Skessuhorn - 30.10.2002, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 2002
9
4
Miðbæjarsamtök á Akranesi
Áhugahópur um betri bæ
stóð fyrir borgarafundi á
Barbró í síðustu viku. Auk
um 50 íbúa Akraness komu
bæjarstjóri, sýslumaður og
yfirlögregluþjónn. Fjörug-
ar umræður sköpuðust og
tóku margir til máls á fund-
inum sem stóð í rúma tvo
tíma.
Steingrímur Guðjóns-
son, einn íbúa Neðri-Skag-
ans, er einn þeirra sem
stóðu fyrir því að fundur-
inn yrði haldinn. Hann
segir að ástæða fundarins
hafi verið fyrst og ff emst sú
að vekja athygli á versnandi
ástandi gamla bæjarins og
reyna að benda á leiðir til
að bæta úr því. „Það eru
engin ný vandamál að
skjóta upp kollinum núna. Ofrið-
ur, slæm umgengni og lélegar
götur hafa verið vandamál í lang-
an tíma. Eg skaut fram þeirri hug-
mynd á spallsíðu Akranesbæjar að
stofna miðbæjarsamtök. Hug-
myndin fékk góðar undirtektir og
úr varð að ákveðinn hópur hóf
vinnu við stofnun þessara sam-
taka. Miðbæjarsamtökin eru ekki
stofnuð bara til þess eins að tala
um það sem miður fer heldur
munu samtökin vonandi standa
fýrir hátíðum og verða tdl þess að
fólk kynnist betur nágrönnum
sínum.“
Sú iðja hjá ungu fólki að keyra
bílum sínum hring eftir hring eff-
ir ákveðnum leiðum um miðbæ-
inn öll kvöld hefur verið við lýði á
Akranesi í mörg ár og reyndar
þykir „rúnturinn“ á Akranesi einn
af þeim betri á landinu í land-
fræðilegum skilningi. Þessi
dægrastytting hefur, þangað til
fyrir nokkrum árum, þótt vita
harmlaus og fáum til trafala. En
með auknum gæðum hljómflutn-
ingstækja bílanna er friðurinn úti.
Hús Steingríms stendur við
„rúntinn“ á Akranesi og segir
hann að ekki sé hægt að reikna
með svefnffiði á virkum dögum
fyrr en um og eftir miðnætti
vegna hávaðans frá „græjunurn".
Um helgar standi þetta fram eftir
nóttu. Rúntararnir taka sér ekki
einu sinni frí á aðfangadag. „I að-
alskipulagi bæjarins segir að
Kirkjubrautin skuli vera ein-
stefnugata. Það var reynt fyrir
nokkrum árum en þá tóku íbúar
við Suðurgötu við sér og mót-
mæltu því þar sem öll umferðin
færðist þangað. Þeirra friður virð-
ist vega þyngra en okkar sem
búum við Kirkjubraut og Skóla-
braut. Svo er það þessi nýja tíska
sem ég hef bara nýlega orðið var
við, það er að liggja á flautunni í
tíma og ótíma. Svona hegðun lýs-
ir náttúrulega bara virðingarleysi
viðkomandi fyrir samborgurum
sínum. Eins er það ólíðandi þegar
garðar fólks í miðbænum eru
orðnir að almenningssalernum.
Þó að margt megi bæta með sýni-
legri löggæslu eins og við viljum
snúast, svona tilvik meira um inn-
ræti manna, eitthvað sem lögregl-
an getur ekki stöðugt vakað yfir.“
Fram kom á fundinum á Barbró
að lögreglan á Akranesi hefur, að
sögn Olafs Haukssonar, sýslu-
manns Akurnesinga, aukið úthald
lögreglubifreiða sinna um um-
dæmi sitt, það sjáist á kílómetra-
mælum bifreiðanna. Eins hefur
sektarákvæðum fýrir óþarfa há-
vaða ffá ökutækjum, meðal annars
vegna of hátt stilltra hljómflutn-
ingstækja, verið beitt. Sú sekt
hljóðar upp á fimm þúsund krón-
ur. Byrjað var að beita sektarúr-
ræðum eftir að reynd voru vægari
úrræði svo sem tiltal til ökumanna
sem ekki skilaði tilætluðum ár-
angri. Sá kvittur hefur gengið
lengi að bílaplön við banka mið-
bæjarins séu notuð sem afdrep
fíkniefnasala sem þar stundi sín
viðskipti. Ólafur segir að svona
sögusagnir berist lögreglunni af
og til. „Lögreglan bregst við
svona orðrómi með því að herða
eftirlit á umræddum stöðum. Enn
sem komið er höfum við ekki
handtekið neinn fýrir sölu fíkni-
efna á þessum stöðum. Fíkniefna-
salar eru stöðugt að breyta sínum
dreifingaraðferðum og ég get því
ekki ímyndað mér að þeir sem
selji slíkt gangi um bæinn. Þessi
bílaplön eru tiltölulega vel sýnileg
vegfarendum og þar sem að selj-
andi jafnt sem kaupandi reyna eft-
ir ffemsta megni að leyna við-
skiptum sínum þá er þessi staður
varla mjög heppilegur." Flestir
aðrir staðir en neðri-Skaginn eru
hentugri fýrir hraðakstur ef svo
má að orði komast. Engu að síður
ber töluvert á því að ökumenn
keyri um göturnar langt yfir há-
markshraða og setji þar með
gangandi vegfarendur sem og
aðra ökumenn í stórhættu. Ólafur
segir að lögreglan hafi ekki farið í
sérstakt átak til að draga úr hraða
ökumanna á annan hátt en þann
að í hvert skipti sem lögreglubíll
er á ferðinni þá er hann að
hraðamæla.Hraðamælingar eru
því algengar en auk þess er nokk-
uð um að hraðamælt sé í kyrr-
stöðu
Töluvert margir ökumenn hafa
þannig verið sektaðir en því mið-
ur virðist sem ökuhraðinn detti
niður rétt á meðan merktur lög-
reglubíll er á svæðinu en aukist
síðan um leið og lögreglan sinnir
eftirliti annarsstaðar. „Við höfum
reynt að mæta þessari staðreynd
með því að notast við ómerktan
myndavélabíl öðru hvoru og hef-
ur það gefist ágætlega. Reyndar er
tíðni umferðarlagabrota meiri í
effi hluta bæjarins. En þegar allt
kemur til alls þá má ekki missa
sjónar á rótum vandamálsins
hvort sem það er hraðakstur eða
fíkniefnabrot, þ.e. þeir sem
vandamálunum valda. Það má
ekki alltaf skella skuldinni á alla
aðra en lögbrjótana sjálfa. Það
þarf að koma því inn hjá þessu
fólki að það sé dónaskapur og sið-
ferðislega rangt að angra sam-
borgara sína með hávaða eða ofsa-
akstri. Við höfum verið lánsöm
með það hér á Akranesi að fá til-
felli hafa átt sér stað þar sem ekið
er á gangandi vegfaranda en það
segir sjálft þegar að meira af
yngra fólki og þ.a.l. fleiri börn
flytjast á neðri-Skagann þá er það
ekki spurning um hvort heldur
hvenær illa fer.“
Steingrímur segir að ásýnd
miðbæjarins þurfi að fegra svo að
fólk beri meiri virðingu fýrir hon-
um. Hjá því verður ekki komist að
minnast á götur bæjarins í þessu
sambandi. „Göturnar eru hluti af
bænum og þær eru ekki aðeins lýti
á bænum heldur einnig skelfilegt
að aka. Fram kom reyndar hjá
bæjarstjóranum á fundinum að
von væri á nefhdaráliti um hvaða
aðferðum væri best að beita við
lagfæringar á elstu gömm bæjar-
ins og er það mjög jákvætt. Það
kom líka fram hjá formanni skipu-
lagsnefndar á sama fundi að leitað
yrði eftir áliti bæjarbúa varðandi
endurskipulagningu eldri hluta
bæjarins sem er spennandi að fá
að taka þátt í.“
Steingrímur vonaðist til að
stofnun miðbæjarsamtakanna yrði
að veruleika mjög fljótlega en um
30 manns skrifuðu sig á plagg þar
sem hvatt var tdl stofhunar áður-
nefndra samtaka.
HJH
—
—
Stuóningsfélag
krabbameinssjúklinga á
Akranesi og aðstandenda þeirra
Stofnfundur verður fimmtudaginn 7. nóvember
n.k. kl. 20:00 í fundarsalnum að
Kirkjubraut 40, 3. hæð.
Nánari upplýsingar í s. 431 5115 og 860 2057
I
o
Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis
E
i
Borgarfjarðarsveit
Hross í óskilum
Áður auglýst brún hryssa þriggja vetra ómörkuð
er í óskilum í Borgarfjarðarsveit.
Upplýsingar veitir jón á Kópareykjum
sími 893 6538
Borgarfjarbarsveit
Auglýsing um c
Ægisbrautar,
I samræmi vib skipulags- og byggingalög samþykkti
bæjarstjórn Akraness þann 27. ágúst 2002 tillögu
að nýju deiliskipulagi Ægisbrautar, Akranesi
Deiliskipulagiö hefur fengiö þá meöferö sem
skipulags- og byggingalög nr. 73/1997
mœla fyrir um.
Framangreint deiliskipulag tekur þegar gildi.
Akranes, 24. október 2002.
Ólöf Guöný Valdimarsdóttir,
skipulagsfulltrúi
íl
Staöur:
Reykjavík
Akranes
Borgarfjörður
Borgarnes
Snæfelisbær
Grundarfjörbur
Stykkishólmur
Dalasýsla
Tálknafjörbur
Reykhólar
Patreksfjörbur
N-ísafjarbarsýsla
ísafjörður
Bolungarvík
Strandasýsla
V-Húnavatnssýsla
Blönduós
Skagaströnd
Skagafjarbarsýsla
Utankjörfundaatkvæðagreiðsla
vegna prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi þann
9. nóvember 2002 fer fram
hjá eftirtöldum aðilum:
Umsjón: Sími:
Valhöll (virka daga kl. 9-17) 515-1700
Sigurbur Sigurðsson 696-9492
Benedikt Jónmundsson 897-3043
Snorri Sigurbsson 896-1995
Ingi Tryggvason 860-2181
Ingibjörg Hargrave 862-1399
Hjörtur Árnason 892-1884
Helgi Kristjánsson 894-2961
Björn Arnaldsson 863-1153
Sóley Soffaníasdóttir 892-4695
Ásgeir Valdimarsson 892-9360
Gunnlaugur Árnason 894-4664
Jóhann Sæmundsson 434-1272
Kristján Sæmundsson 434-1540
Jörgína Jónsdóttir 456-2538
Gubjón D. Gunnarsson 866-9386
Ari Hafliðason 456-1500
Björn Jóhannesson 456-4577
Sigríbur Hrönn Elíasdóttir 456-4964
Björn Jóhannesson 456-4577
Björn jóhannesson 456-4577
Engilbert Ingvarsson 893-3213
Karl Sigurgeirsson 895-0039
Sjgurbur Kr. Jónsson 452-4173
Ágúst Þór Bragason 899-0895
Lárus Ægir Gubmundsson 892-5499
Adolf Hjörvar Berndsen 892-5089
Brynjar Pálsson
(Bókabúb Brynjars) 453-5950