Skessuhorn - 30.10.2002, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002
5
Krílakot stækkaður í Ólafsvík
Sl. föstudag var tekin
skóflustunga að nýrri viðbygg-
ingu við leikskólann Krílakot í
Ólafsvík. Mikil þörf er orðin á
meira leikskólaplássi þar sem fæð-
ingum hefur fjölgað á sl misserum
enda mikið af ungu fólki í Snæ-
fellsbæ. Á árinu 2001 fæddust 44
börn í bæjarfélaginu og litlu færri
á árinu 2000 og anna leikskólarn-
ir ekki þessari fjölgun nýrra bæj-
Stórhækkaðar
tiyggingar
arbúa en einnig er rekinn leik-
skólinn Kríuból á Hellissandi. Á
Krílakoti eru nú alls 67 börn en á
Kríubóli eru 45 börn.
Það var Guðrún Karlsdóttir
fyrrverandi forstöðukona á Kríla-
koti sem tók fyrstu skóflustung-
una að viðstöddum fjölda fólks
bæði ungum sem öldnum. Þá tók
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
Snæfellsbæjar til máls og sagði frá
framkvæmdunum. Bæjaryfirvöld í
Snæfellsbæ fengu Arkitektastof-
una Arkþing til að hanna skólann
og gera útboðsgögnin. Tilboð
voru opnuð 3. október og Tré-
smiðja Guðmundar Friðrikssonar
ehf. í Grundarfirði fékk verkið en
það átti lægsta tilboðið kr 26.
603,663 milljónir og er það 83%
af áætlun en það voru átta aðilar
sem buðu í verkið. Áætlaður
kostnaður við bygginguna var
rúmar 32 milljónir. Leikskólinn
stækkar um rúma 148 fm og gert
er ráð fyrir að hann verði tekin í
notkun 15. apríl 2003. Auk stækk-
unar verða gerðar nauðsynlegar
endurbætur á eldri hluta skólans
m.a. sett á hann nýtt þak.
PSJ.
Spalar
Tryggingariðgjöld vegna Hval-
fjarðarganga, fyrir nýhafið rekstrar-
ár Spalar ehf., verða jafnvirði 60
milljóna íslenskra króna sem er
meira en þrefalt hærra en fyrir
tveimur árum. Hækkunin er eink-
um rakin til ástandsins í veröldinni
eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september 2001.1 fréttatilkynn-
ingu vegna málsins á heimasíðu
Spalar segir m.a.:“Það er því öld-
ungis ljóst að ýmsir fleiri en flugfé-
lög í alþjóðlegum rekstri finna
verulega fyrir breyttum tímum að
þessu leyti. Nú er svo komið að
tryggingariðgjöldin eru langstærsti
einstaki útgjaldaþátturinn í rekstri
ganganna að undanskildum vaxta-
greiðslum vegna lána.“
Spölur tryggir göngin hjá hópi
erlendra tryggingarfyrirtækja og
tryggingartímabil Hvalfjarðar-
ganga miðast við rekstrarár félags-
ins, 1. október - 30. september.
Iðgjöldin snarhækkuðu í fyrra og
enn ffekar í ár. Nú er einnig í fyrsta
sinn komin til sögunnar trygging
sem beinlínis kallast „hryðjuverka-
trygging" fyrir göngin.
GE/spolur.is
Framsóknar-
félag
Dalasýslu
mótmælir
Ályktun frá aðalfundi Fram-
sóknarfélags Dalasýslu 24. októ-
ber 2002.
Framsóknarfélag Dalasýslu mót-
mælir stefnu flokksforystunnar í
Evrópusambandsmálinu og lýsir
áhyggjum sínum af því hversu langt
til hægri flokkurinn virðist stefna.
Félagið. lýsir einnig verulegum
áhyggjum af þeirri einkavæðingar-
stefúu sem flokksforystan er aðili að.
Skorkort fyrir
Akranes
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt að ganga til samninga um
notkun svokallaðs skorkorts fyrir
sveitarfélagið. „Sveitarfélög á Faxa-
flóasvæðinu hafa verið að fikra sig
áfram með að segja mælanlega
kvarða á ýmsa starfssemi. Þetta
kerfi byggir á að setja markmið
varðandi gæði og þjónustu og meta
árangurinn út ffá því. Við ætlum í
sambærilega vinnu á okkar forsend-
um og stefnt er að því að taka upp
markmiðasetningu málaflokka með
skorkortinu á næsta ári sem verði
aðgengileg bæjarbúum,“ segir Gísh
Gíslason bæjarstjóri. GE
YKKUR ER BOÐIÐ í
Það verSur líf og fjör í 50 ára afmæli Volkswagen hjá okkur um helgina.
Komdu og skoSaðu gamlar og nýjar árgerSir af Volkswagen í skemmtilegri
stemmningu. Söngstund meS Gunnari og Snorra kl. 14:30 á laugardeginum
og Volkswagen kaka og kaffi alla helgina. Allir hjartanlega velkomnir!
OpiS
11:00 - 17:00 laugardag og sunnudag
m
HEKLA
Söluumboð HEKLU Vesturlandi
Sólbakka 2
Borgarnesi
sími 437 2100
bilvest@binet.is
Volkswagen
ar a
íslandi
mmmmmmmM
mmmmsmm