haldið
í þessari nýju skipan er vel
mögulegt að vinna svo úr að til
verði öflugri heild. Oflug sam-
staða um að verja landbúnað á
miðsvæði kjördæmisins, sjávar-
útveg á jöðrum þess og alla
þjónustu innan þess. Með
breyttri skilgreiningu á svæðis-
mörkum og gagnkvæmum
stuðningi ólíkra byggða og at-
vinnugreina má efla dreifbýlið
með nýrri skipan kjördæma. En
til þess þarf að virkja marga
ólíka vettvanga og auka samstarf
sveitarfélaga og samtaka þeirra.
Þekkja menn dæmi þess að sjáv-
arbyggðir hafi gengið til liðs við
landbúnaðarhéruð og ályktað
þeim til stuðnings og öfugt.
Höfum við stuðlað að því að efla
okkur sjálf með því að standa
vörð um nágranna okkar. A
stærri vettvangi, með opnu hug-
arfari liggja sóknarfæri og þau
ber okkur að nýta. Það að lítt
þekktur kommi úr aflögðu Al-
þýðubandalagi lýsi stuðningi við
Sturlu Böðvarsson sem forystu-
mann þessa kjördæmis hefur
sjálfsagt ekki mikil áhrif á hinn
almenna kjósanda. Það hefur
heldur engin áhrif á lífsskoðun
Inga Hans Jónssonar. Það er
hinsvegar viðurkenning á þeirri
skoðun minni að Sturla sé best
til forystu fallinn fyrir þessu
nýja kjördæmi, hann hafi sterk-
ustu stöðu allra þeirra ágætu
þingmanna sem við eigum völ á
og reynsla hans sé líklegust til
að nýtast okkur til jákvæðra
framfara sem fólgin eru í stóru
kjördæmi. Ég treysti því hins-
vegar og vona að við Sturla get-
um áfram verið sammála um að
vera ósammála um ýmsa hluti.
Ingi Hans
Grundarftrði